Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 29.01.1975, Blaðsíða 8
Vísir. MiOvikudagur 29. janúar 1975. Vlsir. Miövikudagur 29. janúar 1975. Umsjón: Hallur Símonarson Holkind kom Westl Ham í 5. umferð! — en Fulham og Nottingham Forest gerðu jafntefli West Ham, 1. deildarliðið kunna, lenti i kröppum dans gegn Swindon úr 3. deild I ensku bikar- keppninni i gærkvöldi. Liðin gerðu jafntefli i Lundúnum á laugardag — og mættust nú aftur i Swindon. Það var spennandi leikur. Swindon skoraði i fyrri hálfleik — en Trevor Brooking, enski landsliðsmaðurinn, jafnaði Júdó- prófessor til Ármanns Prófessorinn frægi i judóinu, Nobuaki Yamamoto, 5. dan kodo- kan, er kominn aftur hingað til lands og mun þjálfa á vegum Ár- manns næstu tvo mánuðina. Yamamoto kom á mánudags- kvöld og er frægasti judókennari, sem hingað hefur komið — að sögn islcnzkra judómanna. Ilann kom hingað frá Júgóslaviu, þar sem hann hefur kennt að undan- förnu. Yamamoto er íslendingum að góðu kunnur — var hér þjálfari um þriggja ára skeið. Þá má geta þess, að hann er 3. dan I karate, en leggur sérstaka áherzlu á judó og hefur helgað sig þeirri Iþrótt. hsim. .í^..../....' Hvaö, sjálfur heimsmeistarinn, Muhammad Ali, fallinn? — Já og nei — ekki var nú fallið mikið, en hann er byrjaður að auglýsa leik sinn viö Chuck Wepner og þetta var liður I þvi. Keppni við borgarstjóra Atlanta, Maynard Jackson, sem gerði sér litið fyrir og „sló” kappann niður I 1, umferð — en eftir myndinni að dæma er ekki frá, að Ali hafi meitt sig I rófubeininu, þegar hann lét sig falla. Og sá sem stendur yfir meistaran- um, er sjálfur Julian Bond, þingmaöur, sem „dæmdi” leikinn. Ágóöinn af sýningunni rann til svartra Ibúa Atlanta. i þeim slðari og fimm minútum fyrir leikslok skoraði Pat Holland sigurmark West Ham. Þarmeð er West Ham kom i 5. umferð — 16 liða úrslit — og leik- ur þá, 15. febrúar, á heimavelli gegn QPR. Aðeins einn annar leikur i bikarkeppninni var háður i gær. Fulham og Nottm. Forest léku i Lundúnum — fresta varð leik liðanna á laugardag — og þar var ekkert mark skorað. Forest , lið Brian Clough, ætti þvi að hafa alla möguleika að komast áfram i 5. umferð. Leikur aftur gegn Ful- ham á heimavelli og sigurvegar- inn i þeirri viðureign leikur á Goodison Park i Liverpool gegn Everton. Fresta varð i gærkvöldi leik Wimbledon og ensku meistar- anna, Leeds, — og leik Arsenal-Coventry — vegna bleytu á völlunum. Fyrirhugað er að leikið verði á Highbury i kvöld (Arsenal-Coventry), en leik Wimbledon og Leeds hefur verið frestað til 10. febrúar. Þá verður leikið á Selhurst Park — leikvelli Crystal Palace i Suður-Lundún- um, skammt frá Wimbledon, þar sem ekki er hægt að gæta öryggis áhorfenda nægilega á leikvellin- um i Wimbledon troðfullum. Fjölmörgum deildaleikjum, sem vera áttu i gærkvöldi á Eng- landi, var frestað — en á Skot- landi léku Aidrie og Morton i bikarkeppninni skozku. Jafntefli varð án þess mark væri skorað — en á laugardag varð að fresta viðureign liðanna vegna veðurs. Nú, undir hádegi kom sú frétt frá Reuter að leik Wimbledon og Leeds hefði verið frestað til 10. febrúar svo skozku landsliðs- mennirnir fimm i Leeds-liðinu — Billy Bremner, David Harway, Joe Jordan, Peter Lorimer og Gordon McQueen — gætu farið til Spánar nk. mánudag i sambandi við Evrópuleik Spánar og Skot- lands. —hsim. Twente Enschede sigraði efsta liöiö I 1. deildinni hollenzku, PSV Eindhoven, 2-1 I leik I 1. deild I Enschede I gærkvöldi. Það er fyrsti tapleikur PSV I deildinni. A Evrópumeistaramótinu I list- hlaupum á skautum, sem hófst I Kaupmannahöfn I gær, vann Sergei Volkov, Sovétrikjunum, fyrstu gullverölaunin I æfingum karla. Landi hans Kovalev varö annar og John Curry, Englandi, þriöji. Keppnin mun standa I fimm daga — og I dag verða frjálsar æfingar. Þá er talið, aö hinn 25 ára Curry komist upp fyrir þá sovézku I stigakeppninni. 1 tvenndarkeppninni er skauta- fólkiö fræga, Alexander Zaitsev og Irene Rodnina, Sovétrlkjun- um, efst eftir fyrsta daginn meö 35.46 stig, en österreich og Kermer, Austur-Þýzkalandi, voru I ööru sæti meö 34.75 stig. Rodnina hefur verið Evrópu- og heimsmeistari slðustu sex árin — og Zaitsev veriö félagi hennar tvö slöustu árin. — hslm. Það var slœmt brot * Meiðslin, sem júdókappinn Sig- urður Kr. Jóhannsson varð fyrir I júdókeppninni á sunnudaginn, voru mun alvarlegri en við sögð- um frá i blaðinu á mánudag. Við vorum á staðnum, þegar ó- happiö varð, og heyrðum eins og margir aðrir I húsinu, að það var eitthvað, sem brotnaöi, er fótur- inn bögglaðist undir Sigurði I fyrstu glimu hans. Um kvöldið var okkur sagt, aö þetta hefði ekki verið brot, heldur mjög slæm tognun, en þó var það ekki fullkannað. En það var ann- að, sem kom i ljós á spitalanum. Sperrileggurinn var I sundur og sömuleiðis öll liðböndin, og tók langan tima að gera við þetta. Mun Sigurður eiga I þessu I þrjá til fjóra mánuði, þar af þarf hann að vera cinar sex vikur i gifsi. Hann kemur þvi ekki nálægt júdó i vetur, og er það mikið áfall fyrir júdólandsliðið okkar. Var hann einn bezti maður þess, en menn höfðu gert sér von- ir um, að nteðSigurð & Co hefðum við góða möguleika á gullverð- laununum á Norðurlandamótinu i sveitakeppni, sem fram á að fara i Laugardalshöllinni um miöjan april. Hann var i liðinu, sem náði silfurverðlaununum I siðasta NM-móti, og verður erfitt að fylla áans skarð nú. —klp— Þau, sem mættu I hófiö I gær til aö taka viö viðurkenningum slnum frá Iþrótta- blaöinu. Fremri röö frá vinstri: Þórunn Alfreðsdóttir (sund) , Sigurður Thorarensen (golf), Lovlsa Sigurðardóttir (badminton). Aftari röö: Jóhann Briem forstjóri útgáfufyrirtækisins. Hjálmur Sigurösson (giima), Siguröur T. Sigurðsson (fimleikar), Halldór Jónsson (blak), Jóhannes Eðvaldsson (knatt- spyrna), Kristinn Stefánsson (körfuknattleikur), Arni Þór Helgason (lyftingar), Daniel Friöriksson (siglingar), Jón Sigurösson (borðtennis), Erlendur Valdi- marsson (frjálsar íþróttir) og GIsli Halldórsson forseti ÍSl. A myndina vantar: Sigurð Kr. Jóhannsson (judó), Viðar Simonarson (handknattleik) og Magnús Eiriksson (skiði). Ljósmynd Bj.Bj. Þeir beztu - í hverri grein * 0 Utnefning Iþróttablaðsins og sérsambandanna ó bezta íþróttafólkinu í hverri grein í fyrra tók iþróttablaðið I samstarfi við sérsamböndin innan ÍSt upp á þeirri nýbreytni að tilnefna iþrótta- mann ársins I hverri iþróttagrein. Voru öll sérsamböndin — 15 að tölu — beðin um að útnefna sinn mann, og tóku þau öll mjög vel I það, enda gafst þeim þar með tækifæri til að heiðra sitt fólk fyrir afrek eða vel unnin störf. t gær bauð ISI og Frjálst Framtak, sem sér um útgáfuna á Iþróttablaðinu þvi iþróttafólki, sem valið var fyrir afrek eða störf i fyrra, i hóf, þar sem verðlaunin voru afhent. Auk þeirra var þar fjöldi annarra gesta frá við- komandi félögum og sérsamböndun- um. Jóhann Briem forstjóri FF afhenti verðlaunin, en þau fengu eftirtalið iþróttafólk: Skiði: Magnús Eiriksson, Skiðafélagi Fljótamanna. Blak: Halldór Jónsson, IS. Siglingar: Daniel Friðriksson, Ými Það var öllu meira en smátognun, sem fékk Sigurö Kr. Jóhannsson til aö engjast af kvölum 1 júdókeppninni á sunnudaginn. Fóturinn var brotinn og öll liöbönd tætt Isundur. Ljósmynd Bj.Bj. Borðtennis: Jón Sigurðsson, UMF Keflavík Lyftingar: Arni Þór Helgason, KR Badminton: Lovisa Sigurðardóttir, TBR Sund: Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi Fimleikar: Sigurður T. Sigurðsson, KR Körfuknattl.: Kristinn Stefánsson, KR Judó: Sigurður Kr. Jóhannsson, JFR Knattspyrna: Jóhannes Eðvaldsson, Val Golf: Sigurður Thorarensen, GK Glima: Hjálmur Sigurðsson, Vikverja Handknattleikur: Viðar Simonarson, FH Frjálsar iþr.: Erlendur Valdimarsson, IR Aðeins eitt sérsamband — Handknattleikssambandið — valdi ekki mann, og þess i stað gerðu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Steinar J. Lúðviksson það, og völdu þeir Viðar/ Simonarson FH. —-klp- Aðalfundur Breiðabliks Aðalfundur Breiðabliks i Kópa- vogi verður haldinn nk. föstu- dagskvöld, og hefst hann kl. 20.30 I félagsheimili Kópavogs. Venju- leg aðalfundarstörf fara fram. Félagar eru hvattir til að mæta timanlega. Aðalfundur hjá Val Aðalfundur Knattspyrnu- deildar Vals verður i kvöld og hefst kl. 20.30 i Valsheimilinu, Hliðarenda. Stefán í pressuna Þaö er I kvöld klukkan 20.15, sem fyrsti stórleikurinn af tveim hefst I Laugardalshöllinni. Þá storma þar inn kvennalandsliöiö I handknattleik, sem m.a. sigraöi stórveldið Bandarlkin I tveim landsleikjum fyrir nokkru, og karlalandsliöiö I knattspyrnu, sem geröi jafntefliö viö stórveldiö Austur-Þýzkaland I haust. I báðum herbúðum er mikið brallað þessa stundina, en hver útkoman verður kemur i ljós, þegar stjörnurnar mæta. Ef eitt- hvað fer úrskeiðis mun Ómar Ragnarsson „trimmari” vera til staðar og hressa upp á mann- skapinn, og verður það áreiðan- lega ekki til að skemma fyrir neinum. Siðari stórleikurinn verður á milli NM-liðsins, sem Birgir Björnsson hefur valið, og „pressuliðsins”, sem nokkrir Iþróttafréttamenn völdu. Sú breyting hefur verið gerð á press- unni, að Stefán Jónsson kemur inn fyrir Hörð Sigmarsson, og einnig hefur Asgeir Eliasson IR verið boðaður á leikinn, sem á að hefjast um klukkan niu. — klp — Svíar óttost eld- gos er þeir rnœta íslendingum á NM Hljóta að vera með „ofsalega" skotmenn fyrst Jón Hjaltalín Magnússon kemst ekki i liðið hjá þeim, segir sœnski þjálfarinn Sviar gera sér góöar vonir um aö sigra I Noröurlandakeppninni I handknattleik karla I Danmörku I næstu viku. Eina liöiö sem þeir óttast er Islenzka liöiö, sem þeir eiga aö mæta i undankeppninni. Aftur á móti segjast þeir hvorki’ óttast Dani né Norömenn I úr- slitaleiknum — ef þeir þá komast I úrslit. Sænski einvaldurinn Beril Andersen, sagði i viðtali við Skánska Dagbladet á dög- unum, að hann óttaðist „eldgos” . . . vulkanutbrott . . . þegar hans menn mættu íslendingum. „Um Færeyingana veit ég ekki mikið. Þó hefur mér verið sagt, að þeir séu eins og miðlungsgott 1. deildarlið, sem við skulum ekki vanmeta. En með eðlilegum leik ættum við að geta unnið þá nokk- uð örugglega”, sagði hann. „Aftur á móti getum við auð- veldlega lent i vandræðum með íslendingana. Þeir geta brotizt út eins og eldgos, og með alla sina skotmenn komið i veg fyrir að við komumst i úrslitin. I úrslita- leikjunum i Kaupmannahöfn 5. marz getum við þvi alveg eins þurft að leika um þriðja sætið við Norðmenn eða Dani eins og fyrsta sætið”. 1 öðru blaði segir þjálfarinn Dan-Olof Lindqvist, að hann óttist islenzka liðið mest af öllu. — „Þeir hafa feiknalega góða skot- menn en eru likamlega sterkir. Við höfum eitt gott dæmi um það hér i Sviþjóð — Jón Magnússon Lugi — sem er einn bezti skot- maðurinn i sænskum handknatt- leik, og hann kemst ekki einu sinni I liðið hjá þeim þar”, segir hann. Sviar fara með 16 menn i keppnina, en Islendingar 13. Eru Sviarnir að þreifa fyrir sér með lið, sem á að komast i lokakeppni olympiuleikanna i Kanada næsta ár, og telja sig vera búna að finna það — eða svo gott sem. klp— Keilis-golfmenn fó girnilegt boð Golfsambandi islands hefur borizt bréf frá Spáni, þar sem spánska golfsambandið býöur þrem islenzkum golfmönnum aö koma til Spánar og taka þar þátt I Evrópumóti klúbbliöa i golfi. I boðinu stendur að aðeins megi senda menn úr þeim golfklúbbi, sem hafi orðið landsmeistari i flokkagolfi. — Hér er það Golf- klúbburinn Keilir i Hafnarfirði, sem sigraði i sveitakeppninni á Islandsmótinu s.l. sumar. Til þessarar keppni er aðeins boðið áhugamönnum, og þurfa þeir hvorki að borga uppihald né ferðir. Þekkt sælgætisfyrirtæki „KSA” sér um þá hlið á málinu, en spánska sambandið um undir- búning og framkvæmd mótsins. fslenzkir golfmenn hafa litið getað æft að undanförnu, enda allt annað en þægilegt að finna litinn hvitan bolta i snjónum, sem nú hylur golfvellina. En þeir i Hafnarfirði ætla sér að fara á mótið, og munu byrja æfingar innanhúss einhvern næstu daga, og siðan að velja þrjá menn til fararinnar. —klp— Sænska landsliðiö, sem keppir á Noröuriandamótinu. Mundi segir deili á sér Penninn, sem ég gaf þér, gefur frá^ sér hljóðmerki. Þess vegna fundum ~~------ við þig! ~I " ^Það var ánægjulegt að kynnast \ ykkur, piltar. Vona ég sjái ykkur^y - i Frakklandi i heimsmeistara-?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.