Vísir - 08.03.1975, Page 2
2
Vfsir. Laugardagur 8. marz 1975
vteutsm:
Trúir þú á mátt
auglýsinga?
— Siguröur Lárusson, pakkhús-
stjóri: — Þegar hlutir eru aug-
lýstir, þá tekur maöur óneitan-
lega eftir þeim. Auglýsingar geta
þannig haft áhrif á skoðanir fólks,
sérstaklega ef þær eru áberandi
og litskrúðugar.
Björn Jóhannsson, forstjóri: —
Já, af hverju ekki? Auglýsingar i
sjónvarpi eru áhrifamestar, en
áhrifin fara þó eftir þvi hvernig
þær eru unnar.
Lona Andersen, húsmóöir: — Mér
finnast auglýsingar höfða mest til
eigingirni hvers og eins, það er
eigin þarfa. Auglýsendurnir ein-
beita sér þess vegna að þvi,
hvernig viö getum haft það betra.
Sigurður Þóröarson, verka-
maður: — Já, hann er mikill.
Auglýsingar i sjónvarpi eru
áhrifamestar og svo auðvitað i
Vísi. Þó fer mikið af auglýsingun-
um fyrir ofan garð og neöan hjá
almenningi.
Eggert Bogason, söiustjóri: — Já,
vissulega. Það á bæði við aug-
lýsingar i blööum og útvarpi. Ætli
það sé ekki lágt verð, sem vekur
mesta athygli á viökomandi aug-
lýsingu I dag.
Hjörtþór Ágústsson, rafvirki: —
Að vissu marki. Það virðist vera
svo, að þær fáránlegustu veki
mesta athygli.
ilaöinu, sei
unglingava
g sem ber f
neyzla ung
þar sem þau eru fyrir h
ekki að auglýsa þau upp
lika að þau komast ekki
að sjá eitthvað af þessu
samt held ég að blöðin
verra meö þvi að birt
sem lesa þær. Jú
■r eins og þau ha
þauekki veriðaug
miðlum um allan i
um flugvélarænini
stjur?”
rifum fi
„Auglýsa upp
vandamáfín"
Gerpla
skrifar:
am
an
Sömu sögu er að segja um
kynferöismál, þau eru lika aug
■ lýst fyrir krakkana, maöur les
og heyrir i fjölmiðlum að þeir
byrji að lifa kynlífi svo og svo
ungir.
Dóttir min, sem er 14 ára,
ði það eftir vinkonu sinni, að
rifust allir krakkar við for-
na, þetta væri nefnilega
avandamál”. Auðvitað
> þessi vandamál eru
á að takast á við þau
u eru fyrir hendi, en
„Ástandið ekki
verra í Nýhöfn
eða St. Pauli"
veit
þvi
f, en
i illt
ona
Arelius Nielsson skrifar:
„Hana — þá rann upp mikið
ljós, sem marga hefur glatt, að
sjálfsögðu. Samkvæmt skýrsl-
um og óhrekjandi rökum — töl-
ur eru i tízku sem hinn eini
sannleikur — drekka islending-
ar minnst áfengismagn allra
norrænna þjóða. „Nærri
helmingi minna en Danir”!!
hrópaði einhver í gleði sinni.
Gott er það. Hér er svo sem
ekki yfir neinu að kvarta, ekkert
nema bölvaö nöldriö i þessum
„andskotans bindindispostul-
um”.
Samt hef ég jafnvel ekki i Ný-
höfn I Kaupmannahöfn eða St.
Pauli Hamborgar séð óhugnan-
legra ástand drukkins fólks en
hér á íslandi. Bæði inni á öldur-
húsum, já meira að segja i al-
menningsvögnum og á heimil-
um.
Og það sama segja allir, sem
eitthvað hafa verið erlendis, *
hvort heldur austan hafs eða
vestan. Helzt sést eitthvað svip-
að i Finnlandi.
Þetta er sorglegur vitnisburð-
ur, óhugnanleg staðreynd. Samt
eru íslendingar gáfuð þjóð, gott
fólk og dáðrikt, vel gert og býr
viðhin beztu skilyrði til þroska
á allan hátt, svo að undur má
teljast um svo fátt fólk i einu
erfiðasta, hrjóstrugasta óveðra-
landi veraldar, þrátt fyrir
fegurð þess og tiginleik.
Við eigum iþróttafólk og lista-
fólk á heimsmælikvarða og
jafnmarga stórmeistara i tafli
og hin Norðurlöndin öll til sam-
ans, með allar sinar milljónir
manna.
En hér eru drukkin eitraðri
vfn I stórum stil en liklega nokk-
urs staðar, svo ekki þarf mikið
til að ræna vitund og viti.
tslendingar eru öfgafólk i
skapgerð — börn andstæðna —
elds og iss — ljóss og myrkurs,
og gæta sin litt unz bikar hver er
i botn drukkinn.
Á yfirborði kaldir og fálátir —
hið innra brenna eldar, sem
óskað er að slökkva, en þvi mið-
ur með efnum, sem virka eins
og olia á eldinn.
Það er allt annaö að tæma
„einn Carlsberg’-’ i botn en
þamba úr jafnstórum viskipela.
Þetta ætti fólk með fullu viti
að skilja! En hinir gáfuðu ís-
lendingar haga sér þar sem
heimskingjar og smábörn.
Þess vegna gerir minna magn
meira mein en i nokkru öðru
landi.
Gætum sæmdar og heiðurs,
vits og vilja.”
HRINGIÐ I
síma86611
KL13-15
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
prósent"
„Hœkkunin er 300
— Kona í Kópavogi svarar bréfi Rafns Sigurðssonar
Unnur Magnúsdóttir, Kópavogi,
hringdi:
„Sjálfsagt er ég ekki hinn
rétti aðili, sem á að leggja spilin
á borðið vegna skrifa Rafns
Sigurðssonar i laugardagsblaði
Visis 1. marz sl„ en ég hef orðið
vör við það, að Rafn er ekki einn
um þá skoðun, að Reykvikingar
séu að borga hitaveitufram-
kvæmdir fyrir Kópavogsbúa.
A hitaveitufundi, sem Geir
Hallgrimsson, þáverandi
borgarstjóri, hélt með Kópa-
vogsbúum i upphafi samninga
um hitaveitu, dró hann enga dul
á, að það væri ekki siöur hags-
munamál fyrir Reykvikinga en
Kópavogsbúa, að borgin tæki að
sér hitaveituframkvæmdir hér i
bæ.
Það er harla einhliða dæmi,
sem R.S. setur fram.að minnast
bara á hækkun á hitaveitu og
ekkert annað. Nú hef ég aflað
mér upplýsinga um verð á raf-
magni og hitaveitu og svo hins
vegar kauptaxta Dagsbrúnar i
desember 1969. Þær tölur eru
frá þvi áður en hitaveita kom til
tals I Kópavogi.
Verð á hitaveitutonni var þá
kr. 13,57. í dag, áriö 1975, er
tonnið selt á kr. 39,36. Það er
tæplega 300 prósent hækkun.
Rafmagnsverð, kilóvatt-
stundin, árið 1969: kr. 1,88. I dag
kr. 7,76. Það er rúmlega 400 pró-
sent hækkun.
Dagsbrúnartaxti, vinnu-
stundin árið 1969, var kr. 61,70.1
dag: 216,30. Eða með öðrum
orðum 350 prósent hækkun.
Við þessa útreikninga tek ég
með i dæmið 23 prósent hækkun-
ina, sem nýbúið er að veita hita-
veitunni.
Hitaveitustjóri tjáði mér, að
þessi hækkun nú sé að stórum
hluta vegna gengisbreytinga,
þar sem öll þeirra lán eru er-
lend. Annars vona ég, að hita-
veitustjóri eigi eftir að gera
þessu máli betri skil. Ég held
þó, að ég geti huggað R.S. og
aðra þá, sem standa i þessum
sama misskilningi, með þvi að
upplýsa, að við Kópavogsbúar
stöndum straum af þeim lánum,
sem tekin eru vegna hitaveitu-
framkvæmda hér i bæ.”
Frá hitaveituframkvæmdum við Nýbýlaveg I Kópavogi.
Ljósm. Bragi.