Vísir - 08.03.1975, Page 3

Vísir - 08.03.1975, Page 3
Vísir. Laugardagur 8. marz 1975 3 Stofna safnoðar- félag í Kópavogi „Markmið félagsins er að efla safnaðarvitund og safnaðarlff,” segir m.a. i iögum nýs félags I Kópavogi, kirkjufélags Digranes- prestakalls, sem stofnað var fyrir mánuði. Félagið ætlar að stuðla að aukinni kirkjusókn með fund- um, samkomum og kirkjukvöld- um, bættri starfsaðstöðu safnaðarins og stuðningi við menningar- og mannúðarmál. Að lokinni messu hjá sóknar- presti austurbæinga i Kópavogi, séra Þorbergi Kristjánssyni, á morgun, verður framhaldsstofn- fundur félagsins haldinn og telj- ast þeir stofnendur, sem þá ger- ast félagar. Stjórn félagsins er þannig skip- uð: Formaður er Þorleifur Jóns- son, varaform. Alda Bjarnadótt- ir, ritari Jón H. Guðmundsson, gjaldkeri Birna Friðriksdóttir, meðstjórnendur Erna Árnadóttir, Salómon Einarsson og Sören Jónsson. Athyglis- vert framtak Svo sem alþjóð er kunnugt rekur ríkið hæli fyrir vanheilt fólk, hvaöanæva af landinu, i Kópavogskaupstað. Kópa- vogshælið var stofnað árið 1952 og hefur starfsemi þess sifeilt verið að aukast sfðan enda vita allir að þörfin er brýn til hjálpar I þessum efn- um. Innan hælisins er nú starf- ræktur þroskaþjálfaskóli Is- lands, en þar er sérmenntað fólk til starfa fyrir vanheilt fólk I landinu. Þá eru og á hæl- inu starfandi læknar, kennar- ar, sjúkraþjálfi og aðstoðar- fólk. Starfsfólkið allt er á ann- að hundrað, en vistfólk um tvö hundruð. Svo sem þessar tölur sýna má ljóst vera að á Kópa- vogshæli er mikið starf unnið. En starfið er ekki aðeins mikið á þessu stóra heimili, heldur er samstarfsvilji fólksins óvenjulegur og vil ég með þessum llnum vekja athygli á einum þætti þessa vilja. Hinn 1. júni sl. stofnaði starfsfólk hælisins „leiktækja- og ferðasjóð” fyrir hina sjúku sem það þjónar með vinnu sinni. Þetta framtak er at- hyglisvert og einstakt og lýsir betur en mörg orð innræti og áhuga þess fólks sem velur sér starfsvettvang meðal þessara systkina okkar. Skömmu eftir sjóðstofnunina gekkst það fyr- ir kaffisölu og söfnuðust þá yf- ir 100þús. kr. sem varið var til kaupa á rennibrautum, klifur- grindum og tjöldum. Og nú skal enn meira gjört, þvi starfsfólkið hefur undirbúið hlutaveltu sem á að halda nk. sunnudag, 9. marz kl. 14:00. i Félagsheimilinu i Kópavogi. Þar verða margir eigulegir munir á boðstólum fyrir 50 kr, einnig flugferð og leikhúsferð. Ég vil eindregið hvetja fólk til að mæta á hlutaveltuna og veita með þvi þessu fórnfúsa starfsfólki uppörvun i fram- takssemi sinni. Þá mega að- standendur sjúklinganna og allir velunnarar vel muna eft- ir þessum þarfa sjóði, ef þeir geta látið fé af hendi rakna i hann. Sýnum i verki þökk okkar til starfsfólks Kópavogshælis o[ vistfólksins þar. Árni Pálsson, sóknarprestur. „ASTANDIÐ SLÆMT í 40 „Það er ekkert að gera. Við höfum það vægast sagt ákaflega rólegt og þægilegt. Við sitjum hér og biðum. Við yrðum klepp- tækir ef við spiluðum ekki eða tefldum á meðan. Segir ekki einhvers staðar: „Illt er betra en ekki”?” Þeir höfðu það sannarlega ró- legt vörubilstjórarnir hjá Þrótti, þegar Visir leit inn hjá þeim i gærdag. Þeir sitja og biða eftir að fá eitthvað að gera, en það geta liðið nokkrir dagar án þess að túr bjóðist. .Við spjölluðum við fjóra bilstjóra, þá Jónas Guðmunds- son, Kristján Ólafsson, Svavar Einarsson og Bjarna Guð- mundsson. Bjarni hefur ekið vörubil um árabil. Hann sagði að svona svart hefði það hreinlega ekki verið i 40 ár. Astandið er eins og það .getur orðið verst, áleit hann. „Við vitum til þess, að menn hafa hreinlega hætt og farið til sjós. En það er nú ekki svo þægilegt að þurfa að hætta, fyrst maður á annað borð er i þessu. Þá er að lifa i voninni að eitthvað glæðist. Sumir okkar hafa heldur ekki heilsu til þess að gera annað en að keyra,” sögðu þeir. „Það er oft tveggja til þriggja daga bið eftir túr. Þá keyrir maður kannski i klukkutima, en ef maður fær heilan dag, þá köllum við það bara veizlu.” „Við erum með rúmlega 200 EKKI SVONA ÁR" bíla hérna. Það er eitthvað smávegis sem borgin hefur til þess að láta ókkur gera, en það má segja að það sé alveg dautt ef það er ekki.” Þá sögðu bilstjórarnir að þeir vissu um marga sem hafa afpantað bila sem þeir ætluðu að fá sér. „Það er útilokað að nokkur okkar hafi ráð á bil sem hentar okkar vinnu.” Einn þeirra sagði að liklega væri bezt að koma sér úr landi, og þá hefði hann augastað á Noregi. . Annar sem við ræddum við sagði að sér virtist ekkert útlit fyrir að ástandið batnaði. „I fyrra var þetta ágætt en nú dregst allt saman. Astandið hefur verið slæmt frá þvi fyrir — segja vörubílstjórar — ekkert að gera frá því fyrir jól — heils dags vinna er veizla jól. Ég hef nú verið hér i 33 ár og ég man ekki eftir þvi svona slæmu.” Visir sagði frá þvi i gær að 47 vörubilstjórar hefðu sótt um at- vinnuleysisbætur af þeim 69 sem eru bótaþegar i Reykjavik. —EA Þeir sitja og biða eftir túr og spila eða tefla á meðan. Þeir eru sammála um að ástandið hafi aldrei verið svona slæmt. mundsson, Jónas Guðmundsson, Kristján ólafsson og Svavar Einarsson. Ljósm. Bragi. — Bjarni Guð- Óháði söfnuðurinn 25 ára: Presturinn er fréttastjóri sjónvarps — og einn stjórnarmanna íþróttafréttaritari þess Prestur safnaöarins er frétta- stjóri á sjónvarpinu og einn i stjórn hans er fréttamaður sjón- varps. Þetta eru séra Emil Björnsson og ómar Ragnars- son. Og söfnuðurinn? Jú, það er Óháði söfnuðurinn. Söfnuðurinn var stofnaður upp úr prestskosningum i Fri- kirkjunni. Nokkrir sem ekki voru ánægðir með úrslitin stofn- uðu hann þá, og um þessar mundir á hann 25 ára afmæli. Hann tók til starfa veturinn 1950 og fyrsta guðsþjónustan var haldin i Stjörnubiói 12. marz það ár. „Svo fjölsóttar voru þær guðsþjónustur að enn er i minn- um haft,” segir i tilkynningu frá söfnuðinum. „Það var mikið átak fyrir hinn unga söfnuð að ráðast i byggingu kirkju og félags- heimilis og mun Óháði söfnuðurinn meðal fyrstu kirkjusafnaða hérlendis sem byggja á þann veg að tengja saman kirkju og félagsheimili sem eina heild. Hefur það reynzt söfnuðinum ómetanlegt I öllu safnaðarstarfi,” „Fyrir sérstakan dugnað og samheldni safnaðarfólksins tókst að ljúka byggingunni á til- töluléga skömmum tima og nú kannast allir við hina snyrtilegu kirkjubyggingu á horni Háteigs- vegar og Stakkahliðar, en á siðastliðnu þjóðhátiðarári var hún valin ein af 11 fallegustu byggingum i höfuðborginni.” Einn helzti hvatamaður að stofnun safnaðarins var Andrés heitinn Andrésson klæðskeri og var hann formaður fyrstu 17 ár- in. Núverandi formaður er Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjóri Iþróttasam- bandsins. A morgun verður hátiðar- guðsþjónusta i safnaðarkirkj- unni klukkan 14 og á miðviku- dagskvöld minnist söfnuðurinn afmælisins með kvöldskemmt- un i félagsheimili Fóstbræðra. —EA Séra Emil Björnsson hefur verið prestur óháða safnaðarins frá þvi hann var stofnaður og kona hans, frú Álfheiður Guðmundsdóttir, verið formaður Kvenfélags safnaðarins frá upphafi. Kvenfélags- konurnar eru mesti máttarstólpi safnaðarins og jafnan i farar- broddi þegar meiriháttar framkvæmdir eru á döfinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.