Vísir - 10.03.1975, Síða 2

Vísir - 10.03.1975, Síða 2
2 Vísir. Mánudagur 10. marz 1975 Ingvi Kristinsson, trésmiður: — Ég hef ekki orðið var við það. Ég vinn við innréttingasmiði i Eyjum og þar er feikinóg að gera. Ingvar Kárason, iðnvcrkamaður: — Já, svolitið. Ég vinn i málningarverksmiöju og þar hef- ur ekki verið um neina eftirvinnu að ræða frá áramótum. Aður var framleiðslan meiri og á sama tima vinnan. Páll Jónsson, trésmiður: — Nei, það hef ég ekki gert. Ég vinn við innismiðar og þar sem ég vinn, hefur ekki orðið vart samdráttar, en sjálfsagt er hans farið að gæta sums staðar. Reinholt Jóhannsson, vélvirki: — Nei, á minu sviði hefur ekki orðið vart samdráttar. Við vinnum við fiskvinnsluvélar og þar er allt i fullum gangi ennþá. Þorgeir Þorkelsson vörubílstjóri: — Já, ég er nú hræddur um það. Þaö er litið sem ekkert að gera. Karl Jóhannsson, skrifstofu- maöur: — Ég vinn viö áætlana gerð og þar hefur verkefnum fækkað. Samdráttar varö mest vart siöari hluta siöasta árs, eink- um vegna rekstrarfjárskorts fyrirtækjanna. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „VÍRKSTÆÐIN ANNIST BIFREIÐASKOÐUNINA" Július Guðjónsson hringdi: „Bifreiðaeftirlit rikisins hefur lengi búið við ófullnægjandi að- stæður i sambandi við skoðun bifreiða i Borgartúni 7. Fyrir nokkrum árum var sagt frá þvi i fjölmiðlum, að i athugun væri bygging á fullkominni skoðun- arstöð, sem átti þá að kosta 10 til 15 milljónir króna. Slik stöð mundi i dag eflaust kosta mun hærri fjárhæð. Rikið hefur á mjög einfaldan máta sparað sér kostnað við byggingu slikrar stöðvar, og jafnvel hert á skoðunarskyldu bifreiða, allt að tvisvar sinnum á ári. t Reykjavik og viðsvegar um landið eru rekin fullkomin bifreiðaverkstæði, búin öllum tækjum, sem nauðsynleg eru til að framkvæma fullkomna skoð- un. Bifreiðaeftirlitið i Reykja- vik hefur engin slik tæki. Auðvelt væri, að fela þessum verkstæðum umboð til að fram- kvæma skoðunina og væri þann- ig hægt að Ijúka skoðuninni á einum mánuði og hafa hana tvisvar á ári. Astæðan fyrir þvi, að ég varpa hér fram þessari hugmynd er sú, að ég kynntist þessu fyrir- komulagi i Virginiu-fylki i Bandarikjunum. Þar eru bifreiðar skoðaðar á bifreiða- verkstæðum, sem hafa uppfyllt kröfu bifreiðaeftirlitsins þar og i þess umboði. Skoðunin fór fram tvisvar á ári, i janúar og i júli, og lauk al- gjörlega á einum mánuði. Greiddi bifreiðareigandinn verkstæðinu skoðunargjaldið. A verkstæðinu var siðan limdur mjög litster'kur miði á framrúð- una og var þvi létt verk fyrir Frá bifreiðaskoðun i Borgartúni. Talað hefur verið um að koma upp fullkominni aðstöðu fyrir Bifreiðaeftirlitið. Hugmynd bréfritara miðast að hinu gagnstæða................ — Ljósm.: Bragi. löggæzluna að fylgjast með óskoðuðum bifreiðum eftir að skoðunartima lauk. Jafnframt var sá háttur hafð- ur á i Virginiu, að þegar bif- reiðaeigendur greiddu bifreiða- skatta sina á árinu, fengu þeir á bifreið sina plötu með ártalinu. Atti að vera búið að skipta um plötu fyrir 1. janúar ár hvert. Þannig er hægt að framfylgja skattheimtunni á einfaldan hátt. Væri athugandi fyrir Bif- reiðaeftirlit rikisins, að hug- leiða þessar starfsaðferðir við endurskoðun á starfsemi sinni. Það væri mjög lærdómsrikt fyrir forstööumenn Bifreiðaeft- irlitsins að taka sér ferð á hendur.iil að kynna sér þessi mál i Bandarikjunum.” Vinsœldir Péturs miklar Mikill fjöldi lesenda hefur haft samband við lesendadálka Vísis, bæði bréflega og I gegnum sima, til að andmæla orðum liins „morgunsúra” útvarps- hlustanda, sem i VIsi þ. 3. marz sl. lýsir vandlætingu sinni á Pétri Péturssyni sem útvarps- þul. Theodór Einarsson skrifar: „Það hlýtur að vera afskap- lega þjáningarfullt, að vakna súr á morgnana. Það er áreið- anlega rannsóknarefni að svefninn skuli veita slika van- næringu. Heldur finnst mér nafnið „Morgunsúr” ógeðfellt. Hann ræðst á okkar ágæta útvarpsþul Pétur Pétursson og segir: — Hvern andskotann varðar okkur Reykvikinga um súldina á Austfjörðum? Svo mörg voru þau orð, en það er ekki nóg með að þessi persóna — hvort sem það nú er karl eða kona — sé morgunsúr, heldur er sjóndeild- arhringur þessarar persónu svo þröngur,að hann miðar útvarp- ið aðeins við áheyrendur þess I Reykjavik. Hann hlýtur að vita, að það er útvarpað um land allt. Svona getur súrinn farið illa með fólk. Hvort Pétur velur sjálfur lög- in fyrir morgunútvarpið veit ég ekki, en þau eru allavega ekki súr. Þau hressa og gleðja hvern þann sem á þau hlustar. Og vonandi situr mjólkurbill- inn ekki lengi fastur á Botns- hefði, svo blessuö morgunsúra persónan fái súrmjólkina sina á réttum tíma.” Ein morgunglöð að norðan skrifar m.a.: „Ég get ekki orða bundizt vegna smágreinar, sem birtist i lesendabréfi Visis i gær. Þessi óhróður, undir fyrirsögninni „Pétur er ekki góður”, er til háborinnar skammar fyrir höf- undinn, sem nefnist „Morgun- sur”. Hann ber nafnið eflaust með rentu, þvl súrinn lekur úr hverri linu. Háttvirti herra eða frú „Morgunsúr”! Þér mættuð sannarlega þakka fyrir ef þér hefðuð þó ekki væri neina einn fjórða af hressandi glaðværð Péturs útvarpsþuls. ......Þessi merkilegi og „morgunsúr” ætti að sofa á sinu súra eyra fram yfir hádegi, þvi það er ekki að heyra að honum komi mikið við, það sem fram fer i kringum hann. Meira að segja ætti hann ekki skilið að eiga útvarp!” Og loks úr bréfi Sigriðar ó. Kol- beins: „Það virðist vera erfitt að gera sumu fólki til geðs. Ég ætla að segja það fyrir mig, að mér finnst lagaval Péturs Péturs- sonar i morgunútvarpinu mjög gott og f jölbrey tilegt. Ég tala nú ekki um þegar hann byrjar með fjöruga harmónikumúsik, þegar maöur er að vakna. Þaö er nóg til þess að ég dansa fram úr rúminu...” Hverjir eru láglaunamenn? Borgarstarfsmaður skrifar: „Enn einu sinni þarf að móta stefnu I launamálum landsins. Hafa þegar komið fram i fjöl- miðlum þær hugmyndir, sem helzt eru uppi. Er það tillaga vinnuveitenda um, að greiddar verði láglaunabætur aö fjárhæð kr. 3.800,00 á öll laun lægri en 65 þús. kr. og tilboð rikisstjórn- arinnar um 7% skattalækkun á lægstu launin. Ahugavert hlýtur að vera að skoða áhrif slikra breytinga á ráðstöfunartekjur manna. Hér á eftir eru reiknaðar út mánaðar- legar ráöstöfunartekjur opin- berra starfsmanna I þrem launaflokkum, eins og þær yröu eftir ofangreindar breytingar. Skattar eru miðaðir við álagningarreglur á einstakl- inga. Dæmiö nær til lægsta flokks opinberra starfsmanna A1 skv. launastiga Bandalags háskólamenntaðra manna eða Arslaun 10. flokki launastiga BSRB, A18 eða 27. flokks og A30 eða B8. í lægsta launaflokknum (A1 og 10. fl.) eru ekki margir eða fjölmennir starfshópar og sennilega hækka flestir I flokki meö árunum. Sem dæmi um störf I þessum flokki má nefna baðvörzlu á sundstöðum og i skólum, ganga- og dyravörzlu i skólum, aðstoðarstörf á skrif- stofum, ýmis aðstoðarstörf við heilbrigðisþjónustu, sendistörf o.fl. 1 flokki A18 (27. fl.) eru m.a. deildarstjórar I, deildartækni- fræðingar, sálfræðingar með háskólamenntun, safnverðir meö magisters eða kandidats- próf, löglærðir fulltrúar, hag- fræöingar og viöskiptafræðing- ar, sem gegna sérfræðinga- störfum i ráðuneytum. 1 flokki A30 (B8) eru m.a. ráðuneytisstjórar hjá rikinu og borgarritari og borgarverk- fræðingur hjá Reykjavikurborg Lifeyrissj. framlag Til ráðstöf Skattar unarpr. mán. Al og 10. fl. A18 og 27. fl. A30 og B8 570.552 1.018.416 1.494.312 Samanburður þessi sýnir, að tiltölulega lítill munur er á ráð- stöfunartekjum opinberra starfsmanna og hefur þar orðið mikil breyting á á undanförnum árum. Hljóta að vakna þær spurningar, I fyrsta lagi, hvort 24.248 92.547 37.813. 43.283. 310.977. 55.346. 63.508. 546.386 73.702 stefna beri áfram að þvi að minnka launamun i landinu og i ööru lagi, hvort miða eigi lág- launabætur við ráð- stöfunartekjur en ekki verg (brúttó) laun.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.