Vísir - 10.03.1975, Side 3

Vísir - 10.03.1975, Side 3
Vísir. Mánudagur 10. marz 1975 3 Búvörur hœkkuðu um 6-7% í morgun — þrótt fyrir auknar niðurgreiðslur Landbúnaðarvörur hækkuðu i morgun, yfirleitt um nálægt 6% nema kjötið, sem hækkar um nálægt 7%, þar sem söluskatts- hækkunin kemur fram i verðinu. Ríkisstjórnin jók niðurgreiðslur á mjólk þannig, að hún hækkar ekki, nema i eins lítra umbúðunum, sem voru áður krónu ódýrari litrinn en ef keypt var i tveggja litra fernum. Mjólk i eins litra umbúðum verður þvi jafndýr og i tveggja litra umbúð- um. Niðurgreiöslur á mjólkurlitr- ann voru auknar um 2,78 krónur. Þá voru niöurgreiðslur á kiló af smjöri auknar um 15 krónur, og niðurgreiðslur á 1. verðflokki kindakjöts um 2,70 krónur og á öðrum flokkum kjöts hlutfallslega í samræmi við það. Sem dæmi um hækkanirnar má taka, aö súpukjöt, fram- partar og siður, kostar 322 krón- ur kilóið, en áður 301. Hækkunin er 21 króna, sem eru 6,97%. Læri kostar 363 krónur kilóið, áður 341. Hækkunin er þvi 22 krónur, sem eru 6,45%. Þá hækkar verð á hryggjum úr 351 krónu i 373 krónur, eða um 22 krónur kilóið, sem eru 6,27%. Aðrar kjötvörur hækka að sama skapi. Rjómi i 1/4 litra hyrnum hækkar úr 77 krónum i 82, eða um 5 krónur, sem eru 6,4%. Smjörkilóið hækkar úr 463 krónur i 491 eða um 28 krónur, sem eru 6,05%. Þá má nefna, að ostur, 45 prósent, hækkar úr 445 krónum I 470 krónur, eða um 25 krónur kilóið, en það eru 5,62%. Hækkuninni veldur að sögn Framreiðsluráðs landbúnaöar- ins hækkun á rekstrarkostnaði, verðhækkun rekstrarvara svo sem fóðurbætis. Hækkun fóður- bætis hefur numið 27% siðan bú- vörur hækkuðu siðast. Þá kem- ur til hækkun á bensini, oliu, rafmagni og fleira, en laun eru ekki tekin með I þessari hækk- un. Grundvöllurinn hækkar um 5,63%, sem mundi valda meiri hækkun á útsöluverði, en hækk- uninni er haldið nokkuð niðri með auknum niðurgreiöslum. —HH Á FJÓRÐA ÞÚSUND MANNS KOMU OG „SMÖKKUÐU" — sýning Hótel og veitingaskólans í gœr Það var sannarlega fjölmenni, sem bar að garði hjá nemendum Hótel- og veitingaskóla tslands i gær, en þar stóð yfir matreiðslu- og framreiðslusýning. Er talið, að á fjórða þúsund manns hafi heim- sótt sýninguna. 1 fyrsta skipti var gestum gef- inn kostur á að fá sér léttar mál- tiðir allan daginn. Sýningin var haldin i Sjómannaskólanum, en þær sýningar, sem haldnar hafa verið á vegum skólans, hafa verið haldnar þar. Það helzta, sem sýnt var, var sænskt kalt borð, kjötskurður, hvernig matreiða á heita rétti, borðskreyting, framreiðsla log- andi rétta og blómaskreytingar. Nemendur skólans fengu lika marga gesti á laugardaginn, þvi a einum stað hafði sú skekkja komið fram, að sýningin væri á laugardag. Þá var undirbúningur i fullum gangi, og fylgdust gestir þá bara með honum. —EA Fimm slasast í hörðum árekstri Fimm manns varð að flytja á slysavarðstofuna eftir mjög harðan árekstur á mótum Vest- urlandsvegar og Reykjavegar i Mosfellssveit i gær. Slysið átti sér stað um klukk- an 13.40 i gærdag. Faðir var á leið á skiði með þrjá syni sina i Cortinubil. Rétt áður en Cortinubillinn náði að vegamót- um Reykjavegar og Vestur- landsvegar kom þar akandi litill Fiatbill, og skipti það engum togum, að bilarnir skullu mjög harkalega saman á gatnamót- unum. 1 Fiatbilnum var tvennt og varð að flytja bæði á slysa- varðstofuna. Þrir slösuðust i hinum bllnum. Ekki komu nein beinbrot i ljós við fyrstu rann- sókn, en allt var fólkið mikið skorið. —JB Tveir teknir ölvaðir við stvrið ■eftir aí hafa VIV aiyiiv valdið árekstri Tveir ökumenn voru teknir vegna ölvunar við akstur að- faranótt sunnudagsins, eftir að þeir höfðu valdið árekstrum. Annar árekstranna var frem- ur litilfjörlegur, en skemmdir urðu þó á tveim bilum, öörum i eigu hins ölvaða. Hinn árekstur- inn varð öllu harkalegri. Sá átti sér stað skammt austan við benzinsölu Shell við Miklubraut og varð að flytja báða bilana með kranabil burt af árekstrar- stað. —JB GRIPNIR VOLGIR Lögreglan kom að tveim pilt- um, sem voru aö yfirgefa Hressingarskálann aöfaranótt laugardagsins hlaðnir góssi. Góssið reyndist vera varningur, sem tekinn hafði verið ófrjálsri hendi úr veit- ingahúsinu, sígarettur og sæl- gæti. Piltarnir voru teknir I gæzlu. —JB Ráðizt á húsráðandann Lögreglunni var tilkynnt um það aðfaranótt laugardagsins, að ráðizt hefði verið á mann I gistiheimilinu að Laugavegi 32. Er lögreglan kom á staðinn, reyndist árásarmaðurinn, sem var fyrrverandi starfsmaður hússins, hafa ráðizt á hús- ráðandann sjálfan og að þvi loknu brotið rúðu i húsinu. Maðurinn var tekinn I vörzlu lögreglunnar. —JB Þær eru girnilegar krásirnar sem nemendur Hótel- og veitingaskólans báru á borð i gær. Fólki var gef- inn kostur á að fá sér léttar máitiðir. Ljósm: BjBj. Já, Ijótt er að sjá Goðinn ekki nógu sterkur — en sleit samt taugina Enn hefur ekki tekizt að koma tsieifi VE á flot. Eftir þeim upplýsingutn, sem Visir fékk hjá Tryggingamiðstöö- inni i morgun, slitnaði taugin I nótt, þegar Goðinn var að reyna að draga hann á flot. Sjór hefur verið svo lá- dauður, að meiri kraft þarf til þess að koma honum á flot. Hefur komið til tals að fá annað skip til þess, en ekkert hafði þó verið ákveðið um það i morgun. Báturinn snýr nú rétt til hafs. —EA — þar fór mikill gjaldeyrir fyrir lítið Mikili og haröur árekstur varð á mótum Suöuriandsbr. og Ell- iðavogar skömmu eftir hádegi á laugardaginn. Lenti þar saman sænsku tígrisdýri og þýzkum hefðarbil, sem nokkuð var kom- inn til ára sinna. Er vafamái, hvort sá siðarnefndi mun nokkru sinni aka um götur á ný, svo mikl- ar urðu skemmdirnar á honum. Alvarleg slys urðu ekki á mönnum. Hér sjáum viö lögregiuþjón kanna skcmmdirnar á bilunum, og lizt honum greinilega ekkert á blikuna. Myndirnar tók Bjarnleifur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.