Vísir - 10.03.1975, Síða 4

Vísir - 10.03.1975, Síða 4
4 Vísir. Vlánudagur 10. marz 1975 REUTER AP/NTB ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGU Flýja Phnom Penh 11 Folalda skrokkar Úrbeining, p'okkun og merking. kg.kr. 270 P jtt D^DD®©TT^E)DD^3 Laugalæk 2 Simi 35020 Brezki flugherinn mun á morgun leggja til flug- vél til þess að flytja um 50 brezka borgara frá Phnom Penh, sem flestir spá falli innan skamms. Starfsfólk ýmissa sendiráða i höfuðborg Kambodiu er þegar farið úr borginni, og brezk stjórn- völd réðu brezkum rikisborgur- um til að forða sér einnig. Áströlsk flugvél, sem flutti sendiráði Ástraliu i Phnom Penh vistir, flutti með sér til baka sendiráðsfólk Malaysiu og Singa- pore. Mjög erfitt er að halda uppi flugsamgöngum við flugvöllinn i Phnom Penh, sem liggur af og til undir eldflaugahrið kommúnista. 24 eldflaugar hæfðu völlinn á laugardag. Þessi mynd var tekin i Phnom Penh fyrir helgi eftir eina eldflaugaárás rauðliða. Þungur róður hjó Kissinger — Arabar lýsa yfir óhaggaðri afstöðu Henry Kissinger, utanrikisráðherra USA, hóf i gærkvöldi nýjar viðræður við israelska forráðamenn, en ýmis- legt þykir benda til þess að friðarróðurinn verði honum þungur i þessari ferð. Kissinger, sem hefur farið nokkrar ferðirnar til Austurlanda nær i tilraunum sinum til að fá Araba og Israela til að setjast að samningaborðinu, hafði fyrir þessa för lýst yfir, að nú ætlaði hann sér að ná fram áþreifan- legum tilslökunum aðila og árangri. En eftir yfirlýsingu Sýrlands- forseta í gær og sömuleiðis neitun Sadats Egyptalandsforseta i fyrradag, þykir hæpið, að Kissinger fái miklu um þokað að þessu sinni. Sadat synjaði Israelsmönnum um yfirlýsingu Egypta þess efnis, að þeir mundu ekki ráðast á Israel, eins og Israelar höfðu krafizt i skiptum fyrir Sinaieyði- mörkina. — Það var þó algert grúndvallarskilyrði af hálfu Israelsmanna. Hafez Al-Assad, Sýrlandsfor- seti, lýsti þvi yfir i gær, en þeir Kissinger ræddust þá við, áður en Kissinger fór til Tel Aviv i gærkvöldi, að hann væri reiðu- búinn til að mynda sameiginlegt herráð og stjómmálanefnd Sýr- lendinga og Palestínuaraba (skæruliða). Hann sagðist halda fast við þá afstöðu Sýrlendinga, að þeir myndu ekki láta sér lynda, að Egyptar og Isrelsmenn gerðu með sér friðarsamninga. Hann krefst eins og áður, að ísraelsher fari úr Golanhæðum, og mun ekki setjast að samningum i Genf, nema fulltrú- ar Palestinuskæruliða verði þar einnig. Afstöðu Araba hefur því ekkert veriö hnikað. upp útifund krata Leystu Alþýðuflokkurinn i Portúgal sakaði i gær fé- laga sina úr rikisstjórn- inni, kommúnista, um að hafa staðið að upp- þotum um helgina, sem leystu upp flokksþing þeirra i Setubal. Julio Castro Caldes, einn leið- toga alþýðuflokksmanna, sagði á blaðamannafundi i gær, að þekkzt hefðu á myndum, sem teknar voru af óeirðunum, andlit her- skárra kommúnista i hópi óeirð- arseggja. Þótt mikill ágreiningur hafi verið milli sósialista og alþýðu- flokksmanna annars vegar og kommúnista hins vegar innan bráðabirgðastjórnar Portúgals, þá er þetta i fyrsta sinn, sem einn samstarfsflokkanna ásakar fé- laga sina fyrir ofbeldisaðgerðir. Herlið gætti i gær lögreglu- stöðvarinnar i Setubal, en umsát- ur óeirðarseggja kommúnista hafði þá staðið áður i 18 klukku- stundir, svo að lögregluliðið hætti sér ekki út úr stöðinni. Herinn bjargaði um 50 lögreglumönnum úr stöðinni undan aðsúg 300 kommúnista. Trylltur skrillinn hafði áður reynt að leysa upp útifund al- þýðuflokksmanna, og þegar lög- reglan gekk á milli og ætlaði aö fjarlægja óeirðarseggina, beittu hinir siðarnefndu skotvopnum, svo að lögreglumennirnir neydd- ust til að verja sig á sama hátt. Þetta eru einhver verstu átök- in, sem orðið hafa i Portúgal, sið- an herinn bylti stjórn landsins i fyrra. — En nokkrum sinnum hafa kommúnistar leyst upp þing annarra flokka og neytt þá til þess að aflýsa fundum, þannig að ljóst er orðið fyrir löngu, að öðr- um flokkum en kommúnista verður naumast unnt að starfa eðlilega. Þykir þetta spá illu um fram- tiðina, en undirbúningur stjórn- málaflokka fyrir kosningarnar i næsta mánuði er nú viðast hafinn. Til þeirra kosninga er boðað, svo að unnt verði að mynda löglega kjöma stjórn til að leysa af bráöabirgðastjórn hersins. Kommúnistar kveiktu i skrif- stofum alþýðuflokksmanna i Setubal i fyrrakvöld, og sakar Al- þýðuflokkurinn herinn um að láta undir höfuð leggjast að verja aðra flokka fyrir ofsóknum kommún- ista. — Starfslið skrifstofunnar hafði flúið bygginguna áður en kveikt var i henni. Hafði flokks- forystunni verið bent áður á, hvað til stæði, en lögreglan treysti sér ekki til þess að verja húsið, þótt vitað væri um ikveikjutilraunina fyrirfram. Almennur launþegafundur BSRB um KJARASKERÐINGUNA veröur í HÁSKÓLABÍÓI, mánudag 10. mars kl. 5.15 e.h. Frummælendur (stuttar ræöur): Kristján Thorlacius, form. B.S.R.B. Ingibjörg Helgadóttir, form. Hjúkrunarfél. Isl. Einar Ólafsson, form. Starfsm.fél. ríkisstofnana Ingi Kristinsson, form. Samb. ísl. barnakennara Þórhallur Halldórsson, form. Starfsm.fél. Reykjavíkurborgar Haraldur Steinþórsson, framkv. stj. B.S.R.B. Fundarstjóri: Ágúst Geirsson, form. Fél. ísl. símamanna Fjölmennið og sýnið þannig samstöðu um málstað launafólks Bandalag starfsmanna ríkis og bæja

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.