Vísir - 10.03.1975, Page 6

Vísir - 10.03.1975, Page 6
6 Visir.Mánudagur 10. marz 1975 VÍSIR (Jtgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsihgastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: ISiöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Skref fyrir skref Mikið er i húfi fyrir Mið-Austurlönd og allan heiminn, að friðarumleitan Kissingers, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, beri árangur. Taflið i Mið-Austurlöndum verður hins vegar si- fellt flóknara. Nú er ekki hægt að tala um, að deiluaðilar séu eingöngu ísraelsmenn og Arabar. Klofningur hefur orðið meðal Araba. Stundum hafa risaveldin, Bandarikin og Sovét- rikin, sameinazt um friðarumleitanir i Mið-Austurlöndum. Það er þeirra beggja hagur, að ekki komi til striðs. En Sovétmenn hafa reynt að spilla fyrir starfi Kissingers að undanförnu. Nú siðast hafa þeir lýst yfir, að sú aðferð hans að reyna að skapa frið ,,skref fyrir skref” sé dæmd til að mistakast. Palestinu-Arabar reyndu með hermdarverk- um, landgöngu og morðum i Tel Aviv að spilla fyrir árangri af þeirri ferð Kissingers, sem nú stendur yfir. Þeim geðjast ekki, að Egyptar hafa tekið tilraunum Kissingers vel og komið til móts við ísraelsmenn, þótt i mjög takmörkuðum mæli sé. Egyptar hafa ekki ætlað að láta Palestinu-Araba hafa áhrif á sig. En nú um helg- inafenguPalestinu-Arabar mikilvægan stuðning. Stjórn Sýrlands bauð þeim, að mynduð yrði sam- eiginleg herstjórn Sýrlendinga og Palestinu-Araba. Eitt skyldi yfir báða ganga. Arafat, leiðtogi Palestinu-Araba, tók tillögunni opnum örmum. Með þessu hafa Sýrlendingar snúið baki við fyrri bandamönnum sinum, Egyptum. Eins og kunnugt er, stóð siðasta styrjöld ísraelsmanna við Egypta og Sýrlendinga, sem réðust samein- aðir á fsrael. Afstaða Sýrlendinga nú spillir fyrir tilraunum Kissingers. Er þá hugsanlegt, að Egyptar semji við Israelsmenn án aðildar Sýr- lendinga, eða draga þeir i land til að halda ein- ingu i heimi Araba, þótt ekki væri nema að formi til? Þá segjast Sýrlendingar reiðubúnir að mæta i sameiningu við Palestinu-Araba á friðarráð- stefnu, sem hugsanlega verður haldin i Genf. Israelsmenn sögðu hins vegar eftir mannvigin i Tel Aviv i siðustu viku, að þeir mundu aldrei setj- ast að samningaborði með Palestinu-Aröbum. Þeim væri hvergi unnt að mæta nema á vigvellin- um. Staðan, sem þarna er komin upp, bendir til þess, að litið væri upp úr friðarráðstefnu að hafa, meðan afstaða aðila breytist ekki að þessu leyti, ef slik ráðstefna gæti á annað borð komið saman. Þannig hefur skæruliðum Palestinu-Araba heppnazt að spilla töluvert fyrir tilraunum Kiss- ingers að þessu sinni. Miklu skiptir, að þær beri árangurnæstuvikur,þvi að hætta er á, að til nýrr- ar styrjaldar gæti dregið, þegar vorar. Meðal annars rennur út umboðið, sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa til friðargæzlu i Mið-Austurlöndum. Kissinger hefur oft sýnt, að enginn er honum fremri i samningamálum. Aðferð hans, skref fyrir skref, er mun heillavænlegri á þessu stigi en ráðstefna, sem Sovétmenn vilja, að haldin verði, en yrði ekki annað en hávært rifrildisþing við slikar aðstæður. Verði ekki unnt að koma hinum mörgu, óliku sjónarmiðum saman með beinni málamiðlun milli Egypta, ísraelsmanna og Sýrlendinga, er það ekki unnt að óbreyttum aðstæðum. Það má ekki sannazt, að fáeinum hryðjuverka- mönnum heppnist að hindra friðarsamningana. —HH Örvaðir af blessun bandarískra stjórnvalda halda Concordemenn strikinu i Dýrasti farmiði í heimi Örvaðir af blessun bandariskra stjórnvalda á Concorde-flugvélinni lialda forgöngumenn félagsins British Airways áfram áætlunum sín- um um ,,lúxus” flug yfir Atlantshafið með tvöföldum hljóðhraða. Sölumennirnir halda, að það muni freista margra að ferðast með þess- um hraða og slikt flug muni hafa ,,snobb”-gildi. Með þvi muni verða öruggt að Concorde-farþegaflugið verði rekið með ábata fyrir félagið. Sem stendur snýst mikiö af undirbúningnum um að losna við hindranir, sem fyrir kynnu að verða á jörðu niðri. Blessun bandariskra stjórnvalda er að- eins einn sigurinn, sem vinna þarf, þótt það virðist verða unnt að halda áætlunum áfram sem fyrr, þrátt fyrir áhugaleysi rikisstjórnar Wilsons i Bret- landi á þessu tiltæki. Ferðamaður, sem fýsir að fara frá London til NewYork á þremur og hálfri klukkustund aðeins, mundi hugsa sig um tvisvar, ef hann yrði aö hanga klukkustundum saman á flugvellinum i London til að biða eftir fluginu. Daglegt flug eftir rúmt ár yfir Atlantshaf Nú eru áætlanir Concorde-félaganna, Birtish Airways, og Air France, sem bæði eru rikisfyrir- tæki á þá lund að daglegt flug Concorde til New York verði hafið fyrir mitt ár 1976. Þá þarf að yfir- stiga hin geysilegu vandræði, sem enn eru fyrir hjá stjórnvöldum og að þvl er tekur til umhverfis- verndunar. Stjórn British Airways skilur, að ekki var fullur sigur unninn, þótt bandariska flugmálastjórnin veitti fyrir nokkrum dögum að sinu leyti leyfi til farþegaflugs til New York og Washington. Flugið vantar enn staðfestingu bandariska þingsins og stjórnar Kennedyflugvallar i New York. Leyfi flug- málastjórnarinnar er þó mikill áfangi. Félagið vonar samt að fá stuðning hátt settra og auðugra manna, sem hyggja gott til ferðalaga i Concorde. Sá stuðningur yrði aö yfirstiga andstöðu sumra i Bandarikjunum, bæði náttúruverndar- manna og þeirra, sem vilja af þjóðernisástæðum, að svona flug verði i höndum Bandarikjamanna. Hávaðinn er liklega versti þrándur i götu. Vélar slikrar flugvélar geta ekki verið eins hljóðiátar og vélar þeirra, sem fljúga hægar, að minnsta kosti ekki enn. Smiðir Concorde segja þó, að hún sé engu hávaðasamari en flugvélar eins og Boeing 707, en slikar flugvélar verði enn i mörg ár uppistaða flug- flota heimsins. Svo segja forráðamenn, að breytt fyrirkomulag við flugtak og lendingu Concorde muni gera slikar farþegaflugvélar hljóðlátari en þær hafi verið hingað til. Takist að sætta menn við hávaðann, mun British Airways byrja æfingarflug án farþega, sém greiða fyrir, i ágúst næstkomandi eða þar um bil. Allt gert fyrir farþega Concordeflugið ætti að bera sig, ef sætanýting verður 61 af hundraði eða þar yfir, segja forgöngu- menn. Fyrsta árið ætti ekki að verða erfitt, þvi að forvitni fólks er talin munu sjá fyrir þvi að fylla flugvélarnar. Mörg hundruð manns hafa þegar pantað far. Þegar lengra liður, vænta forgöngu- mennirnir milli 65 og 70 prósenta nýtingar, sem mest fengizt með þvi að ná farþegum, sem nú ferðast á fyrsta farrými. Með þvi mundi eitthvað tapast af farþegum með öðrum flugvélum British Airways, og kæmi þar tap s'-m gróðinn af Concorde yrði að bæta. Gróðinn yrði samt nægilegur, telja þeir, til að réttlæta hina gifurlegu fjárfestingu i fimm Concorde-flugvélum, sem alls munu kosta um 52 milljarða islenzkra króna. í Bandarikjunum sameinast náttúruverndarmenn og „þjóðernissinnar” gegn Concorde. Enn eru fargjöldin óákveðin, en þau munu þarfnast staðfestingar alþjóðasambandsins IATA. Bretar telja, að fargjöldin verði milli 10 og 20 sinn- um dýrari en á fyrsta farrými i öðrum flugvélum. Þá yrði farmiðinn með Concorde hinn dýrasti i heimi. Hvað fá farþegarnir i staðinn? Fyrst og fremst verður augljóst hagræði að svo miklu skemmri ferð, sem gerði mögulegt að ferðast auðveldlega á einum degi yfir Atlantshafið og aftur til baka. Furðu mörgum liggur svo mikið á, og mörgum leiðist flugið. Til að tryggja að hraðinn komi raunverulega að notum, hefur British Airways á prjónunum að hafa sérstaka afgreiðslu á Heathrowflugvelli i London, sem væri eingöngu fyrir Concorde-farþega. Flug- vélarnar yrðu eins nálægt flugstöðinni og framast yrði unnt til að minnka tlmann, sem fer i að komast um borð. Komið verður fyrir sérstakri farangurs- afgreiðslu. Með öllu þessu, segja Bretarnir, gæti farþegi með Concorde komið á flugvöllinn 1Q minút- um fyrir brottför og samt náð sæti sinu. Ennfremur á að skipuleggja sérstaka flutningaþjónustu fyrir þessa farþega, frá miðri London. Tafir, sem verða i venjulegu flugi, mega ekki verða i Concordeflugi, segja forgöngumennirnir, að Rússar ætla að koma sinni „Concorde”, þaö er að segja Tu-144, af staö fyrir áramót I innanlandsflugi. minnsta kosti ekki of oft, ef þjónustan á að viðhalda trausti. Viðhald á flugvélunum yrði að vera frábært og til að tryggja það er verið að koma fyrir sér- stökum búnaði á flugvöllum, sem kostar um 35 milljónir króna. Allan sólarhringinn á að fylgjast með flugvélunum i sérstakri stöð, svo að unnt verði að tilkynna samstundis um hvers konar vandræði og öll nauðsynleg tæki verði til staðar þegar við lendingu til viðgerða. ,,Snobb”-gildið endur- reist i fluginu Þjónusta við farþega i flugvélunum á að verða eins góð og hugsazt getur, segja stjórnendur British Airways. Kampavin auðvitað, og farþegar eiga að geta valið um ýmsa rétti. Tvö sæti eru hvorum megin við gang, nóg rúm fyrir fætur og fatahengi. Með öllu þessu telja forráðamennirnir, að hverjum farþega i Concorde ætti að geta liðið eins og væri hann fyrirmenni. Þarna muni aftur koma i farþega- flugið það ,,snobb”gildi, sem þeir telja að hafi að kalla horfið úr þvi, þegar flug varð á hvers manns færi fyrir áratug eða svo. Gangi allt að óskum forgöngumanna ætti fyrsta raunverulega farþegaflugið að geta hafizt um næstu áramót, en ferðir yfir Atlantshaf hefjast varla fyrr en seinna. Air France hefur á prjónunum að hefja flug milli Parisar, Dakar og Rio de Janero i desemberlok. British Airways hyggst fljúga til Mið-Austurianda, sem yrði ef til vill upphaf á flugi til Astraliu. Þá vill British Airways hefja flug um Siberiu til Tókió. Sovétstjórn hefur gefið til kynna, að hún mundi samþykkja það. Sovétmenn hyggjast sjálfir hefja farþegaflug innanlands i lok ársins, milli Moskvu og Tashkent, i hljoðfráum Tupelev 144 flugvélum. Stjórnendur British Airways draga þó i efa, að félagið fái að fljúga Siberiuleiðina fyrr en hin sovézka flugvél byrjar alþjóðlegt flug, en á þvi kann að verða nokkurra ára bið. m mm Umsjón: Haukur Helgason

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.