Vísir - 10.03.1975, Síða 7

Vísir - 10.03.1975, Síða 7
fylgdu hinni hefðbundnu málara- list sins tima. En með impressjónismanum komu fram konur sem tóku beint þátt i að móta nýja stefnu og vinna úr henni. A ég þar við Berthe Morisot (1841-95), og bandarisku listakonuna Mary Cassatt (1944-1926), sem báðar höfðu áhrif á þróun nútima málaralistar, þótt framlag þeirra vildi oft gleymast við hlið stóru nafnanna, Monts, Manet, Degas, os.frv. Á þessari öld hafa konur haft sig æ meira i frammi, þótt enn megi finna fordóma sem gera þeim erfitt fyrir. ara” kyninu, menn eins og Collingwood i Englandi og Lurcat og fylgismenn hans I Frakklandi, að ónefndum mörgum skandi- naviskum vefurum. Þótt fjölbreytilegur sé vefnað- urinn á þessari sýningu, er hann i heildina töluvert hefðbundinn, — en það held ég að verði að skrifast á reikning aðstæðna. Asgerður Það er efalaust að þjóð- félagsstaða konunnar á undanförnum öldum varn- aði henni menntunar í list- um# einkum myndlist. Það var ekki aðeins spurning um það að sækja inn á yfir- ráðasvæði karlmanna, heldur einnig að yfirstíga þá fordóma sem fylgdu //listamönnum" gegnum aldirnar. Það er ekki nema von að fáar konur hafi haft þann yfirmannlega kjark sem þurfti til að rjúfa þessi höft og gerast málarar. Fyrsta dæmið sem ég veit um var Artemisia Gentileschi (1597- 1651), sem hafði þá sérstöðu að vera dóttir málara og málaði hún i stil föður sins alla ævi. Sjálf- stæðari persónuleiki var Judith Leyster (1609-60), sem gekk i læri til hins fræga Frans Hals og gift- ist siðan skólafélaga sinum Jan Molnaer. Bæði héldu þau áfram að mála i anda kennara sins, en Judith sýnir i verkum sinum lif- leg, sjálfstæð tilþrif. Feneyska listakonan Rosalba Carriera (1675-1757) átti meiri velgengni að fagna en starfssyst- ur hennar hér að ofan, var mikils metin sem „portrett” málari i pastellitum, — þótt hún þyki held- ur bragðlitið nú á dögum. Hún hafði einnig góðar tekjur af þvi að mála og selja myndir af kvenfólki sem jaðra við það að vera klám. Eini kvenmaðurinn sem setti mark á enska list fyrir 1900 var Konudagur dóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Verk þeirra eru öll vönduð og tjáning þeirra sterk, en einhvern veginn finnst mér að boðskapur þeirra yrði mun áhrifameiri i lithógrafiu eða silkiprenti. Vefnaöur og boöskapur Framlag islenskra kvenna til lista þessa lands hefur haft nær afgerandi áhrif á heildarþróun þeirra og er þvi sérstaklega ánægjulegt að haldið er upp á kvennaár með listsýningu kvenna i Norræna húsinu þessa dagana. A þessari sýningu er áberandi og ánægjulegt að sjá hversu fjöl- breytnin er mikil. Mest ber á vefnaði, sem er viðeigandi, þvi ég veit ekki til þess að karlmaður hafi komið nálægt þróun vefnaðar á Isla'ndi. Er þetta einkennilegt, þvi i nágrannalöndum okkar má finna frábæra vefara af „sterk- María H. ólafsdóttir: Ragnarök. Asgeröur Búadóttir: Náttkemba Búadóttir sýnir i „Náttkembu” sinni þá natni, næmi á litatóna og hugarflug sem búast má við af henni, og Ragna Róbertsdóttir á hér glettilega skemmtilegan „Kartöflukofa”, i sterkum græn- um og hvitum litum. Asa ólafsdóttir leitar til amer- iskra indjánateppa i sköpun „Refa”, sterkt táknrænt verk, og Anna Þóra Karlsdóttir-bregður á leik með „Háttahillu” sina, glett- ið verk, en heldur „dekoratift”. Vigdis Kristjánsdóttir er gamal- reyndur vefari og „Vorhugur” hennar er þykkt verk sem hvetur til snertingar, þakið leikandi létt- um Miró-formum. Hanna G. Ragnarsdóttir vinnur með hreina geómetriu i „Snæblómi” sinu, en fjölbreytni hennar i áferð og lita- tónum varnar þvi að verkið verði „kalt”. Sigriður Jóhannsdóttir sýnir tvö verk úr hör sem eru full af fin- gerðum tilbrigðum og þarfnast ljóss eða glugga til þess að hægt sé að njóta þeirra fyllilega. Aðrar vefnaðarkonur á sýningunni fara baráttuleiðina, þ.ám. Hildur Hákonardóttir, Sigrún Sverris- Kvennalist og kraftar Af málverkum skal fyrst nefna verk tveggja mikilhæfra látinna kvenna, Kristinar Jónsdóttur og Júliönu Sveinsdóttur. Kvenfólk er oft ásakað um „dekoratíf” kven- leg finlegheit og skreytilist i mál- un, en verk þessara tveggja kvenna sýna styrk og ákveðni i myndbyggingu og litavali sem á ekkert skylt við of-finlega, óljósa „kvennalist”, en bæði kynin hafa gerst sek um slika veikleika. Barbara Arnason á hér eina mynd „Frá Þingvöllum” þar sem hún notar saman vatnsliti, oliu og blekteikningu af miklu öryggi, — grænir litir hennar hafa á sér glóð sem ég hef ekki séð annars stað- ar. Karen Agnete Þórarinsson á hér tvær „Hlutamyndir”, sterkar uppstillingar, en e.t.v. einum of yfirvegaðar og Maria H. Ólafs- dóttir sýnir stóra mynd „Ragna- svissneski málarinn Angelica Kauffmann (1741-1807), sem einn- ig var góð tónlistarkona. Hún komst snemma undir áhrif nýklassismans, og það var höfuð- paur þeirra stefnu, Winckel- mann, sem hjálpaði henni að komaséráfram sem málari. Arið 1766 fór hún til Englands þar sem hún varð fylginautur málarans Reynolds og ásamt honum varð hún einn af stofnmeðlimum Bresku akademiunnar. Hún sérhæfði sig i litlum skreyti- „panelum” sem prýddu veggi óðalssetra, viðfangsefni hennar voru sögulegs eðlis — en þykja nú heldur mikil skreytilist. Sú kona sem einna mest áhrif hafði á samtið sina sem málari var hins vegar franska listakonan Louise Vigée-Lebrun (1755-1842), ljóngáfuð og sterkur persónuleiki, og gáfur hennar og fyndni skina út úr hverri siðu „Minninga”, hennar sem hún skrifaði eftir langa og viðburðarika ævi. Hún sérhæfði sig i portrettmyndum, sérlega af konum og börnum, sem gefa bestu portrettmyndum þess tima litið eftir. En engar þessar konur voru brautryðjendur, þær Steinunn Marteinsdóttir: Jöklar. Ragna Róbertsdóttir: Kartöflukofinn rök” sem er þykk og kraftalega máluð, af hringiðuformi með ivafi af kynjadýrum. Björg Þor- steinsdóttir sýnir mynd frá 1973 „Snerting við hyldýpið”, þar sem hún vinnur við að samræma áhrif frá Bacon og geómetriu. Sigriður Björnsdóttir sýnir einnig tveggja ára gömul verk þar sem hún vinnur með spenntar skálinur og fremur ski'autlega liti. Aðrar konur sina málverk sem mörg hafa verið á sýningum áður. Grafík, optik Af teikningum og grafik er litið og má þar helst nefna grafik Ragnheiðar Jónsdóttur „2001” og „2003”, sem sýna fljótandi lifræn form, mjög fagmannlega unnin. Af myndum i öðrum efnum en oliu eru nokkur stykki, meira en gerist og gengur á samsýningum hérlendis og er það gleðiefni, og jafnframt vottur um þá grósku sem einkennir sýninguna sem heild. Margrét Jóelsdóttir heldur MYNDUST eftir Aðalstein Ingólfsson áfram að kanna „optisk” áhrif i tveim „Dúettum” sinum, þar sem skotmörk máluð i fölum lit- um titra á bak við strengi sem liggja fyrir framan þau. „Optisk” list höfðar að visu aðeins til sjón- himnunnar, en Margrét vinnur af mikilli natni á þvi þrönga sviði. Margrét Eliasdóttir raðar saman misjafnlega stórum postulinsreit- um á tréplötu. Á postulininu eru litil upphleypt mótif sitt úr hvorri áttinni og heildin verður nýstár- leg og „sjarmerandi” en krefst e.t.v. ekki nægilega mikils af höf- undinum. Stærri og fjölbreyttari yrðu myndir hennar reglulega áhrifamiklar. Sigrún Guðjónsdóttir sýnir mjög vandaðar brenndar leir- myndir, og er tækni hennar senni- lega athyglisverðari en mótifið, höfuðform sem minna bæði á Kjarval og Miró. En ég efa ekki að Sigrún á eftir að ná merkilegri árangri er hún tekst á við erfiðari þrautir. Margrét Elíasdóttir: Steinleir Fórnardýr og lifandi gróður Af höggmyndum er litið. Þor- björg Pálsdóttir á hér verk frá 1969, „Sitjandi telpa”. Er ég aldrei viss um hvort Þorbjörg ætlast til að verk hennar seu skil- in táknrænt, sem einhvers konar fórnardýr, eða hvort hinar holu og tættu figúrur hennar séu einvörðungu persónulegur still, hreinn og beinn. Gerður Helga- dóttir á hér gömul verk frá 1961, þar sein hún er að samræma áhrif Lippolds og Pevsners, þeirra myndhöggvara sem hún hefur liklega lært mest af. Ólöf Páls- dóttir á litinn „útigangshest” og Guðrún Kristin Magnúsdóttir raðar upp snoturri „tableau” sem nefnist „Guðinn Krefi eygir villi- bráð”, tæpast alvarleg glima við það viðfangsefni, en skemmtileg tilbreytni samt. Keramik potar einnig Steinunn Marteinsdóttir, og „Jöklar” hennar eru eins og lifandi gróður upp úr gólfinu, listilega gerðar. Af öðrum verkum má nefna silkiprent Steinunnar Bergsteins- dóttur, „Þrjár konur”, sem er seria markvissra endurtekninga, sem segir i raun meira um stöðu konunnar en baráttuverk vefnaðarkvennanna. Sigrún Jónsdóttir og Katrin H. Ágústs- dóttir sýna batikverk, Asdis Thoroddsen sýnir „Silfursmið”, fagra og smekklega unna gripi, og Högna Sigurðardóttir Anspach sýnir fádæma öryggi og útsjónar- semi i arkitektúr sinum. Ekki gefst hér tóm til að minn- ast á allar listakonurnar, en þær eru 44 talsins með samtals 67 verk og miðað við þennan fjölda er heildarsvipur sýningarinnar merkilega góður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.