Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 8
8
Vísir. Mánudagur 10. marz 1975
.. . i
ft ■ í WSSfy
'lsr* '«**; pji$ **
■/*« ÆmJ*
Irv W'mm
Miklu skal fórnaö til þess að halda fjórhjólaða þjóninum gangandi. — Hækkun trygginga 55,1% vel þeg-
in. Bensinið 57.- kr. mjög hóflegt!
Andersen: Fjórkúgun
bifreiðatrygginga
— Er nú ekki nóg komið, bifreiðaeigendur?
Það skal tekið fram i upphafi
þessara hugleiðinga, að
spurningunni, sem sett er hér
scm millifyrirsögn, er ekki beint
til FÍB (Félags islenzkra bif-
reiðaeigenda), því ætla verður,
að sá félagsskapur hafi öðrum
hnöppum að hneppa en stuðla að
hagkvæmari rekstrargrundvelli
Islenzkra bifreiðaeigenda, t.d.
mun „ralley-keppni” hérlendis
vera mun eftirsóknarverðara
verkefni en það að kljást við
tryggingafélög og oliufélög um
verðhækkanir. — FIB hefur enda
ekki sent frá sér sin hefðbundnu
mótmæli, þar sem þeir óska eftir
„opinberri greinargerð um
máiið”, þ.e.a.s. um væntanlega
hækkun bifreiðatrygginga, og
kannski hefur sá félagsskapur
ekki enn hlerað, að bifreiða-
skoðun er hafin, a.m.k. hér i
Reykjavik, og fjöldi bifreiðaeig-
enda hefur þegar látið kúga sig til
hlýðni og komið með bifreiðar
sinar til skoðunar, eftir að hafa
hugsunarlaust skrifað undir yfir-
lýsingu þess efnis, að þeir muni
með glöðu geði greiða miklu
hærra tryggingargjald fyrir að fá
að aka á þeim fjórhjólaða áfram,
þótt ekki sé nema til næstu
bensfnhækkunar.
Nú, þegar komið er að árlegri
skoðun bifreiða i landinu, er enn
leikinn sami leikurinn varðandi
þá afarkosti i viðskiptum, sem al-
menningur þarf að sæta, til þess
að geta notað það farartæki, sem
ánefa er orðið kostnaðarfrekasta
tæki i eigu fólks, einkabilinn.
Við mætingu til bifreiða-
skoðunar er fólki gert skylt að
framvisa tveim vottorðum, þ. e.
kvittun frá tollstjóraskrifstofu
vegna greiðslu bifreiðaskatts,
sem nú er rúmlega tvö þúsund
krónur fyrir fólksbil (einn af hin-
um 38 gjaldliðum, sem átti að
hverfa við hækkun vegasjóðs-
gjaldshækkunar sl. rikis-
stjórnar) — og kvittun frá
viökomandi bifreiðatrygginga-
félagi um að ábyrgðartrygging
hafi verið greidd.
Hvort tveggja hefur verið i gildi
um árabil og er allt eölilegt um
þau mál, að þvi er varðar kröfu
bifreiðaeftirlitsins um framvisun
þessara gagna.
Hins vegar er sagan öllu
óskemmtilegri og ósvifnari,
þegar kemur viðskiptaháttum
bifreiðatrygginganna. Nú, eins og
endranær, er ekki enn ljóst, hve
mikið þessar tryggingar kunna að
hækka, en til vonar og vara hafa
þó tryggingafélögin farið fram á
mikla hækkun, eða nákvæmlega
55,1%, ekki var það nú meira!
f einu dagblaðanna birtist um
þetta litil fréttaklausa, þ. 4. þ.m .,
þar sem sagði, að á meðan nýja
verðið væri ókomið (rétt eins og
verið væri að tala um vor- eða
sumarkomu), létu trygginga-
félögin viðskiptavini (vinfengið
eykst sennilega að mun eftir
hækkunina) sina greiða sam-
kvæmt gamla taxtanum og veita
þeim (viðskiptavinunum )
„staðfestingarbréf,” sem þeir
gætu sýnt við bifreiðaskoðun,
yrðu þeir svo rukkaðir um
viðbótina, þegar verðið lægi
fyrir! Svo glögg var sú frétt af
væntanlegri hækkun iðgjalda bif-
reiðatrygginga.
Það, sem i fréttdagblaðsins var
nefnt „staðfestingarbréf”, er
auðvitað ósköp venjuleg kvittun,
sem svo er nefnd i daglegu tali, og
hefur að geyma viðurkenningu á
greiðslu óbreytts iðgjalds að
viðbættum söluskattshækkunum
þeim, er nýlega urðu og skylt er
að innheimta.
En siðasta liðinn i fréttinni, um
að „viðbótin yrði svo rukkuð,
þegar verðið lægi fyrir” láðist að
skýra nánar, en hefði þó að
skaðlausu mátt gera, a.m.k. að
skaðlausu fyrir bifreiðaeigendur,
sem fréttin hefur þó einna mest
gildi fyrir.
Sá háttur, sem bifreiða-
tryggingar hafa á, varðandi
viðbótar-rukkunina hjá þeim,
sem skylt er að færa bifreiðar
sinar i skoðun, áður en hækkun
iðgjalda hefur verið ákveöin, er
þó eins ósvifinn og verst gerist i
viðskiptum og varla þekktur,
nema úr undirheimum maf-
iunnar.
Viðskiptamenn bifreiða-
trygginganna eru nú þessa
dagana aðgreiða iðgjald bifreiða
sinna, iögjald miðað við siðasta
iögjaldaár, með tilheyrandi
,,bónus”-breytingum og að
viðbættri söluskattshækkun, eins
og áður sagði, — en þessu til
viðbótar er viðskiptamönnum
bifreiðatrygginga gert að skrifa
undir plagg þess efnis, að þeir
skuldbindi sig til að greiða við-
bótarhækkun þá, sem siðar verði
ákveðin, vilji þeir halda bifreið
sinni gangandi, þ.e. fá hana
skoðaða á tilsettum tima.
Afrit af þessu plaggi, sem
viðskiptamenn bifreiðatrygginga
skrifa undir er þó ekki afhent
viðskiptamanni, heldur er
plaggið geymt hjá trygginga-
félaginu og er eins konar yfir-
lýsing viðskiptamanna á þvi, að
þeim finnist sjálfsagt að
tryggingaiðgjald hækki og gefa
tryggingafélögum þar með
góðan stuðning við beiðni sina til
rikisvaldsins um hækkun og geta
siðan veifað þessum undir-
skrifuðu plöggum með hækkunar-
beiðni sinni og sagt: „hér hafið
þið það, svart á hvitu, viðskipta-
vinir okkar eru sfður en svo mót-
fallnir hækkun iðgjalda.”
Bifreiðaeigendur hafa sem sé
gengið i gildruna enn einu sinni,
til þess að fá aö halda þarfaþjón-
inum fjórhjólaða, og einu hags-
munasamtök bifreiðaeigenda
láta sér fátt um finnast, en huga
að væntanlegri „ralley-keppni”.
„Þetta hefur nú verið svona
undanfarið,” svaraði Bifreiða-
eftirlit rikisins, er sú stofnun var
innt eftir, hvort þetta væri nýtt af
nálinni, varðandi tilhöeunina um
framvisun bráðabirgöa-kvittunar
bifreiðatrygginga, og hvort menn
þyrftu þá að koma siðar og sýna
kvittun fyrir hækkuninni.
En þótt þessi háttur hafi verið
„hafður á undanfarið” er hér
áreiðanlega um einsdæmi “ a6
ræða i viðskiptum, að menn
skuldbindi sig til þess að greiða
ákveðna hækkun, hve mikil sem
hún verði.
Oft hefur verið ýjað að þvi, að
kaupmenn haldi i vörubirgðir
sinar, er verðhækkanir eru i
aðsigi, og seldu svo birgðirnar á
nýju verði. Verður slikt þó vart
sannað á einn eða neinn i þeirri
stétt, enda fremur um söguburö
að ræða en staðreyndir.
Hitt myndi heldur þykja mikil
ósvifni, ef kaupmaður skikkaði
viðskiptavini sina, sem hjá hon-
um eru i reikningi, að skrifa undir
yfirlýsingu, i byrjun mánaðar,
þess eínis, að allar vörur, sem
þeir tækju út i mánuðinum yrðu
að greiðast á nýju verði i lok
mánaðarins, vegna þess að sótt
hefði verið um hækkun álagning-
ar, sem gert væri ráð fyrir að
fengist samþykkt. Enginn kaup-
maður myndi láta sér detta slika
fjarstæðu i hug, en biða þess, að
endanleg málalok fengjust.
Það er árlegur viðburður, að
bifreiðatryggingar lenda á
heljarþröm með starfsemi sina,
einmitt i lok hvers iðgjaldatima-
bils. Svipuð er sagan um oliu-
félögin, sem virðast hvenær sem
er geta veifað hendi til hækkunar
vöru og þjónustu sinnar, svo slæ-
leg sem hún er.
Lengi hafa verið skiptar
skoðanir um það, hvort þessar
þjónustugreinar, tryggingar og
oliusala ættu að vera þjóðnýttar.
Enginn skyldi þó hvetja til rikis-
reksturs þjónustufyrirtækja i
þessu landi, frekar en orðið er.
Tvær eru þó þær greinar, sem sá
er þetta ritar myndi vilja setja
undir opinbert eftirlit, framar öll-
um öðrum, og jafnvel þær
einustu, en það eru trygginga-
viðskipti og oliusala.
Annaðhvort í ökla
eða eyra hjó Val!
— í körfuboltanum. Vann Ármann,
en tapaði fyrir neðsta liðinu
Það var ekki aldeilis, að stór-
leikirnir I körfuboltanum um
helgina yrðu leikirnir á milli KR
og UMFN og 1R og ÍS, eins og bú-
izt hafði verið við. Þess í stað
urðu það leikirnir HSK-Valur og
Ármann-Valur, en þeir rugluðu
öllum spám og úrslitum um þessa
helgi.
Valsmenn léku viö HSK-liðið
sem ekki hafði unnið leik i vetur
— á laugardaginn. Þá voru HSK-
menn komnir með tvo nýja leik-
menn....„KR-ingana” Hilmar
Victorsson og Þröst Guðmunds-
son, sem gengu úr KR i vetur yfir
til HSK, og vanmátu Valsmenn
þetta nýja lið.
HSK hafði yfir lengst af, en
Valsmönnum tókst að jafna 72:72
seint i siðari hálfleik. Þá fóru
austanmenn aftur i gang og kom-
ust i 87:80 — munur, sem var of
mikill fyrir Valsmenn, sem urðu
þar með að horfa á eftir 2 stigum
til HSK-, sem sigraði 89:86.
1 gær lék svo Valur við Armann
og var það ægileg barátta, sem
stóö fram á lokasekúndur
leiksins. Þegar 10 sekúndur voru
eftir af leiknum, var Valur yfir
73:71, en þá jafnaöi Jón Sigurðs-
son meö tveim vitaskotum —
73:73. Valsmenn fengu boltann,
og þegar TVÆR sekúndur voru
eftir sendi Hafsteinn Hafsteins-
son hann niður i gegnum körfu-
hringinn. Þar með var sigurinn
Vals —75:73 og enn einum tauga-
leiknum i 1. deildarkeppninni i ár
lokiö.
Leikurinn á milli tR og IS — sá
sem átti að verða mest spennandi
— varö það ekki, en aftur á móti
var hann einn bezt leikni leikur
1R i mótinu. ÍR-ingarnir náðu
strax forustu og héldu henni út
allan leikinn. Lokatökurnar urðu
96:81 fyrir ÍR.
Leikur KR og UMFN var
skemmtilegur á köflum, enda
mikið skorað og skotið. KR var 3
stigum yfir i hálfleik — 59:56, og
þegar 5 minútur voru eftir var
munurinn 5 stig — 95:90. Bæði
liðin skoruðu yfir 100 stig i leikn-
um — KR-ingarnir 111 stig og
Njarðvikingarnir 101.
Um næstu helgi verða tveir
mikilvægir leikir i deild-
inni..Fallleikurinnmilli HSK og
Snæfells og siðan leikur efstu
liðanna KR og IR.
—klp—
Stúdentar töpuðu
fyrir Derby og Lugi
Lið Háskóla islands i blaki varð
i fjórða sæti f Norðurlandamóti
háskólaliða, sem háð var i Lundi i
Sviþjóð um helgina. Átta lið tóku
þátt i mótinu, og varö ÍS i ööru
sæti i sinum riöli, en tapaði siöan
leiknum um 3ja sætið i mótinu.
I fyrsta leiknum sigraði tS há-
skólann i Gautaborg 15:13 og 15:9
og siðan OS frá Noregi 15:4 og
15:4, en tapaði siðan fyrir há-
skólanum i Lundi — sem keppir i
Sviþjóð undir nefninu Lugi, 13:15
og Y:15eftir að hafa komizti 13:8 i
fyrstu hrinunni.
Þróttur
Víking í
Með miklum öskrum og látum
— og nokkuð þokkalegum leik —
tókst Þrótti að sigra Viking 3:1 i
islandsmótinu i blaki i gær.
Tvær fyrstu hrinurnar voru
mjög skemmtilegar og jafnar. Þá
fyrstu unnu Vikingarnir 16:14, en
næsta var eign Þróttar, sem sigr-
aði 15:13.
Þar með var staðan 1:1 og allt
útlit fyrir hörku baráttu. En
annað varð uppi á teningnum.
t leiknum um 3ja sætið i mótinu
keppti IS við Derby KFUM frá
Sviþjóð og tapaði 2:15 og siðan
10:15 eftir að hafa komizt i 8:0 i
siðari hrinunni.
Sigurvegari i mótinu varð há-
skólinn i Helsingfors i Finnlandi.
Lugi varð i öðru sæti, þá kom
Derby, siðan 1S, þá Linkjöbing
Sviþjóð, Gautaborg Sviþjóð,
Vexjö Sviþjóð og ÖS Noregi rak
lestina.
A morgun leikur tS i Kaup-
mannahöfn og i Osló á laugardag-
inn. —klp—
sigraði
blakinu
Vikingarnir duttu alveg niður, en
Þróttararnir blómstruðu og sigr-
uðu i tveim næstu hrinum — 15:3
og 15:4.
i b-mótinu — 2. deild — voru
leiknir þrir leikir, og var ts-
lendingur, lið frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri þátttakandi i
þeim öllum. Liðið sigraði Breiða-
blik 3:1, Þór frá Þorlákshöfn 3:2
en tapaði fyrir Þrótti b 2:3.
—klp—
Reykjavíkurúrvalið
kom öllum ó óvart
Sigraði i blakleiknum við North Carolina Uni-
versity, þar sem Islendingur er bezti maðurinn
Ileykjavikurúrvalið i blaki —
leikmenn úr Þrótti og Viking —
sigraði bandariska háskólaliðið
frá North Carolina i Laugar-
dalshöilinni i gærkveldi.
Náöi Reykjavikurliðið mjög vel
saman I leiknum og haföi 3:2
sigur eftir meira en tveggja tima
viðurcign. Bandarikjamennirnir
sigruðu i fyrstu hrinunni 15:9, en
siðan vann úrvalið 16:14. Þá sigr-
uðu hinir 15:13, en islendingarnir
hefndu fyrir það með alveg eins
sigri 15:13. Orslitahrinan var
minnst spennandi af öllum —
henni lauk með sigri Reykjavikur
15:9.
Leikurinn var ekki liflegur en
langur i meira lagi. Bandarikja-
mennirnir — með islendinginn
Guðmund Böðvarsson i farar-
broddi — sýndu margt mjög gott,
en það gerðu Reykvikingarnir
einnig, sérstaklega þeir Páll
Ólafsson og Valdimar Jónasson,
og aörir voru þeim ekki langt að
baki.
—klp—