Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 17. marz 1975. 9 Þjóðverjar frá Saltvatnsborg sýna leikrit hér Óvenjulegir gestir eru i heim- sókn i Reykjavik þessa dagana, þýzkur leikflokkur frá Salt Lake City i Bandarikjunum. Nefnist flokkurinn Deutsches Theater og sýnir flokkurinn leikritið „Der Fischbecker Wandteppich”, kraftaverkaleik eftir Manfred Hausmann, Höfundur leiksins er þekktur höfundur og hefur hann heimsótt tsland. Hér á landi fékk hann efnivið i skáldsögu á ferð sinni einhverntima um 1930. I ökuferð frá Reykjavik til Akureyrar verð- ur þýzk skemmtiferðakona þess vör að hún er tekin að eldast. Sár viðskilnaður við æskudraum, sem ungur islenzkur bilstjóri verður valdur að. Leikhópurinn er á leið til V- Þýzkalands og kemur hér við i stutta heimsókn. Hljómlistarmenn# — og tónlistarmenn Það er sko sitthvað að vera hljómlistarmaður og tónlistar- maður. A.m.k. raða menn sér i félög eftir þvi hvort heldur þeir eru taldir. Hefur félag íslenzkra hljómlistarmanna beðið blaðið að benda á að um tvö félög sé að ræða en ekki eitt. A aðalfundi fé- lagsins nýlega gat formaðurinn, Sverrir Garðarsson, um hina miklu grósku i tónlistarlifi lands- manna, jafnt hjá áhuga- og at- vinnufólki. Harmaði hann það hversu litinn gaum hið opinbera gefur tónlistinni miðað við aðrar listgreinar. I stjórn ásamt Sverri eru þeir Einar B. Waage, vara- form., Guðm. Finnbjörnsson, ritari, Hafliði Jónsson, gjaldkeri og Úlfar Sigmarsson meðstjórn- andi. í félaginu eru 500 félagar. Okkar menn í Genf Þegar lifshagsmunamál okkar, fiskveiðilögsagan verður tekin fyrirá 3. fundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Genf sem hefst i dag, verða okkar menn að sjálfsögðu mættir. Utanrikis- ráðuneytið hefur skipað eftirtalda menn i -sendinefnd okkar: Hans G. Andersen, sem er formaður nefndarinnar, Jón L. Arnalds, Má Elisson, Jón Jónsson, Bene- dikt Gröndal, Gils Guðmundsson, Harald Henrýsson, Þórarin Þórarinsson og Þór Vilhjálmsson. Ekki er gert ráð fyrir að allir full- trúarnir sitji fundina á sama tima. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAV0G! ALX3LVSINGASTOFA KRIST1NAR L r Att þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafélagi ? Það er vel hugsanlegt, þú tryggir hjá gagnkvæmu tryggingafelagi. Verði hagnaður af þeirri grein trygginga, sem þú kaupir hjá Samvinnutryggingum, mátt þú eiga von á tekjuafgangi til þín. Samvinnutryggingar hafa þegar endurgreitt til viðskiptamanna sinna yfir 500 milljónir króna á verðgildi dagsins í dag. Att þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafelagi ? SAMVirVIMJTRYGGIINGAR GT ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.