Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 14
14 Vísir. Mánudagur 17. marz 1975. Meistararnir misnot- uðu síðasta tœkifœrið Meistarar Leeds misstu af siðasta tækifærinu til aö verja enska meistaratitilinn, þegar þeim tókst ekki að sigra efsta lið 1. deildar, Everton, á heima- velli sinum á laugardag. 50.084 áhorfendur tróðu sér inn á Ell- and Road og sáu meistarana gera allt nema skora mörk. Þeir voru miklu meira með knöttinn — sóttu stift langtimum saman, en Liverpool-liðið varðist mjög vel og hafði til að bera þá heppni, sem með þurfti tii að hljóta annað stigið. Oftast lék Everton með niu manna vörn — aðeins Bob Latchford og Mick Lyons frammi — og gerði það vel. Með sama atvinnumanna- svipnum i vörn og gerði Leeds- liðiö frægt á sinum tima. En þó voru leikmenn Leeds klaufar að hljóta ekki bæði stig- in. Strax á 1. minútu leiksins misnotaði Duncan MacKenzie gullið tækifæri, þegar hann skallaði frir yfir markið af fimm metra færi — og rétt i lok- in lyfti Terry Yorath knettinum yfir mark Everton inni i mark- teignum! Slik tækifæri eiga at- vinnumenn ekki að misnota og Leeds fær að súpa seyðið af þvi. Möguleikar á meistaratitlinum eru úr sögunni — Everton hef- ur nú þriggja stiga forustu i 1. deild á Burnley, sem leikið hef- ur leik meira — og er sex stigum á undan meisturunum. Það er of mikið bil og aðeins niu umferðir eftir. En við skulum nú lita á úrslit- in á laugardag. 1. DEILD Arsenal—Birmingham 1-1 Carlisle—Luton 1-2 Coventry—Leicester 2-2 Derby—Stoke City 1-2 Ipswich—Newcastle 5-4 Leeds—Everton 0-0 Liverpool—Sheff. Utd. 0-0 Middlesbro—Tottenh. 3-0 QPR—Manch. City 2-0 West Ham—Burnley 2-1 Wolves—Chelsea 7-1 2. DEILD Aston V.—Southampton 3-0 Blackp.—Bristol Rov. 0-0 Bristol City—Millvall 2-1 Fulham—Oldham 0-0 Hull City—Cardiff 1-1 Manch. Utd.—Norwich 1-1 Notts County—Bolton 1-1 Oxford—WBA 1-1 Portsmouth—York City 1-0 Sheff’Wed.—Orient 0-1 Sunderland—Nottm. For. 0-0 Burniey byrjaði vel gegn West Ham, en svo rann allt út i sand- inn — og möguleikinn að halda i viö Everton. Burnley skoraði fyrsta mark leiksins á 44,min. — Collins — eftir að hafa sótt stift. En Keit Robson jafnaði fyrir West Ham og hetjan frá bikar- leiknum við Arsenal, hinn 21 árs Alan Taylor, skoraði sigur- markið á 76. min. — skallaði i mark eftir sendingu Robson. Strax á 2. min. leiksins varð fyrirliði West Ham, Billy Bonds, að yfirgefa völlinn-----hlaut slæman skurð á annan fótlegg- inn. Derby missti lika af strætis- vagninum með þvi að tapa heima fyrir Stoke. Ekkert mark var skorað i „drullunni” á Derby-vellinum i fyrri hálfleik, en strax i byrjun siðari hálfleiks skoraði Kevin Hector fyrir Derby. Stoke gafst ekki upp — Jimmy Greenhoff jafnaði 16 min. siðar og þegar tvær min. voru til leiksloka skallaði hann á mark Derby og knötturinn barstaf miðherja Derby, Roger Davies, i markið. Við tapið féll Derby niður i sjötta sætið. Mikil markaskorun var i tveimur leikjum — niu mörk I Ipswich og átta i Wolverhamp- ton, þar sem Úlfarnir unnu sinn stærsta sigur i niu ár. Unnu Chelsea 7-1. A 23. min. skoraði John Richards fyrsta mark tJlfanna og Willie Carr sem keyptur var frá Coventry fyrir 100 þús. pund, annað á 25. min. með góðu skoti af 20 metra færi. Bill Garner skoraði eina mark Chelsea á 36. min. en Ken Hibb- itt kom Úlfunum i 3-1 fyrir hlé. 1 siðari hálfleiknum skoraði Úlfa- liðið enn fjögur mörk — Mike Bailey (59. min.), Steve Kindon (72.), Richards (74.) og Dave Wagstaffe (83.). Ipswich var tvivegis marki undir — en tókst að ná sigri i stórskemmtilegum leik, þar sem Malcolm MacDonald hjá Newcastle var frábær, en óheppinn að jafna ekki i lokin. Skallaði þá knöttinn I þverslá, Bryan Hamilton, irski lands- liðsmaðurinn i Ipswich-liðinu, skoraði fyrsta mark leiksins á 4. min., en MacDonald jafnaði þremur min. siðar. Newcastle náði svo forustu með marki John Tudor á 25. min., — Alan Hunter jafnaði — en rétt fyrir hlé náði Tudor aftur forustu fyrir Newcastle eftir undirbún- ing MacDonald. Spennan jókst enn i siðari hálfleik. David Johnson jafnaði á 51.min. og sið- an skoraði Hamilton tvivegis — þriðja mark sitt i leiknum á 64. min. Newcastle sótti mjög i lok- in — MacDonald skoraði og var óheppinn að jafna ekki alveg. Um aðra leiki er það að segja, að slakur leikur á Highbury lifn- aði aðeins, þegar Ken Burns skoraði frábært mark fyrir Birmingham. Arsenal jók þá hraðann I leiknum og Kidd jafn- aði sjö min. siðar. Carlisle er svo gott sem fallið I 2. deild eftir tap heima gegn Luton. Mikið klaufamark Alan Ross mark- varðar Carlisle, tveimur min. fyrir leikslok færði Luton bæði stigin. Knötturinn sveif þá yfir höfuð hans eftir fyrirgjöf Ron Futcher i markið. Ekkert mark Þessi varð eftir hjá okkur á dögunum — það er myndin. Ian Ross, fyrirliði Aston Villa, sem eitt sinn lék með Liverpool, heldur deilda- bikarnum hátt á lofti eftir sigurinn gegn Norwich á Wembley 1. marz. var skorað i fyrri hálfleik, en á 55. min. skoraði Joe Laidlaw fyrir Carlisle. Johnny Aston jafnaði fimm min. siðar. Ahorfendur aðeins 8.339. Lundúnaliðið fræga, Totten- ham, virðist einnig stefna beint i 2. deild — tapaði illa i Middles- brough. Heimaliðið náði forustu þegar á 4. min. með marki John Hickton og á 44. min. skoraði Graham Souness annað mark „Boro”. Sami leikmaður var enn á ferðinni á 81. min. og fátt er nú til bjargar hjá Tottenham. Sheff. Utd. náði stigi á Anfield i fyrsta skipti i 22 ár og það var aðeins snilldarmarkvarzla Ray Clemence, sem kom i veg fyrir að Sheffieldliðið hlaut ekki bæði stigin. Þó sóttiLiverpool meira i leiknum, en litill broddur var i sókninnL Ahorfendur 40.182. Leicester fikrar sig upp töfluna og náði stigi i Coventry. Alan Green skoraði fyrir Coventry á 19. min., en Leicest- er svaraði með tveimur mörk- um á sömu minútunni. Fyrst skoraði Frank Worthington á 24. min. og Bob Lee minútu siðar, þegar hann fékk sendingu frá nýjaleikmanninum frá Chelsea, Chris Garland. 1 siðari hálf- leiknum jafnaði Mike Ferguson — rétt i lokin. Don Givens gat ekki leikið með QPR gegn Manch. City á laugardag vegna meiðsla og kom Don Rogers i hans stað. Hann skoraði bæði mörk QPR i siðari hálfleik — fyrst á 54. min. og siðan á 85. min. I 2. deild hefur Manch. Utd. fimm stiga forustu, en náði þó ekki nema jafntefli á heimavelli gegn Norwich. A 15.min. skoraði Stuart Pearson fyrir Manch. Utd. til mikillar gleði fyrir rúm- lega 56 þúsund áhorfendur. En fleiri mörk skoraði liðið ekki, enda sýndi Indverjinn Keelan oft hreina töfra i markvörzlunni fyrir Norwich. Ted MacDougall jafnaði svo á 68.min. og Norwich lifir i voninni að ná aftur sæti 11. deild, sen það missti I fyrravor eins og Manch. Utd. einkum þar sem Sunderland virðist eitthvað vera að gefa eftir. Náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Nottm! Forest. Deildabikar- meistarar Aston Villa komust við það i annað sælið eftir góðan sigur gegn SoutnampLon. Markakóngurinn Graydon skor- aði eitt af mörkum Villa i leikn- um. Á Skotlandi er greinilegt, aðl Glasgow Rangers nær nú loks/ að sigra — eftir niu sigurár' Glasgow Celtic i röð i 1. deild.i Rangers vann Dundee 2-1 i' Dundee á laugardaginn, en áj sama tima tapaði Celtic á’ heimavelli gegn Dundee Utd. 0 -j 1. Rangers hefur nú 48 stig Celtic 40 og Hibernian 39 stig ogj aðeins sex umferðir eftir.' Morton tapar enn — nú Kilmarnock 2-1 og möguleikar'' liðsins að verða i einu af tiuj efstu sætunum eru nú alveg úr ' sögunni. 1. DEILD Everton 33 14 15 4 48-29 43 Bumley 34 16 8 10 57-48 40 Stoke 33 14 11 8 50-39 39 Ipswich 33 18 2 13 50-34 38 Liverpool 33 14 10 9 45-34 38 Derby 33 15 8 10 50-45 38 Leeds 33 14 9 10 45-34 37 Middlesbro 33 13 11 9 43-33 37 Sheff. Utd. 33 14 9 10 42-42 37 QPR 34 14 8 12 46-42 36 Man. City 33 14 8 11 44-46 36 West Ham 33 12 11 10 50-42 35 Newcastle 32 14 6 12 52-52 34 Coventry 34 10 13 11 46-53 33 Wolves 33 11 10 12 46-41 32 Birmingh. 33 11 7 15 41-49 29 Chelsea 33 8 12 13 38-61 28 Arsenal 31 9 8 14 34-37 26 Leicester 32 8 9 15 31-46 25 Tottenham 34 8 8 18 38-54 24 Luton 33 6 10 17 30-49 22 Carlisle 33 8 3 22 31-46 19 2. DEILD Man.Utd. 34 20 7 7 51-24 47 Aston Villa 33 17 8 8 53-28 42 Sunderland 34 15 12 7 53-28 421 Norwich 33 14 12 7 44-30 40 Bristol C. 33 16 7 10 37-25 391 Blackpool 34 13 13 8 34-23 39 WBA 33 13 9 11 39-30 351 Bolton 33 13 9 11 38-30 35 Notts Co. 34 11 13 10 38-42 35l Fulham 34 10 14 10 32-26 34 Oxford 34 13 8 13 33-43 34l Hull 34 11 12 11 34-50 34 Orient 33 8 16 9 23-32 321 York 34 12 7 15 42-44 31 Nottm. For .34 10 11 13 36-44 3l! Southampt. 32 10 10 12 39-42 3°| Portsmouth 34 10 10 14 34-43 30 Oldham 34 9 11 14 31-36 291 Millvall 34 9 9 16 37-45 27 Bristol R. 34 10 7 17 30-50 27! Cardiff 33 7 12 14 30-48 26, Sheff.Wed. 33 5 9 19 28-53 191 1 / 3. DEILD 1 Efstu lið i Blackburn 34 18 9 7 53-35 45’ Charlton 35 18 8 9 60-46 44 j Plymouth 34 18 6 10 61-48 42’ Preston 35 17 6 12 48-39 40 j C. Palace 35 14 12 9 49-44 40 Walsall 35 15 9 11 55-39 39 Port Vale 35 14 11 10 48-42 39 Swindon 36 16 7 13 48-49 39 ( og neðstu lið Aldershot 36 Bournemouth 49 27 Huddersf. 35 Tranmere 33 11 8 17 36-49 291 35 10 7 16 31-' 10 6 19 40-58 26 ' 9 6 18 43-56 241 Billy Bonds, fyrirliði West Ham, lék aðeins tvær minútur meö liði sinu á laugardag. A myndinni til hliðar er hann sá skeggjaði I keppni við Alan Oakes, Manch.^ City. Jafntefli varð 0—0. Malcolm Mac Donald erj markhæstur leikmanna i 1. deild hefur skoraði 24 mörk. Don Givens, QPR, er með 20 og ’ Brian Kidd, Arsenal, 17. — I 2. deild er Ray Graydon, Aston' Villa,markhæsturmeð27 mörk. I öðru sæti er Ted MacDougall,' Norwich, með 19 mörk. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.