Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Þriðjudagur 18. marz 1975. virasm: HVer er þinn uppá- haldsþingmaður? Sigurður Guömundsson, verka- maður: — Ég held ég segi bara Óli Jó. Hann er ágætur. Gunnar Jónsson, slökkviliðs- maður: — Það er enginn þing- maður i sérstöku uppáhaldi hjá mér. Kari Baldvinsson, atvinnulaus: — Ætli það sé ekki hann Gylfi. Lárentsius Dagóbertsson, hús- vörður: — Ég vil nú ekki nefna neinn sérstakan, en sjálfstæðis- mennirnir eru mlnir menn. Jón Bjarnason, bllstjóri: — Magnús Kjartansson. Hann hef- ur svo rökfastar skoðanir. Árni Emanúelsson, bllstjóri: — Ég þori ekki að nefna neinn. sem mitt uppáhald. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hitaveitustjóri svarar: „Hœkkunn er 286 prósent" Jóhannes Zoega, hitaveitu- stjóri, skrifar: „Rafn Sigurðsson gerir at- hugasemdir um hitaveitufram- kvæmdir i blaðinu 1. þ.m. undir fyrirsögninni: „500 prösen' hækkun”. 8. þ.m. svarar Unnur Magnúsdóttir fullyrðingum Rafns, sem skrifar svo aftur i blaðið 13. þ.m. og segir þar m.a.: „t grein minni þann 1. marz s.l. sagði ég orðrétt: „Þegar ég byggði á árunum 1968-1969 var tonnið á 8 krónur.” En nákvæmlega sagt var það selt i marz 1968 á kr. 8,20. Það gera tæp 500 prósent.” Til þess að hver sem er geti borið verðlag Hitaveitunnar saman við annað verðlag, sendi ég hér með skrá um vatnsverð frá byrjun starfrækslu Hitaveit- unnar til þessa dags. I þessari skrá má m.a. sjá, að vatnsverð til neytenda var 10,20 kr/tonn i marz 1968, en er nú 39,36 kr/tonn. Hækkunin er 286 prósent en ekki 500 prósent. Rafn spyr i grein sinni 1. marz: „Hvað hafa hitaveitugjöldin hækkað mikið vegna hitaveitu- framkvæmda Reykjavikur- borgar i Kópavogj Garðahreppi og Hafnarfirði?” Svar: Vegna þeirra fram- kvæmda hafa hitaveitugjöld ekkert hækkað. Og i öðru lagi spyr Rafn: „Er Hitaveita Reykjavikur i kapphlaupi við oliurikin?” Svar: Já, það hefur hún alltaf verið, og hefur i þvi kapphlaupi unnið af þeim viðskiptamenn, sem nú myndu greiða árlega um 4500 milljónir króna fyrir oliu, ef þeir hefðu ekki hitaveituvatn, sem kostar þá um 1200 milljónir króna á ári.” „EINA FLASK AN, SEM UPPFYLLIR KRÖFURNAR' - Verð á vatni samkvæmt gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur. 1933 3.4 0,35 kr/m3 Þvottalaugaveita 1939 21.12 0,60 kr/m3 1943 16.12 1,60 kr/m3 1950 1.7 1,90 ” 1952 1.1 3,00 »» 1958 1.7 3,60 »» 1960 1.7 4,50 ” -fsölusk. 3% 4,64 kr/m3 1961 1.7 4,77 »* »* 3% 4,91 ” 1963 1.12 5,34 ** »* 3% 5,50 ” 1964 1.2 5,34 »» •» 5,5% 5,63 ” 1965 1.1 5,34 ** *> 7,5% 5,74 ” 1965 1.8 5,87 »» ** 7,5% 6,31 ” 1966 1.7 7,63 *» »» 7,5% 8,20 ” 1968 1.1 9,00 ** »* 7,5% 9,67 ” 1968 1.3 9,49 »* »» 7,5% 10,20 ” 1968 1.7 10,02 ** »» 7,5% 10,77 ” 1968 1.11 10,42 »» »* 7,5% 11,20 ” 1969 1.3 11,65 »» *» 7,5% 12,52 ” 1969 1.7 12,62 *» *» 7,5% 13,57 ” 1969 1.11 12,92 »* >» 7,5% 13,89 ” 1970 1.3 13,26 *» »* n% 14,72 ” 1970 1.7 14,50 »* »» n% 16,10 ” 1971 1.8 14,50 »* 0 14,50 ” 1972 5.3 15,22 » * 0 15,22 ” 1973 12.3 18,26 >» 0 18,26 ” 1973 1.5 17,90 »* 0 17,90 ” 1973 1.12 20,05 »* 0 20,05 ” 1974 1.3 22.76 ** 0 22.76 " 1974 1.10 32.00 »t 0 32.00 ” 1975 1.3 39.36 ** 0 39.36 ” Aðalsteinn Jónsson, verk- smiðjustjóri hjá Efnaverksmiðj- unni Sjöfn hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar um hættuleg efni og merkingu þeirra, er birt- ist 6. marz 1975, þar sem sýnd er mynd af umbúðum um terpen- tinu frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn og látið að þvi liggja, að merkingu og umbúðum sé á- bótavant, vil ég taka það fram, að umrædd flaska er hönnuð og merkt eins og segir fyrir i hinni nýju reglugerð um eiturefni. Það er auðséö, að greinarhöf- undur hefur ekki lesið sjálfa reglugerðina, enda er greinin full af rangfærslum. í greininni segir aðseljaskuli terpentinu I sexstrendum eða riffluðum flöskum með tryggi- legum tappa eða i glærum eða gulum brúsum. Hið rétta er, að sé terpentina seld I glerflöskum skulu þær vera sexstrendar eða rifflaðar, en ef um plastflöskur er að ræða skulu þær vera i öðrum lit en hvitum, glærum eða gulum, með tryggilegum tappa. Það er kaldhæðni, en liklega er umrædd terpentinuflaska sú eina á markaðnum, sem upp- fyllir kröfur hinnar nýju reglugerðar”. w HVAÐ ÞARF „LÉTTA VATNIÐ u AÐ KOSTA, TIL ÞESS AÐ ÞAÐ BORGI SIG AÐ NOTA ÞAÐ?U Guðmundur Arnason skrifar: „Vegna fjarveru minnar fór Visir þann 17. janúar slðastlið- inn fram hjá mér, þar til nú, að ég rakst á ummæli, sem höfð voru eftir Jóni Norðfjörð, slökkviliðsstjóra I Sandgerði og Bárði Daníelssyni, forstöðu- manni Brunamálastofnunar varðandi brunann á Reykja- vikurflugvelli og hugsanlega notkun „Light water” (létts vatns) i þvi sambandi. Af þessu tilefni finnst mér rétt að komi fram að framleiðendur þessa efnis er stórfyrirtækið 3M Company I St. Paul i Bandarikj- unum, en umboðsmenn þess er firmað G. Þorsteinsson & John- son h.f., og er auðsótt að fá efnið keypt til landsins. Verð efnisins I heildsölu I Reykjavik er um kr. 660.00 per litra, en I 100 litra blöndu eru 6 litrar af „Light water” og 94 af vatni eða sjó. Við verðútreikning er gert ráð fyrir 25% tollálagningu. Miðað við ofangreint verð hefði „Light water” I 30 þús. litra blöndu frá Keflavik kostað kr. 1.188.000.00. Sveinn Eiriksson, slökkviliðs- stjóri I Keflavik telur hins veg- ar, að fullnægjandi styrkleiki fáist úr blöndu með 3,5—4% af „Light water” og gæti ofan- greint dæmi þvó orðið töluvert hagstæðara fyrir „Light water”. Sveinn telur sig enn- fremur hafa reynslu fyrir þvi að „Light water” hafi 500% meiri afköst en prótein froða og að til- koma þess sé algjör bylting I eldvörnum. Þegar haft er I huga að tjónið af völdum eldsvoðans á Reykja- vikurflugvelli mun nema 300-^100 milljónum króna, er erfitt að kyngja þeim ummæl um Bárðar Danielss. fyrir hönd Brunamálastofnunar I áð- urnefndu viðtali „Létta vatnið er svo dýrt að við látum okkur ekki einu sinni detta I huga að ráð- leggja sveitarfélögum að kaupa það”. Mér er spurn, hvað þarf „létta vatnið” að kosta, til þess að það borgi sig að nota það til að bjarga lifi og eignum manna?”

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 65. Tölublað (18.03.1975)
https://timarit.is/issue/239008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

65. Tölublað (18.03.1975)

Aðgerðir: