Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 18. marz 1975. 3 VERÐUR SETT SÉRSTAKT AFGREIÐSLU- GJALD Á BENSÍN UTAN ÞÉTTBÝLIS? — engin lausn að söluaðilar loki bensínstöðvunum, segir Leópold í Hreðavatnsskóla „A þvl hefur verið tæpt, að sett verði sérstakt afgreiðslu- gjald á bensln utan þéttbýlis,” sagði Leópold Jóhannesson, veitingamaður I Hreðavatns- skála, um bensinsölumálin ó. leiðinni milli Reykjavikur og Akureyrar. „Við seljendur erum nú að reyna að komast til botns I þvi, hvað hægt er að gera. Það má gjarnan koma fram, að umsetningin hjá mér hefur verið mjög álika á veitinga- skálanum og bensininu. Munur- inn er svo litill, að hann tekur ekki tali. Maður afgreiðir venjulega frá klukkan átta á morgnana til hálftólf á kvöldin, en það borgar ekki einum manni dagvinnukaup við sölu á bensini og olium. En i veitingarekstri minum, sem er með jafn mikla veltu, hef ég tólf stúlkur á laun- um. Og ég treysti mér ekki til þess að hafa bensinafgreiðsluna opna skemur en hótelið. Það verður að gera eitthvað róttækt i þessu. Annaðhvort verður að setja á sérstakt af- greiðslugjald eftir ákveðinn tima að deginum eða aukagjald fyrir afgreiðslu utan þéttbýlis- kjarnanna. Persónulega er ég á móti aukagjaldi, en bendi hins vegar á, að ég vil láta fækka stöðvunum það mikið, að lág- markssala yrði á öllum stöðvum við aðalleiðirnar. Þá yrði að miöa við um hálfa milljón litra sem lágmark. Þá fer að verða meira vit i þessu. 1 þéttbýli er almennt ekki jafnlangur afgreiðslutimi og ut- an þess. 1 Reykjavik er ekki hægt að fá bensin nema liklega á tveimur stöðum eftir klukkan kortér yfir niu á kvöldin. Borg- nesingar hafa komið hingað upp eftir til min til að fá bensin eftir að stöðvum þar hefur verið lok- að. Það var gerð úttekt á einni bensínsölu, sem selur verulegt magn af bensini. Þar vantaði yfir 400 þúsund krónur yfir árið til þess, að endar næðu saman — að afgreiðslumaðurinn fengi kaupið sitt. Þó var það mjög skorið við nögl, þvi hann fékk aðeins dagvinnukaupið — ekki eftirvinnu og ekki næturvinnu. Þessi bensinsala hafði meiri magnsölu en ég. Ofan á þetta bætast svo alls konar skakkaföll: Falskir tékk- ar, lánsviðskipti — maðurinn hefur gleymt veskinu og þá er aumkazt yfir hann — og svo náttúrlega eðlileg rýrnun. Það þykir gott, ef maður sleppur með 1/2% rýrnun i geymunum, og það er algert lágmark. Svo getur alltaf orðið rýrnun i með- ferö, og eins og verðið er nú, er þá fíjótt að koma i upphæðir. Svo er komið nýtt vandamál. Það hefur orðið æ algengara, að menn komi við sveifina, sem þurrkar út töluna á dælunni. Það kemur fyrir óeðlilega oft. Það er útilokað, að unglingur geti haft eftirlit með þessu, þeg- ar mikið er að gera. Bara þetta þýðir, að við förum ekki af stað með bensinsölu að nýju, nema tryggður sé fullgildur vinnu- kraftur, og jafnvel rafeindaút- búnaður i afgreiðsluborðinu inni, sem sýnir i stórum drátt- um hve miklu hefur verið dælt. Það hefur mikið meira en komið til tals, að söluaðilar á leiðinni norður loki, en það er engin lausn. Allir sem einn yrð- um við fegnir að losna við þessa sölu. En lausnin er að finna vandann og reyna að leysa hann. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að sala á bensini og olium er forsendan fyrir þvi, að ferðafólkið geti komizt áfram. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd, að það væri hægt að samræma þjónustustöðvar fyrir bilana með litilsháttar vara- hlutasölu og skyndiviðgerðum. Þar væri hægt að hafa bensinið lika. Svona stöðvar vantar til- finnanlega. En þetta verður að skipuleggja sérstaklega, enda þarf að endurskipuleggja dreif- ingarkerfi þessarar vöru alls staðar, en ég tel það mjög van- hugsað frá grunni. Stöðvarnar hafa verið settar niður af handahófi, án tillits til vega- lengdar og þarfa. Ég get bent á það sem fyrir- mynd, að i Hreðavatnsskála selja allir aðilar sameiginlega. En ég vil ekki halda þvi fram, aö Hreðavatnsskáli sé heppileg- ur staður fyrir þjónustustöð meö bensín og oliu. Ég myndi alveg eins mæla með að hafa slika stöð niður undir Borgar- nesi. 1 Vestur-Húnavatnssýslu væri nóg að hafa eina stöð, og eina á Blönduósi. Þannig má halda áfram. Ein væri nóg i Varmahlið. Það er eftirtektarvert, að milli Varmahliðar og Akureyr- ar er varla hægt aö segja, að sé nokkur bensinsala. Það eru 100 kilómetrar, og virðast engin vandræði vera. Við gætum kannski orðið sammála um, að við aðalveginn milli Reykjavik- ur og Akureyrar væri kappnóg að hafa fjórar stöðvar. Dreifi- stöðvar fyrir sveitirnar þyrftu ekki að vera við aðalleiðirnar, og afgreiðslu þar mætti hafa á hentugri veg en fyrir þessa langferðaumferð. Þannig kæmi magnsalan upp,” sagði Leópold að lokum. —SHH HNÍFSTUNGU- MADUR í GÆZLU Atján ára piltur, Sæmundur G. Jónsson, hefur nú verið úr- skurðaður I 60 daga gæzluvarð- hald og geðrannsókn vegna si- endurtekinna likamsárása. Nýverið réðst pilturinn á veg- faranda á Laugaveginum með hnif, og ekki er langt slðan hann stakk félaga sinn hnlfi I Laugar- ásbiói og réðst á fólk við Silfur- tunglið. Pilturinn mun I það minnsta hafa að baki sjö árásar- mái frá árinu 1973. — JB HVORKI MEIRA NE MINNA EN 200 TERTUR! Það er ekki skritið þó að gest- ir kvenfélagsins Keðjunnar hafi 'fengið vatn I munninn þegar þeir litu augum krásir þær sem komið hafði verið fyrir á borö- um I Sjómannaskólanum. Hvorki meira né minna en 200 tertur voru þar á boðstólum, og voru þær allar bakaðar af kon- unum i kvenfélaginu. Er þetta fastur liður að sögn formannsins og gert i tilefni Skrúfudagsins. Kvenfélagið Keðjuna skipa nefnilega eigin- konur vélstjóra. Þarna gaf svo að lita rjóma- tertur, brauðtertur, kleinur og fleira góðgæti. Gestirnir kunnu lika vel að meta það, en ágóðinn af þessari kaffi- og tertusölu rennur til sumarbúðabygginga. — EA Fær ekki einhver vatn I munninn? Gestir kvenfélagsins Keðjunnar kunnu vel að meta góðgætið sem á borð var boriö I Sjómannaskólanum. Ljósm: Bj. Bj. Mmö J á VILJA 9. GREININA INN í FRUMVARPIÐ Á NÝ Mótmœlaskjal vegna fóstur- eyðingarfrum- varpsins: „Að sjálfsögðu hefði verið lang æskilegast, að almenn undir- skriftasöfnun hefði getað farið fram, en sökum timaskorts brugðum viö á það ráð, að tak- marka undirskriftirnar við hundraö,” sagði Hlédls Guðmundsdóttir, aðstoðarlæknir á Grensásdeild Borgarspltalans. Var hún að skýra frá mótmæla- skjali, sem undirritað er af kon- um einvörðungu. Efni mótmælaskjalsins er á þessa leið: „Við undirritaðar mótmælum breytingum, sem fram hafa komið við endurskoöun frumvarps til laga frá 1973 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir, og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir. Sérstaklega lýsum við yfir and- stöðu okkar gegn þvi vantrausti, sem konum er sýnt með þvi að fella niður 9. grein frumvarpsins, þar sem kveðið var á um, ~að fóstureyðing skuli heimiluð ef kona æski þess, sé aðgerðin framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og engar læknis- fræöilegar ástæður mæla gegn þvi.” Og I skjalinu stendur ennfrem- ur: „Við krefjumst þess, að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verði virtur og skorum á hæst- virt alþingi að taka upp og samþykkja óbreytt efni 9. greinarinnar (þ.e.a.s. frum- varpsins frá 1973) Að sögn Hlédisar eru konurnar, sem undir mótmælin rita, á öllum aldri og úr öllum stéttum. „Það er greinilegt, að fólk er farið að mynda sér ákveðnar skoðanir I þessum málum,” sagði hún. „Það gekk mjög vel aö safna þessum hundrað undirskriftum og ef timi væri nægur yrði það næsta auðvelt að ná niður nokkrum þúsundum nafna undir mótmæli af þessu tagi. En timinn var ekki nægur. Mót- mælum á að koma á framfæri við alþingi fyrir fimmtudag, en þá verður frumvarpið tekið til annarrar umræðu. -ÞJM. PÉTUR VÆNTANLEGUR HEIM MED STÓRA SAMNINGINN Pétur Einarsson, for- stjóri fyrirtækisins Sjávarvörur h.f., hefur undanfarna tvo mánuði verið i London að undirrita samninga við fyrirtæki að nafni Cebere. Eins og fram hefur komið i Visi hefur Cebere tilkynnt, að samningur þessi hljóði upp á rúma fimm mill- jarða króna. Að sögn eins meðstjórnanda Sjávarvara h.f., Skarphéðins Eyþórssonar, er Péturs að vænta heim i vikunni. Skarp- héöinn sagði, að sér væri lítið kunnugt um samning þann, sem fyrirtæki hans væri að gera, en sér skildist, að um væri að ræða milligöngu um kaup og flutning ýmiss varnings miili Evrópu og Kanada til dreifingar þar. „Vissulega eru þetta stórar upphæðir, en ég vona samt, að samningarnir i London hafi tekizt vel,” sagði Skarphéðinn Eyþórsson i viðtali við Visi. „En mér eru þessir samning- ar enn nokkuð óljósir og held ég verði að benda á Pétur sem eina manninn, sem getur gefið fullkomnar upplýsingar um það, hvað hér sé á ferðinni”, sagði Skarphéðinn. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.