Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þriðjudagur 18. marz 1975. vísir Útgefandi: Eeykjaprent hf. I Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason \ ,/ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessön ~ / Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 \ Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 / Ritstjórn: 'Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur \ Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. / t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. \ Vernd gegn villimönnum Frásagnir af misþyrmingum á almannafæri ) hafa verið óvenju tiðar i fjölmiðlum að undan- \ förnu. Meðal annars hefur verið sagt frá manni, ( sem hefur þrisvar sinnum á skömmum tima / slasað fólk og jafnvel valdið þvi örkumlum. ) Geðræn vandamál eru vafalaust helzta for- / senda þessara likamsárása og er læknismeðferð ) þvi nauðsynleg. Hins vegar er ófært, að \ þjóðfélagið sé notað sem tilraunastofa. Almennir ( borgarar þurfa vernd gegn þessum árásarmönn- ) um, hvort sem þeir teljast glæpamenn eða \ geðsjúklingar. ( Birting nafna slikra manna og mynda af þeim \ getur hjálpað fólki til að vara sig á þeim. En lög- ( reglan hefur að minnsta kosti upp á siðkastið / neitað að láta slikt i té, þótt fjölmiðlar hafi farið ) fram á það. Takist f jölmiðlum ekki að ná þessum ( upplýsingum eftir öðrum leiðum, er ekki unnt að / veita neina vernd á þessu sviði. ) Vitanlega þyrfti að hafa slika menn á lokuðum / hælum, þar sem þeir geta ekki valdið sam- ) borgurum sinum örkumlum. En hér er ekki til (\ neitt millistig sjúkrahúss og fangelsis. Og (( tilhneigingin er sú að vista þessa menn á sjúkra- // húsum og láta þá jafnvel ganga lausa á milli. ) Engin lækning felst i að loka árásarmenn inni i ) fangelsum. En hagsmunir almennra borgara ) verða að sitja i fyrirrúmi. Likamsárásir eru verri ( glæpir en þjófnaðir og fjárglæfrar, þar sem að- ), eins eru i húfi þau verðmCJti, sem mölur og ryð fá ) grandað. Lif og limir fólks eru ólikt mikilvægari. ( Þeir eru orðnir nokkuð margir örkumla- ) mennirnir af þessum völdum og fjölgar allt of ört. ( Dómsmálaráðuneytið verður að gripa i taumana ( og hindra sibrot á þessu sviði. ) -JK j Óhóf í ársskýrslu í þessum dálkum hefur áður verið kvartað um ( óhófleganiburðiársskýrslum opinberra stofnana. / Aðgæzla á þessu sviði er sérstaklega nauðsynleg ) i efnahagsástandi þvi, sem nú rikir. Sameiginleg- \ ir sjóðir þjóðarinnar eru ekki nógu burðugir til að ( halda uppi iburði og flottræfilshætti. ) Ársskýrslur opinberra stofnana og fyrirtækja / eiga eins og skýrslur einkafyrirtækja að vera ) fjölritaðar á venjulegan pappír eftir vélrituðu ( handriti, heftar eða limdar án sérstaks iburðar i ( bókbandi. ) Fyrir nokkrum dögum barst Visi ársskýrsla þar / sem kastað er tólfunum i bruðli. Landsvirkjun ) hefur látið prenta skýrslu sina i öllum regn- \ bogans litum á finasta pappir, sem fáanlegur er. ( Skýrslan er þar á ofan sérhönnuð af auglýsinga- l stofu. Hún kostar áreiðanlega nokkuð hundruð )) þúsund króna, ef ekki heila milljón. \\ Svona lagað gengur ekki i venjulegu árferði, ) hvað þá þegar allir verða að spara. Rafmagns- ( verð Landsvirkjunar er nógu hátt, þótt þessu / óhófi sé ekki bætt ofan á. ) -JK. \ Nýr kapituli er hafinn i þeim þætti i sögu Kash- mir, sem fyrir 28 árum leiddi til stríðs milli Ind- lands og Pakistans og beizkju, sem enn hefur naumast linnt. Sher-e-Kashmir — „Kashmirljónið” — er nú komið aftur til ætt- jarðar sinnar eftir 22 ára villuráf um öræfi stjórn- málanna og tekur við forystu þjóðar sinnar aftur. Þúsundir manna söfnuðust á þau stræti, sem Muhammad Ab- dullah ók um, þegar hann sneri heim fyrir skömmu. Veifur voru á lofti, púðurkerlingar sprengdar og múgurinn æpti upp nafn hans hvað eftir annað. En ljónið er farið að gamlast. Abdullah er orðinn 69 ára að aldri. Og hann varð að slá af kröf- um sinum til þess að fá að fara heim sem ráðherra Indlands i Kashmir. Abdullah var forsætisráðherra Kashmir frá 1948 til 1953, en þá sviptu Indverjar hann völdum og hnepptu hann i fangelsi. Gáfu þeir honum að sök að æsa þjóðina til stuðnings við Pakistan, þegar hann hélt fast fram kröfum sin- um um fullt sjálfstæði til handa Kashmir. t fjórtán ár var hann i haldi Indverja og um eins og hálfs árs bil á árunum 1971 og 1972 var hon- um bannað að koma til Kashmir. Samt sem áður hefur hann ávallt verið áberandi persónuleiki i stjórnmálum Kashmir. Abdullah hafði byrjað barátt- una fyrir sjálfstæði Kashmir um það leyti, sem striðið brauzt út milli Pakistan og Indlands. Þegar Indverjar höfðu náð tveim þriðju þessa múhameðstrúarrikis á sitt vald og svikizt um að efna til almennra kosninga I Ksoninga i Kashmir til að leyfa landsmönn- um sjálfum að ráða framtið landsins, tók hann til eigin ráða. Hann stofnaði eigin flokk og stóð slðan uppi i hárinu á Indverjum unz þeim þótti nóg komið 1953. Það var fyrst 1971, sem ’oryddi á þvi, að sættir gætu tekizt með honum og Indverjum. Frú Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, þóttist þá örugg um, að Indlandi gæti aldrei stafað hætta af Pakistan, og samningaviðræð- ur hófust. Abdullah, sem fann aldurinn færast yfir sig, virðist hafa fórnað sjálfstæðishugsjóninni til þess að snúa aftur heim. — Samningavið- ræðurnar drógust á langinn og hafa staðið I næstum þrjú ár. Gandhi gat ekki fallizt á, að Kashmir fengi sjálfsstjórn i öllum málum (nema landvörnum) vegna þeirra afleiðinga, sem það kynni að hafa i för með sér I öðr- um rikjum Indlands. En hún sá I Abdullah siðustu vonina til þess að sannfæra Kashmirbúa um að Indira Gandhi sér I Abdullah siöustu vonina til að sann- færa Kashmirbúa um, aö þeir heyri til Indlandi, ó- hagganlega. Kashmir- Ijónið G komið heim <i Sheik AbduIIah hlaðinn blómum eftir heimkomuna, þar sem honum var fagnað eins og þjóöhetju, meðan Pakistanar kalla hann svikara. m awass Umsjón: G.P. þeir væru þegnar Indlands og að þvl yrði aldrei breytt. Sú hefur verið afstaða Indlands I 20 ár, þótt Pakistan hefði aldrei fallizt á uppgjöf Maharajahans i Kashmir i október 1947. Abdullah hefur orðið að kyngja þessu i samningum við Gandhi. Hann varð ennfremur að fallast á, að flokkurinn, sem hann stofn- aði á sinum tima, yrði leystur upp. Þetta hefur hann viðurkennt opinberlega. Eðlilega brugðust Pakistanar, sem ráða yfir þriðjungiKashmir, illa við þessum „svikum” Ábdull ah, eins og þeir kalla það. Þús- undir þeirra efndu til mótmæla- aðgerða á dögunum vegna sam- komulags Abdullah og Indlands- stjórnar. Zulfikar Ali Bhutto, for- sætisráðherra Pakistan, lét skina I það, að efnt yrði til allsherjar- verkfalls til að mótmæla sam- komulaginu, en af þvi hefur ekki orðið enn. ♦ Abdullah visaði þeirri hótun á bug, og reyndar er talið, að það mundi ekki verða almenn þátt- taka i sliku verkfalli, þótt til þess yrði boðað. Þau verkefni, sem biða Abdull- ah eftir heimkomuna, lúta fyrst að þvi að hreinsa til I spilltu emb- ættismánnakerfi landsins. Þeir Syed Mir Qasim, núverandi ráð- herra, verða að taka höndum saman við að sannfæra stjórn- málamenn i Kashmir um, að Ab- dullah hafi ekki „svikið” föður- land sitt. Qasim verður að likind- um einskonar innanrikisráð- herra, en aðrir leiðtogar lenda úti I kuldanum. Er óvist, hvernig þeir bregðast við. Það er margra hald, að Kash- mirljónið sækist fyrst og fremst eftir þvi að trýggja sjálfan sig i sessi til þess að sonur hans, dr. Faruk Abdullah, geti erft eftir hann völdin. Sonurinn er i Bret- landi, þar sem hann hefur komið sér vel fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.