Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 18. marz 1975. 7 cTVIenningarmál ★ ★ ★ Hafnarbíó: „Fjölskyldulíf" Blákaldur raunveruleiki Hafnarbió: „Fjölskyldullf” (Family Life) • Leikstjóri: Kenneth Loach Handrit: David Mercer Leikendur: Sandy Ratcliff, Bill Dean, Grace Cave, Malcolm Tierney o. fl. Það er vel þegin tilbreyting frá öllum bandarísku færibanda- myndunum að sjá myndina ,,Fjölskyldulíf (Family Life), sem Hafnarbió sýnir þessa dagana. begar öllum þeim fjölda bandariskra afþreyingar- mynda, sem geysar hér á tjöldunum hefur tekizt að byggja upp ákveðinn smekk meðal áhorfendanna eða brjóta hann niður, eftir þvi hvernig á það er litið, er hætt við að „Fjölskyldulif” falli litt að smekk þeirra afþreyingar- þyrstu. „Fjölskyldulif” er ekki flótti frá veruleikanum, ekki tizku- sýning með fallegar kVákmyndastjörnur i hlut- veíkum þeirra góðu og nef- brotna krypplinga i hlutverkum þeirra vondu. Nei, hér koma leikararnir gjörsamlega hráir úr röðum millistéttarfólks. Leikstjórinn Ken Loach gefur leikendunum frjálsar hendur innan viss ramma, og tekur at- riðin upp i réttri röð svo þeir geti lifað sig betur inn i hlut- verkin. Leikararnir mismæla sig, hlaupa frá hálfkláruðum setningum yfir i nýjar, eins og i raunveruleikanum, en þylja ekki upp hnitmiðaðar og galla- lausar rullur. I hvert sinn sem þess er kostur yfirgefur Ken Loach stúdióið og sviðsetur atriðin i sinu raunverulega umhverfi. 011 sjúkrahúsatriðin eru tekin upp á sjúkrahúsi og margir af sjúklingunum eru i raun og veru geðklofasjúklingar. Þeir féllust á að taka þátt i gerö þessarar myndar, þar sem þeir töldu, að hún myndi hjálpa almenningi að skilja afstöðu þeirra. Hinn harðsoðni raunveruleiki er einkenni leikstjórans Ken Loach ásamt einfaldri kvikmyndatöku og blátt áfram klippingu. Stúlkan sem myndin fjallar um á uppruna sinn i raunveruleikanum, sem beinir huga mans að myndinni „Sólskini” sem að undanförnu hefur verið til sýningar 1 einu ' kvikmyndahúsanna. Það er freistandi að álita, að hún hefði litið út einmitt svona hefði hún haldið sig við raunveruleikann, einfaldan og glanslausan raun- veruleikann. Janice er veikgeðja stúlka sem býr með foreldrum sinum. Foreldrarnir hafa náð þvi marki að búa við sæmilegustu efni eftir að hafa lagt hart að sér um áraraðir. Dóttirin er á þvi skeiði ævi sinnar, að hún vill losna undan yfirráðum foreldra sinna og verða fullorðin. Hún er of veikgeðja til að slita sig gjör- samlega lausa eins og systir hennar hefur gert forðum. Tilraunir hennar til að auka við frelsi sitt undir áframhaldandi umsjón foreldranna, koma þeim furðulega fyrir sjónir og stúlkunni finnst sem hún sé sifellt að skapa vandræði. Vilji hennar og vilji foreldranna togast á i henni. Þegar stúlkan verður barns- hafandi, segir hún foreldrum sinum frá þvi, þótt vitað sé, að þeir muni ekki leyfa henni að eignast barnið, sem hún sjálf vill. Á meðan foreldrarnir telja ★ Tónabíó: „Hefnd ekkjunnar" sig vera að gera það, sem bezt er fyrir dóttur sina, eru þeir smám saman að brjóta niður þann litla vilja, sem i henn býr. Stúlkan verður innhverfari og innhverfari og þjáist loks af geðklofa. Foreldrarnir leita til geðlæknis. Hann reynir að grafa upp orsök vandans og i fram- haldi af þvi fer dóttirin Janice að taka þátt i hóplækningum Geðlækninum, sem beitt hefur hinum nýstárlegu hóplækning- um er sagt upp störfum við sjúkrahúsið, og nú taka við raf- losts og lyfjalækningar. Það er áberandi, að sá læknirinn, sem þeim lækningum beitir reynir aldrei að grafast fyrir um orsök eftir Jón Björgvinsson vandans og þvi sendir hann stúlkuna heim eftir lækninguna eins og hann myndi senda særðan hermann aftur á vig- völlinn eftir að sárin hafa gróið. Þótt þeir sem einu sinni komast inn fyrir dyr geðsjúkra- húss séu oft stimplaðir geðsjúklingar ævilangt öfugt við aðra sjúklinga er augljóst að einnig fyrir þá er þjást af and- Einu hœfileikarnir fó ekki að njóta sín Tónabió: „Hefnd ekkjunnar” (Hannie Caulder) Leikstjóri: Burt Kennedy Leikendur: Raquel Welch, Robert Culp, Ernest Borgnine, Jack Elam og Strother Martin. Fyrsti þáttur: Morð bóndans, nauðgun ekkjunnar og brennsla býlisins. Annar þáttur: Ekkjan Hannie Caulder lærir að skjóta. Þriðji þáttur: Ekkjan leitar uppi illmennin. Sögulok: Hefnd ekkjunnar. Þetta er söguþráðurinn, og sjaldan eða aldrei hefur leikstjórinn Burt Kennedy byggt mynd sina upp á eins mikilli lágkúru. Það sem sá maður hefur hrist fram úr erminni hefur þó ekki ætið verið merkilegt. Svo nefndar séu nokkrar af myndum Burt Kennedy má geta „,Train Robbers”, sem var nýlega sýnd i Aústurbæjarbiói, „The War Wagon”, „The Good Guys And TheBad Guys”, „Support Your Local Sheriff” og „Support Your Local Gunfighter”. Raquel Welch (ekkjan), er frábær ljósmyndafyrirsæta en þegar myndirnar fara. að hreyfast hverfur ljóminn. Auk þess er það einróma álit þeirra, sem neyðast til að starfa með henni, að hún sé sú leiðinlegasta manneskja, sem dregin hefur verið fram fyrir kvikmynda- tökuvélarnar. Þeir hafa ekki einu sinni haft rænu á þvi að hátta hnátuna að neinu marki til að leyfa áhorfendunum að njóta þeirra einu hæfileika sem hún býr yfir. Þeir eru nefnilega gjörsamlega hættir að klæmast I kvikmynd- Hin „harmi þrungna” ekkja Hannie Caulder (Raquel Welch) fær skotkennslu hjá mannaveið- aranum Robert Culp. unum i dag, nema þá með tung- unni (höfðuð þið tekið eftir þvi?) Maðurinn, sem kennir ekkjunni að beita byssunni, er leikinn af Robert Culp. Þið hafið sennilega ekki séð hann i kvikmyndum áður, en ef and- litið kemur kunnuglega fyrir sjónir þá var hann annar af vel rökuðum spæjurum i sjónvarps- flokknum „I Spy” meðal annars hefur veriö sýndur i ónefndri sjónvarpsstöð hér á landi. Hinn spæjarann lék grinistinn Bill Cosby. öfugt viö þessa glæsilegu aöalleikara eru illmenni hreinn viðbjóður á að horfa. Það eru Clemens bræðurnir, leiknir af Ernest Borgnine, Strother Martin og þeim skuggalega Jack Elam. Auk áðurnefndra stekkur alls konar lýður inn i myndina alveg upp úr þurru. Má þar nefna mexikanskan kúrekaflokk, sem birtistsnögglega einmitt I þeirri andrá er ekkjan Hannie þarfnast nýrra skotmarka til að æfa sig á og leikarinn Stephen Boyd, sem skýtur upp kollinum á miðri eyðimörkinni til að hleypa af einu skoti á and- stæðing Raquel Welsch og hverfa að þvi búnu. Efnið i myndinni er þess vegna gjörsamlega út i hött og leikararnir fá þvi miður, engu viö bjargað. Þeir, sem vilja fræðast um, hvernig á ekki að nota „flash-back” i kvikmynd- um, eru sennilega þeir einu sem hafa gagn af Hannie Caulder. OMBBBBnBBraBHBaaBOaMBBa Janice (Sandy Ratcliff) flýr af geösjúkrahtisinu vegna áskorana félaga sins Tim (Maicoim Tierney) En móðir Janice telur að henni sé það fyrir beztu að dveljast áfram undir læknishendi og fær hana þvi flutta aftur á sjúkrahúsið. legum sjúkdómum verður aftur snúið áður en sjúkdómurinn kemst á ákveðið stig. En félögum Janice sem sjá hvert stefnir tekst aldrei að bjarga henni af vigvöllunum. Og að þvi kemur að ekki verður aftur snúið. I myndinni „Fjölskyldulif” fylgjumst við með mjög raunverulegu dæmi um þaö hvernig veikgeðja stúlka þróast hægt og hægt i það að verða geðklofasjúklingur, þrátt fyrir eða öllu heldur vegna góðs vilja allra 1 kringum hana. „Fjölskyldulif” er ekki hressilega spennandi, né hressi- lega bráðfyndin, heldur fyrst og fremst hressilega raunveruleg. ★ Austurbœjarbíó: „Cleopatra Jones" ENN EITT SÚPERKVENDIÐ sneggsta og banvænasta einka- spæjaranum, þá finnur þú hann I konunni XX. XX ber á sér vopn, sem getur losað höfuðið á þér frá búknum og annað sem getur kreist úr þér augun. Hún er leggja-löng og barmstór. Hún er sérfræðingur i karate, judo, hnefaleikum og kaldhæðni. Hún hefur brodd sporðdrekans, gát kattarins og spark ótemjunnar, þvi á timum 200 kilóa lifvarða, leyniskytta, hnifaskutlara og Samurai riddara, er engin stúlka of varkár. XX er það sem hver maður óskar sér og tvisvar sinnum meira en sami maður fær valdið. XX er með hælana þar sem,,007”, „Bullitt” og „Dirty Harry” hafa tærnar.” Á meðan myndir bera nöfn höfuðpersóna sinna má ætið reikna með eins manns sýningu af þessu tagi. Ef það hefði örlað fyrir þvi manneskjulega i Kleópötru Jóns einstaka sinnum hefði þetta getað orðið hin bezta afþreying fyrir okkur hér uppi á tslandi. En jafnvel hinir draumórakenndustu geta ekki annað en hrist höfuðið yfir hinni fullkomnu Kleópötru. Á mótorhjólinu bregzt henni ekki heldur barm-og bogalistin. Austurbæjarbió: „Cleopatra Jones” Leikstjóri: Jack Starrett Leikendur: Tamara Dobson, Shelley Winters o. fl. Það sem kvikmynda- framleiðendur eru sannfærðir um að biógestir vilji sjá i dag er eftirfarandi: Kung Fu, vælandi bilar, harðskeyttar konur (helzt svartar), blóðgos eða náttúru- hamfarir. Myndin Kleópatra Jóns inniheldur fjögur fyrstnefndu atriðin og má það teljast allgott. Að þessu leyti fylgir hún dyggi- lega I kjölfar myndar eins og Coffy og Big Zapper. Dæmigerð auglýsing um þessar myndir hljómar eitthvað á þessa leið: „Ef þú ert á höttunum eftir kaldasta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 65. Tölublað (18.03.1975)
https://timarit.is/issue/239008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

65. Tölublað (18.03.1975)

Aðgerðir: