Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 9
8 Visir. Þriðjudagu Gunnlaugur Hjálmarsson, fyrirliði IR: Hœtta? - ég, barn- ungur maðurinn! „Það var fjandi sárt að þurfa að falla eftir allan þcnnan tima i keppni við topplið i islenzkum handknattleik. En það kom mér ekkert á óvart eftir allt, sem hefur gengið á hjá okkur ÍR-ingum i vetur,” sagði Gunnlaugur Hjálmarsson fyrirliði ÍR, scm á sunnudsgskvöldið féll niður i 2. deild. „Þetta var mitt tuttugasta og fyrsta ár i meistaraflokki i handknattleik. Ég held að ég hafi verið elzti leikmaðurinn i deildinni i vetur ásamt Hjalta vini min- um Einarssyni hjá FH. Við erum sama módelið.” — Ætlar þú að hætta að leika hand- knattleik eftir þetta? ,,Ég barnungur maðurinn að hætta — nei, ekki aldeilis. Ég verð með svo lengi, sem ég .œmst i lið. Ef ég get það ekki má veraað ég hætti. Það hefur aldrei verið lögð vinna i að telja saman leikina mina með meistaraflokki. Þeir eru eitt- hvað rúmlega 300 með ÍR og rúmlega 100 með Fram. En ætli maður fari ekki að telja úr þessu.” — Hvað er þér eftirminnilegast úr mótinu í vetur? „Fallið okkar i 2. deild, og siðan hin stórfurðulega ákvörðun Fimleikafélags Hafnarfjarðar að bola út þjálfara sin- um, Birgi Björnssyni, á miðju keppnis- timabili. Það fannst mér alveg fyrir neðan allar hellur og ófyrirgefanleg framkoma við mann, sem hefur unnið annað eins fyrir félagið og Birgir hefur gert gegnum árin.” -klp Gunnlaugur Hjálmarsson. Valur stendur bezt að vígi Staðan i 1. deild kvenna i ts- landsmótinu i handknattleik eftir leikina um helgina og þegar fjórir leikir eru eftir i mótinu: Valur-Ármann KR-FH Þór-VIkingur 21:12 18:15 12:11 Valur 13 13 0 0 260: : 122 26 Fram 12 11 0 1 204: : 135 22 Armann 13 6 I 6 166: : 148 13 FH 13 5 0 8 177: : 194 1(1 Breiöab. 13 5 0 8 121: : 181 10 KR 13 4 1 8 155: : 177 9 Vikingur 13 4 0 9 123: 154 8 Þór 14 3 0 12 135: :230 6 Leikirnir sem cftir eru KR- Fram, Vikingur-FH i Laugar- dalshöllinni annað kvöld og Breiðablik-Ármann og Valur- F'ram um næstu helgi. Einn leikur eftir Staðan i 2. deild tslandsmótsins I handknattleik karla eftir leikina um helgina og þegar einn Ieikur er eftir i mótinu: Þróttur-Fylkir IBK-Breiðablik Þróttur KA KR Þór Fylkir Breiðabl. ÍBK Stjarnan 13 11 1 14 11 1 13 10 0 14 7 0 14 14 14 14 23:17 14:15 1 320:230 23 2 336:267 23 3 286:245 20 7 272:265 14 6 1 7 280:302 12 4 0 10 265:313 8 3 1 10 228:292 6 1 1 12 240:313 3 Siðasti leikurinn í deildinni, Þróttur-KR, fer fram i Laugar- dalshöllinni á laugardaginn kem- ur. Lichtenstein-stúlkan örugg með 2. sœti ilanni YVenzel, einnar konu lið minnsta rikis Evrópu, Lichtenstein, sigraði I svigi I glampandi sólskini á Baldy-fjalli i Sólardalnum i Bandarikjunum á föstu- daginn og tryggði mjög annað sæti sitt i stigakeppni heimsbikarsins. Viö önnu Mariu Moser-Pröll þýðir ekkert að eiga — hún hefur þegar fyrir löngu sigrað fimmta árið i röð. Wenzel sigraði allar beztu skiöakonur 14 landa og var tæpri sekúndu á undan skiðadrottningunni, önnu-Mariu, sem varð i öðru sæti. Eftir keppnina hefur Anna-Maria 101 í stig umfram næsta keppanda, en stiga- talan er þannig: 1. Moser-Pröll, Austurrfki, 300 2. Wenzel, Lichtenstein, 199 3. R. Mittermaier, V-Þýzkal. 162 4. Zurbriggen, Sviss, 151 5.M.T. Nadig.Sviss, 143 6. C. Nelson, USA, 138 7. F. Serrat, Frakklandi, 127 8. L.M. Morerod, Sviss, 126 9. C. Zechmeister, V-Þýzk. 124 10. M. Kaserer, Austurriki. 98 Rosi Mittermaier, eina stúlkan, sem veitti önnu-Mariu keppni framan af, meiddist eftir keppnina i Evrópu og hef- ur ekkert keppt vestanhafs. Crslit í sviginu i Sólardalnum uröu þessi: 1. Wenzel, Lichtenstein, 84,23 2. Moser-Pröll, Aust. 85,17 3. Zechmeister, V-Þýzk. 85.36 4. M. Berwein, V-Þýzkal. 85,72 5.1. Epple, V-Þýzkalandi, 86,39 6. F. Serrat, Frakklandi, 87,15 7. Kaserer, Austurriki, 87,46 8. E. Matous, San Marinó, 87,59 9. Debernard, Frakkl. 87,65 10. Cindy Nelson, USA, 87,79 Ekki hlaut Anna-Maria 20 stig fyrir annað sætiö — hún fékk aöeins 12. Hefur þegar náð stigum I hámarkskeppnis- fjölda og lakari sæti, sem hún hefur náð áður, felld burtu, þegar hún bætir sig — en hið sama á sér nú staö hjá Ingimar Stenmark og Gustavo Thoeni i karla- keppninni. —hsim. '^i.ikU^rrrrr*. KffflSE Til hamingju — Einar Sæmundsson, til hægri, óskar hinum nýja for- manni KR, Sveini Jónssyni, mikillar farsældar I starfi. Ljósmynd Bjarnleifur Sveinn Jónsson formaður KR KR krýndi nýjan kon- ung i gærkvöldi. Einar Sæmundsson, sem verið hefur formaður þessa stærsta iþróttafélags landsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs i for- mannssætið á aðalfundi KR i gærkvöldi. í hans stað var kjörinn Sveinn Jónsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og formaður knattspyrnu- deildar KR. Einar hefur átt sæti i aðalstjórn KR i 35 ár, þar af formaður frá 1959 að hann tók við af Erlendi Ó. Péturssyni, sem hafði verið for- maður KR frá 1932. Gunnar Sigurðsson, sem hefur átt sæti i stjórninni s.l. 25 ár, gaf heldur ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var varaformaður nú siðari ár. Margir stóðu upp og þökkuðu þeim félögum fyrir margvisleg störf I þágu félagsins á liðnum ár- um, en þau verða seint fullþökk- uð. Sveinn Jónsson var einróma kjörinn formaður i stað Einars. Við sæti hans sem formaður knattspyrnudeildar KR, hafði Bjarni Felixson tekið skömmu fyrir aðalfund. —klp— Erlendur hœttir í ÍR „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um hvað ég geri eða fyrir hvaða félag ég keppi. Ég sagði mig úr ÍR i haust og hef ekki gengið i neitt félag enn, sem komið er,” sagði Erlendur Valdimarsson, kringlukastarinngóðkunni, i viötali við Visi i morgun. „Ég hef tvo mánuði til að hugsa mig um, og ég fer þangað, sem aðstaðan er bezt og eitthvað er gcrt fyrir kastarana. Hvort það verður félag hér I Reykjavík eða úti á landi hef ég ekkert hugleitt — það kemur i Ijós á sinum tima.” -klp- Tvö KR lið í úrslit? KR liðin, sem eru i undanúrslit- um bikarkcppninnar i körfu- knattieik, lentu ekki saman, þeg- ar dregið var um, hvaða lið skuli mætast i þessum hlula keppninnar á fundi stjórnar KKÍ I gær. B-lið KR fékk Armann sem mótherja, en a-liðið fékk 1S. Báðir leikirnir fara fram i Laugardals- höllinni á sunnudaginn og hefst fyrri leikurinn kl. 14,00. Báðir ættu þeir að geta orðið hörku leik- ir og vont að spá um úrslit. Getur svo farið, að bæði KR liðin leiki til úrslita og eins, að hvorugt þeirra komist áfram. —klp— r 18. marz 1975. Visir. Þriðjudagur 18. marz 1975. 9 Umsjón: Hallur Símonarson Ælfci að œfa 5 sinnum í viku fram að Evrópumóti — Reykjavík sigraði varnarliðsmenn í gœrkvöldi með 78-72 stigum í körfunni Reykjavikurúrvalið i körfu- knattleik sigraði í öðrum leiknum i Sendiherrakeppninni, sem háð- ur var i Laugardalshöllinni i gær- kvöldi, með 78 stigum gegn 72. Er liðið þar með komið með 4 stig eftir tvo leiki, en úrvalið af Kefla- vikurflugvelli er ekkert stig kom- ið með. Þriðji leikurinn i mótinu verður nk. fimmtudag á sama stað, og ef Reykjavik sigrar i þcim leik er sigurinn tryggður. „Ég er mjög ánægður með lið- ið, og þessir tveir leikir gefa góð fyrirheit fyrir næstu verkefni okkar,” sagði Einar G. Bollason þjálfari liðsins. Liðið er valið úr átján manna hópi, sem við völd- um til æfinga fyrir Evrópu- meistaramótið i Vestur-Þýzka- landi i mai, en við lítum á þessa leiki sem undirbúning fyrir þá keppni og önnur verkefni á næstu mánuðum. Kolbeinn stiga- hœstur í körfunni Staðan i 1. deild islandsmótsins i körfuknattleik eftir leikina um helgina og þegar fimm leikir eru eftir i mótinu. Leikur ÍR og Ár- manns er ekki talinn með á þess- ari töflu, þar sem endanleg dóms- niðurstaða liggur ekki fyrir. UMFN-Snæfell Snæfell-HSK ÍR-KR 70:62 52:49 91": 80 ÍR 12 11 1 1013:914 22 KR 13 10 3 1178:1080 20 UMFN 13 8 5 1042:1011 16 Armann 12 7 5 916:850 14 ÍS 12 6 6 920:912 12 Valur 13 5 8 1087:1070 10 Snæfell 13 2 11 862:1033 4 HSK 13 1 12 917:1065 2 Leikirnir sem eftir eru: 22. marz. ÍS-UMFN, Armann-HSK og Snæfell-ÍS. 5. april: ÍR-Valur, KR-Armann. Stigahæstu menn í deildinni eru: Kolbeinn Pálsson KR 299 Þórir Magnússon, Val 264 ÍS hefur aðeins tapað einni hrinu Staðan i islandsmótinu i blaki eftir siðustu leiki og þegar fjórir leikir eru eftir i mótinu. Dómur i leik IMA og UMFLer talinn með i þessu móti. ÍMA var þar dæmdur sigur 3:0 og 45:0 i stigum. Þróttur- UMFL 15:8 - 15:13 - 7:15 - 15:8 (3:1) Vikingur-UMFB 15:16 - 15:3 - 15:13 (3:0) ÍS 330 140:88 6 ( 9:1) Þróttur 4 3 1 217:167 6 (10:7) ÍMA 3 2 1 135:106 4 ( 8:5) Vikingur 4 2 2 170:162 4 ( 8:6) UMFL 4 1 3 145:200 2 (4:11) UMFB 4 0 4 122:206 0 (2:12) Sunnudaginn 23. marz leika ÍS- ÍMA i Vogaskóla, en þrir siðustu leikirnir fara fram i Laugar- dalshöllinni, þriðjudaginn 25. marz — UMFB-ÍMA, UMFL- Víkingur og ÍS-Þróttur. ekkert Y Manstu skalla- "’æfinguna. Hlustaðu Kristinn Jörundsson, ÍR 252 Stefán Bjarkason, UMFN 249 Jón Sigurðsson, Armanni 243 Kristján Agústsson, Snæfelli 242 Agnar Friðriksson, ÍR 240 Tvíbœttu heimsmetið Sovézki lyftingamaðurinn Nikolai Kolesnikov setti nýtt heimsmet í jafnhendingu I fjaðurvigt — lyfti 160.5 kílóum á móti I Zaporoshye. Keppinautur hans, Yuri Golutsov, sem setti heims- met I fyrra, þegar hann jafn- henti 158.5 klló, bætti fyrst metið i 160 kiló I gær — en I lokatilraun mótsins nokkrum minútum siðar bætti Kolesnikov heimsmetið um hálft kiló samkvæmt frétt Tass I gær. -hsim. tslandsmótinu lýkur 5. april nk. og strax daginn eftir hefjast landsliðsæfingarnar. Verður æft fimm sinnum i viku fram að Evrópumótinu, sem hefst 18. mai. Flestir okkar beztu leikmenn hafa gefið kost á sér i hópinn og ætla að æfa af krafti. Ég er þvi mjög bjartsýnn og hef mikla trú á, að við verðum með gott lands- lið I sumar” —klp— GKí 15. scetiáSpáni Spánn sigraði I Evrópukeppni klúbbliða I golfi, sem fram fór I Madrid á Spáni og lauk um helgina. Þrír menn úr Golf- klúbbnuin Keili i Hafnarfirði — islandsmeistararnir i flokka- golfi — tóku þátt i keppninni, og höfnuðu i 15. sæti eftir harða keppni við Austurriki, Sviss og Portúgal. Þegar tveir dagar voru búnir af keppnini — 36 holur — var Keilir i 13.-14. sæti, en tveir sið- ustu dagarnir voru slakir, og hrapaði liðið þá niður i 15. sæti — fjórum höggum á undan Austurriki. Lék liðið á 712 högg- um en Austurriki á 716. Árangur tveggja hvern dag var talinn, en hann var þessi: Július R. Júliusson 86-85-98-86. Sigurður Thorarensen 93-85-95-86 Sigurjón Gislason 101-101-96-107 Spánn sigraði, Frakkland varð i öðru sæti og irland i þriðja. Sviar urðu I 4. sæti, Norðmenn I 6„ Danir i 10. og Finnar i 11. sæti. Keppendur þeirra voru flestir I NM mótinu hér I sumar, og voru þcir i mun betri æfingu en Keilismenn, sem ekkert hafa getaö æft I vetur vegna frosts og snjóa — enda féllu þeir á þvi. Næsta ár verður keppnin I Barcelona, og hefur liöi frá islandi verið boðið að taka þátt i henni — greiddar ferðir og upp- half. Er þvi fyrirsjáanlcgt aö GSÍ verður að breyta keppninni um islandsmeistaratitilinn I flokka- golfi — hafa hana eitthvað ann- að en hálfgerðan æfingahring fyrir islandsmót, eins og verið hefur. Slikt boð er það veglegt, að vert er að keppa almennilega um það. — klp — Frá aðalfundi KR I gærkvöldi. Sigurður Haildórsson, fundarstjóri til hægri, einn mesti KR-ingur allra tima og fáir hafa unnið jafn mikiö starf i þágu félagsins og liann. i miðið er G ísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, og til vinstri Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ. Fremst eru nokkrir handknattleiksmenn félagsins. Ljósmynd Bjarnleifur. Fram að verða stór- veldi í körfubolta Fram er með lið I úrslitum I öll- um flokkum i islandsmóti yngri flokkanna i körfuknattleik, sem lýkur um næstu helgi. En stóru liðin fjögur — ÍR, KR, Ármann og Valur eiga engan flokk i úrslitum I þessu móti. Fram hefur þegar sigrað I 2. flokki karla, og á lið i úrslitum i 3. og 4. flokki. Auk Fram eru i úr- slitum i 3. flokki Njarðvik, ísa- fjörður og Sauðárkrókur, og i 4. flokki eru Fram, Haukar, Sauðárkrókur og Isafjörður. Þá á Fram einnig möguleika á að sigra i 2. deild karla. Keppninni i kvennaflokkunum er þegar lokið. 1R sigraði i meistaraflokki en Hörður Patreksfirði i 2. flokki. Þá er keppninni i 1. flokki karla lokið — þar sigraði KR, og er það i 10 skiptið á 11 árum, sem KR sigrar i þessum flokki á Islandsmóti. Urslitaleikirnir i 3. deild verða einnig leiknir um næstu helgi. Þar keppa þrjú lið — Breiðablik, Isa- fjörður og lið frá Eiðaskóla. Sigurvegarinn leikur i 2. deild næsta ár, en liðið sem verður i öðru sæti leikur við Grindavik, sem varð i neðsta sæti i 2. deild i vetur um 6. sætið i 2. deild næsta ár. Fer sá leikur fram á mánu- dagskvöldið. —klp— Stefna aftur í Vísisbikarinn Breiðholtshlaup ÍR fór fram i 3ja sinn aö þessu sinni sl. sunnudag 16. mars i afleitu veðri og færð. Rok var og rigning rétt fyrir hlaupið, sem gerði hlaupa- leiðina hála og erfiða til hlaupa, en þrátt fyrir það mættu 115 unglingar til leiks og luku þau öll hlaupinu að einum undanteknum, sem datt í einum pollanna. / i Arangur varð þvi talsvert lakari en i fyrri hlaupunum hjá vel flestum keppenda, og þvi vakti hlaup Hinriks Stefánssonar óskipta athygli viðstaddra, en hann náði nú sama tima og bezt áöur, eða 2,48 min. og var einn keppenda um að hlaupa vega- lengdina undir 3 minútum. Anna Haraldsdóttir hljóp nú i 1. sinn á þessum vetri og fékk timann 3,09, sem bendir til þess að hún ætti að geta bætt met Ragnhildar Pálsdóttur i aldurs- flokknum, ef þau hlaup, sem eftir eru, fara fram i betra veðri en nú, en annað er varla hugsanlegt. Úrslit einstakra aldursflokka urðu sem hér segir: Stúlkurf.’59 min. 1. Anna Haraldsdóttir 3,09 Stúlkur f. ’61 1. Sigriður Björnsdóttir 4.Í6 Stúlkur f. ’62 1. Sólveig Pálsdóttir 3,39 Stúlkur f. ’63 Eyrún Ragnarsdóttir 3,50 Stúlkur f. ’64 1. Þelma Jóna Björnsdóttir 3,40 Stúlkur f. ’65 1. Nanna Sigurdórsdóttir 3.41 Stúlkur f. ’67 1. Hafdis Hafsteinsdóttir Stúlkur f. ’68 1. Bára Ketilsdóttir Stúlkur f. ’69 1. Irunn Ketilsdóttir Piltar f. ’60 1. Hinrik Stefánsson Piltar f. ’61 1. Magnús Haraldsson Piltar f. ’62 1. Atli Þór Þorvaldsson Piltar f. ’63 1. Ámi Arnþórsson 4,23 5,16 6,36 I min. 2,48 Piltar f. ’64 1. Guðjón Ragnarsson Piltar f. ’65 1. Sigurjón H. Björnsson Piltar f. ’66 1. Gisli Marteinsson Piltar f. ’67 1. Ingi Grétarsson Piltar f. ’68 1. Geirmundur Einarsson Piltar f. ’69 1. Jón Björn Björnsson Piltar f. ’70 1. Eyþór Sigfússon Breiðholtsskóli stig 1.4bekkurA 36 2.5. bekkurL 12 3. 5. bekkur H 10 4. -l.bekkurF 9 5.2.bekkurB 8 6.5. bekkurK 7 3.bekkurG 7 8. 4. bekkur B 6 3. bekkur B 6 2.bekkurA 6 2.bekkurF t' 2. bekkur L (Fellaskóla 1 t- 42 aðrar bekkjadeildjr hafa hlotið 5 stig eða minna. spyrnuróð ísafjarðar mótmœlir ákvörðun KSÍ ísfirðingar eru ekki ánægðir með þá ákvörðun KSÍ að ætla liöi Reynis frá Árskógsströnd sæti i 2. deild næsta keppnis- timabil — en sem kunnugt er féll lið iþróttabandalags isafjarðar niður i 3. dcild sl. haust. Knatt- spyrnuráð isafjarðar hefur sent KSÍ eftirfarandi bréf: Stjórn Knattspyrnusambands islands iþróttamiðstöðinni, Laugardal Rey kjavik. Stjórn Knattspyrnuráðs lsa- fjarðar mótmælir þeirri ákvörð- un stjórnar K.S.l. 6. marz 1975, að láta lið Reynis frá Arskógs- strönd leika i 2. deild sumarið 1975. Stjórn K.R.l. vill benda á, að þegar fjölgað verður i 1. og 2. deild 1976 og 1977, mun liðið, sem er neðst i 1. deild, leika við liö nr. 2 i 2. deild, og neðsta liðið 12. deild leika við tiðið, sem tap- ar úrslitaleiknum i 3. deild, um lausu sætið i deildunum. Ekki ólik staða hefur komið upp nú, þar sem lið l.B.A. hefur hætt þátttöku i 2. deild, og þvi ekki annað átt að koma til greina en að liðið, sem féll úr 2. deild sumarið 1974, lið t.B.l., léki við lið nr. 2 i 3. deild. lið Reynis frá Árskógsströnd. um lausa sætið i 2, deild á komandi sumri. Ef ekki verður fallizt á þessar sjálfsögðu kröfur, er það krafa stjómar K.R.t. að stjórn K.S.l. geri opinberlega grein fyrir þeim rökum, sem lágu til grundvallar ákvörðun þeirra 6. marz 1975. Með iþróttakveðju, Knaltspyrnuráð Isafjarðar, Geir A. Guðsteinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.