Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 16
Átta sinnum of seint vikið úr skóla í viku — ef það kemur þrisvar sinnum fyrir, þá reknir fyrir fullt og allt Ef nemendurnir koma 8 sinnum of seint er þeim vikið úr skólanum i viku. Ef þetta endurtekur sig þrisvar sinnum er þeim vikið úr skólanum fyrir fullt og allt. Þaö er ekki vist að allir séu jafn-ánægðir með þetta fyrir- komulag, en þetta gildir um nemendur i 3. og 4. bekk i Laugalækjarskóla. Og þetta tiðkast orðið i nokkuð mörgum skólum, eftir þeim upplýsingum sem við fengum hjá skólastjóra Laugalækjarskólans, óskari Magnússyni. „Okkur finnst þetta hafa gef- iztmjög vel”, sagði óskar, „og nemendurnir bera mikla virðingu fyrir þessu.” I hvert sinn, sem nemandi kemur of seint, eru honum gefn- ir tveir punktar. Gildir þetta jafn hvort sem hann mætir of seint i fyrsta tima eða úr fri- minútum. Þegar viðkomandi nemandi hefur svo fengið 16 punkta, eða komið 8 sinnum of seint, fær hann „leyfi” i skólan- um. Óskar sagði, að það hefði komið fyrir, að nemendur færu úr skólanum i viku, og það hefði einnig komið fyrir að vikið hefði verið úr skólanum fyrir fullt og allt af þessum sökum. Þetta gildir ekki um nemend- ur á skyldunámsstigi. —EA Nó koma ráðstafanirnar Ráðstafanir I efnahagsmálum hafa verið ræddar í þingflokkum stjórnarinnar siðustu daga. Frumvarp um þær verður væntanlega lagt fram á morgun. Þar er ákveðin lækkun skatta og samdráttur I framkvæmdum rikisins. Fjölskyldubætur munu væntanlega verða sameinaðar skattakerfinu. 1 framhaldi af þessu mun koma frumvarp um ráðstafanir I sjávarútvegi, hvernig gengis- hagnaði verður ráðstafað og að draga úr millifærslu- og sjóða- kerfinu, sem rikt hefur i sjávarút- veginum. Efnahggsráðstafanirnar verða siðan meginefni útvarpsumræðu, sem ráögerð er á fimmtudaginn. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, sagði i morgun I viötali við VIsi, að ASÍ hefði enn ekki fengið aðstöðu til að kynna sér tillögur rikisstjórnarinnar I skatta- og efnahagsmálum. Hag- fræðingur ASÍ mundi hins vegar kynna sér þær I dag. Aðgerðirnar munu hafa verið á dagskrá ráðherrafundar, sem hófst laust fyrir hádegi. Yfirleitt var búizt við þessum ráðstöfunum fyrir allnokkru, og gerðu ráðherrar til dæmis ráð fyrir, að þær sæju dagsins ljós fyrr. En i mörg horn hefur verið að lita og úrvinnsla tekið mun meiri tima en ætlað var. —HH Urðu að beita atgeiri og járnkarli Bílbruni í Grófinni til að losa farþegann Beita varð atgeiri og járnkarli til að ná farþega út úr bifreið eftir mjög harðan árekstur á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Areksturinn varð klukkan fjögur I gær. Fólksbfll var að koma eftir Háaleitisbrautinni i suðurátt og ætlaði yfir Miklubrautina á grænu ljósi. ökumaður, sem kom norður Háaleitisbrautina, hugðist beygja vestur Miklubrautina á gatnamótunum og ók i veg fyrir bflinn, er á móti kom. Kom lagið á miðjan bilinn, er hugðist beygja og hentist hann upp á umferðareyju við höggið. 1 bflnum voru tveir farþegar auk ökumanns, og svo mikið dældaðist billinn, að beita varð jámkarli og atgeiri ti] að ná farþeganum úr framsætinu i bilnum. Konan, sem þannig klemmdist, náðist loks út úr bflnum og var minna slösuð en ætla hefði mátt f fyrstu. Hún var flutt á slysavarðstofuna ásamt hinum farþeganum i bilnum. Bilstjórar bilanna beggja sluppu við meiðsli. -JB. Erfiðlega gekk að losa farþega annars bilsins úr flakinu. Urðu sjúkraflutningsmenn að beita til þess sérstökum járnklippum, sem nýi neyðarbillinn er útbúinn með. Mikill mannfjöldi fylgdist með störfum sjúkraliðanna og lögreglunnar og þegar konan hafði verið flutt á brott I sjúkrabfl, kallaði einn lögreglu- mannanna ihátalara lögreglubflsins. „Nú mega áhorfendur yfirgefa staðinn. Við þökkum ykkur fyrir”. Urðu þá margir lúpulegir og höfðu sig á brott sem snarast. Ljósm. Bragi Eldur kom upp i bil, sem leið átti um Grófina við Tryggvagötu. Með aðstoð bilstjóra hjá Steindóri tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkviliðið kom á vett- vang. Eldurinn lék lausum hala i vél bilsins og mun hann vera óökufær á eftir, þótt teljandi skemmdir hafi ekki orðið á sjálfum bflnum. — JB vism Þriðjudagur 18. marz 1975. Möskvakerfin / öruggustu leiðslukerfin fyrír rafmagn Leiðslukerfi fyrir rafmagn eru tvenns konar að byggingu til: Geislakerfi eða möskvakerfi. 1 geislakerfi liggja leiðslurnar eins og álmur út frá miðpunkti. 1 möskvakerfi eru lciðslurnar tengdar saman á þann hátt, að þær mynda lokaðar lykkjur eða punkta. Þetta kom fram I erindi, sem Jakob Björnsson, rafmagnsstjóri, flutti á miðsvetrarfundi Sam- bands íslenzkra rafveitna hinn 4. marz siðastliðinn. Jakob gerði leiöslukerfi þar að umtalsefni, einkum flutningskerfi, en það er sá hluti raflinulagna, sem flytur raforkuna frá orkuverunum til nntkunarsvæðanna. Geislakerfin eru einfaldari I gerð og notkun en möskvakerfin, en likur til rafmagnsleysis þeirra, sem við þau búa, eru miklu meiri en þeirra, sem búa við möskva- kerfi. 1 geislakerfi er hver not- andi aðeins tengdur einni linu, og bili hún þeim megin við notandann, sem raforkan kemur frá.verður hann rafmagnslaus og fær ekki straum aftur, fyrr en vibgerö hefur farið fram. 1 möskvakerfi má loka með rof- um fyrir bilaða hlutann, og hafa þá notendur straum eftir sem áöur að bilaða hlutanum beggja megin frá. Reynslan sýnir, að vfðtækar bilarnir eru miklum mun sjaldgæfari I möskvakerfi en þær bilarnir, sem leiða til straumleysis i geislakerfum. Möskvakerfi eru ýmist lokuð eða opin, og eru lokuð öruggust, þá opin, en geislakerfi óöruggust. 1 lok erindis sins dró rafmagns- stjóri inntak þess saman i niður- stöður: Vaxandi húshitun með raforku og vaxandi iðnvæðing munu gera stórlega auknar kröfur til raf- orkukerfa landsins, bæði um af- kastagetu og öryggi gegn raf- magnsbilunum. Til að mæta þessum kröfum er naubsynlegt að stefna að þvi að gera flutningskerfi úr garði sem möskvakerfi I stað geisla- kerfanna, sem við búum við. Dreifiveitur og meiri háttar einstakir notendur yrðu tengdir við hnútapunkta þessara möskvakerfa. Þetta gefur notendum stóraukið öryggi frá þvi sem nú er. Varastöðvar munu samt verða nauðsynlegar fyrir lifsnauðsynlegustu þjónustu, svo sem sjúkrahús og fjarskipti. Mikilvægur fyrsti áfangi i þró- un raforkukerfisins væri að koma á hringtengingu, er lægi um helztu byggðir landsins með álmu til Vestfjarða i fyrstu, en möskva- tengingu slðar. Kostur sliks hrings umfram til dæmis linur yfir hálendið er sá, að hann flytur jafnframt raforku til byggðanna, er hann liggur um. Slika hring- tengingu þyrfti að styrkja síðar með linum yfir hálendið. -SHH. Mólverkahapp- drœtti myndlist- arskólanema: SKILUÐU AFTUR MÁLVERKIJAKOBS — „pólitískf mól", sagði einn nemendanna Jakob Hafstein fékk nýlega endursent málverk, sem hann hafði gefiö nemendum I Mynd- lista- og handiðaskótanum og stillt haföi verið upp á meöal vinninga I happdrætti skólans. Var búið að prenta happdrættis- miðana og sala þeirra hafin, þegar salan var skyndilega stöðvuð og nýir miöar prentaö- ir. Á nýju miðunum er málverk Jakobs ekki lengur á vinninga- skránni. Þegar Visir hafði samband við skólastjórann, Gisla B. Björnsson, vildi hann engar upplýsingar gefa um málið. Hins vegar var Jakob tilbúinn til að lýsa skoðunum sinum: „Ég er ekki tilbúinn til að trúa þvi, að nemendurnir hafi skipzt i tvo hópa, gegn mynd minni og með, eins og hún hélt fram stúlkan, sem skilaði mér gjöf- inni,” sagði Jakob. „Það hljóta að vera þarna meiri öfl á bak- við.” „Stúlkan sagði mér, að málið væri pólitiskt. En ég sagðist ekki vita til þess, að málið væri neitt pólitiskt. Hins vegar væri hér á ferðinni frá mlnum bæjar- dyrum séð, ágreiningur um það, hvaö væri list og hvað væri ekki list,” hélt Jakob áfram máli sinu. „Mér hefur skilizt, án þess að ég hafi fengið það staðfest,” sagði Jakob, „að nokkrir af málurunum, sem einnig höfðu gefið málverk til happdrættis- ins, hefðu hótað þvi, að taka gjafir sinar til baka ef mitt mál- verk yrði á meðal vinninga. Ef svo er, er þetta hneyksli, þvi þá er verið að niðast á viðleitni nemendanna til að afla sér peninga til skólaferðalags.” VIsi tókst ekki að ná I fulltrúa þeirra, er standa að sölu happ- drættismiðanna i morgun. Um leið og málverk Jakobs Hafsteins var tekið út af vinningaskránni, mun málverk eftir Kjartan Guðjónsson, kenn- ara við Myndlistaskólann, einnig hafa vikið burt. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.