Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 18.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 18. marz 1975. í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UmsjÓn: GP Sfóðvuðust á síðasta múrnum IRA-fangar höfðu sprengt sér leið út úr rammasta fangelsi írlands. — Unnusta eins smyglaði sprengiefni í nœrbuxunum Oryggisveröir á írlandi felldu í gær einn af hryöjuverkamönnum IRA og særðu tvo aðra, þegar þeir reyndu að flýja úr Portlaoise-fang- elsinu, sem er um 100 km frá Dublin. Dómsmálaráðuneytið hefur skýrt frá því, að fangarnir hafi reynt að sprengja sér leið út úr fangelsinu í gær, en enginn hinna 75 fangels- uðu IRA-manna hafi sloppið úr þessu ramm- gerðasta fangelsi lands- ins. Fangarnir nutu aðstoðar utan frá við flóttatilraunina. Var byrjað á þvi að sprengja upp tvær spennistöðvar utan fang- elsisins, sem var undirlagt i myrkri, áður en varastöðvar komust i gang. Andartaki siðar sprakk sprengja innan fangelsisins og myndaðist þá gat i einum múrn- um. Nokkrir fangar hlupu út og sprengdu sér leið i gegnum gaddavirsgirðingu, sem umlyk- ur fangelsið. Enn' var þá eftir siðasta tál- munin. Þykkur múrveggur, sem sprengja átti gat á með þvi að láta vörubil hlaðinn sprengi- efni aka á hann. En vörubillinn náði aldrei skotmarki sinu. Fangarnir náðust og urðu þrir þeirra fyrir skotum. Óstaðfestar fréttir herma, að vörubillinn hafi lent á einu fang- elsishliðinu og þar út hafi slopp- ið nokkrir fangar, sem náðst hafi þó fljótlega aftur. Rannsókn er nú hafin á þvi, hvernig sprengiefninu hafi verið smyglað inn til fanganna. Leit- að er nákvæmlega á sérhverj- um gesti, sem heimsækir fanga. Fannst nýlega sprengiefni i nærbrókum stúlku, sem var að heimsækja unnusta sinn. í ágúst siðastliðnum sprengdu 19 fangar sér leið út úr fangels- inu og ganga flestir þeirra laus- ir enn þann dag i dag. I FIDE núna Glistrup neitar að svara spurningum ef hann verður hnepptur í gœzluvarðhald. Lœtur þingstörfin ganga fyrir réttarhaldinu Saksóknari þess opin- bera i Kaupmannahöfn sagði i gær, að hann mundi krefjast þess, að Mogens Glistrup, stofn- andi Framfaraflokksins og þingmaðuráians, yrði hnepptur i gæzluvarð- hald, ef hann mætti ekki við réttarhaldið i skatt- svikamálinu, sem höfð- að hefur verið gegn Glistrup. Glistrup sagði fyrir rétti i gær, að hanh gæti ekki verið viðstadd- ur málflutning siðdegis i gær, þvi að þá væri fundur í þingflokki hans. — Glistrup kvaðst álita þingstörfin „þýðingarmeiri en þetta réttarhald”. Þessu mótmælti Leo Lemvigh, saksóknari, þegar i stað, og sagði, að Glistrup hefði engin sérrétt- indi, sem leyfðu honum að vera i burtu frá réttarhöldunum, þegar honum sjálfum þóknaðist. Sagði saksóknarinn, að hann mundi krefjast þess, að þingmaðurinn yrði settur i gæzluvarðhald, ef hann mætti ekki. Glistrup stofnaði á sinum tima Framfaraflokkinn til að mótmæla háum sköttum i landinu. Sjálfur hefur hann sem lögmaður árum saman unnið við skattaframtal fyrir fjölda skjólstæöinga sinna, og jafnan gortað af þvi, að hann hefur jafnan haft lága skatta, þrátt fyrir miklar tekjur. Hann er ákærður fyrir undan- drátt og skattsvik og samsæri um undanbrögð við skattayfirvöld. Málið hefur verið lengi i undir- búningi, þvi aðhann var kominn á þing, þegar yfirvöld ákváðu að láta til skarar skriða gegn hon- um. Varð þvi þingið að svipta hann þinghelgi, svo að hægt væri að sækja hann til saka. Glistrup var ekki við málflutn- inginn siðdegis i gær, eins og hann hafði sagt fyrir, þegar honum voru sögð ummæli sækjandans, kvaðst hann geta mætt fyrir rétti i dag, ef málflutningur byrjaði kl. 3, en ekki ef þingstörfin kölluðu á hann. ,,Ef ég verð settur i várðhald, mun ég hreinlega neita að svara einni einustu spurningu,” sagði hann. Streisand og drottningin Barbra Streisand, banda- riska söngkonan fræga, sem fór með aðaihiutverkið I söngleikn- um „Funny girl”, var við frum- sýningu söngleikjarins „Funny lady” i London I gær. — Voru þær þá kynntar hvor annarri, Streisand og Elizabeth Breta- drottning, sem var meöal frum- sýningargesta. „Yðar hátign, hvers vegna verða konur að hafa hanzka á höndum, þegar þær heilsa yöur, en ekki karlmennirnir?” spurði söngkonan. Það kom á hennar hátign, sem er övön þvi að siðareglurn- ar séu rofnar þannig, en gert ráð fyrir þvf, við sllk tækifæri, að hún ein spyrji spurninga. „Satt að segja veit ég það ekki með vissu. — Það er bara hefð, held ég,” svaraði drottningin. Streisand var greinilega ekki ánægð með svarið, en varð að láta sér það lynda. A myndinni hér sjást þær hitt- ast söngkonan og drottningin, en hjá standa þeir James Caan, sem leikur á móti Streisand i „Funny lady” (frægur fyrir leik sinn i „Guðföðurnum”) og James Stewart. '^NSíLi Aukaþing Aukaþing alþjóðaskáksam - bandsins (FIDE) hefst i dag I Hollandi og mun standa þrjá daga. Er það sérstaklega kvatt saman til þess að bjarga við heimsmeistaraeinvlginu i skák, sem fyrirhugað var i Maniia 1. júni, en það virðist ætla að fara út um þúfur vegna ágreinings heimsmeistarans og áskorand- ans. Á þinginu verða 60 fulltrúar, en aðildarrikin eru 89. Munu þeir taka til umræðu kröfur Fischers um breytingar á einvigisreglun- um, en þær kröfur eru upphaf deilunnar. Fischer hafði krafizt þess, að fjöldi skáka yrði ótakmarkaður, en á þingi FIDE i Nice var ákveð- iö, að ekki yrðu tefldar fleiri en 36 skákir. Lœknar í verkfalli í New York Neyðarástand ríkir í 23 sjúkrahúsum New York vegna verkfalls lækna# sem krefjast styttingar vinnutimans. Er þetta í fyrsta sinn í sögu borgar- innar, að læknar þar leggja niður vinnu. Sjúkrahúsin, sem við venjuleg- ar aðstæður hafa um 10.000 sjúkl- inga til meðhöndlunar dag hvern, taka nú aðeins á móti al- varlegustu tilfellum. Yfirlækn- arnir hafa reynt að hlaupa i skarðið fyrir hina, sem lögðu nið- ur vinnu. Verkfallslæknarnir hafa þó sagzt mundu hlaupa undir bagga, ef eitthvað mjög alvarlegt kæmi upp á. Læknarnir sem byrjuðu verk- fallið i gær, segja, að vinnuvikan hjá þeim verði allt að 110 timar. þegar verst lætur. Vilja þeir, að hún verði stytt niður i 80 stundir hámark, og vinnudagurinn verði takmarkaður við 15 stundir hámark. Þeir halda þvi fram, að stund- um séu þeir látnir vinna allt að 50 stundir i lotu, án hvildar.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 65. Tölublað (18.03.1975)
https://timarit.is/issue/239008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

65. Tölublað (18.03.1975)

Aðgerðir: