Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Fimmtudagur 3. april 1975 — 75. tbi. SIGRÍÐUR VERÐUR CARMEN -baksíða Fischer þegir þunnu hljóði: Anzor FIDE ekkiennþá Samkvæmt Reutersfrétt i morgun hefur Bobby Fischer ekkert látiö á sér kræla, þótt dr. Max Euwe, forseti al- þjóöaskáksambandsins FIDE hafi framlengt frest- inn um 27 klukkustundir. Það verður þvi ekki annað séð en að Fischer ætli að halda fast við það að tefla ekki við Karpov, úr þvi FIDE gekk ekki að öllum kröfum Fischers um breytt- ar einvigisreglur. Þar með missir hann af sínum parti af verðlaunafénu, en sigurveg- ari einvigisins átti að fá 3,375.000 dollara i sinn hlut, en 1,262.000 dollara átti sá að fá er lyti i lægra haldi. Með þessu afsannar hann þá kenningu, að peningar séu honum allt. Samkvæmt fréttum frá i gær verður Karpov hinn rússneski lýstur heims- meistari i skák i dag. Sagt er, að honum séu það mikil vonbrigði að fá ekki að vinna heimsmeistaratitilinn i keppni. — SHH Kœrður fyrir að hafa þegið mútur af mjólk- urframleiðendum — Sjá bls. 4 Tannhjól eiga að fara í 25% Bókstafurinn blífur: — og þar með hœkkuðu varahlutir úr 7% tolli í 25% toll „Viö höfðum alveg frá upphafi flutt inn vara- hluti til breytinga á gjald- mælum leigubílanna á 7% tolli/ sagði úlfur Markús- son/ formaður Bifreiða- stjórafélagsins Frama i viðtali við Vísi. ,,t þessu var náttúrlega eitt og annað með tannhjólum. Svo gerðist það i miðri breytingu á mælunum, að ein- hver tollþjónn rak augun i það, að þarna voru tannhjól. Og samkvæmt einhverri Briissel- bibliu, sem er einhvers konar frumtollskrá hjá öllum tollyfir- völdum i Evrópu, eiga tannhjól að fara i 25% toll. Þannig hækk- uðu þessir hlutir rúmlega þre- falt i tolli. Þegar um er að ræða tæki eins og þarna, sem eiga að vera trygging fyrir viðskiptavinina, finnst mér að svona lagað ætti að vera svo til tollfrjálst. Þessa hluti erum við neyddir til að kaupa. og getum ekki notað þá nema fram að næstu breytingu, og þá verður að henda þeim. Þeir verða aldrei notaðir aftur. Þvi fer viðs fjarri, að við get- um notað þessa hluti þar til komið er á þá eðlilegt slit, og þvi út i hött að hafa á þeim nema óverulegan toll. Þessa hluti kaupir enginn að gamni sinu, heldur eru þeir nánast lög- gæzlutæki.” — SHH — NÁNARUM GJALDMÆLANA — bls. 3 LUNDÚNAVEÐUR í REYKJAVÍK Þaö sást vel I morgun, hversu fljót veður eru aö skipast i lofti. Komin var dimmasta þoka eftir sólskiniö og bjartviðrið i gær, og skyggniö i Reykjavik f morgun var aðeins 100 metrar. Menn voru með ljós á bilum sinum fram eftir öllum morgni, þegar Visismenn renndu um bæinn. Sumir fussuðu og sveiuðu yfir veðurfarinu, en aðrir bless- uðu þokuna i bak og fyrir. Það er heldur ekki á hverjum degi, sem hún er svona þétt hér i höfuð- borginni. Viðgizkuðum á að fremur væri rólegt i flugturninum á Reykja- vikurflugvelli þessar stundirnar. Að visu hóf ein vél sig til flugs, en það verður öllu erfiðara fyrir hana að lenda hér, og lfklega lætur hún það vera, ef ekki birtir. Hallgrimskirkjuturninn sáum við ekki nema hálfan, efri hlutinn var hulinn þoku. Þó að hafnar- verkamennirnir héldu áfram vinnu sinni, sáu þeir litið út fyrir bryggjurnar, og maður heföi getað haldið, að skip og bátar þyrftu á þokulúðrum að halda i höfninni Veðurfræðingar sögðu okkur i morgun, að vonir stæðu til að eitt- hvað birti til i dag, en þokan hefur legið hér yfir i nótt. Það er ekki nema litill hluti af landinu, sem hefur þessa mikla þoku, og er það aðallega i kringum Faxaflóa og Breiðafjörð. -EA. Koiegt 1 tlugturninum á flugvellinum I morgun. Þessi vél virtist ekki á þvi aö fara f loftið strax, enda var fremur litiö um slfkt. Ljósm.: Bragi 20,5 MlUJOm VtlTTAR TII AÐ ÞÝÐA BÓKMtNNTIR — þar af tœpar tvœr milljónir til að þýða erlend verk á íslenzku Auglýstur hefur verið sam- norrænn styrkur til þýðinga á verkum til útgáfu innan Norður- landanna. Þaö er nefnd mennta- málaráðherra Noröurlandanna, sem hefur koniiö á þessu stuöningsfyrirkomulagi, og aö sögn Árna Gunnarssonar, deildarstjóra i mcnntamála- ráðuneytinu, er þetta fyrir- komulag til reynslu. Ætlazt er til, að styrkveitingin dugi fyrir sem svarar þýðingar- kostnaði við útgáfuna, en ekki fyrir öðrum útgáfukostnaði, enda er þýðingin sá kostnaður sem leggst ofan á eðlilegan kostnað að öðru leyti. Tekið er fram, aö timarit séu undanskil- in þeim bókmenntum, sem til greina koma við styrkveiting- una. Til þessara hluta eru 750 þús- und danskar til ráðstöfunar, eða rúmlega 20.5 milljónir is- lenzkra króna. Þar af má nota 9%, eða tæplega 1.9 milljónir til að þýða verk hinna Norður- landanna á islenzku, en fræði- lega séð gæti afgangurinn, eða um 18.5 milljónir króna, verið hinum Norðurlöndunum til ráð- stöfunar að þýða islenzk verk yfir á sin mál. 1 hlutfallaskiptingunni er Norðurlöndum skipt niður i málasvæði, þannig að til dæmis Finnland telst tvö málasvæði og lappneska málasvæðið er talið sér. Grænland og Færeyjar fá einnig sinn skerf, þótt þau lönd heyri Danmörku til. Til þess að fjalla um umsókn- ir, sem berast kunna, hefur ver- iöskipuð nefnd, sem i eiga sæti einn fulltrúi frá hverju mála- svæði. Af Islands hálfu á Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, sæti i nefndinni. Umsóknarfrestur er til 15. mai, en fyrsta fjárveiting á að fara fram um miðjan júni. Viöbótarveiting verður i októ- ber, með sérstökum umsóknar- fresti til 1. september. — SHH Ef skyggniö heföi veriö meira, heföi mátt sjá Akraborgina I bak- sýn, en þvf var ekki aö heilsa. Þeir voru á leiö I kaffi þessir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 75. Tölublað (03.04.1975)
https://timarit.is/issue/239026

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

75. Tölublað (03.04.1975)

Aðgerðir: