Vísir - 03.04.1975, Page 5

Vísir - 03.04.1975, Page 5
Visir. Fimmtudagur 3. april 1975. 5 TLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson UMBOÐIÐ SÍMI 13008 forseta? — Kommúnistar í stödugri sókn — öll ströndin miðsvœðis ó þeirra valdi CHICAGO VIII ER KOMIN, OG ÞAÐ SJÓÐHEIT. PLATAN KEMUR ÚT Á ÍSLENZKAN MARKAÐ, SAMTÍMIS ÞEIM BANDARÍSKA. EN FYRIR ÞÁ SEM VERÐA AÐDÁENDUR CHICAGO, VIÐ AÐ HLUSTA Á ÞESSA NÝJU PLÖTl3 ÞEIRRA, ERU FYRIRLIGGJANDI í FLESTUM HLJÓMPLÖTU- VERZLUNUM. FYRRI ALBÚM ÞEIRRA Þ.E. CHICAGO I, II, III, V, VI OG VII. Kröfðust afsagnar þeir Thieus Shelepin, fyrrum yfirmaður KGB-lögreglunnar, flaug til Moskvu i gær eftir aðeins 3 daga dvöl i Bretlandi i stað 4 daga, eins og ráðgert hafði verið. Hann kvartaði undan þvi, að „atvinnu- mótmælendur á mála hjá Zionist- um” hefðu reynt að spilla heim- sókn hans. Valentin Belyaev, fréttaskýr- SADAT VILL EKKI LÁTA AF ÓFRIÐI VIÐ ÍSRAEL Anwar Sadat, Egypta- landsforseti, lýsti því yf- ir i gær, að Egyptar mundu ekki láta af ófriði við ísrael, fyrr en israelsmenn hafa skilað Aröbum aftur herteknu svæðunum. Sagði Sadat við hóp banda- riskra þingmanna, sem eru i heimsókn i Kairó, að það mundi aðeins bjóða þvi heim, að Israels- menn hertækju fleiri landsvæði, ef Egyptar lýstu þvi yfir, að þeir myndu ekki fara i strið við ísrael. Sadat itrekaði fyrri óskir sinar um, að friðarsamningar hefjist að nýju i Genf, eins og byrjað var á eftir vopnahléð. Lon Nol forseti Kambodiu hefur brugðið sér f heimsókn til nokkurra landa, einmitt meðan rauðliðar sækja sem ákafast að hersveitum hans og þrengja að Phnom Penh. Myndin hér var tekin, þegar hann og kona hans voru að kveðja heimafóik i upphafi ferðar. Telja margir, að hann muni ekki snúa heim aftur úr þessari för. SHELEPIN KVARTAR UNDAN MÓTTÖKUNUM Moskvuútvarpið sagði i gærkvöldi, að brezk dagblöð og stjórnmála- menn íhaldsflokksins virtust ráðin i þvi að spilla samskiptum Rússa og Breta, eins og hegðan þeirra hefði ver- ið, meðan á heimsókn Shelepins stóð i Bret- landi. andi iMoskvuútvarpinu, sagði, að •ihaldsmenn og Fleet Street (þar sem obbi brezkrar blaðaútgáfu er til húsa) væru svo ákveðin i þvi ,,að koma á köldu stríði, að þau skirrðust ekki við neitt.” Kommúnistar halda stöðugt áfram sókn sinni um miðhálendi Suður- Vietnams og suður eftir ströndinni i áttina til höfuðborgarinnar, Sai- gon. James Schlesinger varnarmálaráðherra Bandarikjanna telur, að búast megi við áhlaupi á Saigon, aðsetur stjórnar Suður-Vietnams, innan mánaðar. Eftir fall hafnarbæjanna, Nha Trang, Tuy Hoa og Cam Ranh, er öll strandlengjan miðsvæðis i Suður-Vietnam komin á vald kommúnista, sem eiga aðeins 160 km ófarna til Saigon. Á meðan hafa hersveitir Khmer Rouge I Kambodiu einnig verið sigursælar, og hafa þær nú Mekongfljótið alveg á valdi sinu, eftir að þær náðu ferjubænum, Neak Luong. — Fljótið var aðal aðflutningsleið höfuðborgarinn- ar, Phnom Penh, sem verður nú að fá vistir og allar nauðsynjar flugleiðis. Er þó erfitt um vik, þvi að flugvöllurinn liggur annað veifið undir eldflaugaárásum. Nguyen Van Thieu, forseti Suð- ur-Vietnams, átti i gær fund með Frederick Weyand, yfirhershöfð- ingja Bandarikjamanna og fleiri bandariskum hernaðarsér- fræðingum. Weyand er þangað kominn til þess að kynna sér, hvers stjórnarherinn þarfnist mest. NBC-útvarpsstöðin i Banda- rikjunum skýrði frá þvi i gær- kvöldi, að Tran Thien Khiem for- sætisráðherra og fleiri ráðherrar hefðu gengið á fund Thieus for- seta i gær og óskað eftir þvi, að hann segði af sér. Engin staðfest- ing hefur fengizt á þessari frétt. — En seint i gærkvöldi veittu menn þvi eftirtekt, að fjölgað hafði verið i herverðinum við for- setahöllina og var engin skýring gefin á þvi. Hann kvað ekki vera um slikt að ræða, fyrr en Israelsmenn hefðu farið að ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna frá 1967, þar sem skorað var á Israelsmenn að hörfa af herteknu svæðunum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.