Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 2
•V v TÍMINN FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966 Kynna 15 íslenzk skáld BJ—Reykjavík, miðvikudag. f nýútkomnu hefti ICE- LAND REVIEW birtast ljóð 15 íslenzkra skálda, flest þeirra í fyrsta sinn í enskri þýðingu. Ljóðunum fylgir ítarleg grein, sem Sigurður A. Magnússon ritar um nútímaljóðlist á ís- landi ög tengsl hennar við for- tíðina. Greininni fylgja mynd ir af ljóðskáldunum, en Magn ús Á. Árnason, Skúli Johnson og Sigurður A. Magnússon hafa þýtt ljóðin. Er frágangur allur mjög skemmtilegur. Ljóðin, sem ICELAND REVIEW birtir, eru eftir Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson, Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvarsson, Snorra Hjartarson, Stein Steinarr, Jón úr Vör, Stefán Hörð Grímsson, Jón Óskar, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Matthías Jo- hannessen, Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri og Sigurð A. Magnússon. Kristján Davíðsson, listmál- ari, hefur skreytt Ijóðasíðurnar á nýstárlegan og frumlegan hátt. j, Þetta er í fyrsta sinn að ICELAND REVTEW birtir verk íslenzkra ljóðskálda, en áður hefur ritið birt fjölmargar grein ar um listir og menningarmál á íslandi. f þessu hefti er einnig fróð- leg grein og ítarleg um beizl aða og óbeizlaða orku í íslenzk- um fallvötnum eftir Eirík Briem framkvæmdastjóra Landsvirkjunar. Þá skrifar Steindór Steindórsson mennta- skólakennari yfirlitsgrein um gróður íslands og er grein hans skreytt fallegum myndum, svarthvítum og í litum. Ennfremur eru í heftinu tvær greinar í tilefni 100 ára afmælis ísafjarðar. Birgir Finns son, forseti sameinaðs Alþing- is, skrifar um kaupstaðinn sögulegt yfirlit þar sem einnig er fjallað um atvinnu- og menn ingarmál — og Pétur Karlsson gerir ferðamönnum grein fyrir því helzta, sem ísafjörður og Vestfirðirnir í heild hafa að bjóða ferðafólki. Frásögn í máli og myndum af hinu nýja Hótel Loftleiðir, Færeyjaflugi Flugfélags ís- lands, skrifstofu Loftleiða í Chicago og veitingahúsinu Nausti er ennfremur að finna í heftinu. Fjölmargar greinar eru þar um atvinnu og viðskiptamál og má þar nefna langa og ítarlega grein, sem Eggert Þorsteins- son, sjávarútvegsmálaráðherra, skrifar um íslenzkan sjávarút- veg, þróun hans undanfarin ár og horfur. Amalía Líndal skrif ar um kisilgúrinn í Mývatni og vinnslu hans og dr. Þórður Þor bjarnarson um fiskimjöl og lýsisframleiðslu íslendinga og þróun hennar undanfarin ár. Viðtal er við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra skrifstofu SÍS í London, grein um Kassa- gerð Reykjavíkur, löng grein um hinn nýja og fullkomna fiskibát, Héðinn, sem Húsvík- ingar fengu í sumar frá Nor- egi, og viðtal við Gísla Her- mannsson um niðursuðuiðnað- inn á íslandi og framtíð hans. Fjölmargt annað efni er í ritinu og má af því nefna frétta þátt, þar sem gerð er grein fyr ir íslenzkum viðburðum síðustu mánuðina, fréttir eru um fiski- mál, bókaþáttur, frímerkjaþátt- ur, gagnlegur fróðleikur fyrir erlenda ferðamenn og smáþátt- ur um íslenzka sumarið. Þetta nýjasta hefti ICELAND REVIEW er stærra en nokkur fyrri hefti, 88 blaðsíður, mynd- skreytt og vandað í útliti og frágangi, prentað á mjög góð- an myndapappír. Á blaðamannafundinum skýrðu ritstjórarnir frá því, að bráðlega myndi birtast í blað- inu ritgerð eftir Sigurð A. Magn ússon um tvö síðustu leikrit Halldórs Laxness, og eins við- tal við skáldið, sem Matthías Johannessen ritstjóri hefði tek- Framhald á bls. 15. Garnaveiki vart DÁTAR í HÚSA- FELLSSKÓGI UM VERZLUNAR- MANNAHELGINA Hið árlega bindindismót Templara verður haldið nú um verzlunarmannahelgina í Húsa- fellsskógi eins og undanfarin ár. Ef veðurguðirnir verða hlið- hollir verður væntanlega margt manna samankomið á mótinu hvaðanæva af laridinu. Eins og áður hefur verið get- ið í útvarpi og blöðum, verður mótið sett laugardagskvöld 30. júlí kl. 21 mvð því að sýslu- maður, Ásgeir Pétursson flytur ávarp. Síðan verður kveiktur varðeldur og þá dansað til kl. 2 e.m. Á sunnudeginum fer fram guðsþjónusta kl. 14 og mun séra Bjorn Jónsson frá Keflavík predika. Kl. 16 fer fram fjölbreytt skemmtidag- skrá. Kl. 19 um kvöldið hefst kvöldvaka og munu þar koma fram ýmsir þekktir ísl. skemmti kraftar auk þess sem Ólafur Þ. Kristjánss. stórtemplar flyt ur ávarp og Guðmundur Böðv- arsson skáld flytur ljóð. Mótinu lýkur á sunnudags- kvöldið með dansi, varðeldi og flugeldasýningu. Hin vinsæla hljómsveit Dátar frá Reykjavík hefur verið feng in til að leika fyrir dansi bæði kvöldin. í Borgarfirði FB—Reykjavík, fimmtudag. Vart hefur orðið við garnaveiki í kindum á um 15 bæjum í Borg- arfirði, í Norðurárdal, Þverárhlíð og Stafholtstungum, og í Borgar- nesi. Rannsóknir hafa farið fram á Keldum, og sannað, að um garna veiki er að ræða í kindum frá áð íslenzkir snyrtisérfræðingar aðilar að alþjóðasamtökum GÞE—Reykjavík, miðvikudag. 7 Um þessar mundir er staddur hér á landi George Dumont, aðal- ritari CIDESCO, alþjóðasambands snyrtisérfræðinga. Fyrir rúmu ári Fræðslu- og kynningarmót skólastjóra á Laugarvatni Annað fræðslu- og kynningar- mót Skólastjórafélags íslands verð ur haldið á Laugarvatni dagana 14.—20. ágúst n.k. Þátttakendur koma saman í Skál holti sunnudaginn 14. ágúst og messar þá biskupinn yfir íslandi Séra Sigurbjörn Einarsson, Skál- holtskórinn syngur- Orgelleikari verður Guðjón Guðjónsson. Mótið verður sett kl. 9.15 að kvöldi sama dags í Héraðskólan- um á Laugarvatni. Snemma næsta morguns hefjast fundahöld. Aðalleiðbeinandi og gestur móts ins verður dr. Wolfgang Edelstein en hann starfar við Max Planck vísindastofnunina í Berlín. Hann flytur alls þrjú erindi um skóla- mál. Guðmundur Arnlaugsson rekt or flytur erindi um ný viðhorf í stærðfræði. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri flytur erindi um breytingar á lesgreinakennslu. Haukur Helgason skólastjóri um kennslutæki, Páll Sigurðsson trygg ingaryfirlæknir um slys í skólum. Ennfremur verða haldnir hóp- fundir skólastjóra um skólastarfið og önnur áhugamál skólamanna, og munu margir leggja þar orð í belg og samþykktir gerðar. Miðvikudaginn 17. ágúst verður farið í ferðalag um Árnes- og Rang árvallasýslur og sögustaðir Njáiu sérstaklega skoðaðir undir leið- sögn Björns Þorsteinssonar sagn- fræðings og dr. Haralds Matthias- sonar. Hreppsnefnd Hvolhrepps býður mótsgestum til hádegisverðar á Hvolsvelli og hreppsnefnd Selfoss hrepps býður hópnum til kvöld- verðar á Selfossi. Fjórar kvöldvökur verða a rnót- inu og kemur þar fjöldi fólks fram. Á mánudagskvöldið verður Sunn- lendingavaka. Ræðu kvöldsins flyt ur séra Sigurður Einarsson í Holti. Guðmundur Daníelsson ritliöfund ur og skólastjóri les upp og frú Anna Magnúsdóttir á Akranesi leikur á píanó. Auk þess verður fjöldasöngur o.fl. Á þriðjudaginn verður kvennavaka og flytur þá IÞorsteinn Matthíasson skólastjóri !á Blönduósi minni kvenna, Hulda Runólfsdóttir leikkona les upp og fleira gert sér til gamans. Á fimmtudaginn stjórnar Hjört- ur Hjálmarsson kvöldvökunni: Við söng, vísna- og ljóðagaman. Verð- ur þá m.a. hvolft úr Dísu, en svo nefnist sjórekinn lóðabelgur af Stokkseyrarfjörum, en hann á að hanga uppi í anddyri Héraðsskól- ans á Laugarvatni mótsdagana og geyma kveðskap mótsgesta, en mikið var ort á síðasta kynningar- móti skólastjóra, sem haldið var á Laugum 1963. Dísu hafa þegar borizt nokkrar vísur. Ólafur Þ. Kristjánsson mun lesa úrval úr kveðskapnum þetta kvöld. Lokafagnaður verður haldinn föstudaginn 19. ágúst. Verða mörg mál rædd þar, m.a. annars kennara skorturinn, skólabyggingar, 5 daga skólavika, tví- og þrísetning í skól jum, kennslutæki, próf og nám- I skeið, svo að eitthvað sé nefnt. Framhald á bls. 15. nrnefndu svæði. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hef ur farið fram á það við landbúnað arráðuneytið, að það bannaði fjár flutning frá sýkta svæðinu til þess að koma mætti í veg fyrir, að veikin bærist út, og hefur ráð herra nú bannað flutning fjár frá Mýrahólfi austan Langár. Sumarhátíð FUF í Árnessýslu verður haldin laugardaginn 6. ágúst í félagsheimilinu að Flúð um og hefst kl. 21. Ávörp flytja Halldór E. Sigurðsson alþíngis maður og Sigurfinnur Sigurðs son formaður kjördætnasam- bands Suðurlands. Ómar Ragn arsson skemmtir og Leikhús- kvartettinn syngur. Hljóm- sveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi Halldór Sigurfinnur gerðist Samband ísl. snyrtisérfræð inga aðili að þessum samtökum og var ferð Dumont hingað til lands sumpart farin í því skyni að Framhald a Pls 15. f fyrradag hófst malbikun flugvallarins í Rvík. Byrjað var á norð- ur-suður-brautinni og vcrða alls malbikaðir um 10.000 fermetrar að þessu sinni. Þessi malbikun stendur i beinu framhaldi af skiptingu þessu sinni. Þessi malbikun stendur í beinu framhaldi af skipting- unni á jarðveg í fyrrahaust. Lagt verður 4 tommu þykkt lag á völl- ir. Myndina hér að ofan tók Ijósmyndari Tímans GE í dag á flug- vellinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.