Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966 TÍMINN 9 „Bundinn er bátlaus maður", segir færeyskur málsháttur. Kirkja og bátur á Konuey. Jóhannesar, er haldið hafa á- fram baráttu föður síns. Á stríðsárunum síðari hersátu Bretar Færeyjar. Eftir stríðið, eða 1946 náðist samkomulag meðal helztu flokka í Færeyj um um sameiginlegar sjálfstæð iskröfur á hendur dönsku stjómínni og var gengið til samninga, en upp úr þeim s-litnaði. Þá krafðist danska stjórnin þjóðaratkvæðis um úrslitatillögur sínar, og fór það fram 14. sept. 1946 og greiddu 47,2% atkvæði með til lögum dönsku stjórnarinnar en 48,7% á móti. Enginn hreinn meirihluti fékkst því. í marz 1947 tók lögþingið upp þráðinn aftur og samþykkti að krefjast samningaviðræðna við Dani, og árangur þess varð takmörkuð heimastjórn og þau heimastjórnarlög gengu í gildi 1. apríl 1948. Samkvæmt þeirri skipan er á Færeyjum sjálf- stætt þjóðfélag innan danska ríkisins. Færeyska er nú viður kennd sem þjóðtunga, en dönsku skal einnig kenna í skól um. Viðurkennt var einnig sér stakur danskur fáni, en stjórn aryfirvöld skulu þó nota dansk an fána. Færeyingum hefur vegnað Framhald á bls. 12. Eldviðarkláfurinn fer vel á baki i höfuðbandinu og slíkur burður gerir menn sterka í hálsi. Jon Heine Joensen undir buröinum. Teikn: Haye Hansen) P ... . n—J Hjálmar Vilhjálmsson: HUGLEIÐING UM STÆKKUN SVEITARFÉLAGA 2. hluti in. Þó að naumast verði um deilt, að rétt sé að sameina sveitarfé- lögin og stækka þau, er þó víst, að á framkvæmd þess máls eru ýms vandkvæði. Verður nú leitast við að gera grein fyrir nokkrum þessara vandkvæða. 1. Samkvæmt gildandi sveitar- stjórnarlögum, nr. 58, 29. marz 1961, er mjög víðtæk heimild til þess að sameina hreppa. Heimild þessi er þó takmörkuð við lög- sagnarumdæmin. Án nýrra laga- heimildar má því ekki sameina kaupstað nágrannahreppum hans. Sama gildir um sameiningu hreppa sem eru sitt í hvoru sýslufélagi. Hins vegar þarf ekki nýja laga- setningu til þess að sameina hreppa innan sömu sýslu. Þetta gildir um alla hreppa sýslunnar, svo að ekkert er því til fyrirstöðu, að öll sýslan yrði eitt sveitarfé- iag. Skilyrðin fyrir slíkri samein- ingu eru tvö og þau eru þessi: a. Hlutaðeigandi hreppar verða að óska sameiningar. b. Meðmæli sýslunefndar verða að vera'fyrir sameiningunni. Að þessum skilyrðum fullnægð- um, skal ráðuneytið, þ.e. félags- málaráðuneytið, framkvæma sam- eininguna. Raunar var þessi heim- ild í eldri sveitarstjórnarlögum. Þessi heimild hefur vist aldrei verið notuð. Engin sveitarfélög hafa óskað eftir sameingingu, hve fámenn og vanmegna, sem þau annars eru. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að sveitarstjórn armenn séu yfirleitt mjög íhalds- samir í þessu tilliti og tregir til að samþykkja nokkrar breytingar. Lagaboði í þessum efnum yrði sennilega ekki fagnað í þeim hópi, því að ótrúlegt má það virðast, að menn kjósið heldur boð ríkisvalds- ins, en óháða eigin ákvörðun. 2. Þó að sveitarstjórnir hafi ekki sýnt framtakssemi varðandi sam- einingu sveitarfélaga, er þó engan veginn víst, að þær séu öllum breyt ingum í þá átt alveg andvígar. Afstaða löggjafarvaldsins, þ. e. stjórnmálamannanna mun mótast að verulegu leyti eftir því, hvern ig sveitarstjórnir snúast við hugs- anlegum lagabreytingum í því skyni að koma á meiri eða minni sameíningu sveitarfélaganna Ef sveitarstjórnir reynast almennt andvígar breytingum, er hætt við, að þetta annars mikla nauðsynja- mál eigi takmörkuðu fylgi að fagna á Alþingi. 3. Stjórnmálaviðhorf í einstök- um sveitarfélögum, sem eðlilegt væri að sameina af atvinnulegum, viðskiptalegum og landafræðileg- um ástæðum geta valdið vandkvæð um. Slík sameining gæti alveg breytt valdahlutfalli stjórnmála- flokkanna t.d. í kaupstað, ef um væri að ræða sameiningu eins eða fleiri hreppa við kaupstaðinn. Jafn vel þó að hér sé aðeins um tíma- bundið ástand að ræða, má gera ráð fyrir, að aðstæður sem þessar geti torveldað sameingingu, sem af hreinum málefnaástæðum væri nauðsynleg og sjálfsögð. 4. Á sumum stöðum kynni út- svarsbyrðin geta valdið erfiðleik- um. Á árinu 1965 reyndist hún mjög misjöfn eftir sveitarfélögum. Sumir þurftu að leggja á hinn lögfesta útsvarsskala allt að 20%. Að vísu var hér um fá sveitar- félög að ræða. Flest sveitarfélög gáfu afslátt frá skalanum, allt frá 4% og upp í 80%. Yfirleitt mun afsláttur hafa verið frá 20% upp í 50—60% hjá sveitahreppunum. Nú getur vel staðið svo á, að allar ástæður mæli með sameiningu fleiri hreppa í einn hrepp, en með al þeirra hreppa, sem sameina skyldi væru hreppar, sem þurft hefðu álag á útsvarsskalann, og aðrir hreppar, sem hefðu gefið mikinn afslátt frá skalanum. Er augljóst, að slíkar ástæður geta einatt torveldað sameiningu, sem af öðrum ástæðum væri nauðsyn- leg. 5. Efnahagsástæður samliggjandi sveitarfélaga geta verið mjög mis- jafnar. Sum sveitarfélög eiga verð- mætar eignir. Önnur eru eignalít- il og jafnvel með miklar skuldir. í 5. gr. sveitarstjórnarlaganna er ákvæði, sem heimilar að verja fé úr Jöfnunarsjóði til þess að greiða fyrir sameiningu, sem annars væri torveld vegna skuldabyrða. Senni- lega þarf víðtækari lagaheimild en þessa til þess að auðvelda samein- ingu hreppa, sem vandkvæði eru á að sameina af slíkum efnahags- ástæðum. Ástæður þessu líkar eru t.d. afréttarlönd með veiðivötnum, sem kunna að tilheyra einu sveit- arfélagi, en ekki hinum sveitarfé- lögunum, sem um væri að ræða að sameina öll í einn hrepp .Fleiri atvik af þessari tegund má sjálf- sagt finna. 6. Þjónusta sú, sem sveitarfé- lög veita þegnum sínum er ákaf- lega misjöfn. Á þetta einkum við um kaupstaði og kauptún, sem leysa ýmsar þarfir þegnanna á vegum sveitarfélagsins. Má þar t. d. nefna vatnsveitur, skolpræsi raf veitur o.fl. Hins vegar eru sveita- hreppar, sem aðstæðna vegna eiga þess einatt engan kost að veita þegnum sinum slíka þjónustu. Slík ar aðstæður gera annnars eðlilega sameiningu torvelda, nema að sett ar séu reglur með samkomulagi og/eða lagasetningu, sem greiði fyrir sameiningu þegar svona stendur á. 7. Á nokkrum stöðum á land- inu torvelda landafræðilegir stað- hættir mjög sameingingu, ef hún er þá ekki alveg útilokuð af þeim sökum. Þó að vel yrði ágengt með sameiningu sveitarfélaganna verð- ur því að gera ráð fyrir því, að til verði tiltölulega fámenn sveit- arfélög, vegna slíkra staðhátta. Það er einkum á Vestfjörðum og sumstaðar á Austfjörðum, sem erfiðleikar þessarar tegundar kunna að vera fjrrir hendi. 8. Loks má geta þess, að sam- eining sveitarfélaga þarf að miða við það, sem bezt hentar í við- skipta- og atvinnuháttum. Eftir því, sem fært er, þvi að óneit- anlega er það mikilsvert, að þessi umdæmi verði sem víðast hin sömu og sveitarfélögin. Fleiri vandkvæði á í'ramkvæmd þessa nauðsynjamáls má eflaust nefna, en hér verður látið staðar numið að sinni. Að vísu er hér um verulega erfiðleika að etja, en þó misjafn- lega mikla. Ef allir leggjast á eitt má áreiðanlega yfirstíga þá. IV . Hér verður í mjög stuttu máli reynt að greina frá sameiningar- mála sveitarfélaganna í Danmörku Noregi og Svíþjóð. í þessum lönd- um öllum hefur á síðustu árum verið unnið að fækkun og stækk- un sveitarfélaganna. Danmörk: Sett var á laggirnar sveitar- stjórnarlaganefnd 18. desember 1958. Skyldi nefndin m.a. athuga hagstæðari skiptingu ríkisins í sveit arfélög. Nefndin lauk störfum í maí s.l. Svo virðist, sem verulegur hluti af starfi nefndarinnar hafi beinzt að nauðsyn þess að fækka sveitarfélögunum og stækka þau. Nefndin skilaði uppkasti að frum- varpi til laga um endurskoðun á skiptingu landsins í sveitarfélög. FrumVarpið er í höfuðatriðum byggt á eftirtöldum þrem grund- vallaratriðum: 1. Komið verði á fót nýjum hér- aðsstjórnum (ömtum), sem ná bæði til hreppa og kaupstaða. 2. Það á að fara fram lagfær- ing (regulering) á sveitarfélaga- skiptingunni í nágrannahreppum kaupstaðanna þannig, að það sem saman heyrir í atvinnulegu tilliti og vegna búsetu verði gert að einu sveitarfélagi. Jafnframt verði þessu sveitarfélagi tryggðir nægi- legir útþennslumöguleikar innan marka sveitarfélagsins. 3. Það verður að koma á fót stærri og sterkari sveitarfélögum, sem geti af eigin ramleik innt af hendi verkefni sveitarfélagsins. Til þess að framkvæma þessar meginreglur er í uppkastinu lagt til, að sett verði á fót sérstök nefnd. Nefnd þessi geri bráða- birgðatillögur, sem lagðar skulu fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til umsagnar um leið og sveitar- stjórnirnar eru hvattar til að leita samkomulags sín á milli um fram- kvæmd tillagnanna. Ef sveitarfé- lag (sognekommune) á að flytjast á milli amta, skal fengin yfirlýsing um það frá hlutaðeigandi sveit- arstjórn (sognerád). Að fenginni umsögn sveitarstjórna gerir nefnd- in lokatillögur og sameining fer þá fram samkvæmt lögum frá 1965, en almenna reglan virðist hafa ver ið sú, að sameining hafi yfirleitt ekki farið fram gegn vilja hlut- aðeigandi sveitarfélags. Stefnt er að því, að þessar meginreglur verði komnar í gildi 1. apríl 1970. Það er athygli vert í sambandi við þróun þessara mála í Dan- mörku, að sveitarfélög hafa sjálf samið sín á milli um sameiningu. Á timabilinu frá 1. apríl 1962— 1. apríl 1966 hafa þannig 398 sveit- arfélög verið sameinuð í 118 ný sveitarfélög. Sveitarfélögum hefur því eftir þessari leið fækkað um 280 á 4 árum. Skrifstofa nefndar- innar veitti sveitarfélögunum að- stoð við samninga um framkvæmd sameininganna. Samkvæmt manntalinu 1960, skiptist þjóðin í sveitarfélög, sem hér segir: (Höfuðborgarumdæmið ekki talið með) A Kaupstaðir: kaupst. Með minna en 5000 íbúa 32 Með 5000—15000 íbúa 28 Með 15000—25000 íbúa 15 Með 25000—50000 íbúa 7 Með 50000 og fleiri íbúa 4 Samtals 86 kaupst. B. Hreppar (Sognekommuner): hreppar. Með minna en 1000 íbúa 469 Með 1000—1500 íbúa 331 Með 1500—2500 íbúa 310 Með yfir 2500 íbúa 170 Samtals 1280 hreppar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.