Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 16
f Sigurður Bjarnason fékk góða síld um 90 mílur frá landi STRANGT EFTIRLIT HAFT MEÐ VÍN- BIRGÐUM UNGLINGANNA UM HELGINA HZ-Reykjavík, fimmtudag. Fyrstu hóparnir lögðu af stað í Þórsmörk, Bjarkarlund, Laugarvatn og til Þingvalla í kvöld til þess að eyða þar verzlunarmannahelginni. Tím- inn átti í dag tal við Axel Kvaran, lögregluvarðstjóra í Reykjavík til þess að fá frétt ir af löggæzlu á þessum stöð- um. — Sendir verða héðan 12 menn til löggæzlu í Þórsmörk, 6 verða á Þingvöllum, aðallega í sambandi við hestamótið í Skógarhólum, 4 verða í Bjark arlundi og nokkrir á Laugar vatni. — Vegaeftirlitið var í dag og í kvöld við afleggjarann við Þórsmörk til þess að taka vín af unglingum. Mun vegalög- reglan gera þetta tvo næstu daga og einnig munu lögreglu þjónarnir frá Hvolsvelli fylgj ast með því að unglingar und ir lögaldri muni ekki taka með sér áfengi í Þórsmörk. Lðg- regluþjónar verða einnig í Ell iðaárbrekkunni til þess að skoða bíla, og er eftirlitið strangt. Þar sem mikið hefur borið á því undanfarin ár, að börn um fermingu, hafi farið í Þórsmörk með kunningjum á svipuðu reki, er því góðfúslega beint til foreldra að senda ekki svona ung börn í Þórsmörk án þess að vera í fylgd með fullorðnum. HH-Raufarhöfn, fimmtudag. í gær og í nótt var saltað hér á þremur söltunarstöðvum. Síldin leit betur út en undanfarið, Sig- urður Bjarnason fann síld um 90 mílur úti og kom hingað með 500 tunnur af mjög fallegri síld, enda var hún ekki nema 10 tíma gömul þegar hún var söltuð. í kvöld og i nótt er von á fleiri skipum frá BRÚARGERÐ HAFIN Á LAUGAÁ OG HOLTSÁ KT-Reykjavík. Nýlega voru hafnar fram- kvæmdir við tvær nýjar brýr, að því er Árni Pálsson, yfirverkfræð- ingur, tjáði blaðinu í dag. Eru þessar brýr á Laugaá í Hörðu- dal í Dalasýslu og á Holtsá undir Eyjafjöllum. Brúin á Laugaá verður 16 m. löng, steypt bitabrú og er ætluð fyrir innanhéraðssamgöngur. Brú in á Holtsá verður 40 metra löng og kemur í stað gamallar staura- brúar, sem byggð var milli 1930 og 40 og annar ekki lengur hinni þungu umferð um sveitina. íeithætt FB-Reykjavík, fimmtudag. Leitin, að Sigurði Theódórssyni, sem hvarf á Barðaströnd aðfara nótt sunnudagsins, bar engan á- rangur í gær. Vað ákveðið að hætta leitinni þar sem leitarmenn urðu varir við spor, sem lágu nið ur að ánni, sem rennur um Móru dal, skammt frá Birkimel á Barða strönd, en þar hafði Sigurður ver ið á dansleik. Sporin urðu ekki rakin aftur frá ánni. í gær var auglýst eftir 32 ára gömlum manni úr Reykjavík, og hafði ekkert til hans spurzt frá því á mánudagsmorgun. Seint í gærkvöldi bárust lögreglunní þær upplýsingar, að maðurinn hefði sézt á götu í Kaupmannahöfn. Leitinni var því hætt þegar í stað. svæðinu við Jan Mayen og eru þau með 5—700 tunnur hvert. Þrátt fyrir að söltunarstöðvarnar bíði eftir síld til söltunar munu skipin enn sjá sér hag í því að láta síldina í síldartökuskipin, á meðan svo langt er til lands með aflann. í gær fann síldarleitarskip síld um 100—200 mílur undan landi, en enn hefur ekki frétzt um veiði á þeim slóðum. Talið er að talsvert magn af síld sé um 100 mílur undan landi, en hún hefur ekki verið nógu þétt enn sem komið er. Síldarfréttir frá LÍÚ fimmtudag inn 28. júlí 1966. Hágstætt veður var á síldarmið J BUFRÆDINGAR Á ÞINGI HÉR ——■!! Illl ■« ............ 'lliiWH HZ-Reykjavík, fimmtudag. Mót norrænna búfræðifélaga verður haldið hérlendis 3.—8. ág. næstkomandi. Alls munu sækja mótið 95 erlendir gestir frá Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi og Nor egi. íslenzkir búfræðingar og ráðu nautar munu sækja mótið eftir því sem þeir hafa aðstöðu til og , ,, , . almenningi er heimill aðgangur unurn s. 1. solarhring, og voru sklp j að fyrirlestrum, sen, eru fjölbreyft m aðallega um 90-110 mílur SSV ! ir * fróðlegir af Jan Mayen eða á leið þangað. ; Þetta er L annað skipti; sem Framhald á bls 15 ‘ slíkt mót er haldið hérlendis, í BLADBURDARFÓLK óskast tii að bera blaSið í Stórholt. Upplýsingar á afgreiSslu blaSsins, Bankastræti 7, sími 1 23 23. fyrsta sinn var það haldið 1954 með þátttöku 50 erlendra gesta. Norræna búfræðifélagið (Nordiske Jordbrukforskeres Forening) var stofnað 1918 fyrir tilhlutan manna frá Noregi, Danmörku og Svi- þjóð en Finnland og ísland gengu ekki í félagið fyrr en seinna, ís- land ekki fyrr en 1927. Nú eru félaginu 61 íslendingur. Dagskráin er valin með sér- stöku tilliti til áhugamála ís- lenzkra búfræðimanna, og helztu mál, sem eru á dagskránni, eru: Engjaræktun, plöntusjúkdómar, kynbætur á grasi, dreifbýlisvanda mál o. fl. Alls verða flutt 40 erindi um margvísleg efni, sem öll snerta landbúnað. Margir þekktir pró- fessorar og tilraunastjórar frá hin um Norðurlöndunum auk ís- lenzkra kunnáttumanna munu flytja þessi erindi. Umræðurnar verða í fimm deild- um: Jarðvegs- og áburðardeild, plöntu- og ræktunardeild, gripa- Framhald á bls. 15. *..^ ? rVi Neytendasamtökin kæra Grænmetisverzlunina fyrir Sjó- og verzlunardómi. „Kartöflur hafa verið meira og minna skemmdar, í lokuðum um- búðumf með villandi einkennum" FB-Reykjavík, fimmtudag. Stjórn Neytendasamtakanna lagði í dag fram kæru fyrir Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur á hendur Grænmetisverzlun la'ndbún aðarins „vegna verzlunarhátta þess fyrirtækis, hvað snertir innfluttar kartöflur, og er miðað við undan- farna mánuði eða frá þvi er inn-; búðum, sem ætlaðar eru fyrir inn flutningur kartaflna hófst á þessu I lendar flokkaðar kartöflur og ári“ eins og segir í bréfi samtak- j þannig gefið ranglega til kynna anna til dómsins. að um flokkun hafi verið að ræða. Sem dæmi má taka poka með áletruninni: Grænmetisverzlunin, Gullaugakartöflur, Fyrsti flokkur. HÉRAÐSMÓT AÐ KETILÁSI Framsóknarmenn á Siglufirði um leikur hljómsveii Hauks Ólafsfirði og í Fljótum halda Þorsteinssonai fyrir dans,- héraðsmót sitt að Ketilási, iaugg ardaginn 30. júlí n. k. og hefstf það kl. 21. Ræður flytja, öl afur Jóhannesson, varaformað- ur Framsóknarflokksins og| Tómas Karlsson blaðamaðurl Magnús Jónsson óperusöngvari p syngur við undirleik Ólafsp Vignis Albertssonar, Jón Gunnj laugsson skemmtir, og að lok Ólafur Tómas Neytendur hafa kvartað mjög að undanförnu yfir skemmdum kartöflum, sem verið hafa á boð- | stólum í verzlunum hér í borg- ;inni. Um þær segir í bréfi Neyt- endasamtakanna til Sjó- og verzl- unardómsins: „Kartöflur þessar hafa verið meira og minna skemmdar, en verið seldar í lokuðum umbúðum með villandi einkennum. Nú síð- ast hafa hinar innfluttu kartöflur verið seldar sem fyrsti flokkur, enda þótt um væri að ræða blöndu af ætum og óætum, skemmdum og óskemmdum kartöflum í öll- um hugsanlegum hlutföllum þann ig að oftsinnis hefur helmingur þeirra og jafnvel meira verið stór skemmdur og að mestu þurft að fleygja. Ekki ir skylt að flokka innfluttar kartöflur svo sem inn- lendar, en eigi að síður hefur Grænmetisverzlunin selt þær í um- Er þarna aðeins strikað yfir orðið „gullauga.“ Þá segir i bréí'i neytendasam- takanna, að þau muni við væntan lega rannsókn leggja fram gögn og bera fram vitni. Fara þau þess á leit við Sjó- og verzlunardóm, að hann taki mál þetta til rann sóknar, og er þess krafizt að for- svarsmenn Grænmetisverzlunar landbúnaiarins verði látnir svara til ábyrgðar í máli þessu. Er sérstaklega skírskotað til laga nr. 84/1933 um varnir gegn órétt mætum verzlunarháttum, og að lokum er þess vænzt, að rannsókn málsins verði hraðað svo sem kost ur er, vegna eðlis málsins, að því er segir í bréfi samtakanna. Á fundi með blaðamönnum í j dag skýrðu forsvarsmenn neytenda samtakanna frá þvi, að þeir hefðu fyrir fjórum árum kært Grænmet- isverzlunina, þá í sambandi við flokkun á innlendum kartöflum. Málið hefði verið rannsakað, en saksóknari ríkisins hefði látið það niður falla, en verzluninni veitt áminning. Neytendasamtökin rituðu einn ig í dag landbúnaðarráðuneytinu bréf, um kartöflumál þetta. Segir þar, að svo stórfelld mistök hafi átt sér stað í sambandi við inn- flutning og sölu kartaflna síðustu mánuði, að vart sé það einleikið. Kartöflurnar hafi verið seldar landsmönnum með þeim hætti, að eigi aðeins stríði gegn öllu vel- sæmi í viðskiptum heldur brjóti það í bága við lög. Virðist svo sem viðkomandi að- ilar viti eigi, að til séu lög nr 84/1933 um varnir gegn órétt- mætum verzlunarháttum, en hefði þó mátt ætla að þeir vissu um þau öðrum fremur, þar sem þeir hinir söinu hafa áður vegna kæru Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.