Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGCR 29. júK 1966 isy TÍMINN Egill Þorláksson kennari Aðfaranótt hins 25. þ.m. andað- ist á Sjttkraihúsi Akureyrar Egill k-ennari ÞórlSksson. Hann fædd- ist að ÞóroddssfcaS í Ujósavatns- hreppi hinn 6. marz 1833 Foreldr ar hans voru hjóoin Þóriókur Stef ánsson og Nyhjörg Jónsdóttir, er síðar hjttggu á ísólfsstoðum á Tjörnesi. Hann lauk gagnfræða- psrófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1907 og kennara- prófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1910. BSnn 13. julí 1915 kvæmist Eg- iH greindri og góðri konu, Aðal- björgu Pálsdóttur, hreppstjóra að Stóruvöllum í Bárðardal. Lifir hún mann sinn. Ekki varð þeim barna auðið, en fósturdóttír þein’a er Sigríður Kristjánstíóttir, hús- mæðrakennari, sem gift er Jón- asi Kristjánssyni, skjalaverði. Einnig ólu þau upp Egil, son Sig- ríðar. Þau hjón voru hippin með fósturbörnin, og betri fósturfor- eldra hefðu fósturbörn þeirra vart getað fengið. Heimili þíirra var með afbrigðum gestrisið menning arheimili. Öllum leið þar vel, sem þar dvöldu, hvort sem var um skemmri eða lengri tíma. Þar ríkti jafnan góðhugur, andlegt víðsýni og friðsæld. Bæði voru þau hjónin greind og lagin að j halda uppi menningarlegum við-1 ræðum. j A'ldrei urðu þau hjónin efnuð, j enda mun torfundinn sá maður, í sem óeigingjarnari var í fjármála viðskiptum en Egill Þ jrláksson var. En vinnudagur hans var oft langur. Hann reis árla á fætur og gekk seint til svefns. Og svo mun hafa jafnan verið þar til hann, áttræður að aldri, varð að leggjast á sjúkrahús, heltekinn af þeim sjúkdómi, sem varð bana mein hans. Frá þeim tíma, er Egill lauk kennaraprófi og til loka ævi hans var kennsla hans aðalstarf.. Sama árið og hann lauk kennarapróii varð hann barnakennari í Bárðar dal og til 1916. Árin 1916—1919 var hann heimiliskennari á Akur eyri. Þá flutti hann til Húsavíkur og var þar barna- og unglinga- kennari. Árið 1939 var hann skip aður kennari við Barnaskóla Ak- ureyrar, og við þann skóla var hann kennari þar til árið 1949, að hann var skipaður kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þar lét hann af kennslustörfum fyrir aldurs sakir 1959. Frá þeim tíma og fram á s.l. vetur kenndi hann börnum, 5—6 ára, á heimili sínu. Framan af ævinni varð Egill að sinna ýmsum störfum jafnframt kennslunni. Hann fékkst dálítið við ritstörf, enda var hann vel rit- fær lístasikrifari; og smebkvís í rithætti. Egill var alla ævi sína að nema jafnframt því, sem hann var að kenna. Samvizkusemi hans og trúmennska í öllu lífi hans var frábær. Hann mun aldrei hafa komið óuudirbúinn í kenr.du- stund. Þekking hans var fjölþætt og traust, en engri fræðigrein var hann handgengnari en móðurmál Egill var háttprúður maður. Og hann var jafn háttprúður við hvern, sem hann talaði, hvort sem það var höfðingi eða smábarn. Með framkomu sinni kenndi hann nemendum sínum háttprýði. Hátt prúður með góðvildarbrosi kom hann í kennslutíma til þeirra. Þeir fundu hlýhug hans, ástúð hans og umhyggjusemi streyma til sín. Þeir voru allir börnin hans. Á meðal þeirra var ekkert olnþogabarn. Hann unni þeim öllum, hvort sem þau voru greind eða treggáfuð, og frá hvaða heim ilum, sem þau komu, og annast lét hann sér um þá nemendur sína, sem við einhverja sérstaka örðugleika höfðu að stríða. Hann var í því efni líkur góðri og göf- ugri móöur. Mér þótti það mikill fengur, er ég fékk Egil sem kennara við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann var fús til að kenna bekkjum, sem fremur tornæmir nemendur sátu í, og mörgum þeirra kom hann vel áleiðis, og gerði suma þeirra að mun betri námsmönnum en þeir liöfðu áður reynzt. Hann gerði það með því að vekja sjálfs virðingu þeirra og sjálfstraust. Egill sá jafnan það, sem var gott og göfugt í fari manna, nemenda sinna sem annarra. í huga hans var jafnan sól og sum arbirta. Hann kveður lfið á miðju sumri. Og þótt ástvinir hans sakni hans eru minningarnar um hann ljúfar og bjartar. Þær eru þeim harma- bót. Eg vil enda þessar línui með því að votta ekkju hans og öðrum nánustu ástvinum hans samúð mína og fjölskyldu minnar. Með ástarþökkum til hans og þeirra fyrir áratuga vináttu. Þorsteinn M. Jónsson. Ég lærði ungur dæmisöguna um sólina og storminn, og einn mað- ur hefur verið mér öðrum frem- ur lifandi ímynd þess, að meira vinnst með blíðu en stríðu. Það var Egill Þorláksson, kennari. Nú er hgnn borinn til grafar í dag. Egill Þorláksson var fágætnr maður. Góðvild hans, óeigingimi og manngæzka virtist nær því fölskvalaus, ef svo mætti segja. Hann virtist hafa tamið svo skap höfn sína og __ viðmót, að aldrei brysti fyrir. Ég sá hann aldrei beita nema einu vopni, góðvild- inni, en það var svo skær vignr, að fylgdi jafnan sigur. Og sá sig ur var allra. Agasproti hans við unga og umbrotasama nemendur var aldrei annað en ástúðin, um- hyggjan og vináttan, og ekkert stóðst það vald, af því að þessi ástúð var nógu djúp, nógu skilyrð islaus og fölskvalaus. Ég hef heyrt marga segja það á fullörðins árum að þeir fái aldrei fullþakk- að það að hafa notið kennslu Eg- ils Þorlákssonar á barnsaldri, ekki endilega þeirra fróðleiksmola, sem hann miðlaði og voru þó í góðu gildi, heldur ástúðar hans og persónulegra töfra, sem voru hverju barni sem svaladrykkux. Kennslustundir hans með börnun um urðu ætíð leikur, og leikurinn lífið sjálft. Bæjarstjórn Akureyr ar heiðraði Egil Þorláksson aldr- aðan með heiðursgjöf fyrir sér- staka þjónustu við yngstu borgar- ana. Sú ráðstöfun var báðum til heiðurs. Egill Þorláksson var miklum og góðum gáfum búinn, náms maður alla ævi, leitandi gildra Kfs verðmæta og skildi betur en aðrir, hvar þau er að finna. Hann átti afbragðskonu, og sambúð þeirra og heimili fannst mér stundum eins og dýr draumur um fagurt mannlíf væri að rætast. Andrés Kristjánsson. Greinargerö frá þjónum Eins og alþjóð er kunnugt gaf forseti íslands hinn 15. þ.m. út bráðabirgðalög um lausn deilu framreiðslumanna og veitinga- manna og var þar með lagt hann við verkfalli Félags framreiðslu- manna, sem staðið hafði frá 8. þ.m. Lög þessi sem sett voru á ábyrgð samgöngumálaráðherra virðast okk ur svo ósvífin aðför að verkfalls- réttinum, að við teljum rétt að gera nokkra grein fyrir málstað okkar á opinberum vettvangi, svo þjóðinni gefist kostur á að kynn- ast þeirri nauðsyn, er knúði ráð- herrann til lagasetningar þessar- ar. Kröfur okkar í vinnudeilunni við Samband veitinga- og gistihúsa eigenda voru að mes-tu kröfur um samræmingar á vinnutilhögun í veitingahúsum og að látin yrðu haldast vinnutilhögun sú sem tíðk- ast hefur hjá framreiðslumönnum um langan aldur og gefist vel. Okkur þykir í því samhandi rétt að benda á að nefnd vinnutilhög- un er enn viðhöfð á því veitinga- húsi horgarinnar, sem lengst hef- ur starfað, þeirra er framreiðslu- menn starfa hjá. Er hér um að (ræða Hótel Borg, sem hinn reyndi og þekkti veitingamaður Pétur Daníelsson, veitir forstöðu. Ástæðan til þess að við settum fram umræddar kröfur er sú, að á síðustu árum hafa komið fram nýmæli í sambandi við vinnutil- höfun, er við teljum mjög óæski- leg. Er þar einkum um að ræða kassa þá, sem settir hafa verið upp í vínstúkum nokkurra veitinga- húsa og framreiðslumönnum í vínstúkum er ætlað að stimpla inn á hverja afgreiðslu. Reynsla sú sem fengin er af umræddum stimpilkössum er sú, að þegar mest er að gera í vínstúkunum tefja þeir verulega fyrir afgreiðslu enda hefur einn veitingamanna þeirra, er tekið hafa upp kassana samþykkt að framreiðslumaður í einni vínstúkunni í húsi því er hann veitir forstöðu, þurfi ekki að stimpla jafnóðum inn á kassann þegar annríki er mikið, en megi þá stimpla inn söluna þegar búið er að loka. Ekki er okkur ljóst hvaða hlutverki kassinn á að gegna í umræddri vínstúku. Þegar fram var komið í viðræð- um okkar við veitingamennina að þeir voru ekki til viðræðu um að hætt yrði að stimpla - hverja ein- staka sölu inn á stimpilkassana komum við með þá málamiðlunar- tillögu að veitingahús þau sem nota það afgreiðslufyrirkomulag í vínstúkum, sem nú hefur verið lýst (stimplun hverrar einstakrar sölu inn á kassa) bæru sjálfar hall- ann af þeirri rýrnun, er yrði í vín- stúkunum, enda væri ekki um óeðli lega rýrnun að ræða. Óskuðum við upplýsinga um hvað veitingamenn irnir teldu eðlilega rýrnun, en eng- in svör fengust við því. Við töld- um á hinn bóginn nauðsynlegt, að slegið yrði föstu í samningun- um hvað talið yrði eðlileg rýrn- un m.a. til að tryggja að samræm- is gætti varðandi hugsanlegar end- urkröfur á hendur einstakra fram- reiðslumanna. Veitingamennirnir vildu engar tölur nefna í þessu sambandi og töldu, að engin rýrn- un ætti að vera í vínstúkunum. Við teljum á hinn bóginn alveg útilokað, að þegar mikið er að gera við afgreiðslu í vínstúku, fari ekki eitthvað niður þegar verið er að mæla í glösin og eins getur alltaf komið fyrir að flaska velti eða brotni. Við fáum því ekki annað séð, en ef það er ætlun veitingamanna að vínstúka skili 100% því sem í hana kemur sé til þess ætlast að rýrnunin, sem óhjákvæmilega verður, komi niður á viðskiptavinunum. Á Hótel Borg og annars staðar þar sem vinnu- tilhögun er enn með sama hætti og tíðkazt hefur fram á síðustu ár, er rýrnuninni mætt með því að % líters flaska, sem talin er inni- halda 18% sjússa er reiknuð fram reiðslumanni sem 18 sjússar. Verði rýrnun meiri en þessu svarar ber framreiðslumaður hallann af því, en verði hún minni er það hagur hans. f öðru lagi bárum við fram mála miðlunartillögu þess efnis, að þjón ustugjald í vínstúkunum yrði hækk að og loks kom til greina að fram- reiðslumenn í vínstúkum fengju fast kaup auk þjónustugjaldsins, hvort tveggja til þess að mæta rýrnun, en tillögur þessar voru ekki ræddar. Þannig stóðu málin er sáttaum- leitunum í vinnudeilu okkar lauk og bráðabirgðalögin voru sett og verkfall okkar bannað. Lögin voru sett með atbeina samgöngumála- ráðherra, að því er virðist með vafasömum rétti. Þar sem vinnu- deilur heyra samkvæmt gildandi forsetaúrskurði um skiptingu starfa milli ráðherra, undir félags málaráðherra. í 28. gr. stjórnar- skrárinnar er að finna heimildina til útgáfu bráðabirgðalaga og hljóð ar greinin svo: „Þegar brýn nauð- syn ber til getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó riða í bág við stjórn- arskrána. Ætíð skulu þau lögð fyr- ir næsta Alþingi á eftir. Nú sam- þykkir Alþingi ekki bráðabirgða- lög, og falla þau þá úr gildi. — Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út ef Alþingi hefur samþykkt fjár- lög fyrir fjárhagstímabilið." Svo mörg eru þau orð og skulum við nú aðeins víkja að þeirri brýnu nauðsyn sem bar til þess að banna verkfall okkar með bráðabirgða- lögum. Forspjall laganna er á þessa leið: „Forseti íslands gjörir kunnugt: Samgöngumálaráðherra hefur tjáð mér, að verkfall hafi staðið yfir hjá félögum í Félagi framreiðslu- manna frá því 8. þ.m., og hafi sáttatilraunir ekki borið árangur og ekki horfur á lausn deilunnar í bráð, m.a. vegna djúpstæðs ágreinings um rétt Félags fram- reiðslumanna til afskipta af vinnu- tilhögun í veitingahúsum. Enn fremur, að Samband veit- inga- og gistihúsaeigenda hafi ákveðið að loka veitingahúsum sín- um fyrir alla nemp e: enda dval- argesti, meðan verkfalliö stendur, og tilkynnt það samgöngumálaráðu neytinu bréflega. Muni þá ekki unnt að veita öðrum mönnum þar á meðal farþegum erlendra skemmtiferðaskipa almenna og samningsbundna þjónustu. Nú sé mesti annatími veitingahúsa, vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna og ferðamannaskipa. Verði ekki unnt að veita þessu ferðafólki sæmilega þjónustu, sé hætta á að varanlega verði spillt árangri langr ar og ötullar landkynningarstarf- semi, sem erfitt yrði að bæta, og bitna myndi á öllum þeim aðilum hér á landi, sem hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn, og verða þjóðinni til vánsæmdar. Því telur ríkisstjórnin, að brýna beri til að koma í veg fyrir stöðv- un á rekstri veitingahúsanna. Fyrir því eru hér með sett bráða birgðalög, samkvæmt 2ö. gr. stjórn arskrárinnar á þessa leið: Hér er nauðsyninni lýst. Þegar á á fyrsta degi verkfalls okkar rituðum við Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda á þessa leið: „Á stjórnarfundi í Félagi fram- reiðslumanna, sem haldinn ,var í dag, var gerð svohljóðandi sam- þykkt: 1........ 2. Þá var rætt um hvort gera beri einhverjar undanþágur vegna erlendra ferðamanna. Stjórnin samþykkti að gefá Hót- el Sögu, Hótel Holt, Hótel Borg og Hótel Loftleiðir undanþágu til almennra veitinga fyrir hótelgesti og þá ferðamenn, sem hingað kunna að koma með erlendum skemmtiferðaskipum. Jafnframt var Nausti h.f. gefin undanþága til þess að hótelgestir frá City Hotel fái almennar veit- ingar framreiddar í Nausti h.f. 3........ Jón Maríasson (sign). Haraldur Tómasson (sign). Sævar Júníusson jlsign). Viðar Ottesen (sign). Guðm. H. Jónsson (sign). Valur Jónsson (sign). Leifur Jónsson (sign). Með vísan til bréfs yðar dags. í dag tilkynnist yður þetta hér með.“ Með þessu gerðum við það sem í okkar valdi stóð til þess að tryggja erlendum ferðamönnum og innlendum hótelgestum nauð synlega þjónustu og leyfum okkur því að staðhæfa að við höfum ekki með verkfalli okkar stofnað í hættu árangrinum af „langri og ötulli landkynningarstarfsemi.“ Þá má geta þess, að meðan verk- fall okkar stóð, stóð hér yfir þing norræna ungtemplara. Óskað var eftir heimild oklcar til að halda kveðjuhóf fyrir þingfulltrúa og urðum við fúslega við þeirri ósk. Hóf þetta skyldi haldið að Hótel Sögu, en' er heimild okkar var fengin neitaði hótelstjórinn því að Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.