Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 8
8 TÍJMLNN FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966 (sex til íslands). Einokunar- verzlunin lagði síðan hramm sinn yfir eyjarnar eins og ís- land og lauk raunar ekki fyrr en 1856. Úr þeirri lokabaráttu er nafn Nolseyjar-Páls frægast. Lögþing Færeyja var upphaf lega alþing eins og hið íslenzka og er vafalaust nokkrum árum eldra. Um það er oft rætt í Færeyingasögu í tengslum við atburði, sem urðu fyrir og um 1000. Þingið var háð í Þingnesi við Þórshöfn, og gátu sótt það allir frjálsir menn. Þar voru lög sett og dómar felldir og þeim fullnægt. Síðar breyttist þingið, og varð lögmaðurinn forseti þess. Fram á sextándu öld er aðeins vitað um nöfn örfárra færeyskra lögmanna, en flestir voru þeir valdríkir bændahöfðingjar. Árið 1816 var lögmannsembætti lagt nið- ur, og ýmis hlé urðu á þing- haldinu bæði fyrr og síðar. 1816 urðu Færeyjar eitt amt Danmerkur, og amtmaðurinn var settur yfir eyjarnar. Danska einveldið hélt Færeyjum í harðri greip. En einveldið söng sitt síð- asta vers einnig í Færeyjum, og á siðari helmingi 19. aldar fer að rofa til. Þá fara blundandi og beygðar frelsishugsjónir að láta á sér bæra. Kolbíturinn reis úr öskunni. Færeysk tunga var þá mjög hart leikin og í raun og veru glötuð, enda ó- hœgt um endurreisn, þar sem fáar bækur voru til ritaðar frá fyrri öldum á færeysku. En þá komu ljóðin og þjóðkvæðin að haldi, því að Færeyingar eru alveg einstök Ijóða- og þjóð- vísnaþjóð. Færeyingar eignuð ust á síðari hluta 19. aldar sína málhreinsunarmenn og sjálf- stæðishetjur. Jóhannes Paturs son kóngsbóndi í Kirkjubæ var þeirra Jón Sigurðsson, fæddur 1866 og dáinn 1947. Árið 1903 sendi Jóhannes frá sér bókina „Færeysk stjórn mál“, þar sem han dregur sam an fimm meginmarkmið sjálf- stæðisbaráttunnar, eins og hún horfði þá við. Það markmið var að vísu ekki stofnun siálf stæðs ríkis heldur „færeyskt sjálfstæði í tengslum við Dana konung. Færeyingar fengu þá líka sitt „uppkast" eða tilboð frá Danakonungi, og um það var kosið 1906. Það fól í sér nokkrar réttarbætur og forræði í lagasetningu og fjármálum. En Færeyingar óttuðust skatt ana, felldu tilboðið og Jóhann es og síðan hefur færeyska þjóðin staðið í tveimur andstæð um fylkingum í þessum mál- um. Siðan valt á ýmsu og nýir menn komu til, ekki sízt synir (Teikn: Haye Hansen) „EG 0YGGJAR VEIF7 Færeyingar hafa lengi átt sér verndardýrling vænan. Sá er Ólafur digri og Helgi Har- aldsson, sá er féll á Stiklastað við mikinn orðstýr 29. júlí 1030 fyrir dönskum jörlum og þýj- um þeirra, en færði með falli sinu norsku þjóðinni þann sig- ur, sem dugað hefur henni til sjálfstæðs konungsdæmis linnu lítið til þessa dags. Og Ólafur helgi varð síðan dýrlingur víða um Norðurlönd, þó að helgi hans væri einna mest i Þrænda lögum og á Færeyjum, og í þessum byggðum báðum er ár- tíð hans eins konar þjóðhátíð. Færeyingar hafa lengi haldið Sjávarbjörg á Sandey. Ólafsvöku, og nú er hún raun- veruleg þjóðhátíð, því að þeir eru sjálfstæð þjóð í nafni Ólafs helga, þó að þeir lifi undir Danakonungi. Þess vegna er Ólafsvaka mikil hátíð i Fær- eyjum, þar sem þjóðleg hefð og skemmtan er í heiðri höfð, og að sjálfsögðu setur hinn seið- magnaði, færeyski dans með fornum og færeyskum hetjuljóð um meginsvip á hátíðina. Þessa daga, 28. og 29. júlí þyrpist fólkið til Þórshafnar og Þing- ness, allt norðan af Viðareiði og sunnan úr Suðurey. Fjöldi erlendra manna kemur og til Færeyja á Ólafsvöku, því að það er mörgum nýstárlegt. Færeyjar hafa verið byggðar í meira en þúsund ár, og byggð ar- og þjóðarsagan hefur orðið íslendingasögunni furðulega samferða í góðu gengi og hörðu mótlæti. Færeyingar og íslend- Malfrid Madsen húsfreyja í Sandey ingar eru því bræður í miklu dýpri og víðtækari skilningi en norræn ættarbönd ein hafa til stofnað. Þeir eru þjáninga- og sögubræður. Enginn veit með neinni vissu, hvenær fyrstu menn tóku sér um það í bókinni „De mensura orbis terrae" eftir írska munk- inn Dicuil, að írskir munkar hafi setzt að á eyjum norður í hafi, og af lýsingu að dæma hljóta það að hafa verið Fær- eyjar. En þeir urðu að flýja eyjar sínar öld síðar vegna ágangs norskra víkinga, og sýni legar minjar um hina írsku byggð er lítt að finna í Færeyj- um fremur en á íslandi. Færeyingar telja heldur ekki fra fyrstu landnámsmenn sína, (Telkn: Haye Hansen) heldur norskan víking, alveg eins og íslendingar. í ættartölu Guðmundar ríka á Möðruvöll- um er talið, að hann sé kom- inn af Grími Kamban, þeim er fann Færeyjar og þann mann telja Færeyingar einmitt fyrsta landnámsmann sinn eftir heim- ildum FæreyingaSögu, sem margir telja þó lítt áreiðanlega. Grímur fór til Færeyja í upp- hafi hinna miklu þjóðflutninga frá Noregi, og því nokkru fyrir íslands byggð. En hin norska konungsbarátta heldur áfram í Færeyjum og eigast þar einkum við tveir frægir höfð- ingjar, Þrándur í Götu og Sig- mundur Brestisson, og barðist hinn fyrri fyrir sjálfstæði Fær- eyja en hinn síðari fyrir norsk um áhrifum á eyjunum með til- styrk Noregskonungs. Sigmund ur kristnaði síðan Færeyjar með valdi Ólafs Tryggvasonar og varð Þrándur í Götu meira að segja að láta skírast. En litlu síðar var Sigmundur myrtur, og Þrándur í Götu rikti síðan óskorað í eyjunum til dauða- dags 1035. En um næstu 500 ár í sögu Færeyja lykur myrkrið eitt. Þar skilur á milli fslendinga og Færeyinga. Frá þessum söguríku árum fslendinga eiga Færeyingar varla annað skrífað mál um sína sögu en eitt „seyðabræv" frá 1298, en það er tilskipan um sauðfjárrækt í eyjunum, og bregður þar fyrir óljósri mynd af hinu færeyska bændaþjóðfélagi, sem var að myndast, og stóð síðan lítt breytt fram undir 1900. Þar réðu stórbændur smáríkjum eyjanna mann fram af manni í ættum, og fara ýmsar sögur af. Eru þar kvenhetjur á með- al, svo sem Guðrún Sigurðar- dóttir í Húsavík, en hennar ríki var einnig í Noregi og á Orkn- eyjum. Kona þessi var uppi á síðari hluta 14. aldar. Á öldum hinnar óskráðu sögu í Færeyjum er þó augljóst, að norska konungdæmið hefur sí- fellt fært sig upp á skaftið í völdum og áhrifum, og árið 1380 fylgdu Færeyjar Noregi undir dönsku krúnuna eins og fslendingar. Á þrettándu öld skuldbatt Noregskonungur sig bólfestu' á FæreyjumJ 'rfCTtíir en á íslandi, en þeir voru írsk- ir munkár í'Úáðúm iðhdunúm. Til er þó rituð héimild frá 825 Tindhólmur. Elín Hentze, 16 ára færeysk mær búin í dansinn á Ólafsvöku 1959. (Ljósm: Haye Hansen) til þess að láta tvö vöruskip sigla til eyjanna á ári hverju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.