Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.07.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966 Bjössi bolla, Rasmus kubbur, Ralli o" Pingó. Ritstjóri Æskunnar er Grím ur Engilberts. Birtist hér mynd af kápusíðu sumarblaðsins. Hjónaband 16. júlí voru gefin saman f hjóna band af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Jónína Ingólfsdóttir og Ás- mundur Ólafsson, Vesturgötu 45, Akranesi (Nýja myndastofan, Lauga vegi 43, simi 15125). 16. júlí voru gefin saman í hjóna- band af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Kristín Eggertsdóttir og Björn Hafsteinsson, Bárugötu 3úa. (Nýja myndastofan, Laugavegi 13b simd 15125) Tekið á móti tilkynningum í dagbókina kl. 10 — 12 tíminw FERDIN TIL VALPARAISO EFTIR NICHOLAS FREELING n hellur, enda voru þau alveg að tapa vitinu. Hann skyldi leigja herbergi á Hótel Termina, en þar þekkti þau enginn. Hún átti að segja heima að hún væri að fara í heimsókn til vinkonu sinnar úr klausturskólanum, sem bjó í ná- laégu þorpi. Svo átti hún að hringja og segja að hún ætlaði að gísta. Hann átti hins vegar að segja að hann ætti að mála leiktjöld. Það var enginn vandi að nota leikhúsið, sem skálkaskjól. Fyrir frumsýningar á leikhúsinu kom hann sjaldan heim, fyrir klukkan fjögur á morgnana. Hótelherbergið var með hinum andstykkilega grábrúna lit- Og all- ar þessar raddir, hinar brakandi gólffjalir, og hið þunga fótatak á ganginum, allt var þetta ömur- legL Á veggnum hékk skrá um matmálstíma hótelsins. Gestir, sem dvöldu lengur í herbergjum sín- um, e'n til h’ádegis, bar að greiða fyrir næsta sólarhring. Skilið lykl- inum hjá yfirþjóninum. Liti mað- ur út um gluggann, rak maður augun í sorptunnurnar, sem kött- ur var að rannsaka, og fann lykt af súru káli. Að klæða Paulínu hér- úr fötunum, ofan í hið illa búna rúm var vægast sagt, niður- lægjandi. En bæði voru þau byrj- endur í listinni. Eftir þetta ævintýri urðu þaa miklu frjálslegri hvort við anr.að. Það var um viku síðar, þegar Paulina var á reiðtúr í ágæta veðri, að þau hittust, sennilega ekki af tilviljun. Raymond hjálp- aði henni úr reiðbuxunum. Greni- nálarnar skildu eftir sín merki á hinu nakta baki hennar. Hest- urinn horfði á þau með fyrirlitn- ingu. Hann elskaði hana aðeins fjór- um sinnum. Aldrei nutu þau sín til fulls. í síðasta skipti varð kjóli inn hennar allur grænn af lár- berjalaufi og lykkjufall kom á sokka hennar. Þar að auki varð hún ólétt. Raymond leið allar lífs og sál- ar kvalir, en Pauline virtist taka öllu með hinu mesta jafnaðargeði. — Við giftum okkur bara. það er allt og sumt. Það mun ganga vel, eins og fyrir svo mörgum öðr- um. Pabbi lætur okkur hafa mán- aðarpeninga fyrst um sinn, par sem við getum ekki lifað af vinnu þinni á leikhúsinu ennþá. Og svo þegar þú ert orðinn frægur, man enginn eftir þessu. Þú skalt bara ekki segja eða gera nokkum hlut, fyrr en þú heyrir nánar frá mér Hún ætlaði sér sjálf að segja föð- ur sínum frá öllu saman, og allt mundi enda vel. — Það er hér bréf til þín, sagði Tómas gamli. Aflangt umslag, þunnt og slétt eins og nýr hundr- aðkall, vélrituð utanáskrift „Lista- manna inngangur“. Þetta var ekki líkt Pauline. Hann varð óstyrkur. í umslaginu var handskrifuð hálförk, sem líktist Pauline ekki vitund. Hr. Raymond kapitan! Góðfúslega hittið mig á Hótel Indland þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 10 stundvíslega og segið yfirþjón- inum nafn yðar. Þá getum við M samtal undir fjögur augu, sein mun verða til gagns fyrir okkur báða. Arthur H.C. de B------------ Yfirþjónninn tók á móti hon- um og kinkaði lítillega kolli. Skutulsveinn fylgdi honum upp í eitt af þessum ráðstefnu herbergj- um — viðbjóðsleg nýbreytni í ný- móðins hótelum. Þau eru öll í röð, með lausum skilrúmum þann- ig að fésýslumaðurinn getur haft í frammi brellur sínar í viðurvist eins eða tveggja samsekra, eða þá beint orðum sínum til þrjú hundr- uð auðmjúkra sölumanna. Þetta herbergi var eitt af þeim minnstu. Það var fremur óhuggulegt, auð- ir veggir og málningarlykt. Það var mannlaust. Hann kveikti sér í sígarettu, og reyndi að láta líta svo út sem hann væri herra yfir kringumstæðunum. Dyrnar opnuðust skyndilega. Hann snéri sér við og stóð nú augliti til auglitis við tvö tindr- andi augu í mögru andliti.. í reið fötum, jakka eins og Pauline, úr dýru skozku efni, reiðbuxutn. sver um skóm, köflóttri skyrtu, með rauðbrúnt bindi. Arthur de Beau- gency líktist fyrst og fremst efn- uðum hestaprangara. Hann tók sér ekki sæti. Hann gekk að hinni skrautlegu kamínu, listrænt skreyttri blómum, og tók upp sigarettu úr löngu bognu veski. Allt þetta stóð áeinna fyrir hugskotssjónum Raymonds eins og mynd, sem ekki gat máðst. — Það, er ég vil segja við yður, er stutt og skýrt og kemur okkur einum við. Ég hefi talað við föð ur yðar er ég þekki sem heiðurs- mann, með heilbrigðan hugsunar- hátt. Hann er fullkomlega sam- þykkur því, sem ég ætla mér að segja við yður. Eg verð að játa að ég hefi mikla löngum til að slá yður sundur og saman, en með því fæst engin niðurstaða. KAPPREIDAR GLÆSILEGUSTU KAPPREIDAR ÁRSINS verða að Skógarhólum laugardaginn og sunnudaginn 30. — 31. júlí. Mótið hefst kl. 18.00 á laugardag og verður framhaldið á sunnu- dag kl. 13.00. 65 fljótustu hestar landsins keppa um 52 þúsund króna verð- laun auk gullpeninga. Einnig verða sýndir 32 gæðingar. Fjölmörg atriði verða sýnd milli kappreiðaatriða. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á motinu á sunnudag. Undirbúningsnefndin. Vissulega getið þér ekki gifst dótt ur minni. Þér munuð ekki sjá hana framar. Þér munuð heldur eigi búa hér í borginni framvegis. Ég hefi gert mér það ómak að rannsaka og komast að þeirri nið- urstöðu að þér hafið ekkert það fyrir stafni hér, sem hefur hina allra minnstu þýðingu fyrir nokkra manneskju. Þér hafið gefist upp við háskólanám yðar, og á leik- húsinu segja þeir mér að þar hafið þér ekkert að gera, nema þá til þeirra snúninga, sem þér takið að yður sjálfur. Það er því augljóst, að ef þér óskið eftir að fá eitt- hvað út úr lífinu, verður það ein- hvers staðar annars staðar en hér. Hann tók sér málhvíld, horfði með fyrirlitningu á hina þrjá ösku- bikara og sló öskunni af sígarett- unni. — Ég hefi tekið allt með í reikn inginn. Og svo undarlegt sem það er, hefi ég ákveðið að hjálpa yð- ur. Ég mun afhenda yður álitlega fjárhæð. Svo skal ég gefa yður nafn á verzlunarfyrirtæki í Lissa- bon, sem ég hefi samband við og sem mun hjálpa yður. En ef þér komið aftur hingað til borg- arinnar, — hann stanzaði til að finna réttu orðin, — hafið þér fyrirgert velvild minni. Hafið þér nokkru við þetta að bæta? Raymond braut heilann, en hann var alveg orðlaus. Hann var alltof yfirbugaður til þess að átta sig þegar í stað. — Nei — það er að segja — ég veit það ekki — ég verð fyrst að hugsa ... Það var gripið ruddalega frammí fyrir honum. ÚTVARPIÐ Föstudagur 29. júlí 7.00 Morgjmútvarn 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Miðdegisút- varp. 16.30 Síðdegisútvaro 13. 100 íslenzk tónskáld Lög eftir Jón Nordal 18 45 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir 1930 Frétt ir. 20.00 Fuglamál. Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi kynn- ir sex evrópska söngfugla. 20. 05 Úr ríki Magnúsar de la Gardie. Þórunn Elfa Magnús- dóttir rithöfundur flytur 20.30 Einleikur á píanó- Sviatoslav Richter leikur 21.00 Ljóðalest ur Séra Sigurður Einarsson i Holti les frumsamin Ijoð 21. 15 „Rapsódia“ fvrir alt-rödd, karlakór og hljómsveit op. 53 eftir Brahms 21 30 útvarpssag an: „Hvað sagði tröllið“ eftú Þórleif Biarnason Höfundur les sögulok 22 00 Fréttir og veðurfregnir 22 15 Kvöldsag- an: ,.Andromeda“ eftir Fred Hoyle Tryggvi Gislason les <4) 22 35 Kvöldhljómleikar. 23 20 Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hadeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúkl- inga Þorsteinn Helgason kvnnir lögin 15.00 Fréttir iö? fVrir ferðafólk 16.30 Veður fregnir. ________ A nótum æskunnar 17.00 Þetta vil ég heyra Jónas St. Lúðviks son velur sér hljómplötur 18. 00 Söngvar í léttum tón. 18 45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregn ir. 19.30 Fréttir 20.00 í kvöld Hólmfríður Gunnarsdóttir og Brynja Benedíktsdóttir stjóma þættinum 20.30 Karlakórirn Vísir á Siglufirði syngur. 21-00 Leikrit. „Vökunótt" eftir Pekka Loúnela Leikstjóri: Æv ar R. Kvaran 22.00 FrétHr og veðurfregnir. 22.15 Danslög 24. 00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.