Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Þriðjudagur 15. april 1975. vimsm-' — Ilafið þér farið á bingó? Björn EHas Björnsson: — Nei, aldrei. Mig hefur þó langað til þess einstöku sinnum. Það hafa þá einkum verið ferðabingóin, sem hafa freistað min. örn Hansen, Hliðaskólanemi: — Ég hef aldrei farið á bingó. Mig hefur aldrei langað til þess. Þá fer ég nú frekar i Tónabæ eða i bíó. Óskar Jóhannesson, verzlunar- maður: — Ég fór á fyrsta bingó vetrarins. Það var bingó Vikinga. Siðar fór ég á Valsbingóið. Ég spilaði á tvö eða þrjú spjöld i hvort skipti — árangurslaust. Sið- an hef ég ekki farið á bingó, en mig langaði óneitanlega til að fara á bingó Þróttar um daginn til að ná i bilinn.... Hjördís Hermannsdóttir, götun- arstúlka: — Ég hef aldrei látið verða af þvi, löngunin hefur ekki verið sterkari. Ætli ég reyni þó ekki að fara einu sinni áður en þetta bingóæði gengur yfir. Óskar Breiöfjörð, verkamaður: — Bingó hef ég aldrei farið á. Mig hefur aldrei langað til þess. Má ég þá heldur biðja um ball i Klúbbn- um...... GIsli Guðmundsson, trésmlöa- nemi: — Ég manaðég fór á bingó i Ingólfskaffi þegar ég var smá- -ktrákur. Siðan hef ég ekki farið aftur. — Ja, jú annars: Ég spilaði bingó þegar ég fór á Útsýnar- kvöld á Sögu um daginn. Nei, ég vann ekki neitt. Það munaði þó ekki meiru en svo i eitt skiptið, að oröiö BINGÓ var rétt komið fram á varimar á mér. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Guðríði Ragnarsdóttur svarað: - „Fóstureyðing /,...sv0 sieppn er manndróp" l w tis. #2 Björn O. Björnsson skrifar: „Guðrlður Ragnarsdóttir er hneyksluð á þessari (að mér skilst: algengu) afgreiðslu gagnfræðaskólanna á heilsu- fræði (?)-kaflanum, sem fjallar um kynlif. Mér finnst hún I fullum rétti. Auðvitað lesa allir krakkarnir þennan kafla bókar- innar — e.t.v. eini kaflinn, sem ekki einn einasti krakki hleypur yfir — og veitti sannarlega ekki af persónulegri útleggingu kennara af þeim texta. Telji kennari sig ekki færan um slíkt, finnst mér það skylda skóla- stjórans að útvega hæfan mann til þess, svo að skólinn bregðist ekki nemendum sinum þar, sem mest á rlður. En þegar Guðríður tekur að ræða „frjálsar fóstureyðingar” finnst mér slá heldur betur út i fyrir henni. Orðtakið „frjálsar fóstureyðingar” telur Guðrlður svo villandi, að það „eigi hvorki að sjást né heyrast i umræðum um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til löglegra fóstureyð- ingar”. t framhaldinu ruglar hún algerlega saman spurning- Rannveig hringdi: „Pylsusjoppan, sem ég verzla við, er búin að hækka verðið á góðgætinu. Að visu ekki með samþykki verðlagsstjóra heldur með smá lagfæringu. Anzi glúrin leið, sem farin er, þegar komast þarf i kringum híutina: Núna kostar pylsa meö annaðhvort tómatsósu eða sinnepi það sama og pylsa með öllu nema remolaði kostaði áður. Ef mig langar til að kaupa með pylsunni minni bæði tómat- sósu, sinnep, hráan og steiktan lauk og remolaði, þá kostar Þannig leysum Guðjón Pétursson hringdi: A meðan neyöarástand er rikjandi er aðeins um eitt að ræða og það er, að halda sem flestum lifandi. Tel ég mig hafa fundið réttu leiðina til þess: Hætta skal öllu samningaþófi. Greiða öllum starfandi mönn- um 70 þúsund krónur á mánuði I laun. Þeir sem hingað til hafa fengið greidd hærri iaun en það, láti mismuninn renna beint I rikissjóð. Alþingismenn hafi þó sérréttindi. Legg ég til að þeim verði greidd laun samkvæmt uppmælingu. (Þó að Sverri Her- mannssyni undanskildum. Hann yrði svo fjári dýr I upp- mælingu. Hann flytur svo lang- ar ræður). Niðurgreiðslum verði hætt, en þeir sem vega 80 kg og þar yfir fái mánaðarlega greiddar kr. 1000 fyrir hvert umframkíló. Stórir þurfa jú að fá meira aö borða en þeir litlu. Rlkisstarfsmenn veröi skyldaðir til að borða daglega unni um rétt manna til fóstur- eyðingar yfirleitt og hinu, hvernig hlutaðeigandi trún- aðarmenn rlkisvaldsins hafa (a.m.k. I einu tilfelli) misbeitt atjstöðu sinni gagnvart konu sem átti lagalegan rétt til fóstureyðingar. Um hið slðar- nefnda eru líklega flestir á einu máli, og fer ég ekki fleiri orðum um það hér. Hið fyrrnefnda er allt annað mál og um það eru á- kaflega deildar meiningar. Já, konan átti lagalegan rétt til fóstureyðingar. En átti hún siðferðilegan rétt til þessa? Vafalitið lika, þvl að henni hefur varla verið ljóst að fóstureyðing er manndráp. Fóstureyðing er manndráp. öllum er ljóst, að þegar fóstrið fæðist, er það maöur. Mánuði áður er þaö jafnaugljóslega maður. Hvenær verður fóstrið maður? Það er ekki unnt að benda á nokkurt einstakt stig á þróunarferli þess sem marki slik tlmamót. Það hefur frá þvi er eggið frjóvgast alltaf jafnt og þétt verið að þróast yfir I það að pylsan 110 krónur. Verðið á einni pylsu „með öllu” slagar sem sé núna hátt upp i verðið á litlum pylsupakka. Þetta rifjar upp annað i sam- bandi við pylsusölu. Fyrir um það bil einu og hálfu ári hækkaði verð á pylsum allverulega i verði i sjoppum. Ástæðan: Óveruleg hækkun á kjöti. Nokkrum mánuðum siðar var gerð einhver mesta verðlækkun á kjöti, sem gerð hefur verið. Þá þótti hinsvegar ekki minnsta ástæða til að hreyfa við pylsu- verðinu”. verða fullgildur maöur. Allan tímann hefur það verið sjálfstæður einstaklingur — jafnaðgreindur frá móðurinni sem föðurnum I því tilliti. Og þó að þessi einstaklingur hafi, af náttúrunni verið falinn móður- inni til sérlegrar umsjár, þá gefur það henni ekki rétt til að láta drepa hann — slður en svo, þvlað náttúran sjálf hefur trúað móöurinni fyrir þessu sjálf- stæða lifi meðan þaö er ófull- burða. Hitt er aftur á móti satt, að þótt I læknaeiðnum sé gengið út frá því, að mannsllfið sé heilagt, þá verður að játa að sé hvorki trúað á Guð né þvl, að hver maður sé, að innsta eðli sál, jafnvel eilifrar náttúru, þá er meiningarleysa að tala um að þetta eða hitt sé heilagt. Frá því sjónarmiði ætti ekki að skipta máli hvort fóstur sé tekið full- burða eða innan þrettán vikna aldurs — útburður barna gæti varla verið saknæmur frá þvl sjónarmiði, né heldur afllfun gamalmenna, vangefinna og ólæknandi sjúklinga. Frá þvi sjónarmiði ætti ekkert nema hagkvæmnissjónarmið að vera þvi til fyrirstöðu að menn dræpu hverjir aðra eftir geðþótta. Er þá fóstureyðing óleyfileg undir öllum kringumstæðum? Ja — er leyfilegt að drepa mann, sem er I þann veginn að sprengja upp hús sem menn eru I? Er leyfilegt að drepa mann, ef það er eina ráðið til að koma I veg fyrir að hann kyrki konu sem hann hefur nauðgað? Og svo framvegis! Þetta er alvar- legt mál sem hver, er I sliku að- stöðu kemst, verður að ráða fram úr á eigin ábyrgð og áhættu. Guðrlður spyr: „Hversu lengi eigum við að velta okkur upp úr þessu tvöfalda siðgæði”? Mér sýnist það „tvöfalt siðgæði” að viðurkenna helgi lifsins, að þvi ér til manna tekur, en aðhyllast þó afllfun fóstra „innan þrettán vikna aldurs” — nema sem full- komið neyðarúrræði”. gerum við, þegar við efnahagsvandann... ......þeir sem hingað til hafa fengið greidd hærri laun en þaö, láti mis- muninn renna til rlkissjóös,” segir Guðjón ákveðinn. eina má!tíð á veitingahúsi og greiðiist af henni söluskattur. (Samanber réttmæt mótmæli veitingahúsaeigenda núna ný- lega). Það er breitt bil á milli elli- launa og þessara tillagna minna um kjaramál. Legg ég til að nefnd veröi skipuð til að finna samræmi þar á milli. Þegar sú nefnd hefur skilað áliti, er ég sannfærður um að ekki þurfi að hafa'áhyggjur af hinum öldruðu framar. Til frekara öryggis legg ég til eftirfarandi: Tóbak og áfengi verði hækkað tvisvar á ári um 100 prósent. Gengisfelling verði einu sinni á ári. Nægi þetta ekki, þýðir ekki að leita til mín aftur eftir tillögum að lausn efnahagsvanda þjóð- arinnar. En það er skoðun mln, aö ef ríkisstjórninni tekst ekki að koma þjóðarskútunni á rétt- an kjöl með hjálp minnar uppskriftar, þá beri henni að segja af sér.” VERÐLAGNING PYLSUSALA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.