Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Þriðjudagur 15. apríl 1975. — 85. tbl. Gjaldeyrisstaðan farin að skána VIÐ ERUM AÐ FYLLA í GATIÐ „Gjaldcyrisstaðan hefur heldur batnað siðustu daga,” sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri i morgun I viðtali við Visi. „Þetta segir þó litið um, hver þróunin verður.” Jóhannes Nordal sagði, að gjaldeyrisstaðan hefði farið versnandi i marzmánuði, en endanlegar tölur um stöðuna um siðustu mánaöamót lægju ekki fyrir ennþá. Breytingar á gjaldeyrisstöð- unni eru mjög árstiðabundnar. Þvi miður er of fljótt að full- yrða, að gengislækkunin hafi snúið vörn i sókn i þessum efn- um, en verði þróunin á næstunni hin sama og verið hefur það, sem af er april, ættum við brátt að komast úr minus í plús. Minusinn á nettógjaldeyris- stöðunni, eða gjaldeyris,,sjóðn- um” svokallaða, var tveir milljarðar króna i lok febrúar. Minusinn er þvi enn, eins og sjá má af framansögðu, varla minni en þá, þar sem staðan fór versnandi i marz, þótt hún sé nú að skána. —HH SPÆNSK KNATTSPYRNUFÉLÖG Á EFTIR JÓHANNESI EÐVALDSSYNI? — Sjá íþróttir í opnu... Flugfragt eykst hröðum skrefum innanlands Þessa mynd tóku Vfsismenn á Egilsstaöaflugvelli. Vörurnar blða og 48 farþega flugvélin fór með aðeins 16. Hin sætin voru látin vfkja fyrir vörunum. Ljósmynd Bragi. „Svo lítill verðmunur er orðinn á flugfragt og bílafragt, að fóik horfir ekki eins mikið I það og áöur var,” sagði Thulin Johansen, starfsmaður Flug- leiða, I morgun. „Nú fer mjög vaxandi aö smábilar séu fluttir i flugvélum innanlands. Það kostar 18.000 krónur að flytja bil frá Reykjavfk til Egilsstaða.” „Algengt er, að i 48 sæta Fokkernum séu 32 sæti tekin undir vörur, svo að farþegar hafi aðeins 16 sæti.” Thulin taldi ekki, að þetta heföi valdiö farþegum vand- ræðum. Enn algengara eða „standard”, eins og hann komst að orði, er, að 16 sæti séu tekin burt og 32 ætluð farþegum. Hann sagði, að aðstaða til vöruflutninga innanlands hefði stórbatnað með kaupum á Fokkernum frá Þýzkalandi i fyrra. Mest væri flutt af matvöru og annarri algengustu verzlunar- vöru. Húsgögn væru talsvert flutt flugleiöis, svo og heimilis- tæki og allmargir snjósleðar. Þessir flutningar hefðu allir stórvaxið siðan i fyrra. Thulin sagði, að flutningarnir væru að sjálfsögðu mestir yfir vetrartimann, þegar örðugt væri um akstur. Þó hefði svo brugðið við nú, að fragtin hefði ekki minnkaö aö ráði, þótt vegir væru orðnir góðir viðast hvar. 8 .... Reyðarfjörður og Seyðis- fjörður keppa um ferjuna Huldumaðurinn á Héraði minnst fertugur — baksíða Líbanonher vogar ekki að blaka við skœruliðunum — Sjá bls. 5 umboðsmenn ferjunnar, en slagurinn stendur um það eystra, hvort isiandshöfnin verður Seyðisfjörður eða Reyðarfjörður. Færeyingarnir fóru austur i gær, og munu hafa farið á Seyöisfjörð fyrst. „Þeir hafa ekki líomið hingað enn að lita á aðstæður,” sagöi Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði. „Og sjálfsagt er ég ekki rétti maður- inn að segja um, hvor sé betri þeirra tveggja staða, sem til greina koma, Reyðarfjörður eða Seyðisfjörður. En ég held þvi fram, að Reyðarfjörður standi mun betur að vigi. Um hafnar- skilyrðin er svipað að segja á báðum stöðum, þau eru mjög góð, en Reyðarfjörður hefur mun betri samgöngur á landi. Þvi verður ekki á móti mælt, að Fjarðarheiðin er mjög mikill þrándur i götu Seyðfirðinga. Hún getur lokazt af veðrum hvenær sem er, meira að segja yfir sumarið. Ég er lika vantrúaður á, að eins drifs bill hafi hjólhýsi yfir heiðina. Hingað er aftur á móti mun auðveldara aö komast, og Reyðarfjörður oftast i góöum samgöngum bæði suður um og eins um Egilsstaði noröur um. Hvað snertir samgöngur á landi, finnst mér ekki fara milli mála. hvorum megin ferjan eigi að vera,” sagði Hörður. Jónas Hallgrlmsson, bæjar- stjóri I Seyðisfiröi, sagðist ekki vilja segja neitt um málið á þessu stigi. Færeyingarnir ræddu við aðila i Reykjavik i gærmorgun, en fóru siðan austur og komu til Seyðis- fjarðar i morgun. Þaðan fara þeir trúlega til Reyðarfjarðar. Björn Vilmundarson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, sagði Visi, að viðræður hefðu fariö fram milli Færeyinganna og ferða- skrifstofunnar um þessi mál. Ýmsir hefðu hug á aö taka að sér afgreiðslu ferjunnar, og ferða- skrifstofan hefði boðizt til að verða aðal umboðsaðili hennar hér,” en við gerum jafnframt ráð fyrir, að allar ferðaskrifstofur geti selt ferðir með henni,” sagöi Björn. Talsverður áhugi er hér á landi fyrir ferjunni, bæði meðal þeirra sem sjá sér leik á borði að not- færa sér þjónustu hennar til að komast utan, og eins aðila hér- lendis, sem vilja veita erlendum ferðamönnum hér ýmsa þjón- ustu. Talað hefur verið um, aö fyrsta ferð ferjunnar héðan yröi 28. júni I sumar, og siðan vikulega út ágúst. — SHH Nyleg matar- mylsna bœlt Húsa eystra Tveir forstöðumenn færeysku að semja við Isienzka aðila um af- bilaferjunnar Smyrils komu hing- greiðslu hér fyrir Smyril. Margir aðtil lands á sunnudaginn til þess eru fúsir að taka að sér að verða — bak- síða HARÐARI SAMKEPPNI FLUGS VIÐ LANDVEG Títla komin til síns heima — er í eigu formanns Dýraverndunarsambandsins Þrösturinn, sem við sögðum frá í blaðinu I gær, og virtist ætla að setjast að i Ingólfs- prenti, er nú kominn til sins heima. Hann á sér langa sögu að baki i viðskiptum sinum við mennina, þvi að með þeim hefur hann verið frá þvi hann var litill ungi. Þrösturinn, sem reyndist vera starri, þegar allt kom til alls, er i eigu formanns Dýra- vemdunarsambandsins, Jór- unnar Sörensen. Hún hefur alið hann upp frá þvi hann var l.it- ill ungi og kennt honum ýmsar kúnstir. Meðal annars að reyna að segja nafnið sitt, sem er Titla, þvi að starri litli er kven- kyns. t desember, i einu af þessum vondu veðrum, slapp Titla frá Jórunni. Einhverjir krakkar fundu Titlu og fóru með hana inn i Blómaval við Sigtún. Það- an fór hún lika á flakk, og þegar svo Steingrimur Leifsson i Ingólfsprenti blistraði á hana, var hún ekki lengi að verða vin- kona hans. En nú er Ti'tla komin til sins heima og liklega fer hún ekkert á flakk i bráðina. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.