Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 10
Versta tap Svía í 3 ár! Þessi mynd er af þýzka kvennaliðinu Eintracht Mindcn, sem Islenzka stúlkan Kristbjörg Magnúsdóttir — eiginkona Axels Axelssonar —leikur meö. Hún er önnur frá vinstri f aftari röö og er meö númer 14 á búningnum. Eiginkona Axels líka í eldlínunni Það er mikiö aö gera hjá Axel Axelssyni og eiginkonu hans, Kristbjörgu Magnúsdóttur, i þýzka handboltanum þessa dag- ana. Liöin sem þau leika meö, eru bæði i úrslitum f deildarkeppninni i Vestur-Þýzkalandi, sem nú stendur yfir, en þar leika fjögur liö 11. deild karla og fjögur liö í 1. deild kvenna. Kristbjörg leikur með Eintracht Minden, sem sigraði i vestur-deildinni, og hefur leikið sinn leik i úrslitakeppninni. Var sá leikur gegn Berlinarliðinu TSV Guts Muths, og lauk honum með jafntefli 10:10. Eintracht Minden á eftir siðari leikinn við Guts Muths, og vonast Minden-stúlkurnar eftir að geta gert betur i þeim leik, en sigur i honum þýðir, aðliðið kemst beint I úrslit. Liöið, sem Axel leikur með — Dankersen — er einnig frá Mind- en, og það á góða möguleika á að komast i úrslit eftir 22:11 sigur gegn TUS Hofwier. Úrslitaleikur- inn verður annaðhvort við VFL Gummersbach eða TSV Rint- heim, en það eru hin tvö liðin, sem leika um þýzka meistara- titilinn. Við sögðum frá þvi i gær, að Gummersbach hefði sigrað i fyrri leiknum 17:16. Það var ekki rétt — Rintheim sigraði i leiknum 17:16 eftir að hafa haft 10:7 yfir i hálfleik. Sá leikur för fram á heimavelli Rintheim en búizt er við að Gummersbach sigri auö- veldlega á heimavelli i siöari leiknum. Það liðið sem tapar i úrslitá- leiknum mun siðan leika tvo leiki við liðið sem verður i þriðja sæti um rétt til að keppa i Evrópu- keppni bikarmeistara, sem nú er verið að setja af stað, og hefst um leið og Evrópukeppni meistara- liða i haust. — klp — Sænska landsliðið i ishokkey tapaði hrottalega fyrir Tékkum i gærkvöldi i heimsmeistara- keppninni i Dusseldorf. Lokatölur 7-0 og það er versta tap Svia i sjö ár. Þjóðarsorg i Sviþjóð eftir þessa útreið i vinsælustu iþrótta- greininni þar i landi — og margir gátu ekki horft á beina sjónvarps- sendingu frá leiknum til loka! Það var i fyrstu lotunni, sem Tékkar „rotuðu” sænska — þrjú mörk skoruð á tæpri minútu. Hið fyrsta skoraði Bohuslav Eber- mann eftir 6.26 min. Milan Martinic nokkrum sekúndum sið- ar og Josef Augusta það þriðja á 7.18 min. Þá var Svium öllum lokið og þeir áttu ekkert svar við leiftur- hraða Tékka og nákvæmni. Eftir lOmin. stóð 4-0 og lokatölur svo 7- 0. t fyrri leik liðanna — i Munchen i siðustu viku — sigruðu Tékkar með 5-2. Þá léku Sovétrikin og Finnland einnig i gærkvöldi og sigraði sovézka liðið 5-2. Leikur Tékka og Rússa á fimmtudag verður hreinn úrslitaleikur á mótinu, en staðan eftir leikina i gærkvöldi er þannig: Sovétrikin 7 7 0 0 58-17 14 Tékkóslóvakia 7 6 0 1 41-14 12 Sviþjóð 7 4 0 3 34-16 8 Finnland 7 3 0 4 29-27 6 Pólland 7 1 0 6 11-57 2 Bandarikin 7 0 0 7 17-59 0 — hsim. 'Þeir sögöust mundu YJæja, en hverjir' berja mig ef ég mætti., eru þeir — hvað J hafa þeir á mótif . Lolla?. Þetta er glæpaflokkur. Veðjuðu Þeir hættulegir! Inc., 1973. World.iighu rezerved © King Fenture* Syndicate Jafnað úr víti ó lokamínútunni! Evrópumeistarar Bayern Munchen eru að hressast i knatt- spyrnunni. A sunnudag tókst þeim að ná jafntefli gegn efsta liði 1. deildarinnar vestur-þýzku, Kourussia Mönchenglandbach, á heimavelli sinum — Olympiuleik- vanginum f Munchen. Að visu var leikur Bayern ekki beint sannfærandi —en þó greini- leg framför frá þvi, sem liðið hef- ur yfirleitt sýnt á keppnistfmabil- inu. Borussia sótti miklu meira i leiknum og Wolfgang Kulik skor- aði i byrjun siðari hálfleiksins. En á siðustu minútu leiksins fékk Bayern vitaspyrnu. Markakóng- urinn Gerd Muller skoraði af öryggi 1-1. Borussia hefur ekki tapað á sið- ustu 17 deildaleikjum sinum og hefur nú fjögurra stiga forustu i 1. deild. Hertha, Berlin, er i öðru sæti — en Bayern i ellefta. Tveir aðrir leikir voru i 1. deild, Eintracht Brunswich vann Kick- ers Offenbach 1-0, en Wuppertal- er og Stuttgart gerðu jafntefli 2-2. Leikið var i bikarkeppninni. Eintracht Frankfurt, Duisburg, Essen og Dortmund komust i. undanúrslit. Eintracht vann Köln 4-2, Duisburg Werder, Bremen, 2- 0 á útivelli, Essen Dusseldorf 1-0, og Vfb Stuttgart (áhugalið) tap- aði heima fyrir Borussia, Dort- mund 0-4. — hsim. Hún ef stórkostleg — fimleika- kona f gæöaflokki meö Turitschevu og Olgu Korbut. t kvöld fáum við aö sjá Natalfnu Krashennikovu á fimleikasýning- unni i Laugardalshöllinni ásamt nokkrum öörum löndum hennar, sem eru i fremstu röö i heimin- um. Natalfna er núverandi Sovét- meistari og hefur oröiö heims- meistari i fiokkakeppni fyrir Sovétrikin. Mynd Bjarnleifur. UPPSLATTUR I EXTRABLAÐINU I GÆRDAG: Spœnsk stórfélög elta Jóhannes Eðvaldsson í Extr ablaðinu danska, sem kom út um hádegi i gær, er þvi sleg- ið upp sem einni aðal- frétt blaðsins, að þekkt knattspyrnufélög á Spáni séu á eftir ís- lendingnum Jóhannesi Eðvaldssyni, sem sé hjá danska 1. deildarliðinu Holbæk. Svo mikið gerir blaðið úr þessu, að það notaði þessa frétt á fregn- miða, eða auglýsingar, sem sett- ar eru upp á öllum blaðsöluturn- um, og öðrum stöðum, þar sem Extrabladet er selt i Danmörku. Þar stóð meö stærstu stöfum, að spænskir stórklúbbar væru á eftir leikmanni frá Holbæk. Blaðið getur þess ekki i grein sinni hvaða klúbbur eða klúbbar þetta séu, né heldur hvaðan það hefur fréttina. t henni er viðtal ÞÆR KOMU A OVART Stúlkurnar frá Laugum komu okkur algerlega á óvart í blak- inu —sýndu góöan leik i úrslita- leiknum viö Vlghólaskóla, Kópavogi, og sigruöu meö mikl- um yfirburöum. Þetta er mjög sterkt liö á okkar mælikvaröa og gefur ekki eftir þeim tveimur liöum, sem leika til úrslita i kvennaflokki á islandsmótinu, nema siöur sé, sagöi Guö- mundur Skúli Stefánsson, Iþróttakennari, eftir úrsiitaleik- inn á sunnudag milli Lauga og Vighólaskóla i iþróttahúsi Kennaraháskóians I stúlkna- flokki gagnfræöaskólanna. Og til hliöar eru stúlkurnar úr sigurliðiLaugaskóIa.Efri röö frá vinstri Agnes Einarsdóttir, Bergljót Þorsteinsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Helga Matthfasdótt- ir, Ragna Erlingsdóttir og Siguröur Viöar, kennari á Laug1- um og þjálfari liösins. Fremri röö Kristjana Skúladóttir, Laufey Skúladóttir, tvfburar, og Heba Hallsdóttir. Bjarnleifur tók myndina eftir úrslitaleikinn. Mikil þátttaka var i skólamót- inu I blaki og keppt I tveimur flokkum, gagnfræöa- og fram- haldsskólaflokkum. Skipt var i þrjá riðla Suður- Noröur- og Austurland. í framhaldsskóla- flokknum sigruðu Samvinnu- skólinn Bifröst (karlaflokki) og Menntaskólinn á Akureyri (kvennaflokki), og Vfghólaskóli i karlaflokki gagnfræöaskólans, en Laugar i kvennaflokknum. — hsim. við Bosse Hákonsson, þjálfara Holbæk, en hann segir þar, að hann viti ekkert um þetta mál. Það komi sér þó ekki á óvart þótt einhverjir stórklúbbar i Evrópu hafi áhuga á tslendingnum, því hann sé mjög góður knattspyrnu- maður. — klp — Ármann-KR 6:6 Armann og KR gerðu jafntefli I Sigurgeirsmótinu I sundknattleik 6-6. Sigurður Þorkelsson skoraöi fyrsta markið fyrir Armann, en Ólafur Gunnlaugsson jafnaði. Pétur Pétursson kom Ármanni i 2-1, en Ólafur skoraði siðan tvö mörk. 3-2 fyrir KR. Gunnar Ást- valdsson jafnaði. KR-ingar kom- ust aftur yfir með marki Vil- lijálms Þorgeirssonar — en Stefán Ingólfsson jafnaði og Pét- ur kom Ármanni I 6-4. Enn var Ólafur á ferðinni — skoraði tvö siðustu mörkin fyrir KR i leiknum eða fimm mörk alls. i kvöld hcldur mótið áfram kl. 9.30 I Sundhöllinni. Þá leika Ægir og Ármann. Siðasti leikurinn verður mánudaginn 21. april. Þá leika Ármann og Ægir. —hsim. — Tékkar unnu þá 7:0 í heimsmeistara- keppninni í íshokkey í gœrkvöldi Valsmenn fóru brosandi í bað en Magnús Bergs skoraði sigurmark þeirra gegn Ármanni á lokamínútu leiksins Hún var ekki upp á marga fiska knatt- spyrnan, sem Reykjavikurfélögin Valur og Ármann buðu upp á I Reykjavikur- mótinu i knattspyrnu á Melavellinum i gærkvöldi. Valsmenn komust brosandi út úr þeirri viðureign þvi þeir skoruðu eina mark leiksins, og var þar að verki ungur piltur, Magnús Bergs, sem kom inn á i siðari hálfleik fyrir Hermann Gunnarsson. Þetta mark lét biða eftir sér fram á siðustu minútu leiksins, þegar allir voru búnir að sætta sig við jafntefli. Ar- menningar gleymdu sér i baráttunni við að halda jöfnu, og Magnús komst einn upp miðjuna, þar sem hann átti greiöa leið að marki. Valsmenn léku þokkalega vel fyrstu 20 minúturnar, en siðan ekki söguna meir. Þeir áttu fleiri tækifæri til að skora en Armenningar, en heppnin var ekki með þeim. Auk þess þurftu þeir að glima við mjög góðan markvörð — ögmund Kristinsson — sem hvað eftir annað varði meistaralega frá peim. Armannsliðið barðist mjög vel I leikn- um, en litið fór fyrir samspilinu, eins og hjá Valsmönnum. Menn voru iðnari við að senda boltann á mótherja en sam- herja og var það aðaleinkenni leiksins. Næstu leikir i meistaraflokki verða um helgina. A laugardag leika KR—Vikingur, sunnudag Valur—-Fram og mánudag Þróttur—Armann. 1 kvöld verða fyrstu leikirnar i Reykjavikur- mótinu i 1. flokki, og á morgun leika á Melavellinum Valur—IBK i Meistara- keppni KSI. — klp — Fyrirliðinn var rekinn af velli Þaö skeöi tvennt i itölsku 1. deildinni sl. sunnudag, sem Italir munu tala um næstu árin. Napoli skoraöi sjö!!! mörk gegn Terana, en ár og dagur er siöan sllkt hefur skeö, og fyrirliöi Italska landsliösins, Facchetti hjá Milanó, var rekinn af leikvelli í fyrsta skiptiá leikferli sinum — eftir yfir 400 deilduleiki. Dæmd var hendi á Facchetti og hann mótmælti meö fyrrgreindum afleiöingum. Juventus hefur enn þriggja stiga forskot á Napoli — geröi jai’ntefli viö Cagliari á sunnudag 1-1. Jose Altafini jafnaöi fyrir Juventus tveimur mfn. fyrir leikslok. Lazio vann Varese 2-0 og Bologna og AC Milanó geröu jafntefli 0-0, en Inter vann Fiorentina 1-0. t Belgiu vann efsta iiðiö Molenbeek Lierse 2-0 á sunnudag og hefur fimm stiga forskot á Anderlecht, sem sigraöi Maiines 0-4á útivelli. Standard Liege, liðiö, sem Asgeir Sigurvinsson leikur meö, vann góöan sigur á heimavelli — sigraöi Beringen 4-1. t Holiandi hefur Eindhoven enn forustu eftir 30. umferö. Er meö 47 stig og geröi jafntefli á sunnudag viö de Graafschap á útivelli Fejenoorder i ööru sæti meö 46 stig og vann Rotterdam-liöiö Excelsior á sunnudag 1-0. Ajax er I þriöja sæti meö 45 stig og vann Alkmaar 4-0. t Portúgal er Benfica á góöri leiö meö aö tryggja sér meistara- titilinn hefur fjögurra stiga forskot á Sporting. Bæöi liöin unnu á sunnudag. — Benfica Atletico 3-0 á útivelii, en Sporting Oriental 3-0 heima. Ekki var leikið á Spáni vegna landsleik Spánarog Rúmeniu i Evrópukeppninni nk. fimmtudag. -hsím. Fram fór hraðferð upp í 1. deildina! Eftir afteins eins árs veru I 3. deild og siðan eins árs veru i 2. deild tryggöi Fram sér sæti í 1. deildinni i körfu- knattleik næsta ár með þvi að sigra Borgarnes I úrslitaleiknum i 2. deild tslandsmótsins á laugardaginn með 81 stigi gegn 64. Þrjú lið áttu upphaflega að leika um sigurinn i deildinni og sætið i 1. deild næsta ár — Fram, Þór og Borgarnes — en aðeins tvö þeirra mættu. Stjórn Þórs ákvað að senda lið sitt ekki suður i úr- slitakeppnina vegna agabrots nokkurra leikmanna um fyrri helgi, og fórnaði þar með möguleikanum á sæti i 1. deild næsta ár. Hinir unguleikmenn Fram náðu fljótt forustu i leiknum við Borgarnes og komust m.a. i 25:10. 1 hálíleik höfðu þó Borgnesingar náð að minnka biliö t 3 stig — 35:32 — en um miðjan siðari hálf- leik voru þeir einu stigi undir — 51:50. En þá tóku Framararnir, sem flestir eru á aldrinum 17 til 20ára, heldur betur við sér og sigruðu með 17 stiga mun — 81:64. Þjálfari Fram i vetur hefur veriö fyrirliði tR, sigurvegaranna i 1. deild. Kristinn Jörundsson, og má með sanni segja, að körfuknattleiksvertiðin hafi verið stórglæsileg hjá honum i vetur. klp- Alltaf í öðru sœti Við sögðum frá þvi á dögunum, aö karlalið KR I körfuknattleik heföi oröiö I ööru sæti I öllum mótunum, sem liöiö tók þátt I í vetur — íslandsmótinu, Reykjavikur- mótinu og Bikarkeppninni. Þetta hafa nú KR-stúlkurnar ikörfuboltanum leikiö eftir. Þær töpuöu úrslitaleikn- um I bikarkeppninni fyrir Þór á Akureyri á sunnudag og uröu þvf þar i ööru sæti, cins og I Reykjavlkur og íslandsmótinu. Þórsstúlkurnar sigruðu meö 20 stigum gegn 16 eftir aö staöan f hálfleik haföi veriö 8:7 fyrir heimaiiöiö. Eftir sjö minútna leik var staöan 1:0 fyrir Þórsstúlkurnar!!! — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.