Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 6
A Vísir. Þriðjudagur 15. april 1975. vísm tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Tiltölulega góð staða Kjarasamningum er nú að mestu lokið. Vinnu- friður og full atvinna hafa verið tryggð á flestum sviðum atvinnulifsins. Verkfall er aðeins á stærstu togurunum. Og samningaviðræðurnar hafa leitt i ljós útbreiddan skilning meðal aðila vinnumarkaðsins á nauðsyn kerfisbreytinga á ýmsum sviðum. Rikisstjórnin hefur styrkzt vegna friðsamlegr- ar lausnar vinnudeilnanna. Ofan á hafa orðið hugmyndir hennar um að láta að sinni láglauna- bætur leysa visitölubætur af hólmi. Er útkoman gerólik þvi, sem varð i fyrra, þegar allt fór úr böndum i samningunum og hálaunamennirnir reyndust hafa fengið meira en láglaunamennirn- ir, þegar upp var staðið. Bæði launþegar og vinnuveitendur áttuðu sig á mikilvægi þess, að nú verði timinn notaður vel til að finna nýtt tekjuverndarkerfi, sem sé minni verðbólguhvati en visitölubæturnar eru. Slikt kerfi á að vera þannig úr garði gert, að ekki þurfi að taka það úr sambandi i hvert skipti, sem þjóðarbúið mætir vandamálum. Hliðstæður skilningur kom einnig fram i samn- ingum útvegsmanna og sjómanna. Báðir aðilar sjá spillinguna i sjóða- og millifærslukerfinu, sem hefur stöðugt magnazt vegna sjálfheldunnar i hlutaskiptareglunum. Þeir samþykktu þvi, ,,..að óska eftir þvi við rikisstjórnina, að hún feli Þjóðhagsstofnun að láta fara fram endur- skoðun á samningsfyrirkomulagi varðandi kerf- isbreytingu á hlutaskiptum og afstöðu til sjóða- kerfis sjávarútvegsins.” Samninganefndirnar samþykktu að óska eftir skipun tiu manna nefndar fulltrúa sjómanna og útvegsmanna undir forsæti fulltrúa Þjóðhags- stofnunar og að óska eftir áliti nefndarinnar fyrir 1. desember næstkomandi. Þessi sameiginlega tillaga deiluaðila er einn af ljósustu punktum samningaviðræðna undanfarinna vikna. Samningaviðræðurnar að undanförnu hafa ekki leitt til varanlegs friðar i atvinnulifinu. En þær hafa leitt til bráðabirgðafriðar, sem unnt er að nota til að undirbúa frekari samninga. Vinnuveit- endur telja sig geta starfrækt fyrirtækin á grund- velli hinna nýju samninga. Þar með ætti full at- vinna að vera trygg i náinni framtið. Þar með hefur fullur árangur náðst i sjálfu forgangsverk- efninu. Á næstu mánuðum mun koma i ljós, hvernig hinar nýju láglaunabætur reynast. Koma mun i ljós, hvaða árangri þær ná i að stöðva kjararýrn- un láglaunafólks. Jafnframt mun hagþróunin skýrast betur á næstu mánuðum, ekki sizt breyt- ingar á stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Allar þessar upplýsingar verður unnt að hafa til hliðsjónar, þegar aftur verður setzt að samninga- borði. Að öllu samanlögðu stöndum við nokkru réttar en sumar nágrannaþjóðir okkar. Við höfum að visu við ótal vandamál að striða. En við höfum komizt hjá atvinnuleysi. Við höfum minnkað spennuna i kjarasamningamálunum og tryggt vinnufrið um sinn. Meðal okkar rikir útbreiddur skilningur á að leysa sem fyrst ýmis kerfisbundin vandamál, sem lengi hafa verið okkur fjötur um fót. Við höfum að töluverðu leyti lært á sambýlið við afleiðingar hinna efnahagslegu áfalla. — JK hafa þeir unniðmarga smásigra á herstjórninni i baráttu sinni til þess að létta ögn á aganum og spartönsku liferni herskálanna. Þeir hafa gripið til setuverk- falla á auðu svæðunum fyrir framan herskálana, neitað að heilsa yfirmönnum og efnt til fjöldafunda til að mótmæla kjörum sinum og knýja i gegn lengri leyfi, þægilegri aðbúnað, sitt hár og hærri laun. mrnsw Umsjón: G.P. Ekki er þvi að heilsa, að það hafi verið nokkuð verr búið að nýliðum i hollenzka hernum en I herjum annarra NATOrikja. En samtök nýliða — hollenzkir dát- ar eru þeir einu I heimi, sem hafa starfandi stéttar- og hags- munafélag — hafa gengið svo vel fram i kjarabaráttunni, að nú fá hollenzkir nýliðar rúm lega fjötutiu þúsund króna mán- aðarlaun. Það er tuttugufaldur máli nýliða i herjum Dana, Svia og Norðmanna, og tvöfalt það kaup, sem vestur-þýzkir nýliðar fá, meðan þeir gegna herskyldu. Það lægi beint við að ætla, að samtök þeirra tækju nýja laga- frumvarpinu tveim höndum, en það fylgir böggull skammrifinu og sá böggull hefur vakið upp háværa gagnrýni þessara stétt- arsamtaka. t frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir þvi, að fái einhver undanþágu frá herskyldu vegna trúarbragða sinna eða einfald- lega samvizkunnar vegna, þá verði hann i staðinn að starfa að félags- eða liknarmálum I 21 mánuð, sem er þriðjungi lengri timi en herskyldan tekur. Með félags- og liknarstörfum er aðallega átt við störf á sjúkrahúsum, og þá einkanlega geðsjúkrahúsum og öðrum slik- um rikisstofnunum. — Það er ætlan margra, að fjöldanum muni hrjósa hugur við slikum Hollenzkir nýliðar taka þátt I heræfingum NATO I Noregi. Hollendingar hyggjast slaka ó herskyldunni Holland er eitthvert frjálslyndasta land álf- unnar, og jafnvel kannski þótt viðar væri leitað. Svo langt geng- ur frjálslyndi þeirra, að senn sleppa nýliðar, sem kvaddir eru i her- inn, við herskylduna, ef þeir aðeins setja sig á móti ofbeldi. Allt og sumt, sem þeir þurfa þá að gera til að losna undan herskyldunni, er að fylla út sér- stök eyfublöð hermálaráðuneyt- isins, þar sem þeir tina til, hvað þeim finnst striða gegn sálar- heill sinni. Auk ýmissa trúarlegra orsaka þá eru teknar gildar ástæöur eins og óyfirstiganlegur óþokki á hvers konar ofbeldi, eða á notkun gjöreyðingarvopna eða bara trú á þvi, að eitthvert hinna fimmtán rikja NATO, bandamanna Hollendinga, beiti herstyrk sinum þvert ofan i á- kvæði alþjóðalaga. Þeir, sem kallaðir verða I her- inn, þurfa ekki annað en færa til einhverja slika ástæðu, til þess að verða undanþegnir herþjón ustu — án frekari eftirgrennsl- ana. Nema þá á strlðstlmum, eða þá ef fjöldi þeirra, sem skorast undan herskyldunni, vex svo, að vörnum Hollands sé hætt.'En i dag eru það um það bii 2000, sem árlega neita að sinna herkvaðningu. Þannig hugsa Hollendingar það i framtiðinni, samkvæmt nýju frumvarpi til laga, sem lagt hefur verið fyrir hollenzka þingið. Þessi nýja tilhögun er töluvert róttæk breyting, viðurkennir Joon den Uyl, fiirsætisráðherra, sjálfur — og það jafnvel þótt hér sé um frjálslyr.dustu þjóð álf- unnar að ræða — En Hollend- ingar hafa ávallt sýnt nylibum hersins mikið umburðariyndi og umhyggju. Það eru um 50.000 nýliðar sem kvaddir eru i herinn ár hvert til þess að gegna herþjón- ustu. Hvergi i heiminum eru her- skylduliöar jafnvel launaðir og hjá Hollendingum. En auk þess starfshorfum og af tvennu illu heldur kjósa að afplána her- skylduna. Það er til að mynda eindregin skoðun samtaka nýliða hersins, sem gramir i bragði segja, að lengra timabil slikrar starf- skyldu við þess konar aðstæður orki á menn eins og refsing fyrir að neita að þjóna I hernum. Það I eðli sinu sé þá til þess fallið, að knýja menn heldur til herþjón- ustunnar. I sama streng tekur hið út- breidda dagblað kaþólskra, ,,De Vokskrant”, og skrifar: „Vissu- lega er nauðsynlegt að finna eitthvað til jafnvægis byrðum herskyldunnar. En það er engin þörf á þvi, að hafa hinn kostinn, sem boðið er upp á I staðinn, jafn fráhrindandi og eins og i refsingarskyni”. Þetta áhrifarika málgagn telur ennfremur, að stjórnin sýni ósanngirni I þeim áætlun- um sinum, að endurskoða málið á ófriðartimum, til að tryggja það, að herinn fái nógan mann- afla, svo að hann verði bardaga- hæfur. „Það getur ekki verið, að menn hugsi sér fljótandi gengi á samvizkuspurningum, sem fari eftir þvi hversu timarnir séu erfiðir”, skrifar blaðið. Meðal ungs fólks i Hollandi hefur farið vaxandi andstaða gegn herskyldunni og nauðsyn hennar á friðar- og afvopnunar- timum. — Þetta hefur orðið til þess, að stjórnin hefur sett á laggirnar nefnd til að kanna möguleikann á þvi að setja á fót her málaliða, skipaðan sjálf- boðaliðum eingöngu og atvinnu- hermönnum. Nútimaher og striðsrekstur þessarar tæknialdar hefur dreg- ið mjög úr þýðingu herkvaddra nýliða, sem hafa stutta viðdvöl I hernum. Þar er meiri nauðsyn á sérfræðingum og tæknimönn- um, sem hafa að baki langa skólun og þjálfun, eftir þvi sem Henk Vredeling, varnarmála- ráðherra segir. Vredeling og Max van der Stoel, utanrikisráðherra, finna i vaxandi mæli fyrir þvi, að vinstri vængurinn i verka- mannaflokki þeirra leggur fast að þeim, að láta draga úr fjár- veitingu til vopnakaupa handa hernum og jafnframt að leggja minna af mörkum til varna NATO.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.