Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Föstudagur 18. aprtl 1975. virnm — Notið þér bankabók? ■ Laufey Jónsdóttir, nemi: — Já, og ég nota hana talsvert mikið. Pabbi opnaði þessa bók fyrir mig þegar ég var nýfædd og það hefur alltaf verið eitthvað að velkjast inn á henni siðan. Guömundur Helgason, vegg- fóðrari: — Að visu á ég bankabók þó að ég eigi nú aldrei neitt til að leggja inn á hana sem heitið get- ur. Ég opnaði bók þegar ég var smápatti i Vestmannaeyjum. Þegar ég svo flutti i land 1945 opnaði ég strax bók i einum bank- anum i Reykjavik. Mig minnir að ég hafi opnað hana með 10 krón- um. Jón Ágústsson, 10 ára: — Ég hef aldrei átt bankabók. Ég eyði allt- af peningunum minum strax. Ef það verður einhver afgangur geymir mamma hann. Ingólfur Jónsson, verzlunar- stjóri: — Já, ég nota bankabók, en ekki ávisanahefti. Ég hef notað þessa bankabók siðan ég var smástrákur — þó að það hafi kannski ekki alltaf verið miklir peningar inni á henni..... Pétur Georgsson, iðnaöarmaður: — Bankabók? Jú.einhvers staðar á ég að eiga hana. Ég opnaði bankabók þegar ég var að byrja að byggja um tvitugt og var þar af leiðandi oft með mikla peninga i umferð. Núna nota ég ávisana- heftið meira. Ingibjörg Arellusar, húsmóðir: — Þegar ég var 6 ára gömul fékk ég arf. Þá var opnuð bankabók á minu nafni og peningarnir lagöir þar inn. Þessa bók nota ég ennþá. Ég hef alltaf varasjóð inni á henni... Hvernig útskýra stóru sykurmnfíytiendurnir lága verðið hjá hinum? Halla Magnúsdóttir hringdi: „Það þarf að heiðra þá kaup- menn, sem flettu ofan af sykur- okrurunum. Við sama tækifæri þyrfti að flengja okrarana og verðlagsnefndarmenn hvora með öðrum. Það hefur aldrei farið framhjá neinum þegar heims- markaðsverð á sykri hefur hækkað, en núna, þegar það hefur lækkað gifurlega hreyfist verðið ekki hætis hót. Innflytjendurnir hafa tekið höndum saman um svindlið og eru reiðubúnir til að útskýra málið þegar spurt er. Einn þessara innfiytjenda lét hafa það eftir sér i viðtali við Visi fyrir skömmu, að hann ætti ekki von á þvi, að verð á sykri ætti eft- ir að lækka hérlendis þrátt fyrir verðlækkanir erlendis, sagðist ekki búast við að slikt færi að ger- ast fyrr en liða tæki á árið. Hvernig vill þessi ágæti maður - _ útskýra það i dag, að nokkrir kaupmenn skuli geta leikið sér að þvi, að kaupa til landsins ódýran sykur og selja hann á miklu lægra verði en hinir stóru þykjast geta gert? Er ekki svarið einfaldlega það, að þessir stóru aðilar, sem hingað til hafa séð okkur fyrir sykri frá útlöndunum, hafi einmitt lagt sig eftir þvi að kaupa sykurinn þar sem hann fæst dýrustu verði keyptur? Þannig fá þeir meiri peninga i álagninguna. Á maður að trúa þvi, að verð- lagsyfirvöld fylgist ekki með þvi, að svona svindl geti ekki átt sér stað? Eitthvað hlýtur alla vega að vera gert til að girða fyrir fram- hald á svindlinu þegar málið er orðið opinbert.” SUMIR FA OF MIKIÐ - HANN FÆR EKKERT örnólfur hringdi: „Það er sitt af hverju, sem finna má athugavert við ollu- styrkinn. Það eru t.d. kunn orð- in dæmi um húseigendur, sem eru með stóra fjölskyldu og fá hærri fjárupphæð I olíustyrk en þeir greiða fyrir oliuna. Þá eru lika ófá dæmi þess, að húseig- endur fái vini eða ættingja til að skrá sig á heimilisfang þeirra til að fjölga á heimilinu. Þetta viðgengst á meðan margir aðrir olíukaupendur eru hins vegar hlunnfarnir. Vil ég fá aö gera hér grein fyrir mlnum eigin raunum af því taginu. Þannig er, að ég er búsettur I Reykjavík, en hef verið með hús I smiðum I meira en ár I Garða- hreppi. Um það leyti, sem byrj- að var að úthluta oliustyrk var ég byrjaður að kynda húsið I Garðahreppi á meðan ég var að vinna við tréverk, málningu og annað þviumlíkt. Það hafa farið miklir peningar I kyndingar- kostnað á þessu húsi, á meðan ég hef verið að vinna þar, en þegar ég fór að spyrjast fyrir um oliustyrkinn, sem ég taldi mig eiga út á húsið, greip ég I tómt! Mér var tjáð, að ég ætti ekki að fá ollustyrk þar sem ég væri ekki fluttur þar inn með fjöl- skyldu mlna. Ég fæ með engu móti fallizt á að það skipti máli. Þaö sem máli skiptir er það, að ég hef þurft að kynda húsið upp með ærnum tilkostnaði. Það hef ég þurft að gera með oliu þvi ekki geta þeir ennþá boðið upp á hitaveitu I Garðahreppi.” FÆR VÍETNAM NEFNDIN GJALDEYRIS- YFIRFÆRSLU? Ofnotkun auglýsinga Inga hringdi: „Ég vil fá að vekja athygli hinnar svonefndu Samstarfs- nefndar um reykingavarnir á þvi, að hinn stöðugi áróður þeirra I fjölmiðlum er byrjaður að verka öfugt við það sem til var ætlazt. Sjálf reyki ég ekki, en ég hef ekki orðið þess vör, að það reyk- ingafólk, sem ég umgengst hafi dregið úr tóbaksnotkun slðan þessi áróður hófst. Þvert á móti hef ég það á tilfinningunni, að auglýsingarnar „minni viðkom- andi á það” að fá sér reyk. Þetta er svona með alla hluti, sem eru auglýstir af hvað mest- um ákafa. Auglýsingar eru beitt vopn, en með ofnotkun getur það auðveldlega snúizt I hönd- um þeirra, sem þvl beita.” “ílu “pl-ll >075^ '16,. t.B. hringdi: „Hvar ætlar Vletnamnefndin Islenzka að fá milljóninni skipt, Lesendur hafa aróié' HRINGIÐ I síma86611 KL13-15 sem þeir hyggjast senda til „frelsaranna” I Vletnam? Þaö er víst lítið gagn I þvl fyrir Vlet- nama að fá krónurnar okkar, þaö verður að skipta söfnunar- fénu I erlendan gjaldeyri. Ég trúi þvl ekki, aö safnist stór upphæö I samskotabauk Víetnamnefndarinnar og enn siður fæst ég til að trúa þvl, að Víetnamhreyfingin fái gjald- eyrisyfirfærslu til þeirra nota, sem fyrir þeim vakir. A meðan viö tslendingar fáum ekki nema skiptimynt til afnota I eigin þágu finnst mér ótækt, að kommúnistar fái að ausa gjald- eyri I slna lika.” ______ -Í-tstíSrS jtfxssZste. ssSr^SstS rss&srr- * *' i(U Víetn? þús mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.