Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 18. apríl 1975. 13 Segðu mér, hvað er eiginlga I þessum 7 stóru töskum, sem þó tókst með þér....! - A' Þetta er vist framtlðin, segja þeir! Þann 14. des. voru gefin saman I hjónaband I Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði af séra Garðari Þorsteinssyni ungfrú Sólveig Stefánsdóttir og herra Ægir Þorláksson. Heimiliþeirra er að Hverfisgötu 10, Hf. (Ljósmyndastofa Kristjáns). 21. des. voru gefin saman I hjónaband af séra Braga Frið- rikssyni I Garðakirkju ungfrú Þórdis Rögnvaldsdóttir og Jó- hann Egilsson. (Nýja myndastofan). Þann 14. des. voru gefin saman I hjónaband I Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði af séra Garðari Þorsteinssyni, ungfrú Guðbjörg Björnsdóttir og herra Arni Svavarsson. Heimili þeirra er að Reykjavikurvegi 36, Hf. (Ljósmyndastofa Kristjáns). -tc-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í í -*■ -* I í I ★ ! ★ $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ¥ ¥ ¥ ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Wf w Nt Kv >"3 S1L n Spáin gildir fyrir laugardaginn 19. aprfl; I Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Faröu út að skemmta þér í kvöld og reyndu aö njóta llfsins sem bezt með vinum þinum. Komdu æsku- draumum i framkvæmd. Nautið, 21. aprll—21. mai. Allt nám mun ganga betur I náinni framtlð en verið hefur. Þú færð tækifæri til að lífga mjög upp á umhverfi þitt og koma öðrum I gott skap. Tvlburarnir,22. mai—21. júnl. Dagurinn er mjög heppilegur til alls konar ferðalaga og heim- sókna. Þú hefur ekki tima til að gera allt það sem þig langar til. Krabbinn, 22. júnl—23. júlí. Notaðu morguninn til að kaupa inn það sem þig vantar, og það eru miklar llkur á að þú gerir kostakaup. Það er nauðsynlegt að taka ákvarðanir við og við. Ljónið, 24. júll—23. ágúst. Geröu eitthvað óvenjulegt um þessa helgi, hjakkaðu ekki alltaf I sama gamla farinu. Dagurinn er vel til ferða- laga fallinn. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Baktjaldamakk og leyndardómar veita þér mikla gleði I dag. Farðu með börn I dýragarð eða á söfn. Hafðu það rólegt I kvöld. Vogin,24. sept.—23. okt. Vinur þinn eða kunningi kemur þér mjög á óvart I dag. Forðastu að láta nýjungar fara I taugarnar á þér. Vertu I góðum félagsskap í kvöld. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Þér gengur vel að ná þvi marki sem þú hefur sett þér I dag. Geröu betur grein fyrir skoðunum þinum og vertu þolinmóð(ur). Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Reyndu að koma aukinni skipulagningu á llf þitt. Notaðu morguninn til að vinna, en farðu I ferðalag eða skemmtu þér seinni partinn. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Farðu þér hægt I dag og farðu varlega I umferðinni. Fjármálin krefjast ýtrustu varfærni. Efldu hæfileika þlna. Vatnsberinn, 21. jan,—19. feb. Þú færð mikinn stuðning við skoðanir þlnar I dag. Ræddu vanda- málin við maka þinn eða félaga. Það er róman- tlk I loftinu. Fiskarnir, 20. feb,—20. marz. Farðu vel meö heilsu þlna I dag og lagaöu það sem aflaga fer heima fyrir. Þú veröur fyrir óvæntu happi. ! ! ¥ ! ¥ ¥ t ¥ $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ $ ¥ ¥ ¥ □ DAG | Q KVÖLD | n □AG | 0 ■ ■ KVD L Dl n □AG | Sjónvarp, kl. 21,00: Leiðaraskrif blaðanna borin undir Einar Ágústsson — í Kastljósi í kvöld Einar Ágústsson kemur fram I Kastljósi I kvöld, þar sem borin verða undir hann leiðaraskrif um för hans til Sovétrlkjanna. Kastljós er á dagskrá sjón- varpsins I kvöld. Aðalmálið þar verður tvlmælalaust sá þáttur þar sem fjallað veröur um skrif dagblaðanna og þá sérstaklega Timans og Morgunblaðsins I forystugreinum um heimsókn Einars Agústssonar til Sovét- rikjanna. Verður Einar Ágústsson feng- inn til þess að koma fram og verða borin undir hann þessi umræddu skrif. Þá verður fjallað um mengun frá málmblendiverksmiðjunni umræddu, og veröur þar rætt við einhverja aðila I sambandi við skýrslu Náttúruverndarráðs varðandi það mál. Loks verður fjallað um eign- arrétt á heitu vatni hér á landi, en um það mál eru nú deilur vlðs vegar um landið. Velta menn þvl nú fyrir sér, hvort við eigum að fá hitaveitukónga á víð og dreif um landið I framtlð- inni. Að slðustu verður svo fjallað um fæðingaorlof kvenna og frumvarp Ragnhildar Helga- dóttur alþingismanns um það mál. Auk Ólafs Ragnarssonar sjá um Kastljósið I kvöld þau Elías Snæland Jónsson, Einar Karl Haraldsson, Helgi H. Jónsson og Aslaug Ragnars. — EA UTVARP • 14.30 Miðdegissagan: ,,Sá hlær bezt...” eftir Asa I Bæ. Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Cassenti hljóðfæraflokkur- inn I Vancouver leikur Skemmtiþætti fyrir litla hljómsveit eftir Robert Turner 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögn- valdsson les (5). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhijóm- sveitar tsiands I Háskóla- biói kvöldið áður. Hljóm- sveitarstjóri: Vladimir Ashkenazý. Einleikari á kontrabassa: Arni Egilsson. a. Þættir úr „Rómeó og Júliu”, balletttónlist eftir Sergej Prokofjeff. b. „Niður”, verk fyrir kontra- bassa og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson (frumflutningur). c. Sinfónia nr. 4 i f-moll eftir Pjotr Iljitsj Tsjaikovský. — Jón Múli Ámason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Þjófur i paradis” eftir Indriða G. Þorsteinsson. Höfundur les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis og byggingarmál. Ólafur Jensson ræðir við Guttorm Sigurbjörnsson, forstöðu- mann fasteignamats rlkis- ins, um fasteignamat og fleira. 22.35 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Boðsmót Taflfélags Reykjavikur hefst i kvöld kl. 8 i Skákheimilinu Grensásvegi 44. Allir vel- komnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.