Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Föstudagur 18. april 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTöiT~ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Si&umúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánu&i innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Bla&aprent hf. Hinn nýi Gullfoss íslendingar hafa lengi saknað Gullfossanna sinna, skipanna, sem héldu opnum glugga okkar gagnvart umheiminum, löngu áður en flugið sigr- aði sem eðlilegasti ferðamátinn yfir heimshöfin. Gifurlegur halli var orðinn á rekstri hins siðasta Gullfoss, þegar Eimskipafélagið gafst upp á honum. Skipið var heldur ekki byggt fyrir nútimaþarfir á þessu sviði. Það var úrelt blanda vöru- og farþegaskips, var illa búið til bilaflutn- inga og var of seint i ferðum. Nú hafa orðið skyndileg umskipti á þessu sviði. Gullfoss-glugginn hefur verið opnaður og i þetta sinn alveg upp á gátt. Færeyskir athafnamenn hafa komið sér upp hraðskreiðri bilaferju, sem meðal annars verður notuð til Islandssiglinga. Ferjan kemur raunar i eðlilegu framhaldi af opnun Skeiðarársands fyrir almennri bilaum- ferð. Ferðafjölskyldur geta nú sett tjöld i bila sina eða húsvagna aftan i, ekið sem leið liggur austur á firði og um borð i fer juna. Siðan geta þær áð i Færeyjum og haldið svo áfram til Björgvinj- ar með sömu ferju eða til Esbjerg i Danmörku eða Leirvikur á Bretlandseyjum með annarri. Ferjan bætir verulega aðstöðu fólks til að taka sig upp með sitt hafurtask og fara i langar könn- unarferðir um Evrópu á eigin bil og með ódýrum hætti, án stöðugra áninga á dýrum hótelum og veitingahúsum. Verði ferða og bilaflutnings með feíjunni virð- ist vera i hóf stillt.þannig að i heild ætti tslending um nú að gefast kostur á ódýrum langferðum um Evrópu. Menn geta meira að segja tekið með sér mat að heiman og þar með vikið sér undan hinni ströngu gjaldeyrisskömmtun, sem nú rikir hér á landi. Frumkvæði hinna færeysku athafnamanna er lofsvert. Þeir hafa fyrir eigin reikning og áhættu frámkvæmt það, sem pólitiskir snakkarar i Norðurlandaráði hafa verið að ræða um að styrkja einhvern til að gera. Þær umræður hefðu samkvæmt fyrri reynslu tekið tiu-fimmtán ár. Einkaframtakið hefur rækilega slegið veizlu- skandinavismanum við. Við sendum Færeyingunum okkar beztu óskir um velgengni i ævintýri þeirra. — JK Latur formaður Aðgerðaleysi formanns stjórnarskrárnefndar, Hannibals Valdimarssonar, er orðið að meiri háttar hneyksli. Árum saman hefur hann tregð- azt við að halda fundi i nefndinni, þrátt fyrir til- mæli annarra nefndarmanna og kröfur fjöl- margra, sem telja stjórnarskrána vera orðna gersamlega úrelta i ljósi nútima aðstæðna. Nokkrum sinnum hefur hann þó haldið fundi, en án sjáanlegs árangurs. Þó tekur steininn úr, þegar Hannibal kennir al- menningi um þennan seinagang, eins og hann gerði opinberlega um daginn. Hann getur ekki ætlazt til, að almenningur hlaupi upp til handa og fóta með tillögur. Hann getur ekki heldur búizt við, að erindi ýmissa stofnana og samtaka til nefndarinnar fjalli um annað en sérsvið þeirra. Nauðsynlegt gæti reynzt að skipa nýja nefnd með nýjum formanni til að setja kraft i málið. — JK 1 Horft um öxl í Indókína /*\® Unisjón: G.P. Þjóðir Kambódiu og Suður-Vietnam hafa átt i svipuðu striði báðar við öfl studd af komm- únistum, meðan stjórn- ir þeirra hafa reitt sig á stuðning Bandarikja- manna. En lengra nær samanburðurinn ekki. Sú skoðun ré& utanrlkisstefnu Bandarikjamanna og banda- manna um skeið, að félli Phnom Penh og Saigon I hendur komm- únista, þá mundi hvert rikið af öðru þar i suðaustur Asiu læsast inni i valdakrumlu kommún- ismans. Þessi afstaöa tók ekkert mið af þeim mun, sem er i kynþátt- unum, sem þessi lönd byggja, trúarbrögðum þeirra, menn- ingu eða sögu. Fyrsti fundur Kambódiu- manna og Vietnama, sem sögur fara af, átti sér stað á vigvellin- um. Á tólftu öld, þegar Khmer- veldiö teygði sig frá Suður- Klnahafi til Burma, lagði kambódiskur leiðangur upp frá höfuðborginni og hélt yfir Annamitefjöll til að ráðast á Vietnam en landamæri þess voru 1 grófum dráttum svipuö og Norður-Vietnams I dag. Vietnamar, sem höfðu barizt til sjálfstæðis eftir þúsund ára kúgun Kinaveldis, hrundu Khmerunum af höndum sér. Það voru litil tengsl i þá daga milli kynþátta þessara tveggja landa, þvi að hinir strangtrúuðu Brahma-trúarmenn I Kambódiu vildu sem minnst samskipti við Búddatrúarmenn Vietnams. Hinir slðarnefndu fluttu smám saman ofan úr fjöllunum og þöndu sig yfir hindrúarikið Champa alla leið suður að strönd. En um það leyti sem fyrstu frönsku nýlendulandkönnuðirn- ir komu á þessar slóðir seint á siðustu öld, rikti hatur milli Khmeranna og Vietnama, þvi að hinir siöarnefndu höfðu lagt undir sig Mekongóshólmana <g setzt þar að. óshólmarnir eru enn i dag frjósamasta hris- grjónaræktarhéraö Vietnams. Þegar Frakkar tóku Kambódiu undir verndarvæng sinn flæmdu þeir Vietnama úr suðausturlandamærahéruðun- um. Þótt Frakkar hefðu þannig tryggt Kambódiumönnum landamæri þeirra, ólu þeir samt á þjóðarhatrinu milli ibúa þess- ara tveggja landa, þar sem þeir fluttu inn Vietnama til þess að reka plantekrur sinar og iðnað- arfyrirtæki i Kambódiu. Þessi gamla tortryggni og hatur ólgaði enn undir niðri, þegar Norodom Sihanouk prins var steypt af stóli 1970 og Kambódia tók að reka skæru- liða Vietcong og Noröur-VIet- nama úr landamærahéruðum sinum. Þeim hafði um nokkurra ára bil liðizt að hafa birgða- stöðvar og æfingabúðir inni á yfirráðasvæöi Kambódiu I skjóli stjórnar Sihanouks, sem á- stundaði „vinstrisinnað hlut- leysi”. Þúsundir Vietnama, sem bú- settir voru I úthverfum Phnom Penh, eða öörum stórborgum Kambódiu, voru myrtir I þess- ari hreinsunaröldu, sem gekk yfir, en aðrar þúsundir flúðu I skyndi yfir til Vietnam. — Þeir, sem urðu að hafa viðkomu i Phnom Penh á flóttanum, vör- uðust að tala annað mál en Khmeranna og létu ekki sjá sig i .siðkuflum Vietnama. Þrátt fyrir gagnkvæm skipti á vinsamlegum orðsendingum Kambódiu og Vietnams á þeim fimmárum,sem liðin eru siðan, grunar menn, að grunnt sé á hinum nýmyndaða vinskap og ekki á honum að byggja til lang- frama. Stjómin i Phnom Penh sakaði oft Saigon-herinn um grimmd, nauðganir og rupl, þegar hann fór I leiöangra til að hrekja Norður-Vietnama af vegunum á milli bæja og þorpa i Kambódíu, sem stjórnarher Khmeranna fékk ekki haldið opnum. Samvinnan var ekki alltaf upp á það bezta. Kambódiumenn neituðu að taka nokkurn þátt i kostnaöi Saigon-stjórnarinnar af þessum leiðöngrum. Það náð- ist ekki einu sinni samkomulag um, að vietnömsku hermenn- imir gætu fengið mála sinn i „riels” — mynt Kambódiu — meðan þeir voru á kambódiskri grund. Þegar bændur i Kam- bódiu neituðu að taka við greiðslum I pjöstrum Vietnama fyrir matvæli, einfaldlega stálu dátarnir fæðunni. Saigon og Phnom Penh tóku upp stjórnmálasamskipti, en það var meira til málamynda, og aldrei varð af samkomulagi um gagnkvæm viðskipti eða verzlun, eins og heitið hafði ver- iö. Svipaöur stiröleiki kom liká fram i hinum herbúðunum. Flóttafólk og liðhlaupar úr hér- uðum, sem voru á valdi rauðu Khmeranna i Kambódiu, kunnu aö segja frá þvi, að komið hefði til skotbardaga milli skæruliða Rauöu Khmeranna og her- manna Norður-VIetnams út af matvæla- og skotfærabirgðum. Glöggt dæmi um grannakryt þennan birtist f þvi, að aldrei varö af árásinni á Phnom Penh, sem allir bjuggust við að yrði, þegar Bandarikjaþing bannaði loftárásir flughersins á Kam- bódiu 1973. Foringjar I Banda- rikjaher hafa upplýst, að njósnaskýrslur heföu leitt I ljós, aö þessi dráttur á árásinni ætti sinar orsakir að rekja til af- hroðs, sem Rauðliðar guldu I siðustu loftárásum B-52 sprengjuflugvéla Bandarikja- manna. Skæruliðaforingjarnir höfðu neitað að fara að ráðum ráögjafanna frá Norður-Viet- nam og hörfa meö meginlið sitt og drepa þvi á dreif fyrir loft- árásirnar. — Þeir sátu sem fast- ast og lentu i miðri sprengudrif- unni. En Rauðu Khmerarnir standa Imikilli þakkarskuld við Hanoi. Þaö var niunda herdeild Norður-VIetnama, sem hrakti stjórnarherinn á flótta snemma árs 1972, meðan erindrekar þeirra og hernaðarráðunautar þjálfuðu upp og vopnuðu 50.000 manna her úr hinum sundur- leita hópi stjórnarandstæðinga og ræningjaflokkum þeim, sem kölluðu sig Khmer Rouge, en þeir voru upphaflega um 3.000 að tölu. Hanoi sá einnig fyrir vopna- flutningunum frá Kina yfir Norður-Vietnam til Rauðu Khmeranna i Kambódiu. Þrátt fyrir þessa þakkarskuld hefur ráðamönnunum i Hanoi gengið illa að koma sinum dyggustu fylgisveinum áfram til forystu innan hreyfingar Rauðu Khmeranna. — Það er um 2.000 manna kjarni, sem stundum hefur verið kaliaðir af „Tonkin-skólanum”, vegna þess að þessi hópur bjó I Hanoi I fjölda ára, eftir að þeir flúðu Kambodiu, þegar hún hlaut sjálfstæöi 1953, eða 1954 þegar Viet Minh-skæruliðar kommún- ista, sem þeir höfðu stutt I Kam- bódiu, höfðu sig þaðan á á brott eftir Genfarsamkomulagið. Af „Tonkin-skólanum” eru þeir Ieng Sary og Saloth Sar, sem eru leiðtogar kommúnista- flokksins i Khmer. En slðan striðið hófst 1970 hafa þeir verið mest i skugganum og litið á þeim borið. Meira hefur hins vegar borið á Sihanouk prins, þar sem hann hefur setið i útlegð i Peking. — Sjálfur trúir hann þvi, að Rauðu Khmerarnir séu ættjarðarvinir, þjóðræknari en svo, að þeir láti ánetjast hjálparhellum sinum i Hanoi og Peking. — Og yfir- stjórnandi skæruliðasveita Khmer Rouge, Khieu Samhpan, er talinn liklegasta forsætisráð- herraefni þeirra, þegar þeir mynda stjórn upp úr rústunum I Kambódiu að striðinu loknu núna. Stjórn Sihanouks prins átti meiri vinsældum að fagna meðal alþýðunnar en menn gerðu sér grein fyrir, þegar honum var velt úr valdastóli. Kommúnistar hafa rekið sig á andstöðu meðal bænda, þegar þeir hafa imprað á áróðri um, að Sihanouk væri ekki eins ó- missandi og menn héldu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.