Vísir


Vísir - 18.04.1975, Qupperneq 16

Vísir - 18.04.1975, Qupperneq 16
Föstudagur 18. april 1975. „Hvar eru eiginlega björgunar- mennirnir,” hugsar kisa og húkir uppi í staurnum. „Kunningjamir kalla mig Loðmund núna" sagði Ólafur Valur Sigurðsson, stýrimaður, sem var ó gönguferð í Loðmundarfirði ó dögunum Aldraðir, — en starfshœfir: NÝ VIÐHORF TIL ELDRA FÓLKSINS Á RÁÐSTEFNU RKÍ A einni öld hefur meðalævi fólks i landinu lengzt um helming eða þar um bil, fólki fjölgar ört i hærri aldursflokkunum og trú- lega mun þessi breyting eiga eftir að ganga hraðar en nokkru sinni fyrr. Jafnframt þessu eykst starfhæfni og starfsfærni fólks i þessum aldursflokkum. „Hér er þvi eigi i raun um vandamál að ræða,heldur hag- kvæma þróun fyrir þjóðfélagið, ef rétt eráhaldið,” segja forráða- menn Reykjavikurdeildar Rauða krossins. Deildin heldur fund á laugar- daginn, þar sem flutt verða fjögur stutt framsöguerindi af ræðumönnum með sérþekkingu, hver á sinu sviði, varðandi félags- og heilbrigðismál aldraðra. Fundurinn verður haldinn i Domus Medica og hefst kl. 14 á laugardag og er opinn þeim sem vilja. -JBP- Hreindýra- hópur hrapaði og fórst Hópur 27—30 hreindýra fannst dauður á Fagradai, leiðinni frá Egilsstöðum niður til Reyðar- fjarðar, núna á dögunum. Segir fréttaritari Dags á Akureyri frá þessu I Degi, sem kom út i gær. Hröpuðu hreindýrin niður svell- bólstra og kletta og drápust i fall- inu. Daginn áður en þetta gerðist segist fréttaritarinn hafa verið á ferö uni Fagradal. Sá hann þá dautt hreindýr náiægt veginum. „Var auðséð hvernig það hafði hrapaö, þvi rauð blóðslóðin lá frá efstu eggjum og niður undir veg. Var það dapurleg aðkoma,” segir fréttamaðurinn. ,,Hafi ég verið söguleg- ur áður, er ég eiginlega kominn í draugalíki núna," sagði Ólafur Val- ur Sigurðsson, stýrimað- ur á einu varðskipanna, en það var einmitt hann, sem var á ferli í Loð- mundarfirði um það leyti, sem hin óskýrðu Ijós sáust þar á dögunum. „Kunningjarnir kalla mig Loðmund núna,” sagði Ólafur Valur. „Ég náði seinna sam- bandi við sýslumanninn, og hann þaulreyndi það, að ferðir minar blönduðust ekkert saman við aðrar meintar mannaferðir á þessum slóðum. Sjálfur varð ég ekki var við neitt nema hreindýr. Það var slæðingur af þeim. Ég held að ég hafi talið um 18 þarna i hóp. Það var mikið far á þeim, þvi það var litið um frjálsa beit, heldur aðeins toppar á hólum, sem stóðu upp úr. Þau hafa greinilega rásað á milli þeirra. Á tima, meðan ég virti þau fyrir mér úr fjallinu svona kilómetra fyrirofan Stakkahlið, voru þau i rólegheitum heima við bæ, og kom engin styggð að þeim. Það var ekkert óeðlilegt að sjá. Ég gekk eftir ásum, sem eru að norðanverðu i dalnum, nokk- uð langt fyrir ofan bæina, þar sem viðsýnt er. Ég fór aldrei niður að bæjunum. Sýslumaður- inn á Seyðisfirði sagði mér, að sporin, sem þeir fundu, hefðu verið við Klyppsstað, sem er innarlega i dalnum, langt fyrir innan þetta. Um sporin er það að segja, að hreindýrið þéttir nokkuð mikið snjóinn með spori sinu. Svo kemur sólbráð, og þá aflagast sporið svo að það getur tekið ýmsar myndir. Það getur greinilega varðveitzt lengi, en breytist þegar það er að snjóa og bráðna sitt á hvað. Ég var einmitt að horfa á þetta og velta þvi fyrir mér, hvað sporin gátu verið mismunandi, eftir þvi hvernig þau sneru við sólinni. Þaðer lika athyglisvert, að þeg- ar dýrin rása svona, er hópurinn mjög dreifður, svo það er kannski ekki nema ein slóð i skafli. Og bilið á milli sporanna er likt og hjá manni.” Ölafi var sagt, að Visi hefði borizt bréf, þar sem spurt var, hvort varðskipsmenn skildu eft- ir sig hreindýraspor. Þá hló Ólafur: „Nei, þeir eru hvorki komnir með horn né klaufir ennþá, þótt slæmir séu. Afturámóti voru þeir að spyrja mig, strákarnir um borð, hvort ég væri vanur hreindýrareiðum, þvi það gerði ekki nema þaulvanur maður að riða hreini upp áHérað og koma aftur til baka á þessari stund og voru þá að skirskota til óþekktra manna á ferli þar. Ég spurði þá bara, hvort þeir hefðu aldrei lesið Sjálfstætt fólk. Annars var ég um tvo og hálf- an tima á þessu rölti, en við fór- um aftur um miðnættið. Það er „Okkur fannst það ekki vera það mikið mál,” sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, i morgun, þegar liann var spurð- ur, hvort „njósnaduflin” frægu hefði borið á góma i viðræðum hans við Sovétmenn. Utanrikisráðherra sagði, að hann hefði ekki minnzt á þau mál við Rússana. Um mál Askenazys sagði ráðherra, að hann neitaði að svara öllum spurningum fjölmiðla um, hvort hann hefði borið það fram við Sovétmenn. Hann sagðist ekki láta fjölmiðla knýja sig til að breyta þvi viðhorfi, að farið væri með málið sem leyndar- mál. Ráðherra bað um, að það kæmi skýrt fram, að Davið Askenazy vildi ekki, að frá stöðu rriálsins væri greint á þessu stigi. — HH Hér er slðasta duflið, ófeigsfjaröarduflið, sem er rússneskt. Landhelgisgæzlan er mætt til leiks, Helgi Hallvarðsson og menn hans náðu I duflið og sjást hér messa yfir þvl. HÚKTI MARGA TÍMA UPPI A LJÓSASTAUR OG ÞORÐI EKKI NIÐUR... ,,Þaö spunnust upp miklar getgátur um það, hvort þarna væri á ferðinni högni, sem hefði verið að sýna læðu hetjuskap sinn, eða hvort þetta væri læða, sem hreinlega hefði flúið undan högna...” Þetta sögðu þeir hjá Sjó- mannafélaginu, þegar þeir höfðu samband við okkur i gær. Þeir sögðust standa i ýmsu fleira en samningum. Uppi i ljósastaur skammt frá húsa- kynnum þeirra sat nefnilega köttur, sem ekki virtist fyrir sitt litla lif þora niður þessi ósköp. Kisa hafði setið þarna uppi frá þvi þeir mættu á skrifstofu sina klukkan niu um morguninn. Þegar hún virtistekkert á þvi að koma sér niður sjálf, var hafizt handa um að leita að einhverj- um bjargvætti. Bjargvætturinn reyndist svo vera Rafmagnsveitan. Um klukkan eitt var komið með til- heyrandi tæki, og kisa sótt. t fyrstu kærði hún sig ekkert um þessa björgun, en hún kunni sannarlega að meta hana, þegar niður var komið. Skyldi hún ekki flýja eitthvað annað en upp i ljósastaur næst...? —EA Ólafur Valur — hann var á ferð I Loðmundarfirði, en sporin við Klyppsstaöi eru ekki hans. ekki mikið um að við förum i svona göngutúra á veturna, en þarna var veðrið svo afbragðs gott, að ég stóðst ekki mátið. Um borð er ekki nema járn og stál, og það er þægilegt að losna við það, þótt ekki sé nema tvo klukkutima. — SHH vísm „Ekki það mikið mól" Einar þagði um duflin i Moskvu — Mól Askenazys „leyndarmál"

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.