Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 18. apríl 1975. 3 Tekjuskiptingin á landinu Norðlend- ingar aftarlega á merinni Norðlendingar segjast vera aftarlega á merinni i tekju- skiptingu. A Norðurlandi öllu bjuggu 15,6 af hundraði iands- manna, en i þeirra hlut komu að- eins 14,2 af hundraði teknanna. Hins vegar bjuggu i Reykjavik 29,5 af hundraði landslýðs, en hluturinn af tekjunum var stærri eða 42,1%. Þessar tölur eru miðaðar við lok ársins 1972. Mismunurinn á ibúahlutfallinu og teknahlutfallinu var þvi 2,6 af hundraði hagstæður Reykviking- um, en 1,4 af hundraði óhag- stæður Norðlendingum. Reykjanes var 0,4 af hundraði i plús, þegar þessi hlutföll voru borin saman, en önnur kjördæmi i minus. Vesturland, Austur'iand og Suðurland voru hálft prósent i minus en Vestfirðir aðeins örlilið brot úr prósenti i minus. -HH. Exorcist nálgast Útvegsbankinn: Gamalgróinn bankamaður fékk banka- stjérastöðu Flugfreyjur fara til Eitthvað fyrir ferðalanga í Fœreyjum: HVALUR FASTUR I SKÁLAFIRÐI Frændum okkar Færeyingum ieggst ailtaf eitthvað til. Um leið og þeir opna nýja og góða ieið til ferða að og frá eylöndunum hér I norðri, hafa þeir heima i Fær- eyjum fengið nýtt fyrirbrigöi, sem liklegt er til að lokka að ferðamenn. Þetta er grfðarlega stór búr- hvalur, sem kominn er i Skála- fjörð og syndir þar hring eftir hring. En ekki kemst hann út, og er þar um að kenna hugvit- samlegu sköpulagi skepnunnar. t Skálafirði háttar svo til, að þegar komið er af hafi grynnist fjörðurinn smátt og smátt, unz hann er orðinn örgrunnur, en þá kemur skyndilega marbakki og innan hans er fjörðurinn aftur Kvikmyndin Exorcist, sem mikið var rætt um á timabiii I vetur, er nú að náigast iandið. Prufueintak er væntaniegt á næstunni, og sagði Arni djúpur. Þarna komst búri klakklaust inn, en þegar hann ætlar út aftur, gefa hin með- fæddu bergmálstæki hans til kynna, að þarna sé þverhniptur farartálmi, sem hann komist ekki fram hjá. Og hvalsauminginn á ekki annars úrkosti en svamla þarna hring eftir hring og éta það sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða. Sigurd Simonsen, ferðaskrif- stofumaður frá Þórshöfn, sem sagði blaðamönnum frá þessu á fréttafundi vegna Smyrils, sagöi einnig, að fyrir hefði kom- ið, að grindhvalavöður hefðu króazt inni i Skálafirði af sömu orsökum. — SHH Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Austurbæjarbiórs, að hún yrði fyrst sýnd réttum yfirvöldum hér, en síöan tekin ákvörðun um textun og sýningu. -SHH. Gamalgróinn bankamaður hlaut bankastjórastöðuna við Utvegsbanka íslands I Reykjavík. A fundi bankaráðs bankans i gærdag var ákveðið, að Bjarni Guðbjörnsson, úti- bússtjóri i Kópavogi, skyldi hljóta stöðuna. Var það sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um, en að sjálfsögðu hafði talsverður þrýstingur verið af hálfu annarra umsækjenda, eins og oft vill verða, þegar ráðið er I siikar stöður. Bjarni Guðbjörnsson er fæddur I Reykjavik 1912 og gerðist starfsmaður við (Jt- vegsbankann 1941. , Niu árum siðar var hann ráðinn útibús- stjóri við bankann á lsafirði og fyrir rúmum tveim árum við útibú bankans I Kópavogi. Hann sat á þingi fyrir Vest- firðinga á árunum 1967 til 1974. — JBP — Kammersveit Reykjavíkur: LJÚKA FYRSTA STARFSÁRINU séttasemjara Flugfreyjur og viðsemjendur þeirra, Flugfélag tsiands og Loftleiöir, hafa nú visað samningaviðræðum sinum til sáttasemjara. Fundur hefur þó ekki verið boðaður þar ennþá. Að sögn formanns Flugfreyju- félagsins Erlu Hatlemark hafa samningar verið lausir siðan 1. nóvember á slðasta ári. Siðan hafa staðið yfir viðræður við Flugfélagið og Loftleiðir, en það sést vist bezt á timanum hversu hægt og sigandi viðræður ganga. Erla sagði, að enn hefði ekkert verið ákveðið um verkfallsboðun. Lágmarkslaun flugfreyju I dag eru 48 þúsund krónur. Hámarks- laun eru 68.700 krónur. -EA. Hér eru þau Guðný Guömundsdóttir, Helga Ingóifsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson. Þau frumflytja Divertimento fyrir sembal og strengjatrió eftir Hafliða Hallgrimsson á tónleikum Kammer- sveitarinnar á sunnudaginn. AFLAR SÉR ÞORRA- Prokofieff flutt, en fulltrúar 18. aldarinnar verða þeir Leopold Mozart og Johann Sebastian Bach. Mozart var reyndar þekktari sem faðir Wolfgangs Amadeus en sem tónskáld, enda þótt nokkur verk liggi eftir hann og þyki áheyrileg. Tón- leikunum lýkur á Branden- borgarkonsert Bachs og verður sembal þá i fyrsta sinn notaður hér á landi sem einleiks- hljóbfæri við flutning verksins. Hljóðfæraleikarar, sem koma fram, eru 21 talsins, þar af 4 einleikarar. Rut Ingólfsdóttir, sem er einn félagi sveitarinnar, tekurekki þátt i hljómleikunum vegna veikinda. A hún við at- vinnusiúkdóm aðstriða,en tals- vert hefur borið á sliku meðal hljóðfæraleikara i Sinfóniu- hljómsveitinni. Er þar einkum um að ræða vöðvabólgu og sina- skeiðabólgu, sem er atvinnu- sjúkdómur þeirra, sem leika á streng jahljóðf ærin. -JBP- MATAR — heldur íslenzka viku á veitingastað í Luxemburg — og skipuleggja það nœsta „Ahugi áheyrenda á starfi sveitarinnar lofar góðu,” segir I fréttatilkynningu frá Kammer- sveit Reýkjavikur. Sveitin er um þessar mundir að ljúka starfsári sinu, fyrsta starfsárinu. Og það er hreint engin uppgjöf I félögum sveitar- innar, þviþegar er búið að gera tónleikaskrá næsta vetrar. Þá verða fernir tónleikar haldnir, auk þess sem fiutt veröur tón- og leikverkið „Sagan af dátan- um” I samvinnu við Leikfélag Reykjavikur. Fjórðu og siðustu tónleikar þessa fyrsta starfsárs verða haldnir i sal Menntaskólans I Hamrahliðásunnudaginnkl. 16. A tónleikaskrá eru tvö tónverk frá 18. öld og önnur tvö frá 20. öldinni. Frumflutt verður tónverk eftir Hafliða Hallgrims- son, Divertimento fyrir sembal og strengjatrló. Verkið var samið siðastliðið sumar með Kammersveit Reykjavikur i huga. Þá verður verk eftir Stærsta islendinganýlendan er- lendis er án efa skemmtistaður- inn BLACKBESSI Luxemburg, ef miða á við fermetrafjölda. Black Bess er jafnan þétt setinn Islenzkum starfsmönnum flugfé- laganna Cargolux, Loftleiða og Luxair, svo og Isíendingum, er leið eiga um Luxemburg. Chuck Klisser eigandi staðarins var hér nýlega á ferð, er blaðamaður VIs- is náði tali af honum. Chuck kvaðst vera hér staddur til að afla sér islenzks þorramatar með til- heyrandi vökvum, fánum og hljómplötum. Kvaðst Klisser ætla að efna til islenzkrar viku á skemmtistað sinum. Annars eru þetta beztu skinn, og i gegnum árin hef ég eignazt margan góðan islenzkan vin I Luxemburg.” Kiisser lét mjög vel af dvöl sinni hér, en kvaðst vera mjög undrandi yfir skemmtanalifi okk- ar hér. „Aldrei á minni ævi hef ég þurft ab standa I langri biðröð til þess eins að komast inn á skemmti- stað, og þvflikur troðningur, oh boy”. „En maturinn ykkar er góður og hollur, og Islendingar eru gott fólk að sækja heim.” ö.P. ,,Má ekki bjóða þér hardfish” skaut Klisser inn i, um leið og hann hámaði i sig harðfisk eins og hvert annað sælgæti. Aðspurðurum hegðan landans I Black Bess sagði Klisser: „Þeir bera af, þeir eru sællegri og ánægðari en aðrir gestir minir, en eiga stundum til að gleyma lok- unartima staðarins, og þá reynir oft á mina fátæklegu islenzku- kunnáttu, „við fara loka, fara heim goda not, bless”. „Má bjóða þér harðfisk?” — Klisser kunni vel aö meta þenn- an þjóðarrétt okkar. Davíð Scheving um ástandið í iðnaðinum: „MINNI PANTANIR EN NOKKRU SINNI FYRR" Starfsmannaf jöldi í iönaöi er nú minni en áður og forsvarsmenn fyrir- tækja spá fækkun starfs- manna á þessu ári, sagði Davíð Scheving Thor- steinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda, við setningu ársþings þeirra. Innheimta fyrirtækjanna á andvirði sölu þeirra hefur farið versnandi og fyrirliggjandi pantanir eru minni en nokkru sinni fyrr, sagði hann. Davið sagði, að það hlyti að vera vanhugsuð ráðstöfun stjórnvalda, að stöðva útlán til iðanðarins i kjölfar gengis- fellingarinnar, einmitt þegar iðnaðurinn þyrfti á auknu rekstarfé að halda til þess, að gengisfellingin kæmi að gagni og gegndi þvi hlutverki sinu að auka og treysta grundvöll framleiðsluatvinnuveganna. Heildarframleiðsla i iðnaði jókst um aðeins f jögur prósent á siðasta ári. Það er mun minni aukning en verið hefur i mörg undanfarin ér. Davið sagði, að af mörgum tillögum iðnrekenda til stjórnvalda um úrbætur hefðiaðeins eitt af stærri málunum verið leyst, en þó að- eins að hálfu leyti. Söluskattur i tolli af vélum framleiðslu- iðnaðarins hefur verið lækkaður um helming. Aðrar kröfur séu sagðar i athugun i ráðuneytum. . -HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.