Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. Föstudagur 18. apríl 1975 — 88. tbl. Einar eftir Moskvuferðina: EKKERT MAL - LEYNDARMÁL - baksíða Kisa í hrakningum — baksíða „Kunningjarnir kalla mig Loðmund" — baksíða • GULLFOSS- GLUGGINN OPNAÐUR — leiðari um ferju- flutninga Fœreyinga — bls. 6 „Mesf til að halda menningar- sambandi" — sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, um fund með FÍM og BÍL í dag „Þetta er nánast rabb- fundur. Þar verða engar til- lögur lagðar fyrir,” sagði Birgir isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, sem hefur boð- að stjórnir Félags islenzkra myndlistarmanna og Banda- lags islenzkra listamanna til sin á fund i dag. ,,Það má kannski segja, að þessi fundur sé mest til að halda inenningarsam- bandi,” sagði Birgir isleifur. Það er sem sagt allt við svipað, livað snertir deiluna um Kjarvalsstaði. Myndlist- armenn hafa aftur á móti fengið lóð i Kópavogi undir sýningarhús, sem þeir hugsa sér að koma þar upp hið fyrsta. Um helgina verður haldinn aðalfundur Banda- lags islenzkra listamanna, og er búizt við, að formanns- kosningar beri mjög keim af þvi, liver sé talinn liklegast- ur til aö koma byggingar- málinu röggsamlega fram. — SIIIl 12-1400 bílar óseldir Verða nýju bílarnir boðnir upp i sumar? Enn er fjöldi nýrra blla óseldur I landinu, og þótt nokkuð hafi selzt, er tæpast hægt að segja, að salan sé ör.'Spurningin er, hvað gert verður við þá bíla, sem óscldir veröa i sumar. Ljósm. VIsis Bragi. „Bilarnir eru ekki orðnir það gamlir i landinu að það sé kom- ið að uppboði ennþá. Til þess þarf varan að verða ársgömul. Mér skilst, að það sé þá ekki fyrr en i júni eða júli, sem það gæti komið til”. Þetta sagði tollstjóri, Björn Hermannsson, þegar við höfð- um samband við hann i gær I sambandi við þá ótollafgreiddu bfla, sem nú biða bara eftir þvi að ganga út. Það kom fram i Visi fyrir nokkru að talið væri að óseldar bifreiðar i landinu væru um 1200 til 1400 að tölu. Tollstjóri kvaðst ekki hafa neina tölu um þá bila, sem óseldir eru, en sagði að það gæti sjálfsagt staðizt, að þeir væru á annað þúsund. En varðandi uppboðið á bilun- um sagðist tollstjóri búast við þvi, að það yrði eins og með aðra vöru, „nerna að þeir sendi vöruna úr lahdi, þvi að það mega þeir að sjálfsögðu,” bætti hann við. ,,En nú er alltaf verið að toll- afgreiða nokkra bila”, sagði hann ennfremur. „Þannig að það smá gengur á þetta, þegar ekkert nýtt kemur i staðinn.” Gat hann i þvi sambandi um, að nýlega væri búið að veita eftirgjöf til sjúklinga og ör- yrkja. Sagði hann þar vera það marga sem fengju ivilnanir I tollum, ,,að það fara sjálfsagt nokkur hundruð af bilum og hafa farið þegar.” —EA Tryggja hús sín gegn hamförum nóttúrunnar — frumvarp um nýja skyldutryggingu eftir helgi „Eftir helgina kemur fram frumvarp, sem fjallar um skyldutrygg- ingu á húseignir og lausa- fé, til þess að bæta tjón vegna náttúruhamfara, eldgosa, jarðskjálfta og skriðufalla," sagði Matthias Bjarnason, tryggingaráðherra, í við- tali við Visi í morgun. ,,Ég skipaði nefnd 30. desem- ber siðast liðinn til þess að at- huga þessi mál og semja frum- varpið,” sagði ráðherra. ,,i henni áttu sæti Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags is- lands, Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari og Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur. Þetta frumvarp er i prentun, en verður útbýtt á alþingi i byrjun vikunnar.” Matthias vildi ekki skýra frá efni frumvarpsins, en i þvi mun vera gert ráð fyrir, að húseig- endur greiði visst hlutfall af brunabótamati fasteigna sinna, sem mun vera 250 krónur af hverri milljón i brunabótamati, unz sjóðurinn hefur náð vissri upphæð, og siðan aftur, ef hörmungar dynja yfir. — SHH Samkeppnin harðnar á sykurmarkaðnum: KRON borgar með sykrinum Hafi maður gert skökk innkaup verður maður að taka af- leiðingunum. Þess vegna er það nú, sem KRON hefur lækkað verð á sykri i sinum verzlunum til jafns við lægsta sykurverð i öðrum verzlunum,” sagði Ingólfur ólafs- son, kaupfélagsstjóri i viðtali við Visi i inorgun. „Þetta þýðir það.að KRON þa rf að borg a um 65 k rón ur með hverju kilói miðað við fyrra út- söluverð,” sagði Ingólfur. „En i flestum verzlunum okkar var kilóið selt á 310 krónur, en var að hækka með nýjum sending- um. Verðið var i nokkrum verzlunum komið upp i 410 krónur.” Ekki gat Ingólfur svarað þvi, hversu lengi KRON mundi borga með sykrinum: „Verðlækkunin hjá Hagkaupi, Kjöti og Fiski og Kaupgarði kom nokkuð óvænt og okkur hefur ekki unnizt timi til að átta okkur fyllilega á hlutunum.” KRON hefur að sjálfsögðu keypt sinn sykur frá Sam- bandinu og kosta tvö kilóin i heildsölu 560 krónur, en út úr KRON-búðunum kos:a tvö kilóin i dag 490 krónur. Aðspurður, hvort KRON f'æri út I að flytja inn sykur fyrir verzlanir sinar upp á eigin spýtur svaraði Ingólfur aðeins: „Það er möguleiki sem hefur komið til tals.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.