Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 18.04.1975, Blaðsíða 5
4 Styrktarfélag vangefinna heldur almennan félagsfund laugardaginn 19. april kl. 14 i Bjarkarási við Stjörnu- ,/ gróf. FUNDAREFNI: Tannlækningar vangefinna, gestur fund- arins Björn Russell tannlæknir frá Dan- mörku flytur erindi og svarar spurningum fundarmanna. Styrktarfélag vangefinna. Álandseyjavika í Norræna húsinu 19. til 27. apríl 1975 Dagskrá: Laugardagur 19. april: Kl. 16:00 Alandseyjavikan hefst. Sýningar opnar almenningi i sýningarsöl- um i kjallara, anddyri og bökasafni. „SPELMANSMUSIK”. Kl. 17:00 Kvikmyndasýning i samkomusal: ÁLAND. Sunnudagur 20. april: Kl. 15:00 Prófessor MATTS DREIJER heldur fyrirlestur um sögu Álandseyja. K1 17'00 Kvikmyndasýning: BONDBRÖLLOP, SÁNGFEST PÁ ÁLAND Mánudagur 21. april: Kl. 17:00 Kvikmyndasýning: FÁKTARGUBBEN. Kl. 20:30 Prófessor NILS EDELMAN heldur fyrir- lestur meö litskyggnum um berggrunn Álandseyja. Þriðjudagur 22. april: Kl. 17:00 Kvikmyndasýning: . POSTROTEFÁRDER ÖVER ALAND. Kl. 20:30 Fil.dr. JOHANNES SALMINEN heldur fyrirlestur um álenzkar bókmenntir. KARL-ERIK BERGMAN, rithöfundur, les úr eigin og annarra verkum. ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON, rit- höfundur, les úr þýðingum slnum á áienzkum skáldskap. Miðvikudagur 23. april: Kl. 17:00 Kvikmyndasýning um siglingar á segl- skipum. HARALD LINDFORS, skip- stjóri, rifjar upp endurminningar frá tlm- um seglskipaferðanna um öll heimsins höf. Kl. 19:00 Samfelld dagskrá um Alandseyjar: LARS INGMAR JOHANSSON: Det S- landska náringslivets utveckling. FOLKE SJÖLUND: Álands turism. KARL-ERIK BERGMAN: Fiske pá Áland. e LARS INGMAR JOHANSSON: Alands sjálvstyrelse och förvaltning. Til skýringar efni verða sýndar mynd- ræmur og litskyggnur. Fimmtudagur 24. april: Kl. 16:00 Kvikmyndasýning: Aland. „SPELMANSMUSIK”. Kl. 17:00 KURT WEBER ræðir um álenzkt listalíf. Föstudagur 25. april: Kl. 17:00 Kvikmyndasýning: ÁLAND. Laugardagur 26. april: Kl. 16:00 Vikulok: Tónleikar Walton GRÖNROOS, óperusöngvari. Undirleikari: AGNES LÖVE. Sunnudagur 27. april: Sfðasti dagur álenzku sýninganna. Kvikmyndasýningar. „Skerma”sýningin frá Historiska museet I Stokkhólmi verð- ur þó látin standa fram eftir vikunni. NORRÆNA HÚSIÐ Lausar stöður Deildarstjórastöður I fræöslumáladeild og verk- og tæknimenntunardeild menntamálaráðuneytisins eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur til 16. mal n.k. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni upplýsingar um menntun og fyrri störf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikis- ins. Menntamálaráðuneytið, 16. april 1975. Notuð kœliborð 2ja metra afgreiðsluborð og 2ja metra veggkæliborð til sölu. Upplýsingar i Rafbúð SÍS, Ármúla 3. PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða BIFVÉLAVIRKJA nú þegar. Nánari upplýsingar verða veittar i starfsmannadeild Pósts og sima. Lögtaksúrskurður — Keflavík Samkvæmt beiðni Bæjarsjóðs Keflavikur úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinnar fyrirfram- greiðslu útsvara og aðstöðugjalda árið 1975 allt ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn i Keflavik, 14. april 1975. Jón Eysteinsson, settur. Visir. Föstudagur 18. april 1975. Vlsir. Föstudagur 18. apríl 1975. 5 REUTER AP' NTB í MORGUN Uf LÖNDI MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Danska skipið, Jens Rand, á siglingu með arsenikfarniinn heim til Finn- lands aftur. Sihanouk fer ekki heim Norodom Sihanouk prins ætlar að fresta þvi um sinn að snúa heim til Phnom Penh og tekur því ekki þátt i hátíðarhöldum sigur- vegaranna. Hann kveðst heldur vilja vera við hlið deyjandi móður sinnar. Menn höfðu búizt við þvi, að prinsinnhralaðisér heim til þess að taka við þjóðarforystu aftur, og hingað til hefur þótt nauðsyn fyrirhvem þann, sem hyggst ná áhrifum á slikum róstutimum, að vera þar nærri, þegar völdunum er deilt. EnBúddaleiðtoginn fullvissar menn um, að Rauðliðar hafi staðfest, að þeir vilji fá hann fyrir þjóðhöfðingja. Hann viðurkennir þó, að hann muni ekki öðlast aftur eins mikil völd, og hann hafði, þegar byltingin var gerð 1970. Prinsinn segir, að hin 73 ára gamla móðir hans liggi fyrir dauðanum. Hann segist ekki vilja vikja frá henni siðustu ævi- daga hennar. Enn bardagar í Beirut Enn eiga sér stað átök i Libanon milli hægri sinnaðra falangista og skæruliða Palestinu- araba. í gær létu tiu manns lifið i bardögum, og hafa nú 130 beðið bana i óeirðunum sið- ustu fimm daga. Heyra mátti skothvelli hér og þar i Beirut i gærkvöldi, þrátt fyrir yfirlýsingar leiðtoga beggja fyrir tveim dögum um vopnahlé. — Það varð að visu til þess að verstu átökunum linnti. Atökin hafa ekki orðið til þess að draga úr andúð falangista á veru skæruliðanna i Libanon. Þeir vilja, að skæruliðarnir verði afvopnaðir og jafnvel helzt visað úr landi. En skæruliðarnir, sem komu sér fyrir i Libanon eftir sex daga striðið við ísrael 1967, og eftir að her Hússeins Jórdaniukonungs flæmdi þá herskáustu úr Jórdaniu, eru staðráðnir i að hreyfa sig hvergi. Menn spá þvi þó, að þessi átök muni smám saman fjara út á næstu dögum. íbúar i Beirút virt- ust einnig þeirrar skoðunar og var byrjað að opna verzlanir og kaffihús i gær, en fyrirtæki og stofnanir eins og skólar hafa neyðzt til að hafa lokað þessa daga. A klukkustundar fresti flytur útvarpið áskoranir Rashid Al- Solh, forsætisráðherra, um að borgarar skuli virða vopnahléið. Enn í bosli með arsenik Finnska rikisoliufyrir- tækið á enn i mestu brösum með arsenik- eiturfarminn, sem það ætlaði að láta varpa í sjóinn syðst i Atlants- hafi, en varð að hætta við. Það lét umskipa þessum 100 smálestum af arseniki yfir i danskt skip, sem nú er komið með farminn aftur til Finnlands. — En nú vildu hafnarverkamenn i Naantali ekki losa skipið. Reyndist ógjörningur i gær að ná samkomulagi við verkamenn- ina. Mánuður er liðinn, siðan finnska skipið Enskeri lagði af stað með 690 tunnur af arseniktri- óxiöi, úrgangsefni finnsku oliu- hreinsunarstöðvarinnar. En vegna opinberra mótmæla rikis- stjóma Suður-Amerikulanda og fleiri Atlantshafsrikja var hætt við að fleygja eitrinu i sjóinn. Hjúkrunarkonan svaf, meðan ungbðrnin brunnu inni Við rannsókn á eldsvoðanum i Belgrad i siðasta mánuði, þar sem tuttugu og fimm hvit- voðungar fórust, viður- kenndi hjúkrunarkonan, sem var á vakt, þegar slysið varð, að hún hefði sofið i næsta herbergi, þegar eldurinn brauzt út. Blöö i Belgrad segja ennfrem- ur, að rannsóknin hafi leitt i ljós, að nær klukkustund hafi liðið frá þvi að eldsins varð vart, þar til slökkviliðsmenn komu á staðinn. Allan þennan tima gerði enginn af starfsfólki sjúkrahússins til- raun til þess að fara inn I logandi vöggustofuna til að bjarga þeim 28 kornabörnum, sem þar lágu. Enginn kunni heldur á slökkvi- tækin, sem voru við hendina. Ástæðan fyrir þvi, hve lengi dróst að slökkviliðið kæmi, var sú, að simar sjúkrahússins voru ekki i lagi. Slökkviliðsmennirnir komu 13 minútum eftir að kallið barst. Eldsupptökin voru rakin til raf- magnsofns, sem ofhitnaði og bráðnaði. FLJÚGANDI DISKUR Stúdentaóeirðir í Mílanó Tveggja daga götubardagar og ótök milli lögreglu og mótmœlenda í Milanó var lögreglan við hinu versta búin i dag eftir tveggja daga götuóeirðir, þar sem tvennt lét lífið og yfir þrjátiu særðust. eirða, þar sem óeirðarseggir grýttu lögreglumenn og bygging- ar og vörpuðu Mólótoffkokkteil- um (ikveikjusprengjum) á hús. Lögreglan varð að beita táragasi, til þess að hafa hemil á múgnum, og stöku sinnum greip hún til byssunnar. — Margir lögreglu- menn fóru meiddir frá þessum átökum. Svo var að sjá, sem þessar ó- eirðir ætluðu að breiðast út i borgum allt frá Torino til Caserta. Sex manns slösuðust I átökum i Pavia. Kaíjpovtefílrj í Venezuela Anatoly Karpov, nýskipaður heimsmeistari I skák, mun fara til Venezuela I næsta mánuði og taka þar þátt i al- þjóðlegu skákmóti, eftir þvl sem Alberto Caro, forseti skáksambands Venezuela, hefur skýrt frá. Fyrsti fijúgandi diskur mann- anna er nú — kominn á loft, eins og sést hér á inyndinni t.h.. Hún er tekin i flugskýli flughers Breta i Cardington á Englandi i gær. Þessi diskur er einungis fyrir- rennari annarra stærri, sem smiða á siðar, ef þessi tilraun tekst vel. Eiga þeir að geta flutt nokkur hundruð smálestir af vörum. Það, sem lyftir diskinum upp, er heliumgas geymt á belgjum inni i diskinum. Svo að i vissum skilningi er þetta arftaki gömlu loftbelgjanna. JOHN CONNALLY SÝKNAÐUR John Connally, fyrrum fjár- málaráðherra Nixons forseta, hefur verið sýknaður af ákærum um mútuþægni. Þessi milljónamæringur frá Texas, sem hljóp úr demókrata- flokknum yfir til repúblikana og þótti þar jafnvel liklegur sem frambjóðandi af þeirra hálfu til forsetakosninga, getur nú tekið aftur til við stjórnmálastörf. Kviðdómugi,5in komst að þeirri niðurstöðu, að Connally væri ekki sekur um að hafa þegið mútur. Saksóknarinn hafði leitt fram eitt vitni, Jakobsen, sem hélt þvi fram, að Connally hefði tvisvar þegið 5.000 dollara umbun úr hendi mjólkurframleiðanda fyrir að hafa talað máli þeirra við Nixon þáverandi forseta og fengið hækkun á verðbótum fyrir mjólk. ORÐASKAK MILLI LIBÝUMANNA OG EGYPTA Sadat kallar Gaddafi ofursta „sjúkan mann" Egyptaland og Libýa, sem eitt sinn voru komin á fremsta hlunn með að sameinast i eitt riki — slik var einingin og bræðralagið — hafa lent i sliku orðakasti að ligg- ur við algerum vináttu- slitum. Al-Ahram, aðalmálgagn Egyptalands, birtir I dag beisk- yrtan leiöara i garð Muammar Gaddafi, ofursta, leiðtoga Libýu. Blaðið sakar hann um siðlausar og ruddalegar árásir á Egypta og Anuar Sadat, forseta. Al-Ahram, aðalmálgagn Egyptalands, birtir i dag beisk- yrtan leiðara i garð Muammar Gaddafi, ofursta, leiðtogaLibýu. Blaðið sakar hann um siðlausar og ruddalegar árásir á Egypta og Anuar Sadat, forseta. Ali Hamdi Gammal rittjóri skrifar: „Gaddafi æröist vegna þess, að Sadat forseti sagði aðeins sannleikann, þegar hann lýsti honum sem sjúkum manni.” Leiðtogar Libýu hafa hótað að rjúfa öll stjórnmálatengsl við Egyptaland, ef Sadat forseti breytti ekki stefnu sinni gagnvart Libýu. — Egyptar svöruðu fyrir sig með þvi að vara Gaddafi við þvi að ofsækja egypzka verka- menn i Libýu. Hin opinbera fréttastofa i Libýu segir, að Egyptar séu að reyna að leiða athyglina frá samsæri um að grafa undan einingu Araba- landanna. Ritstjóri Al-Ahram kom i leið- ara sinum i' morgun með nýja skýringu á þvi, hvers vegna aldrei varð af þvi, að Egyptaland og Libýa sameinuðust. „Vegna þess að Gaddafi leitaði samein- ingar i persónulegu ávinninga- skyni. Hann vill verða æðstráð- andi allra Arabalandanna og kaupa þjóðir þeirra með oliuauð- æfum lands sins,” skrifar Gammal. Það var búizt við þvi, að þús- undir verkamanna og stúdenta mundu þyrpast út á göturnar kl. 9 I morgun, þegar hefjast átti klukkustundar allsherjarverkfall f mótmælaskyni við það, sem þeir kalla „fasistaofbeldi”. Vinstrisinna kröfugöngumenn lentu i átökum við lögregluna i gærkvöldi, en fyrr i gær hafði einn félagi þeirra látið lifið, þegar hann varð fyrir lögreglubíl. Hér og hvar i Milanó kom til ó-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.