Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 23. mai 1975 VÍSIBSm: — Hvernig vilt þú helzt eyða sólskinsdegi eins og þessum? Gestur Finnsson, verkamaöur: Mig langar nú bara til þess aö fara upp i sveit og hafa þaö gott þar. Þaö væri gott aö njóta svona góðs veöurs þar. Asgrimur Ásgrlmsson, hús- gagnabólstrari: Ég vil helzt ekki þurfa aö vinna á svona degi. Ætli ég vildi ekki bara skreppa upp i sveit og leika mér soldið þar. Kristinn Jón Bjarnason, 10 ára: Ég vildi helzt fara til Dalvikur þar sem amma mín og bróðir hennar mömmu eiga heima. Svo vildi ég vera að leika mér, t.d. að hjóla. Kristin Asta Friöriksdóttir, skrif- stofustúlka: Vera úti! En þar sem ég er hálflöt við að liggja i sólbaði, vil ég heldur nota góða veðrið til þess aö labba um. Ólafla Guönadóttir, skrifstofu- stúlka: Ég vildi fara upp i sveit. Þá vestur á Snæfellsnes þar sem ég á frændfólk. Deginum vildi ég svo eyða úti við. Guömundur Magnússon, vagn- stjóri: Ég vil njóta sólarinnar. Fara isólbað og svoleiöis. Jú, það er erfitt aö þurfa aö vinna á svona degi. LESENDUR HAFA ORÐIÐ LEGGJUM SÉRSTAKA AHERZLU Á RÉTT MÁL OG VOG „í tilefni .af skrifum Vísis 20. þ.m., þar sem sú saga er sögð umbúðalaus, að maður nokkur hafi keypt 12 kg af sykri í Hagkaupi, en fengið að- eins 9,4 kg, vilja forráða- menn verzlunarinnar biðja Vísi fyrir eftirfar- andi: Sannleiksgildi þessarar sögu visum við algerlega á bug og hörmum, að hvorki „viðskipta- vinurinn”, né blaðamaður Visis skyldu sjá ástæðu til þess að gefa Hagkaupi kost á þvi með réttum hætti að fylgjast með endurvigtun sykurpokanna, áður en sagan kom út á prenti. En héðan af verður ekki gert við þvi. Auk þeirra ráðstafana, sem Hagkaup gerir til að halda vöru- verði i lágmarki, leggur starfs- fólk verzlunarinnar sérstaka áherzlu á rétt mál og vog. Allt annað er óhróður. — verzlunarstjóri hjó Hagkaupi svarar fyrir sig og sína Hagkaupsfólk visar þvi á bug, aö ranglega hafi veriö vigtaö. Hér er starfsstúlka viö sykurstandinn I hinni stóru verzlun Hag- kaups. Hagkaup hefur alltaf sett sig undir mæliker almennings i þessum efnum og gerir það enn. Okkur væri sönn ánægja að þvi, ef Visir eftir birtingu þessarar sögu vildi koma i ve’rzlunina til þess að fylgjast með vöruveröi okkar, máli og vog. Blaðamaður Visis má hafa með sér fulltrúa Neytendasamtakanna og Lög- gildingarstofu mælitækja og vigta sjálfur allan okkar sykur eða hverja aðra vöru, sem hann kýs, hvenær sem hann vill. Meö þökk fyrir birtinguna. F. h. Hagkaups Lúövlk Lúöviksson verzlunarstjóri” ,,A öftustu siðu Morgunblaðs- ins miövikudaginn 21. mai 1975 gat að lita eftirfarandi fyrir- sögn, sem höfð er eftir núver- andi sjávarútvegsráðhorra: Friðun veiöisvæða vegna smáfiskadráps KEMUR TIL GREINA. (Leturbreyting min.) Hér virðist með öðrum orðum koma fram sú skoðun, aö nokk- ur vafi leiki á þvi, hvort drepa eigi allan smáfisk i sjónum, eða hvort leyfa eigi einhverju af honum að tóra áfram. Ef horfið yrði að fyrra ráðinu, þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til þess að skilja, að þá mun all- ur fiskur veröa horfinn úr sjón- um innan skamms. Ef smáfisk- urinn fær ekki að ná þeim þroska, aö hann geti hrygnt, skilst mér a.m.k. að ekki verði um fleiri fiska að ræða, smáa né stóra, isjónum, þegar fram liða stundir. Ég hefi ekki fylgzt sem skyldi með þróun þessara mála, en mér bókstaflega hnykkti við, er ég hjustaði á útvarpsþátt hér á dögunum þar sem m.a. Ingvar Hallgrlmsson og Jakob Jakobs- son fiskifræðingar lýstu framtlöarhorfum, ef ekkert yrði að gert. Gallinn er aðeins sá, að það er ekki nóg að tala, það þarf lika að framkvæma. Með þess- um orðum er ég ekki að veitast að fiskifræðingum, heldur æöri stofnunum, sem ákvarða mögu- leika fiskifræðinga til sem giftu- samlegastrar nýtingar fiski- miöanna. Meinsemdin liggur i þvi, að fiskifræðingarnir sjálfir hafa ekkert framkvæmdavald þaö liggur hjá Alþingi og rikis- stjórn. Af gamalli reynslu hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrsta hugsun margra þing- manna er: Hvernig kemst ég aftur á þing að þessu kjörtfma- bili loknu? Svarið er ósköp ein- falt: Með þvi að geðjast kjósendum kjördæmis mins. Auðvitað hafa hin ýmsu kjördæmi mjög mismunandi hagsmuna að gæta, og þá er einfaldast að semja t.d. sérstak- lega um ýmis hlunnindi fyrir „mitt” kjördæmi við aðra þing- menn úr kjördæmum, sem hafa annarra hagsmuna að gæta. Gætu þingmenn þannig t.d. samið um sérstök hlunnindi fyrir ákveðinn landsfjórðung, þar sem ibúar þess kjördæmis ættu sérstaklega auðvelt með að moka upp smáfiski, þ.e.a.s. meðan hann entist. Þegar smáfiskurinn væri svo uppur- inn, er ósköp einfalt að leita á náöir Byggöasjóðs um sérstakt fjárframlag vegna fiskþurrðar- innar. Væri þá e.t.v. ekki úr vegi að rökstyðja þessa beiöni með þvf að sólarlagið i þessu héraði væri svo einstaklega fagurt, en það var nú m.a. rökstuðningur Asgrims Hartmannssonar (?), bæjarstjóra á Ólafsfirði, i sam- tali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum, er hann taldi fram hina miklu kosti byggðar- lags sins. Mér er kunnugt um, að ýms- um stofnunum, svo sem heil- brigðisyfirvöldum (landlækni), Almannavörnum o.fl. hafa verið veitt mjög viðtæk völd með lög- um. Enda er slik ráðstöfun sjálfsögö við vissar aðstæður. Erfiðlega hefði björgunarstarf- iö I Vestmannaeyjum gengið, ef fyrsthefði þurft að leggja fyrir Alþingi tillögur til samþykktar þvi, hvernig björgunarstarfinu skyldi hagað. Ég nefni þetta dæmi i sam- bandi við fiskifræðingana. ÞVI EKKI EINFALDLEGA AÐ VEITA FISKIFRÆÐING- UM MEÐ LÖGUM VALD TIL AKVÖRÐUNAR UM, HVAR MEGI VEIÐA, HVAÐA VEIÐ- ARFÆRI MEGI NOTA, A HVAÐA TÍMUM ARS VEIÐI SÉ BÖNNUÐ EÐA LEYFÐ OG LOKS, HVAÐA FISKTEGUND- IR EIGI SÉRSTAKLEGA AÐ FRIÐA Á HINUM ÝMSU VEIÐISVÆÐUM? Ef viö treystum ekki fiski- fræðingum okkar tslendinga til þess að ráða fram úr þessum málum, sem eru þó allir sér- menntaðir menn og mega telj- ast hlutlausir I pólitiskum átök- um, er þá frekar ástæða til að treysta alþingismönnum til ákvarðana i þessum málum, sem hvorki eru sérmenntaðir né hlutlausir? Ef ákvörðunarvald- ið á áfram að vera i höndum Alþingis og rikisstjórnarinnar, en ráð fiskifræðinga að engu höfð, nema þá til að sýnast, til hvers erum við þá að kosta upp á menntun fiskifræðinga og halda uppi stofnunum, sem fiskifræðingar þurfa að vinna við? Ef ekki veröur horfið að þvi ráði að „friða veiðisvæðin vegna smáfiskadráps”, eins og sjávarútvegsráðherra lætur sér þó koma til hugar, væri þá ekki skynsamlegt að safna nú þegar hinum ýmsu fisktegundum til varðveizlu i spiritus, þannig að komandi kynslóðir geti a.m.k. séö, hvernig þær fisktegundir lita út, sem haldið hafa lifinu I íslendingum til þessa. Væri þá lika komið i veg fyrir, að Is- lendingar þyrftu að kaupa á uppboði hjá Southeby I London sýnishorn af fiskum þessum, eins og fór um geirfuglinn forðum, nema hvað þá mundi kostnaðurinn væntanlega nema tugum milljóna króna. Fiskneytandi fimm sinnum i viku — fram til þessa.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.