Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 23. mai 1975 3 Baldvin gæOir Wagooner sinum á þorskalýsi. En þaO er einmitt Lýsi hf. sem hefur heitiö þeim 70 þúsund króna verOlaunum ef þeir sigra I Rally-keppninni á laugardaginn. Sigur tryggir 100 þúsund honum „Ég er trúlega eini þátttak- andinn i Raily-keppninni, sem hef möguleika á aö ná I 100 þús- und krónur I verölaun,” sagöi Baidvin Björnsson auglýsinga- teiknari og sýndi blm. Visis samning þar aö lútandi. En þau verölaun, sem F.t.B. hefur heit- ið sigurvegara keppninnar, eru 30 þúsund krónur. Baldvin mun taka þátt I keppninni og aka á nýlegum Wagooner, sem er i eigu auglýs- ingastofu hans, Form. Hann hefur nú selt Lýsi hf. aðstöðu til auglýsinga á bifreiðinni með á- kveðnum skilyrðum. „Ef ég kemst i fyrsta sæti greiðir Lýsi hf. 70 þúsund krón- ur. Fyrir annað sæti greiðir fyrirtækið 3Ö þúsund krónur og fyrir þriðja sæti 15 þúsund krón- ur. En ef ég kemst ekki i eitt- hvert þriggja efstu sætanna greiðir Lýsi hf. ekki krónu fyrir auglýsingamar á bilnum,” út- skýrði Baldvin. „Mér finnst 100 þúsund krón- ur vera lágmarksupphæð þegar veita á verðlaun fyrir keppni af þessu tagi,” sagði Baldvin. Og hann undraðist það, að ýmsir auglýsingaaðilar skyldu ekki vera búnir aðsjá sér-leik á borði og hækka verðlaunin til að aug- lýsa sig. „1 rauninni eru fyrstu verð- launin ekki meira en kr. 9700. Bifreiðaeigendurnir þurfa nefnilega að borga kr. 20.300 i þátttökugjald. Fyrir nú utan ýmislegt annað, sem kann að koma uppá þegar dýrum bilum er hætt út i keppni af þessu tagi,” sagði Baldvin. Þar sem Baldvin er teiknari, þótti Vfsi rétt að spyrja að lok- um um álit hans á minnispen- ingi þeim, sem F.l.B. hyggst láta gera i tilefni Rally-keppn- innar. „Hann er vist áreiðanlega með þeim ljótustu — ef ekki sá ljótasti, sem gefnir hafa verið út. Það virðastekki vera nokkur takmörk fyrir þvi, hvað hægt er að setja á markaðinn ljóta minjagripi,” svaraði Baldvin. —ÞJM 400 Bahaíar ó Islandi: Jafnrétti kynjanna er alltaf á dagskrá Hadi Afsahi, aðstoðarverndar- ráögjafi Bahaimanna á Norður- löndum.er I heimsókn I Reykja- vik. í fyrradag gekk hann á fund forseta tslands, forsætisráðherra, borgarstjórans i Reykjavik, bisk- ups, — og ræddi viö blaðamenn. Bahaímenn nota nútima aöferðir til aö vekja athygii á kenningum spámanns sins, Bahá’u’lláh. Afsahi er kennari i stærðfræði við skóla i Uppsölum i Sviþjóð. Hann er Persi eins og spámaður Bahaf-manna, en hefur búið i Svi- þjóð siðustu 15 árin. Hér á landi mun hann hafa samband við hina 400 Bahaf-menn, sem starfa I söfnuðum hér. Afsahi sagði að Bahai vaeru sjálfstæð trúarbrögð og legðu á- herzlu á að bæta mannlegt samfé- lag og reyna að sameina fólk, þjálfa það að vinna saman i stað þess að vinna gegn hvert öðru. A tslandi eru nú um 400 manns, sem tilheyra Bahai, og nokkur fjöldi, sem stendur nálægt sam- tökunum. Þess má geta á hinu al- þjóölega kvennaári aö jafnrétti kynjanna hefur alla tið verið á dagskrá hjá Bahai-mönnum. Afsahi kvaðst aldrei hafa orðið var við annað en jákvætt viðhorf til Bahal-manna á Norðurlönd- um. „Við reynum ekki að troða okkar skoðunum upp á neinn, kynnum fólki þær, ef það vill. Og enginn fæðist Bahai-maður, það er ekki fyrr en 15 ára að aldri, sem fólk tekur ákvörðun um hvort það vill fylgja okkur eða ekki,” sagði Hadi Afsahi að lok- um. —JBP— Hadi Afsahi, — heimsótti forráöa- menn á tslandi. Hlœðu Magda- lena, hlœðu ... Nýtt leikhús „Höfundaleikhúsið" tekur til starfa ó Loftleiðum „Ég get ekki hneigt mig fyrir neinum svona fáklædd. Þú getur náð i sloppinn um leið' og þú gengur fram á sviöið. Þetta var eitthvað ekki i lagi með kerta- stjakann. Nei, hann datt á tusku svo það heyrðist ekkert þegar hann datt.” Eitthvaö á þessa leiö voru umræöurnar þegar viö litum inn á lokaæfingu á „Hlæöu Magdalena, hlæöu,” á Hótel Loftleiðum i gærdag. „Nei, ég hekla nú ekki mikið svona venjulega, þótt ég geri það i leikritinu, en ég get sagt ykkur það, að leikkonur eru engir eftirbátar annarra kvenna i myndarskapnum,” segir Þóra Friöriksdóttir, sem er önnur stjarna leiksins. Herdis Þor- valdsdóttir hin stjarnan, nikkar til samþykkis. Þær eru sam- mála um að ekki minnki glimu- skjálftinn á frumsýningum með árunum. „Hann versnar frekar en hitt,” segir Þóra. „Ég gæti hugsað mér að setj- ast alveg að á Islandi, en þvi miður verð ég að fara i júli eftir ársdvöl,” segir Else Duch, hinn danski sviðstjóri og höfundur leikmynda leiksins. „Það er sannkölluð eftirsjá að henni. Hún er þúsundþjalasmið- ur, teiknar, saumar, smiðar o.s.frv.” skjóta þeir inn I Hrafn Gunnlaugsson, leikstjórinn, og Jökull Jakobsson, höfundurinn. „Hún Else hefur unnið við fjölda leikhúsa i Danmörku og hún hefur gert búningana i sýningu Þjóðleikhússins á Kaupmannin- um I Feneyjum.” „Hugmyndina að þessari sýn- ingu? Við Erling Aspelund, hótelstjóri Loftleiða, eigum sameiginlega vinkonu, hana Else Snorrason. Þangað fór ég oft að drekka kaffi og teiknaði þá i gestabókina hennar. Þaö gerði lika Erling. Við höfðum aldrei hitzt, en fórum að „teikn- ast á”, ef svo má að orði komast og reyna að slá hvor annan út I listinni,” segir Jökull. En sem sagt þeir Jökull og Erling leiddu saman hesta sina og hugmyndinni að höfundaleik- húsinu var lika hreyft á endur- vakningastofnfundi Félags leik- ritahöfunda. Félagið ábyrgist samt ekki þessa leiksýningu. Allir, sem að sýningunni standa gera það endurgjalds- laust, og vonast auðvitað eftir sem flestum áhorfendum, þeim og sér til ánægju. Sýningar hóf- ust i gær og tvær verða á sunnu- daginn. Þeir Jökull og Hrafn keppast við að lofa hvor annan um leið og við kveðjum og segja að svo sannarlega hafi þeir tekið hönd- um saman um þessa sýningu. Jökull, augasteinn iýðsins, eins og hann var kallaður i leiklist- arþætti útvarpsins og Hrafn, eftirlæti sjónvarpsins, eins og Þjóðviljinn komst réttilega að orði. —EVI— Gutler lcngth Stopend length HOFUM FYRIRLIGGJANDI HINAR ÞEKKTU METREX PLAST ÞAKRENNUR OG FITTINGS Single socket pipe Stopcnd KYNNIÐ YÐUR HIÐ SERSTAKLEGA HAGSTÆÐA VERÐ andri hf. UMBOÐS & HEILDVERZLUN Borgartún 29, Pórlhólf 1128 Símar: 23955, 2Ó950, Rvlk

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 113. Tölublað (23.05.1975)
https://timarit.is/issue/239083

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

113. Tölublað (23.05.1975)

Aðgerðir: