Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 16
vism Föstudagur 23. mai 1975 „EKKERT ÞOKAST í TOGARA- DEILUNNI" — segir Sigfús Bjarnason hjó Sjómannafélaginu „Þaö stendur allt fast út af spurningunni um mannafækkun- ina,” sagöi Sigfús Bjarnason, hjá Sjómannafélagi Reykjavikur, i viötali viö Visi I morgun. Togaraverkfailiö heidur áfram og atvinnulcysi vex meö hverjum deginum, sem liöur. „Þaö hefur ekkert þokazt,” sagöi Sigfús. Sáttafundur hófst i morgun klukkan tiu. —HH Ikki baro strákar r a Hondum Ekki er hægt aö segja ann- aö en aö hún Agnes sé uppáhald ljósmyndarans. Fyrst myndar Morgunblaöiö hana i sundlaugunum. Siöan gat Bjarnleifur Ijósmyndari Visis ekki á sér setiö aö skella af einni, þar sem hún birtist fyrir utan Visi á Hondunni sinni, þeirra erinda aö setja smáauglýsingu i mánudags- blaö VIsis. Hjóliö var sem sé til sölu Agnes sagðist nú raunar sjá eftir þessu hjóli sinu, þvi að það hefði reynzt sér vel. Hún kennir nefnilega i gagnfræða- skóla Garðahrepps (ensku og leikfimi) en býr i henni Reykjavik. Þarna eru sam- gönguerfiðleikar á milli, ef fólk er billaust, en auðvitað kom hjólið aðallega að notum i betri veðrum. Nú er hún á förum til Eng- lands á námskeið enskukenn- ara. „Og einhvern farareyri verður maður að eiga,” segir Agnes. Ætli það kannist ekki ein- hverjir handboltaunnendur við hana? Hún hefur skorað nokkur mörkin fyrir Viking. —EVI— Leitað í alla nótt að 6 ára stúlkubarni: Kom heim í morgunsárið í fylgd ókunnrar konu Móðir við Bergstaða- stræti hringdi í öngúm sínum til lögreglunnar á miðnætti i gærkvöldi, þar eð sex ára dóttir hennar var enn ókomin heim. Stúlkan hafði ekki sézt siðan milli klukkan þrjú og fjögur á Válastlg, en móðir hennar fór ekki alvarlega að sakna hennar fyrr en um klukkan niu. Þá hóf hún sjálf eftirgrennslan, en þegar hún var enn árangurslaus klukkan 12 I gærkvöldi bað hún lögregluna um aðstoð. Úr þvi beiðni um aðstoð barst svo seint var ekki unnt að auglýsa eftir telpunni fyrr en i morgunút- varpinu. Leitað var i alla nótt af lög- reglunni, meðlimum úr Hjálp- arsveit skáta og björgunarsveit Ingólfs án árangurs. Það var ekki. fyrr en auglýst var eftir stúlkunni i útvarpinu i morgun, að kona kom með litlu stúlkuna til föðurhúsanna. Konan lét ekk- ert af sér vita og er þvi ekki kunnugt um, hver hún er. Aftur á móti var litla stúlkan i fylgd með annarri hnátu i gær, er til hennar sást og þykir þvi ekki ósennilegt, að hún hafi fengið að gista hjá henni um nóttina. Hver þessi vinkona er, var ekki vitað. —JB- FULLTRUI OKKAR Yala Jónsdóttir. ein.af Sumarstúlkuin \ isis i fyrra. lói ulan i morgun til þátttiiku i fegurðarsamkeppniniii l.a Maja. sem baidin er i /aragoza á Spáni. Flaug Vala fyrst til Kaupmannahafnar. en þaöan flýgur liiin svo til Madrid. þar sem stúlkurnar. sent niunu taka þált i liinni alþjóölegu feguröarkeppni, safnast saman l'il /aragnza veröur svn ekið i l.npleröabil frá Madrid. Þetta er annað árið i riið. sem Visir sendir fulltru.i lil þátttöku i þessari keppni Spánverja. Sti sem fór i fyrra beilir (iuðrún Erla Aöalsteinsdóttii . Þátttakendur keppn- innar knma viða fram. sitja margar veizlur ng fá margar gjalir. Verðlaunin. sem stúlkan i fyrsta sæti l'ær, eru sem svarar T.id þúsuiid isl. krónum. —ÞJM/l.jósni: Bragi. „ÞETTA ER ENGIN HARKA" — segir Björn Jónsson — stefnir í verkföll 11. kaupkrafan um 16 þúsund krónu hœkkun • r § |um — „Þetta er engin harka, aö okkar dómi, miöaö viö aöstæöur”, sagöi Björn Jónson, forseti ASt.imorg- un. Svokölluö baknefnd ASt skor- ar á verkalýðsfélög landsins aö boða verkfall frá 11. júni. Björn benti á að nokkrir dagar væru eftir af samningstimanum. „Ekkert tilboð hefur komið frá atvinnurekendum,” sagði Björn. örfáir viðræðufundir hefðu verið haldnir. „Það þýðir ekki að teygja þetta lengra.” „Þetta er i rauninni aðeins reikningur fyrir það, sem á hefur skort,” sagði hann. „I rauninni gengur þetta allt út á visitölumál- in. Við höfum á viðræðufundunum athugað nokkur atriði, meðal annars tækileg atriði.” Bjöm kvaðst vona, að ekki þyrfti að koma til verkfalla. Enn ætti aö vera timi til stefnu að ná samkomulagi. Kröfur Alþýðusambandsins eru um 38—39 prósent hækkun, mið- að viö 6. taxta Dagsbrúnar, en siðan á kaup fyrir ofan að hækka um sömu krónutölu. Laun verði á ný bundin visitölu. Kaup samkvæmt sjötta taxta Dagsbrúnar eru riflega 40 þúsund á mánuði, svo að krafizt er um 16 þúsund króna kauphækkunar fyrir alla félaga ASl. —HH. „Ekki laust við að maður sé þreyttur eftir 40 daga" — segir einn af dúxunum í MT „Eftir lestur I fjörutiu daga er ekki laust viö aö maöur sé þreyttur,” sagöi einn af dúxun- um I Menntaskólanum viö Tjörnina, Guömundur Ragnars- son, þegar viö hittum hann i morgun. Guömundur er einn af þeim 140 stúdentum, sem út- skrifuöust þaöan I gær, og hlaut hann einkunnina 9,20 á eðlis- fræöikjörsviöi. „Jú, ég er afskaplega feginn, að þessu er lokið, og það er gaman að ná þessum áfanga. Það er alltaf skemmtilegt að hafa þetta próf, þó að það sé kannski ekki svo mikið gagn af þvi i sjálfu sér.” I gærkvöldi fögnuðu liklega flestir stúdentar árangrinum i faðmi fjölskyldunnar, en I kvöld er fyrirhugað að hittast á Hótel Borg. „Ég tek það svo rólega I viku, en byrja þá að vinna. Nei, ég lenti ekki i erfiöleikum með að fá vinnu. Ég hef unnið á sama staðnum undanfarin sumur og verð þar aftur núna.” „Ég ætla aö halda áfram námi”, bætti Guðmundur við. Hann kvaðst halda áfram strax næsta vetur. „Það borgar sig að drifa sig strax, annars hefur maður sig kannski ekki i það.” En hvað hann hyggst leggja fyrir sig er hann eklci ákveðinn i enn sem komið er. . Menntaskólinn við Tjörnina hefur nú útskrifað stúdenta þrisvar sinnum, og hæsta eink- unnin sem tekin var núna, — 9,40, er sú hæsta frá upphafi, þá einkunn hlutu Andrea E. Andrésdóttir og Halldór Guð- mundsson, bæði á náttúrufræði- kjörsviði. —EA

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 113. Tölublað (23.05.1975)
https://timarit.is/issue/239083

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

113. Tölublað (23.05.1975)

Aðgerðir: