Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 23. mai 1975 7 | IINIIM I H SÍHDAIM = Umsjón: Edda Andrésdóttir Skrautlegir, en ekki alltaf eins þœgilegir Nú segja tizkukóngar aö kjól- ar séu allsráOandi. Og þeim fylgja sokkar og skór. Og skórn- ir eru sannarlega skrautlegir margir hverjir. En kannski ekki eins þægilegir að ganga á. Við búumst að minnsta kosti ekki við þvl að skórnir á mynd númer eitt séu beinllnis gerðir til þess að vera mikið á. En kannski maöur geti þraukað eina kvöldstund. Skórnir eru annars úr bláu rúskinni með glansandi Ijósbiáum skraut- blómum, og blómið aftan á hæl- bandinu er ljósblátt. Skórnir á mynd númer tvö eru hins vegar þægilegri. Þarna eru háir strigasólar sem nú eru mjög vinsælir. Þessir eru skreyttir með biómum og ákaf- lega sumarlegir. Þarna er lika verið I gailabuxum með! Nýjar tilraunir með p-pillu fyrir karlana Við Akademiska sjúkrahúsið i Uppsala hafa farið fram rann- sóknir og kannanir i sambandi við p-pillur fyrir karlmenn. Pillurnar, sem framleiddar voru, voru reyndar á nokkrum karlmönnum. Eftir að hafa tek- ið þær I tvo mánuði hættu þeir að framleiða sæðisfrumur. En ýmsar aukaverkanir geta fylgt pillunni, llka þessari. Flestir mannanna þyngdust. Pillan þótti ekki nógu góð, en tilraunir halda áfram og standa vonir til að hægt verði að finna pillu fyrir karla, sem er án aukaverkana. A meðan fá konurnar að njóta aukaverkana vegna pillunnar, þyngjast og þar fram eftir göt- unum.... Prófin hafa margt til síns ógœtisl — þrátt fyrir allt „Tunga min var svo þung, að mér fannst ég ekki geta hreyft hana. Það var eins og hálsinn væri fullur af sandi......” Þannig lýsir danski læknirinn Helge H. Kjærsgard tilfinningu sinni eitt sinn er hún átti að fara I munnlegt próf. Og hver skyldi ekki kannast við slika tilfinn- ingu? „Það er liklega rétt að segja að próf er góð reynsla, vegna þess að það inniheldur tvö mikilvæg atriði, sem við þurfum á að halda I llfinu: Dugnað og heppni,” heldur Helge áfram. — Prófkerfið hefur I mörg ár verið ríkjandi i sambandi við menntun. Próf hafa verið sett fram á ýmsan hátt en takmark- ið er að sjá hvort nemandinn hefur lært nauðsynlegt efni, og að hann kunni það raunveru- lega, áður en honum er sleppt út Illfið. Til dæmis að læknirinn sé ekki lífshættulegur, áður en honum er sleppt lausum á al- menning. t heild má segja að kerfið hafi reynzt vel. Og Helge nefnir sem dæmi danska arkitekta, lækna, iðnaðarmenn o.fl., sem staðið hafa sig mjög vel innanlands sem utan. „Samfélag okkar stendur vel, og almenn menntun fólks hefur þar sitt að segja.” Það er oft sagt að þó að maður sé ekki nógu vel á sig kominn til þess að fara I próf, geti maður verið duglegur I viðkomandi fagi. Þetta er kannski rétt. En min skoðun er sú, að ef manneskja kann vel sitt fag, en missir algjörlega stjórn á sér á þvl augnabliki sem hún sezt við prófborðið, sé hún ekki hæf til þess að taka að sér leiðandi stöðu I lífinu síðar. Manneskja, sem ekki getur hamið ótta sinn við prófborðið I því námi sem hún er við, hvern- ig getur hún verið hæf til þess að standa sig í atvinnu sinni þegar að einhverju stórvægilegu kem- ur? — Það gleymist allt of oft að próf getur líka verið eins konar vemd fyrir nemandann. Ef árs- einkunn ætti t.d. að nægja mætti oft búast við ósanngjörnum árangri. Það gæti komið til af ósætti við kennara. Þegar að prófi er kómið er hins vegar að nemandanum komið að sýna að hann stendur betur að vigi en árseinkunnin segir til um. — En það er fleira sem verð- ur að athuga: Ef próf þekktust ekki mætti oft búast við órétt- læti og klíkuskap varðandi stööuveitingar. Ef við hefðum ekki prófárangur til að styðjast við, myndi kunningsskapur ákaflega oft ganga fyrir i sam- bandi við stöðuveitingar. Próf getur því verið traust þeirra veikari, sem hafa hvorki fjöl- skyldu né góða kunningja til þess að leita til. Með prófi slnu geta þeir staðið á því föstum fót- um að þeir séu hæfir I vissar stöður. Nœsti sunnudagur: „DAGUR HÁRSINS" „Dagur hársins” er ágætt nafn á næsta sunnudegi. Þaö er sá sunnudagur sem haldin verður tslandskeppni i hár- greiðslu og hárskurði. Þetta verður langur og merkilegur dagur hjá fagfólkinu. Keppnin hefst klukkan 11 f.h. og stendur til kl. 9 um kvöldið. Þá fer fram verðlaunaafhend- ing. Segja má að þetta sé undir- búningskeppni að Norðurlanda- keppninni I hárgreiðslu og hár- skurði, sem haldin verður i ósló 16. nóvember næsta haust. Tveir stigahæstu keppendurnir úr hvoru fagi fá rétt til þátttöku i Noröurlandakeppninni. I hárgreiðslu verða tveir keppnisflokkar, 1. flokkur meistarar og sveinar. Keppnis- greinareru þrjár, nr. 1 viðhafn- argreiðsla, nr. 2 klipping, blást- ur eða krullað meö járnum, nr. 3 daggreiðsla. I 2. flokki eru nem- ar og sleppa þeir greiöslu nr. 1. í hárskurði er 1. flokkur meistara og sveina og eru keppnisgreinar: Nr. 1 form- klipping (skúlptúr) og blásið. Nr.2, tizkuklipping herra. Þetta er i fyrsta sinn sem keppt verð- ur I hárskuröi. Aætlað er að á annað hundrað manns vinni að keppninni. — EA ,,MIn skoðun er sú, að missi manneskja algjörlega stjórn á sér við prófboröið, sé hún ekki hæf til þess að taka aö sér leiöandi stöðu slðar I þvl fagi......” segir danski læknirinn Helge H. Kjærsgard.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.