Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 23. mai 1975 t-LÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson „Okkar stóri glœpur var að vinna traust þjóðarinnar" Byltingarráö hersins í Portúgal höfðaði í dag til Þessi mynd, sem simsend var i morgun, var tekin I gærkvöldi af kröfugöngu sósialista I Lissa- bon. Myndin er ögn gölluð, en þó ekki svo, að Mario Soares sjáist ekki, leiðtogi sósialista. Það er talið, að um 50.000 sósialistar hafi tekið þátt i mótmælagöng- unni, en þeim ofbýður yfirgang- ur kommúnista i stjórnunar- máium landsins og venjulegu félagsiifi. Fyrir kosningar fengu aðrir flokkar ekki að hafa kosn- ingafundi I friði fyrir storm- sveitum kommúnista. þjóðareiningar og sam- stöðu í landinu og lofaði um leið, að það mundi aldrei þola einræði af neinu tagi. Þessi yfirlýsing var birt, eftir að ráðið hafði setið tíu klukkustundir á fundi í nótt, en til hans var boðað i skyndi eftir mótmælagöngu sósíalista i Lissabon i gær. Áður hafði kommúnistaflokk- urinn sakað sósialista um að ógna öryggi landsins með þvi að neita að sitja fundi rikis- sagði Mario Soares á mótmœlafundi sósfalista í Lissabon í gœr stjórnarinnar. Sögðu þeir, að sósialistar hegðuðu sér eins og stjórnarandstöðuflokkur, en ekki eins og stærsti stjórnmála- flokkur landsins. I gærkvöldi fór Mario Soares, leiðtogi sósialista I fararbroddi 50.000 stuðningsmanna flokks- ins um götur Lissabon og aðal- slagorðið var: „Fólkið vill ekki kommúnistiskt einræði og mun ekki þola það”. Sams konar kröfugöngur voru farnar i Oporto og Coimbra. Skoraði Soares á herstjórnina að sýna i verki, hvort þeir vildu stjórna með meirihlutann á bak við sig eða með meirihlutann á móti sér. Hann sagði, að sósialistar vildu ekki útiloka neinn frá bylt- ingunni, „ekki einu sinni þá, sem dreymir aðeins um að stjaka okkur til hliðar og drepa forystu okkar”. Hann fór beizkum orðum um, hvernig sósialistar hefðu verið útilokaðir frá völdum landsins eftir kosningasigur þeirra: „Hvaða gagn var að sigrinum i kjörklefanum? Okkar stóri glæpur var að vinna kosning- arnar og trúnaðartraust portú- gölsku þjóðarinnar”. Fó Sovétmenn að setja upp her- stöðvar í Libýu? Libýa og Sovétrikin eru sögð hafa gert með sér bandalag, og sam- kvæmt samningum þeirra munu Sovétmenn setja upp herstöðvar fyrir landher, flugher og flota i Libýu, en láta Libýumönnum i té fyrir aðstöðuna vopn fyrir 4.000 milljónir dollara. Kairóblaðið Al-Ahram sló þess- ari frétt upp á forsiðu sinni og segir, að samningarnir hafi verið undirritaöir í Libýu I siðustu viku, þegar Alexei Kosygin, for- sætisráöherra, var þar i heim- sókn. Segir þar, að Rússar muni láta Libýumönnum i té þúsundir skriðdreka, eldflauga og annarra vopna, sem þeir hafa neitað Egyptum og Sýrlendingum um. — Al-Ahram segir ennfremur, að Sovétrikin hafi gert það að skil- yrði fyrir vopnasendingunum, að WiM-M sovézkir hernaðarsérfræðingar störfuðu með Libýuher til að kenna meðferð nýju vopnanna. Ef þessi tiðindi reynast rétt, hefur staðan mjög breytzt i Austurlönum nær, þar sem Rúss- ar hafa á undanförnum árum smám saman misst itök sin vegna kulnandisambúðarvið Egypta og Sýrlendinga, sem hafa farið i broddi fylkingar til Arabarikj- anna i fjandskapnum við ísrael. Þetta kemur mönnum mjög á óvart vegna fyrri stefnu Muammar Gaddafi, ofursta, leið- toga Libýu, sem hefur verið and- vigur erlendum herstöðvum i Arabalöndunum. Hann hefur bundið enda á samninga við Bandarlkin og Bretland og lokað herstöðvum þeirra i Libýu. Stingur þetta lika mjög i stúf við fyrri yfirlýsingar Gaddafis um, að múhameðstrúarmenn gætu ekkert átt saman að sælda við kommúnista. A fundi sósial- ista i Libýu 1972 sagði Gaddafi: „Við getum ekki leyft hugmynda- fræði kommúnista i okkar landi”. Bandariskir og sovézþir geim- farar virða fyrir sér likan af Soyuz og Apollo, eins og það mun lita út tengt saman úti i geimnum. Hittast í geimnum 17. júlí Sovézkir og banda- riskir geimvisindamenn hafa nú endanlega geng- ið úr skugga um, að ekk- ert er þvi til fyrirstöðu, að Soyuzgeimfar og Apollogeimfar mætist úti i geimnum, tengist þar saman og áhafnirn- ar skiptist á heimsókn- um. Verðurfarið að öllu samkvæmt áætlun, en geimskipin eiga að tengjast saman 17. júli. — Geim- förunum verður skotið á loft tveim dögum áður. í gær var skotið á loft frá Bandarikjunum enn einum fjar- skiptagervihnettinum. Var það sá áttundi og siðasti i alþjóðlegu fjarskiptaneti. Hann verður á brautu um 22.300 milur frá jörðu. Þessi gervihnöttur getur flutt um 3 500 sfmtöl samtimis og um leið endurvarpað sjónvarps- sendingum á tólf rásum. Þeir mega muna dagana tvenna. Áður voru þeir einráðir, þarna sjást þeir I fangelsi. T.h. eru þeir Papadopoulos og Pattakos. Papadopoulos kœrður fyrir landróð in wm n n iii iii iu * «« ii 111 lf!—^ Dómarar hæstarétt- ar i Aþertu gáfu út i gærkvöldi ákærur á hendur 24 fyrrverandi meðlimum grisku her- foringjaklikunnar. Er þeim gert að mæta fyrir rétt og svara til saka fyrir landráð. Meðal hinna ákærðu er George Papadopoulos, fyrrum forseti, og Dimitrios Ioannides hershöfðingi, sem bylti honum I nóvember 1973. — Stjórn Ioannidesar hrundi eftir innrás Tyrkja á Kýpur. Sakargiftirnar sumar varða dauðarefsingu. Hinir ákæröu áttu allir þátt i byltingunni fyrir sjö árum, eða sátu I stjórn herforingjaklikunn- ar. 1 ákærunni eru þeir taldir for- sprakkar, Papadopoulos, aö- stoöarforsætisráðherra hans, Stylianos Pattakos og Nicholas Makerezos. Þeir hafa allir setið I varðhaldi. Tveir hinna ákærðu, báðir fyrr- verandi ráðherrar Papadopoulos- ar, eru ekki i varöhaldi, heldur erlendis. Dómaranefndin, sem sérstak- lega var sett til þess að rannaka afbrot þessara manna, skilaði niðurstöðu sinni I gær eftir sex mánaða rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.