Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 23.05.1975, Blaðsíða 6
6 fUÍ 'i.'.m .ii*V Vlsir. Föstudagur 23. mai 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson litstjórnarfulltrói:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakið. Blaöaprent hf. Þolum ekki meira Gatið á gjaldeyrissjóðnum á að fyllast, þegar á árið liður, þótt það sé enn býsna stórt. Við ættum að eiga allt að þrjá milljarða inni i árslok, en minusinn var 1,6 milljarður um miðjan mai. Samt eru horfur óglæsilegar. Viðskiptakjörin hafa haldið áfram að versna. Þau voru tæplega 30 af hundraði lakari á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á sama tima i fyrra. Blikur eru á lofti um út- flutning sjávarafurða. önnur riki auka styrki við útveg sinn, og kaupendur afurða okkar hlaða toll- múra. Á mikilvægasta markaðinum, Bandarikj- unum, lækkar kjötið og fiskurinn stendur þvi verr. Þjóðhagsstofnunin telur litlar likur á bata á næstu mánuðum. Gengisfellingin hefur ekki haft jafnsnögg áhrif og menn vonuðu, þegar hún var gerð i febrúar. Þróunin hefur verið mun lakari en vænzt var. Þrir milljarðar i gjaldeyrissjóði i árslok eru smá- munir miðað við það, sem vera ætti. Við eðlilegar aðstæður ætti að vera til sjóður, sem næmi um þriggja mánaða innflutningi, eða nokkrum sinn- um meiru en þetta. í siðustu skýrslu þjóðhagsstofnunar kemur fram, hve illa horfir á flestum sviðum og að bat- inn getur aðeins komið hægt. Við munum sam- kvæmt spánni flytja inn um fimmtungi minna af vörum en við gerðum i fyrra. Verðbólgan mun halda áfram að geisa og verða 40-45 af hundraði, sem er svipað og var siðastliðið ár. Við munum verða að skerða neyzlu okkar um ellefu af hundr- aði, segir þjóðhagsstofnun. Fjárfestingin mun skerðast verulega, en að kalla eingöngu hjá einkaaðilum. Rikið ætlar að halda sinu nokkum veginn, þegar á allt er litið, og auka framkvæmd- ir um tiu af hundraði, sem er allt á sviði orku- mála. Reiknað er með minnkun opinberra fram- kvæmda á öðrum sviðum. Húsbyggjendur verða að þola skakkaföll. Vafa- laust munu margir, sem ætlað hafa að byggja, verða að láta það biða. Fjárfesting i ibúðarhús- næði á að minnka um fimm prósent samkvæmt þessari spá. Spáin sýnir svart á hvitu, að full þörf er fyrir árvökula stjórnarstefnu og skjótar ráðstafanir til að mæta áföllum, áður en þau hafa veruleg áhrif. Á öllum þessum mikilvægu sviðum efnahags- mála, sem hér eru rakin, má litlu muna, að stað- an verði enn verri en i spánni segir. Þjóðin kemst ekki hjá að bera nauðsynlegar byrðar, sem leiðir af versnandi viðskiptakjörum. Við getum ekki eytt meiru en hér segir, þvi að þrir milljarðar i gjaldeyrissjóði eru sem dropi i hafið. Minna má það ekki vera. Við byggjum afkomu okkar á út- flutningi, og viðskiptakjörin, hlutfallið milli verð- lags á innfluttum og útfluttum vörum, ræður úr- slitum. Við sjáum af þessu, svo að ekki fer á milli mála, að þjóðarbúið þolir sizt af öllu það tap, sem hlýzt af langvinnum verkföllum i mikilvægum greinum, svo sem togaraverkfallinu. Menn ótt- ast, að i júni kunni að koma til alvarlegra átaka og vinnustöðvunar. Til sliks má alls ekki koma. —HH Hlnn sigursæli her kommúnista fylkir liði til hátlðarsýningar. Hinir nýju leiðtogar Suður-Víet- nams skjóta upp kollinum Nguyen Huu Tho hefur verið hafður meira I frammi, meðan áhrifa- menn hafa haidið sig að baki. Tran Van Tra hershöfölngi. Frú Binh utanrlkisráðherra. Umsjón: G.P. Sigurhátíðin í Saigon hefur dregið fram í sviðsljósið nokkra af helztu leiðtogum kommúnista í Suður-Víet- nam, þar á meðal menn, sem engir þekktu utan heimalands þeirra og hafa haldið sig bak við tjöldin árin sem Þjóðfrelsis- herinn (Víetcong) hélt uppi skæruhernaði gegn stjórn Nguyen Van Thieu forseta. Einn þessara er Pham Hung, sem fáir hafa heyrt nefndan áður en var við hátiðahöldin mjög á- berandi 1 hópi frammámanna. Þar var hann kynntur sem aðalritari suður-vietnömsku flokksdeildar Lao Dong, sem er verkamannaflokkur Vietnams. Og um leið var hann titlaður stjórnmálaerindreki Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Lao Dong er álitið vera hið drif- andi afí að baki Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Aðstaða Pham Hungs og tengsl bæði við flokkinn og herinn gera það að verkum, að hann hlýtur að vera einhver áhrifarikasti og um leið valda- mesti maður Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Hung og vararitarinn, Nguyen Van Linh, voru nefndir i sömu andránni og aðrir betur þekktir forkólfar, eins og Nguyen Huu Tho, formaður Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar, og Huynh Tan Phat, forseti bráðabirgðastjórnar byltingarinnar. Sigurgleði nýju valdhafanna i Saigon entist til þriggja daga hátiðahalda með tilheyrandi ræðum og ávörpum, þar sem gafst tækifæri tU að sjá þá, sem byltingaröflin tefla fram. Einn þeirra var varnarmálaráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Tran Nam Trung. Leyniþjónusta Bandarikjamanna hafði lengst af talið, að það nafn væri einungis dulnefni og sá maður væri i rauninni ekki til. Þeir höfðu haldið, að Tran Nam Trung væri aðeins annað nafn yfir Tran Van Tra hershöfðingja, sem er reyndar einnig kominn til Saigon. Hann er formaður herforingjanefndarinnar, sem stjórnað hefur höfuðborginni þessar þrjár vikur, sem hún hefur verið á .valdi kommúnista. Tra hershöfðingi, 57 ára að aldri, hef- ur verið skipaður yfirmaður alls þjóðfrelsishersins. En Tran Nam Trung er til, gæddur holdi og blóði, og honum skaut upp við hátiðahöldin, lág- vöxnum og þybbnum gráhærðum, vinalegum manni. Hann sást heilsa gestum með handabandi i sérstakri viðhafnarmóttöku, sem haldin var i Sjálfstæðishöllinni (forsetahöllinni) á fimmtudaginn I siðustu viku. öllu kunnari er frú Nguyen Thi Dinh, sem nú er komin fram úr dimmum skuggum skæru- hernaðar skóganna og sikjanna. Kenni var fagnað sem þjóðhetju, en stýrði einni fyrstu hernaðaraö- gerð Þjóðfrelsishersins, nefni lega Ben Tre-uppreisninni 1960. Frú Nguyen Thi Dinh er löngu kunn orðin umheiminum af frétt- um, þvi að hún hefur ferðazt viða og komið fram sem utanrikis- ráðherra bráðabirgðastjórnar Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Kom hún fram sem fulltrúi Vietcong i friðarsamningunum. i Paris, þar sem meira bar á aðalsamninga- mönnunum Tho og Kissinger. En efstur á lista tignarmanna, sem málgögn nýju valdhafanna töldu upp við hátiðarhöldin, var Pham Hung. Næstur á eftir hon- um kom Linh og þvi næst Tho for- maöur. Þessu næstur Trinh Dinh Thao, hinn 74 ára gamli varafor- seti ráðgjafanefndar bráða- birgðastjórnarinnar. A eftir hon- um kom svo Phat forseti. Um Hung er það vitað, að hann er 63 ára að aldri. Hann fæddist i Vinh Long-héraðinu i Mekong- þrihyrningnum. Hann sat fjórtán ár i fangelsi, áður en hann komst i áhrifastöðu innan Viet Minh- hreyfingarinnar, i baráttunni gegn yfirráðum frönsku nýlendu- stjórnarinnar. Pham Hung flúði norður eftir Genfarsamningana 1954, en þeir bundu enda á Indókinastrið Frakka og urðu til þess að landið skiptist i tvennt, Norður- og Suður-Vietnam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.