Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 186. tbl. — Fimmtudagur 18. ágúst 1966 — 50. árg. Á „Ó-amerískum" fundi: Lögreglan fleygöi 16 manns út NTB—Washingtdn, miðv.d. Það kom aftur til óláta á fundi þeirrar bandarísku þing nefndar, sem rannsakar „ó- ameríska starfsemi", eins og það kallast, þegar yfirheyrsl- ur i sambandi við mótmælaað- gerðir í Bandaríkjunum gegn siyrjöldinni í Vietnam héldu áfram í dag. Lögreglan fjarlægði 16 manns út úr fundarherberginu, og sjö lög fræðingar gengu út úr salnum í mótmælaskyni. Þetta er annan daginn í röð, sem læti eiga sér stað við yfirheyrslur nefndarinnar. Framhald á bis. 14. Stúlkan á myndinni hér til hlið ar hcitir Louise Chantal, og hefur haldið suður á bóginn eins og fleiri í sumar. Hún er belgísk og henni er spáS miklum frama i kvikmyndum. ÞaS er þó ekki af þeim sökum, sem Tíminn birtir mynd af henni, heldur vegna þess aS ekkert nema fréttamyndir hafa birzt hér í langan tíma og liSIS er á sumar og ekki seinna vænna aS birta eina mynd úr túrlstasólskininu í St. Tropez. Annars minnir myndin á gamlan slagara, sem einu sinni var sung inn svona, niðurlagið: „Á meSan ég lifi ei bresta þau bönd, sem bundið mig hafa við staur ut á strönd". Er surtstyjargosi loksins lokið? JÓLN/R HEFUR ÞAGAÐ / 6 DAGA KJ-Reykjavík, miðvikudag. — Já, gosið í Jólni hefur legið niðri núna í nærri viku, og í gær er við fórum þar í land kom í Ijós, að tjörn hefur myndazt í gígnum, sem þó er lokaður frá sjó. Það var Árni Johnsen, gæzlumað ur í Surtsey, sem svo mælti í dag er Tíminn hafði tal af honum, þar sem hann var í eynni í kvöld. Þeir voru þá tveir í Surtseyjar- húsinu, hann og Sigurður Richter, sem safnar þar skordýrum flugum og öðru kviku, sem finnst, en þrír menn fóru af eynni í dag. — Hvenær kom þetta nafn, Jó!n ir fyrst til, verður blaðamanni fyrst á að spyrja Árna. — Ég veit nú ekki nákvæmlega hvenær það var, en þetta nafn virðist vera lífseigast þeirra nafna, sem fram hafa komið og er til komið af því að gosið, sem eyjan myndaðist í kom fyrst í dagsins ljós á annan dag jóla s.l. Jólnir er um eða yfir 70 metra hár, þar sem hann er hæstur og breiddin er á að gizka 2—300 metrar en lengdin 4—500 metrar. Auk tjarn- arinnar í gignum hefur myndazt þarna nokikuð stórt lón, en yíir borð eyjunnar er allt einn ösku- salli. — Eru vísindastörf stunduð í Surtsey núna? — Já, hér er alltaf verið að vinna eitthvað að rannsóknum í sambandi við Surtseyjargosið. Sig urður Richter er hér og safnar skordýrum flugum og öðru kviku. í dag fóru héðan þeir Björn Jóns- son, Þorbjörn Broddason og Ólaf- Framhald á bls. 14. 180 ARA EJ-Reykjavík, miðvikudag. Á morgun, fimmtudaginn 18. ág úst, er 180 ára afmæli Reykjavík- ur. Þennan dag árið 1786 hlaut verksmiðjuþorpið Reykjavík kaup l"taðarréttindi með konungsúr- .skurði. í tilkynningu frá borgarstjóran- um í Reykjavík segir, að stofnan- ir, fyrirtæki og allur almenningur í Reykjavík sé hvattur til þess að minnast dagsins með því að láta þjóðfánann blakla sem víðast í borginni á amfælisdaginn. til að 7-8 m. séu niður á fast í Fossvogi SJ-Reykjavík, miðvikudag. Þar sem talsvert mikið hefur verið rætt um, að óvenju langt væri niður á fastan jarðveg sums staðar í Fossvoginum, sneri Tím- inn sér til Gústafs E. Pálssonar, borgarverkfræðings og spurðist fyrir um þetta mál. Gústaf kvað það rétt vera, að komið hefði í ljós við mælingar, að sums staðar væri lengra niður á fast en þeir hefðu átt von á, eða fyrri mæling- ar hefðu bcnt til. Það er einkum um einn stað að ræða í Fossvogin um, þar sem óvenju langt er niður á fast, eða allt að 7—8 metrar. Þetta þýddi þó ekki, að þeir sem hefðu fengið úthlutað lóðum á þessum stað, myndu þurfa að leggja í mikinn aukakostnað, þar sem þarna yrðu byggð einnar hæð- ar hús. Ef lóðarhafar geta sýnt fram á að grun.nur hússins sé nægi lega traustur, er ekki um neinar kvaðir að ræða af hálfu borgarinn ar. Hann áleit, að heppilegast myndi verða fyrir viðkomandi að semja við einn eða tvo verktaka um að reka niður staura og steypa piötu ofan á þá. Kostnaðurinn gæti þá orðið eðlilegur, miðað við aðra húsbyggjendur á þessu svæði og jafnvel minni. Aftur á móti gæti kostnaðurinn orðið talsvert mikill fyrir hvern einstakling, ef ekki næðist samvinna um þessar framkvæmdir. Varhugavert er að steypa plötu á jörðina eins og hún er nú, þar sem jarðvegurinn á eftir að þorna mikið. Lóðarhafar mega hefjast handa Framhald á bls. 14. FLUGBRAUT k ARNAR- VATNSHEIÐI KJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir sunnan Arnarvatn stóra, á eða við svokallaða Svart arhæð, hefur verið rutt fyrir flugbraut tæplega 400 metra langri, en eftir er að valta og merkja brautina. Var mælt fyrir flugbrautínni í sama leiðangrinum og vegar- stæðið yfir Arnarvatnsheiði var kannað, og flugbrautin síð an sléttuð og rudd undir stjórn Elísar Jónssonar vegaverkstjóra í Borgarnesi. Enn sem komið er, er aðeins búið að ryðja fjögur hundruð metra braut, en möguleikar eru á að gera þarna 700 metra flugbraut. Von andi verður því komið í fram- kvæmd á þessu sumri, eða í haust að valta og merkja braut ina þótt nota megi hana eins og er. Tilgangur með þessari flug- brautargerð er að vera til ör- yggis fyrir litlar flugvélar á leið yfir Arnarvatnsheiði og svo ef til þess kæmi að borið yrði á afréttarlönd þarna í kring auk þess, sem gott er að hafa þarna flugbraut vegna eftirleit- ar úr lofti. Líkan af Fossvogshverfinu eins og það mnn líta út Innan férra ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.