Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 12
12 TfMIWN TTVTiVmJDAGUR 18. ágóst 1966 MINNING Hilmar Þór Mapússon F. 21.7. 1991. D. 10.8. 1966. Kveðja frá afa og ömmu. Við heyrðum helfregn þunga og húma virtist þá. Við sveininn okkar unga ei oftar megum sjá. En líkn má í því eygja ef örlög virðast köld. >eir einatt ungir deyja, sem elska guðleg völd. f heljarhörmum þungum ei hulin skírast rök, því öldnum jafnt sem ungum er opin feigðarvök, en sárabótin sanna er sigrar hel og gröf er máttur minninganna, sú mikla náðargjöf. 'Sú vissa vonargjafar má verma hrjáða lund að handan helju og grafar við hljótum endurfund. Á lífsins leiðármótum hans lýsir minning hrein. Og klökk við kveðja hljótum hinn kæra, Ijúfa svein. J.B. Hilmar Þór Magnússon Tungu- vegi 84 Reykjavík er borinn til grafar í dag aðeins rúmlega 15 ára gamall. Hann fórst í renni- brautinni í Tivoli Kaupmannahafn ar 10. þessa mánaðar og liggur ekki enn ljóst fyrir, með hverjum hætti þetta dauðaslys gat að hönd um borið. En það er talið eins- dæmi í allri sögu rennibrautarinn ar. Hilmar fæddist 21. júlí 1951. Hann er einn af fimm systkinum, sonur hjónanna Guðlaugar Berg- þórsdóttur og Magnúsar Jónssonar Hjaltalín, er bóndi var að Kambi í Reykhólasveit í Barðastranda- sýslu. Jón, afi Hilmars, var mik- ill ráðamaður og máttarstólpi sveit ar sinnar. Honum var eins farið og Bjama Jónssyni í Ásgarði í Dölum. Hann gat ekki horft upp á það, að farlama gamalmennum sveitar sinnar væri kjálkað nið ur hjá lægstbjóðendum vegna framfæris þeirra. Hann tók þau heim til sín, lofaði þeim að eyða ellidögum sínum og deyja hjá sér. Fyrir því var Jón Hjaltalín á Kambi virtur og elskaður eins og allir þeir, sem á sama hátt og hann lifa og framkvæma hin há- •leitu siðaboð og mannkærleika meistarans mikla frá Nazaret. Hilmar Þór Magnússon átti til góðra að telja í allar áttir, enda var hann sjálfur frábærlega góð- ur og vandaður til orðs og æðis. Hann var ástvinur ástvina sinna, foreldra, systkina og allra náinna skyldmenna. Hann átti þess kost að vera löngum í sveit á sumrum og var öllum góður, þeim er hann umgekkst, mönnum og málleysingj um. Hann varð ástsæll af leikfé- lögum sínum og skólasystkinum og nú seinast af starfsfélögum sínum þann stutta tíma, sem hann átti þess kost að starfa með sjómönn- unum á millilandaskipinu. Þannig átti hann góð.u að mæta og skyldi sjálfur eftir góðar minningar bæði í leik og starfi. Líf hans á þessari jörð varð stutt, en það varð fagurt. Ég hygg það fágætt að fregn um slysfarir hafi snert menn jafn djúpt og almennt og þessi fregn um Hilmar svo einstæð sem hún var. Ég átti þess ekki kost að þekkja hann nema af afspurn ná- kunnugra. En afa hans, Jón Hjalta- lín, þekkti ég persónulega, sem fyr ir tugum ára gerði mér mikinn greiða eins og svo mörgum öðr- um. Og góð kynni hefi ég haft af fleiri nánum ættmennum hans. Fyrir því snerti fregn þessi mig svq djúpt. Fyrir því langar mig til að votta foreldrum Hilmars og öll- um ástvinum hans dýpstu samúð mína. Við skiljum ekki örlög lífs og dauða. Við eigum örðugt með að sætta okkur við það er mann- vænleg ungmenni eru á morgni lífsins hrifin brott úr jarðlífinu, meðan aðrir sem þrá og þarfpast umskiptin verða að heyja sitt langa dauðastríð. En eitt veit ég: að allir lifa og við völdum þeim þjáningu með taumlausum harmi okkar. Ég veit að hér er aðeins um stundarskilnað að ræða. Og ég veit að hið eina sem við get- um gert fyrir ástvini okkar horfna er að geynía hugljúfar minningar um þá í heitu hjarta og umvefja þá kærleika okkar og fyrirbæn- um. Ég hefi ástæðu til að ætla að foreldrar Hilmars viti þetta ekki síður en ég. Þess vegna bið ég föður okkar á himnum um.það að hann veiti foreldrum þessa elskulega drengs og öllum sem þótti og þykir vænt um hann þrek til þess að standast þessa raun og veita honum þá einu hjálp, sem að haldi má koma. Og Hilmars sjálfs vegna bið ég um það að hann megi öðíast góð- an farnað á lífsbrautinni framund- an, mikinn þroska og mikinn ár- angur í því ætlunarverki, sem hon um mun vissulega vera fyrirhugað. Jónas Þorbergsson. Jáhanna F. 7—6. 1898. D. 7.-7. 1966. Jóhanna var fædd að Stóru-Sand vík í Flóa. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Vernharðsdóttir og Hannes Steindórsson, sem þar bjuggu. Þeim varð átta barna auð- ið og af þeim eru fjögur á lífi, allt mikilhæft dugnaðarfólk. Ung að aldri missti hún föður sinn. Hún fór þá í fóstur til föðurbróður síns, Steindórs Steindórssonar að Egils- stöðum í , Ölfusi. Árið 1918 gekk hún að eiga fyrri mann sinn, Guð- mund Guðmundsson frá Nýjabæ TRÉSMIÐJAN, Holtsgötu 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar. Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður. Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæð Símar 12343 og 23338 Asta Hannesdóttir í Ölfusi. Eignuðust þau einn son. Hún missti mann sinn eftir aðeins tveggja ára sambúð. Þremur árum síðar gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn Hjört Sigurðsson frá Króki í Ölfusi. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau að Bakka í Ölfusi, en fluttu síðan að Auðholtshjáleigu í Ölfusi, þar sem þau bjuggu til árs- ins 1960. Á fyrstu búskaparárun- um hefur vinnudagurinn oft orðið langur og strangur hjá þeim hjón- unum. Þeim varð 7 barna auðið og hefur oft verið erfitt 'hjá hús- móðurinni með svo stóran barna hóp. Jóhanna var mikil dugnaðar og atorkumanneskja, sem aldrei féll verk úr hendi. Þau byggðu sér myndarlegt íbúðarhús eftir að börnin fóru að stækka. Á heimili þeirra hjóna dvöldu fósturforeldr- ar Hjartar, sem Jóhanna annað- ist af mikilli prýði og fórnfýsi og önduðust þau bæði í hárri elli á heimili þeirra. Ég minnist ætíð með þakklæti og gleði dvalar minnar á heimili þessara ágætu hjóna, er ég kom með ungan son minn til nokkurra vikna sumardvalar, meðan maður- inn minn var fjarverandi. Ég get aldrei gleymt þeim kærleika, sem Jóhanna sýndi okkur þá og ælíð síðan. Elzti sonur okkar var í sum ardvöl hjá þeim hjónum frá unga aldri og fram yfir fermingu. Var það mesta tilhlökkunin þegar fór að vora og skólanum að ljúka, að i Mi^i+íno fM ðlclni Ömtnu og afa, sem voru honum svo góð. Jóhanna var mjög hógvær i allri framkomu, næstum hlédræg, en mjög gestrisin og góð heim að sækja. Jóhanna var trúuð kona sem unni kirkju og kristindómi. Hún var í þess orðs fyllstu mérk- ingu sannkölluð heiðurskona. Barnabörnin þakka að leiðarlok- um kærleiksríkri ömmu, alla ástúð og umhyggju þeim til handa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. Steinbóra Níelsdóttir. Sjötugur í dag: Jón Guðmundssm rafvirkjameistari Sjötugur er í dag Jón Guðmunds son, rafvirkjameistari, Skipasundi 47 í Reykjavík. Jón er fæddur að Króki á Rauðasandi, sonur hjón- anna Guðmundar Sigfreðssonar, bónda þar, og Guðrúnar Thor- oddsen. Jón er elztur sex bræðra. Bræður hans eru: dr. Kristinn, ambassador í Moskvu, Karl, raf- vélameistari í Reykjavík, Einar héraðslæknir á Bíldudal, Sigfreð ur, bóndi í Lögmannshlíð víð Akureyri, og Torfi, efnafræðing ur og kennari við Menntaskólann á Akureyri (látinn). Jón ólst upp í foreldrahúsum og vann á búi föður síns. Hann gekk á Núpsskóla. Ungur kvænt ist Jón Guðnýju Jónsdóttur frá Galtafelli í Hreppum. Reistu þau sér heimili í Reykjávík. Eignuð- ust þau eina dóttur, Gróu Torf- hildi, konu Hendriks Sv. Björns- sonar, ambassadors í París. Þau Guðný og Jón skildu. Síðari kona Jóns er Laufey Gísladóttir frá Breiðavaði á Hér- aði og hafa þau eignazt 6 daetur og einn son. Fljótlega eftir að Jón fluttíst til Reykjavíkur hóf hann að vinna við rafvirkjun. Hann var um fjöldamörg ár starfsmaður hjá Eiríki Ormssyni og um_ skeið var hann rafstöðvarstjóri á ísafirði. Er Jón vann hjá Eiríki Ormssyni setti hann upp fjölda heimilisraf- stöðva víða um landið. Síðustu áratugi hefur Jón unnið hjá Rafmagnsveitum ríkisins og vinn- ur enn. Var hann lengi yfirverk stjóri við uppsetningu á há- spennuvirkjmn en siðustu árin hefur harm verið verkstjóri á rafmagnsverkstfeði Rafmagnsveitn anna. Hefur Jón þótt mjög snjall og hugvitssamur maður í sinni starfsgrein. Jón er vinmargur maður, sagna fróður og gtetttnn. Jón þótti sér- stakt glæsimenni, ungur maður, hár og karbnannlegur, fríður sýn um. Hann var kraftamaður hinn mesti og er emi og ber aldur ó- venjuvel. Fara ekki affir x fötin hans þótt haim sé nú að byrja áttunda ævituginn. T. MINNING Siguröur Sigurðsson bóndi, Holtaseli Sigurður Sigurðsson, bóndi, Holtaseli, var fæddur að Slindur- holti í Mýrahreppi, A-Skaftafells- sýslu 4. 8. 1883. Dáinn að Rauða- bergi í sömu sveit 22. 5. 1966. Hans leik-, starfs- og lífsvöllur var undantekningarlítið frá vöggu til grafar Mýrasveit. Faðir hans, Sig- urður Sigurðsson, bóndi að Bakka og Hindurholti, var sonur Sigurð- ar Jónssonar, bónda í Flatey og Borg og konu hans, Guðrúnar Vig fúsdóttur, er hingað fluttist frá Öræfum. Guðrún var um langt skeið yfirsetukona hér í sveit og mesta merkiskona. Sigurður Jóns- son, maður hennar, var bróðir Páls Jónssonar, bónda á Eskey. Móðir Sigurðar heitins í Holtaseli var Valgerður Einarsdóttir Eiriks sonar bónda á Brunnum í Suður- sveit Einarsson'ar Brynjólfssonar prests að Kálfafellsstað. Kona Einars Brynjólíssonar var Þórdís Eiríksdóttir, alsystir Jóns Eiríks- sonar konferisráðs. Sigurður var ungur tekinn í fóst ur að Odda hér í sveit til frænda hans, Jóns Bjarnasonar og konu hans, Guðnýjar Benediktsdóttur. Hjá þeim hjónum var hann alinn upp sem þeirra eigið barn væri, „í guðsótta og góðum siðum“. Það ágætisuppeldi setti mark sitt á manninn alla ævi hans til við- bótar góðum meðfæddum erfða- hæfileikum. Fullvaxta fór Sigurð- ur frá Odda og þá í vin.numennsku um nokkur ár. Sigurður kvæntist 1916 eftirlif- andi konu sinni, Önnu Þorleifsdótt ur, mestu ágætis og dugnaðarkonu. Þau byrjuðu búskap á Holtaseli árið'1917. Víst má segja um þau hjón, hið sama og sagt var um hin merku hjón, er Sigurður var frá kominn, Eirík og Steinunni, for eldra Jóns Eiríkssonar konferis- ráðs: „Þau voru fátæk á veraldar- vísu, en mestu merkishjón". Þau bjuggu í Holtaseli litlu búi og þó farsælu og stækkandi smátt og smátt eftir þvi er vinnukraftur óx í hátt á fjórða tug ára, alltaf veít- andi. Við fjallgöngumenn þessarar sveitar minnumst allra góðu kaffi bollanna og allrar annarrar góðr ar aðhlynningar, er við nutum á heimili þeirra hjóna, er við kom- um af fjalli úr göngum þyrstir og lúnir, svo að aðeins eitt sé nefnt. Þau hjón eignuðust og önnuðust uppeldi 5 sona, sem allir eru mikl ir myndarmenn. Þeir eru: Jón bóndi, Rauðabergi, kvæntur Sigurbjörgu Sæmundsd.óttur frá Stórabóli. Þau eiga 5 böm. Elzti sonur þeirra nú 24 ára hefir geng ið menntaveginn nokkuð og reynz'- góðum gáfum og mannkostum bú inn. Er nú kominn heím aftur. kvæntur og setztur að' sem bóndi við hlið föður síns á Rauðabergi og er nú orðinn skipáður hrepp stjóri okkar Mýramanna og kosinn sýslunefndarmaður. 2. sonur þeirra hjóna er Bjarní bóndi í Holtaseli Franáhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.