Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 5
FIMM3PUIVAGUR 18. ágúst 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofnr 1 Eddu- búsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 10523 Aðrar skrifstofnr, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Samvizkubit? SíðastlitSinn þriðjudag skrifar Morgunblaðið forustu- grein undir fyrirsögninni „Vísvitandi ósannindi”. Þessi „vísvitandi ósannindi“, sem Morgunblaðið ræðir um, eru þau ummæli Tímans, að með landhelgissamningnum við Breta hefðum við bundið á okkur fjötra, og gætum ekki fært út fiskveiðilögsöguna nema með samþykki Breta eða biessun ajþjóðadómstólsins í Haag. Þeir virðast eiga auðvelt með að hafa endaskipti á hlut- unum í Morgunblaðinu og það er eins og stundum læðist að manni grunur um, að það kunni að vera skýring sál- fræðinnar á hinum undarlegu útrásum samvizkubitsins, sem þarna eigi bezt við. í landhelgissamningnum við Breta frá í marz 1961 seg- ir svo orðrétt: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland, en mun til- kynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu með sex mán- aða fyrirvara, og rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Álþjóðdóm- stólsins’'’. Það skaðar ekki að geta þess í þessu sambandi, að sér- hvert spor í landhelgismálinu var tekið gegn kröftugum mótmælum Breta, og refisaðgerðum gegn íslandi af þeirra hálfu. Af fenginni reynslu getum við því ekki vænzt þess að fá samþykki Breta fyrir útfærslu og vafa- laust kæmi þá til kasta Alþjóðdómstólsins. Alþjóðadóm- stóllinn hefúr hins vegar engar augljósar réttarreglur að dæma eftir í þessu efni, og hætt er við, að réttarþróun í þessum málum verði hægara en við kysum. Að vísu er til alþjóðlegur samningur um fiskvernd, sem samþykktur var í Genf árið 1958. Er þar kveðið á um frumkvæði strandríkis til friðunarráðstafana, en hins vegar veitir sá samningur strandríkinu engan rétt til neinna forrétt- inda til nýtingar fiskstofna á friðunarsvæðinu. Þar skal eitt og hið samá yfir alla ganga. Þegar svo er komið, að 83% af þorskafla útlendinga á íslandsmiðum er ókyn- þroska ungþorskur, hlýtur það að kalla á aðgerðir. En okkur íslendingum er lífsnauðsyn að fá einkarétt eða for- réttindi umfram aðra til að nýta fiskimið landgrunnsins, þar sem við eigum flest okkar undir sjávarafla komið. Það getur orðið okkur þungur róður, en hann þarf að hefja strax. í ályktun Alþingis frá 5. maí 1959, sem vitnað er til í samningnum við Breta, áskilja íslendingar sér rétt til landgrunsins alls. Þessi réttur okkar var einhliða, þar til samningur okkar við Breta var gerður. Þegar við færð- um fiskveiðilögsöguna út í 12 mílur 1958, byggðum við þá útfærslu á landgrunnslögunum frá 1948 og skv- ein- hliða rétti okkar til aðgjörða, Þá voru engar augljósar alþjóðlegar réttarreglur til, er styddu afdráttarlaust þá einhliða aðgerð af okkar hálfu, og á því byggðu Bretar mótmæli sín og refsiaðgerðir. Eins stendur á nú- Það eru engar augljósar alþjóðlegar réttarreglur til, er myndu styðja frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar, en Alþjóða- dómstólí getur ekki kveðið upp úrskurði nema skv gild- andi reglum og með hliðsjón af réttarþróun. Þetta sýnir hvert glapræði það var að afsala sér hinum einhliða rétti með samningnum við Breta. Þetta er vel staðfest í for- ustugrein Vísis á þriðjudag, þar sem segir: „Sé hins vegar ekki um neinar augljósar réttarreglur að ræða, er hægara að grípa til einhliða aðgjörða eins og svo prýðilega reyndist árið 1958." TÍMtNN Ritstjórnargrein úr The Economist: Úrskuröur Alþjóðadómstólsins styrkir stjórn Suður-Afríku Búizt vi8 mjög auknu kynþáttamisrétti í Suð-vestur-Afríku. Innfæddir Afríkumenn urðu fyrir miklum vonbrigðum og herða efaíaust baráttu sína gegn kynþáttamisréttinu. ÁrlS T960 óskuðu Ethiopía og Libería sem fyrrverandi aðildarríki að Þjóðabandalaginu að Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði, hvort Suður-Afriku bæri að standa Saméinuðu þjóðunum skil á fram- kvemd umboðsvalds síns í Suð-vestur Afríku, h.vort umboðsskilmál- arnir hefðu verið rofnir og ennfremur hvort Suður-Afríku bæri ekki að hætta að ,beita aðskilnaðarstefnunni í landinu. Stjórn Suður- Afríku vildi álita umboðið fallið niður með Þjóðabandalaginu og hélt fram, að dómstóllinn ætti ekki úrskurðarvald í málinu. Dóm- stóllinn vísaði þessu álitl frá árið 1962 með 8 atkvæðum gegn 7 og málareksturinn hélt áfram. Nú var nlðurstaða dómsins hins vegar á þá leið, að kærendurnir ættu ekki lagalegan rétt til þess úrskurðar ,sem þeir færu fram á, þar sem einstök aðildarrjki hefðu aldrei haft neinn lagalegan rétt tll afskipta af framkvæmd umboðsvaldsins. í úrskurðinum kemur ekki einu sinni fram, hvort umboðsvaldið teljist enn við lýði eða ekki .Meðal þeirra 28 þúsund orða, sem birt voru, finnast engin svör við þeim spurningum, sem kærendurnir báru fram. f dómstólnum eiga sæti 15 dómendur. Sex þeirra (ásamt dómaran- um, sem kvaddur var til frá Suður-Afríku) vildu að dómstóllinn vísaði máiinu frá án þess að kveða á um, hvort umboðsskilmálarnir hefðu verið rofnir eða ekki. 'Fimm þeirra höfðu þegar árið 1962 lýst yfir, að þeir teldu réttinn ekki geta úrskurðað í málinu. í fyrra dó einn þeirra 7 dómenda, sem þá voru á öndverðum meiði, og annar hefir verlð fjarverandi vegna veikinda að undanförnu. Greinin hér á eftir, sem þýdd er úr brezka vikuritinu The Econom- ist, fjallar um viðbrögð Suður-Afríku eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. ENGINN hvítur Suður-Af- ríkumaður mun hafa búist við sigri í maraþonmálarekstrin- um út af Suð-vestur-Afríku fyr ir Alþjóðadómstólnum og trúa þeir þó almenrit á nálega yfir- náttúrlega heppni. Bjartsýn- ustu menn gerðu sér helzt von- ir um flókinn og tvíræðan dóm, sem væri nægilega loðinn til þess að veita hinum áthafna- sama Verwoerd tækifæri til að draga deiluna á landinn í það óendanlega. Fréttin um að dóm stóllinn hefði vísað málinu frá mánudaginn 18. júlí á þeim grundvelli, að kæruríkin Ethí- ophía og Líbería ættu ekki að ild að málinu. olli því svipuð- um geðhrifum og óvæntur happ drættisvinningur. Blaðið Die Vaderland, mál- gagn dr. Verwoerds í Jóhann- esarborg, birti fréttina á fram- síðu undir fyrirsögninni: „Dá- samlegt.“ Búizt hafði verið við að forsætisráðherrann yrði þög ull sem gröfin og verðist allra frétta að minnsta kosti í mán- uð eftir að úrskurðurinn yrði birtur, en hann ók í skyndi til Höfðaborgar og flutti útvarps- ávarp til þjóðarinnar. f Windhock, hinni litlu, fögru höfuðborg Suð-vestur Afríku, leit helzt út fyrir að verið væri að halda heilög jól að nýju. Ökumenn þeyttu horn sín lát- laust, bjórinn flæddi um þýzku bjórkjallarana og hvarvetna voru haldnar matarveizlur fram eftir allri nóttu. f hverfum innfæddra Afríku- manna utan við borgina var andrúmsloftið allt annað. íbú- arnir höfðu gert sér vonir um skjót og örlagarík umskipti á högum sínum, en nú lagðist rökkur yfir hugi þeirra. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Kapuuo, leiðtogi Sameinuðu, þjóðlegu lýðræðissamtakanna. SUÐUR-AFRÍKUMENN voru I fyTsta lagi að fagna óvæntum létti langvirinrar óvissu. Málið hafði hvílt á þeim eins og skuggi í s.ex ár. Hve áhyggjur þeirrá voru mikíar má einria gleggst ráða af þeirri staðreynd að málið var yfirleitt aldrei rætt opinberlega öll þessi sex ár, sem dómstóllinn hafði það til meðferðar. Ríkisstjórnin tók þá afstöðu, að málið væri ‘ekki til umræðu meðan á réttarrann sókn stæði. Andstæðingar henn ar þorðu ekki annað en að fara eins að og við lá, að til föður- landssvika teldist að minnast á málið. Þegar á vikuna leið fóru fagnaðarlætin að bera annan blæ og stjórnmála fór að gæta meira en fyrst. Tvö blöð stjórn arsinna tóku að beina skeytum og fullyrtu, að hann væri í tengslum við kommúnista. Rök- in voru að vísu heldur léttvæg, og þó kom upp úr kafinu, að utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings hafði borizt sú ákæra á hendur Jess- up, að hann hefði á sinni tíð haldið með þeim að'lum, sem ósigur ’iáru í borgarastyrjöld- inni á Spáni. Alvarlegra var þó, að svo virt ist sem ríkisstjórn Suður-Af- riku tæki úrslitin sem annað og miklu meira en nauman sig- ur í túlkun hæpinna lagaákvæða „Þetta snertir allan lagalegan grundvöll undir aðstöðu Suður- Afríku gagnvart Suðvestur Af- ríku, sagði dr. Verwoerd fagn andi í útvarpsávarpi sínu. Hann sniðgekk bá staðreynd, að dóm- stóllinn hafð; í raun og veru ekki tekið meginatriði málsins til meðferðar, (orðið „aðskiln- aðarstefna“ kemur hvergi fyr- ir í hinrii löngu álítsgerð dóms- ins,) en gaf í skyn, að úrskurð- inum mætti jáfn? til alþjóð- legrar blessunar yfir kynþátta- misrétti sem þjóðarstefnu. BLAÐIÐ Die Vaderland benti sérstaklega á það álit dómstólsins, að ekkert ríki gæti farið fram á úrskurð gegn öðru ríki, nema að það hefði lagaréttar eða hagsmuna að gæta í málinu, sem um væri að ræða. Haldið var fram í blaðinu, að af þessu leiddi, að einingarhreyfing Afríku hefði engan lögmætan afskiptarétt um, hvernig Suður-Afrika hag- aði stjórn sinni í Suð-vestur Afríku. Réttleysi annarra til afskipta af innanlandsmálum héfði loksins hlotið staðfest- ingu, en það hefði verið megin- vörn Suður-Afríku fyrir kyn- þáttamisréttinum um tuttugu ára skeið. Stjórn Suður-Afríku virðist því hallast að þeirri ályktun, að dómsúrskurðurinn leggi ekki aðeins blessun sína yfir kynþáttaaðskilnaðarstefnuna, heldur kippi um leið ölhim lagastoðum undan hvers konar umboðsvaldi í þessu sambandi. Suður-Afríkumenn hafa alltaf haldið fram, að umboðið hafi fallið niður þegar þjóðabanda- lagið leið undir lok og líta nú svo á, að dómstóllinn hafi að minnsta kosti fallist á að rétt- ur til afskipta annarra af um- boðinu sé niður fallinn. Þetta hlýtur að vera örfandi hugsun fyrir stjórn ríkis, sem hefur í hálfa öld þráð, reynt og að nokkru leyti tekizt að leggja Suð-vestur Afríku undir sig. Ekki verður þó um að ræða opinbera innlimun landsins. En telja má víst, að hert verði H á hægfara þróun í þá átt, að ff Suðu-vestur Afríka sameinist 1 Suður-Afríku, og löggjafarþing 8 inu verði innan skamms endan 1 lega breytt í héraðsþing. Fyrir B nokkrum árum var sett fram og rædd nákvæm ráðagerð um að láta Bantustan-áætlun Suð- ur-Afríku koma til fram- kvæmda í Suð-vestur Afríku, frestað um sinn til þess að erta ekki dómarana í Haag. Talið er víst, að þessi ráðagerð komi nú til framkvæmda tafarlaust. HITT kann að reynast enu örlagaríkara fyrir blakka íbúa landsins, að öryggislög Suður- Afríku verða sennilega látin koma til fulÞa framkvæmda í landinu. Eins og sakir standa gildir 180 daga ákvæðið ekki þarna. Stofufangelsi vofa ekki yfir íbúum Suð-vestur Afríku. Frumlögin um ráðstafanir gegn kommúnistum voru framkvæmd í landinu, en hin ströngu ákvæði, sem við hefur verið bætt undangengin sextán ár, hafa til þessa ekki bitnað á íbúunum. Lagaákvæðunum um misrétti kynþátta hefur enn- fremur verið beitt þar með mun meiri linkind en í Suð- ur-Afríku sjálfri. En ósennilegt er, að þau sérréttindi verði lát- in haldast. Ríkisstjórn Suður-Afríku ger ir sér Ijóst, að niðurstaða dóms- ins eykur sennilega mjög á ákefð stjórnmálaárása á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.