Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 18. ágúst 1966 TIMINN Hreppsfélöq — þjóð- félag Ég sá í Landfara, að einhver kjósandi tekur sig til og skrifar gagnrýni á forsetaembættið í þeirri mynd, sem það er nú, og vill láta breyta því í samræmi við stjórn- fyrirkomulag í Bandaríkjunum eða hafa það eins og í Sviss, þar BORÐ FYRIR HEIMILl OG SKRIFSTOFUR DE LiEXE *c Uu P a? uu ^ i TU J ■ FRÁBÆR GÆÐI . ■ FRÍTT STANDANDI ■ STÆRÐ: 90X160 SM ■ VIÐUR: TEAK ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 HÚSBYGGJENIHIR Smíðum svefnherbergis og ^idhúsinnréttingar SlMI 3? 2-52. BARNALEIKTÆKl ★ ÍÞRÓTTATíKl Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar. SuSurlandsbraut 12, Slmi 35810. sem forsætisráðherra er einnig for seti Mér finnst alvég út í hött, þegar menn eru að gagnrýna fyr- irk^-mulagið á forsetaembættinu. Það getur vel verið að embættið hafi að einhverju leyti verið snið- ið eftir konungsdæmum á Norð- urlöndum, en því ætti það að vera svo slæmt. Hefur ekki einna mest ur friður verið um konungsdæmin á Norðurlöndum, á sama tíma og konungum hefur verið rutt af stóli hvarvetna um alla Evrópu. Sannar það ekki eitt pg sér, að undir- staðan sé rétt fengin hvað íslenzka forsetaembættið snertir, eða þarf endilega að draga það niður í hið daglega skítkast með þvi að gera forsetann að valdamikilli pólitískri persónu. Ég er viss um að öllurn almenningi fer eins og mér, að honum finnst gott að til skuli ein persóna í opinberu starfi, sem ekki veldur neinum deilum, heldur situr í sínu embætti, sem eins kon- ar sameiningartákn þjóðarinnar. Nóg er af hinu. Og þá kem ég að öðru atriði þessa máls, en það er tilhneiging manna til að líta smátt á íslenzka þjóðfélagið. Hvað eftir annað sér maður vitnað í lúxus. Það má segja að utanríkisþjónusta okkar sé lúx us, en hún er bara nauðsynleg full valda þjóð. Danir buðu okkur á sínum tíma að hafa utanríkismál okkar með höndum, en við þáð- um það ekki nema um takmark- aðan tíma. Samkvæmt fólksfjölda mætti kallast lúxus að hafa hér fleiri en einn ráðherra, eins og í tíð Hannesar Hafstein. Þeim hefur nú nýlega verið fjölgað upp i sjö, og þannig mætti'lengi telja. Mál þetta snýst einfaldlega um það hvort heldur við erum hreppsfélag eða þjóðfélag. Auðvitað er rétt, að það á ekki að hafa um hönd neinn óþarfa í embættafjöld, en þjóðfé- lagið krefst þó ákveðinna embætta og ákveðinna stjórnarstofnana, sem sumar hverjar sinna aðeins ákveðnum formsatriðum. Þær eru nauðsynlegar jafnvel þótt þær bræði ekki síld eða hreyti taði á tún. Annar kjósandi. Eldmessa um veginn. Reiður lesandi Tímans hringdi til blaðsins í fyrradag og mannin- um var efst í huga ástand þjóð- veganna. Við gefum honum orðið: — Hellisheiðin og enda Ölfus- vegurinn eru nú eins og versta aðalhraun. Menn sem hafa verið að ferðast upp um fjöll og firn- indj hafa tiltölulega góða vegi, en' þegar keniur að þessari höfijðlíf- æð samgöngukerfis okkar, þá er þetta ekki neinu líkt. Hellisheið- arvegurinn er ekkert nema „púkk- ið“ og það er hvergi hægt að hefla hann. Þetta ástand er tii ævarandi skammar — að ekki skuli vera borið ofan í veginn einu sinni á | Svona á að bæta sumrinu að minnsta kosti, að ekki sé talað um varanlegt viðhald. Það hefur verið þurrkur núna í nærri hálfan mánuð og svo þegar að gerir eina smáskúr, þá er veg- urinn ófær öllum bílum. Það er eins og ætlazt sé til, að öllum okkar mikla bílaflota verði hreinlega lagt, ellegar eyði- lagður á skömmum tíma. Það ætti að taka áhrifaríkustu orð meistara Jóns þegar skrifað er um þetta ástand. Það er yfirgengilegt sinnuleysi af vegamálastjórninni að reyna ekki að halda sæmilega í horfinu hvað varðar þessa höfuðlífæð í sam göngum okkar. Á sama tíma er verið að leggja milljónir í veginn að Búrfellsvirkj un. Það er áleitin spurning hvort þcir fjármunir, sem eiga að fara til viðhalds vega, fari ekki allir í nýja veginn að Búrfelli. Það verður að taka þetta mál föstum tökum og það fljótt, því að það er um það bil 10 km lang- ur vegur í nágrenni Reykjavíkur, sem þarf að endurbyggja og lag- fSera þegar í stað. KVENSAM! PIANISTINN The world of Henry Ori ent. Bandarísk frá 1964. Leikstjóri: George Roy Ilill. Handrit: Nora John son og Nunnally Johnson Kvikmyndun: Boris Kauf man og Arthur J. Orn- itz. Tónlist: Elmer Bern stein. Framleiðandi: Je- rome Hcllman. íslenzkur texti: Loftur Guðmunds- son. Tómabíó. Söguþráður: Tvær ungmeyj- ar, Marian Gilbert (Merry Spa eth) og Valerie Boyd (Tippy Walker), hittast af tilviljun og hefst milli þeirra náinn kunn- ingsskapur. Dag nokkurn koma þær Henry Orient (Peter Sell- ers) að óvörum, þar sem hann nýtur blíðubragða með einni ástmey sinni, Stellu, (Paula Prentiss) að nafni. Seinna kom ast þær að því, viðstaddar á hljómleikum, að Henry Orient er píanóleikari, en geta hans sem slíks er þó ekki í fullu samræmi við kvenhyllina. Þann ig dregst Henry inn í líf telpn- anna, einkum Valerie, sem verð ur ákaflega ástfangin af honum. Sitja þær öllum stundum fyrir framan íbúð hans, en Henry, sem tekið hefur eftir þeim, er ekkert um þetta gefið og álít- ur þær njósnara, útsenda af eiginmanni nýjustu ástmeyjar hans. Foreldrar Valerie koma heim úr viðskiptaferðalagi frá Evrópu. Isagel (Angela Lands- bury), móðir Valerie, verður eitthvað í nöp við Marian. Valerie strýkur þá að heiman, en móðir hennar . . . Hér gerist söguþráðurinn svo flókinn, að ég treysti mér ekki til að halda honum áfram. Kvensami píanistinn, sem Peter Sellers og Tippy Walker í „Kvensama píanistanum". kalla mætti „hugljúfa kómedíu" er engan veginn hróður fyrir leikstjórann, heldur eru það að- alleikendurnir, sem bera mynd þessa uppi. Eitt atriði ber þar þó af. Er það atriðið á hljóm- leikunum, sem er skemmtilega útfært, góð myndataka og Pet- er Sellers er í essinu sínu. Ann ars er myndin ekki nema rétt í meðallagi og eru síðustu mín- úturnar lakasti hluti hennar í sinni yfirborðskenndu, amer- lítið ísku dramatík, sem er augnayndi. Ungmeyjarnar Tippy Walker og Merry Spaeth fara vel með sitt hlutverk, einkum sú fyrr- nefnda og verður ekki annað séð, en hún sé mjög efnileg leik kona. Peter Sellers, sem hér er raunar í aukahlutverki, tekst og vel upp, en aðrir leikendur falla í skuggann. Sigurður Jón Ólafsson. þjónustuna. I gær skrifar Mbl. á þessa leið í tilefni af viðtölum Tím- ans við yfirmenn á strandferða skipinu Esju: „Það er e. t. v. mannlegt, að starfsmenn, sem lengi hafa starfað hjá þessu fyrirtæki uni því illa að verulegar breyting ar verði gerðar á rekstri þess, en þeir verða þó að gera sér grein fyrir staðreyndum og því, að ekki er ár eftir ár hægt að standa undir tugmilljón króna halla á þessu ríkisfyrirtæki. . . . .Nú hefur verið ákveðið að selja tvö skip, Skjaldbreið og Esju, en ríkisstjórnin hefur veitt heimild til þess að geng ið verði formlega til samninga við erlent skipafélag um leigu á nýju skipi, sem talið er hag kvæmt til strandsiglinga . . . Enn hefur áætlun þessa lefgu skips ekki verið ákveðin en ó- hætt er að fullyrða, að jafn- vel þótt ferðum fækki, muni þjónustan verða sízt verri en nú er, og jafnvel til muna betri, sérstaklega að því er vöruflutninga varðar. Tilgang urinn með þeim breytingum, sem nú er verið að gera á rekstri Skipaútgerðarinnar er því ekki sá, að draga úr þjón ustu við landsbyggðina heldur þvert á móti að gera tvennt í senn, annars vegar að auka og bæta þá þjónustu miðað við gjörbreyttar aðstæður og jafn framt að draga úr þeim gífur- lega halla, sem verið hefur á rekstri þessa fyrirtækis . . .“ Þá hafa menn það. Það, sein vakir fyrir ríkisstjórninni skv. þessari frásögn Morgunblaðsins er það að bæta þjónustu strand ferðasiglinganna við lansbyggð ina, jafnframt því, sem Mbl. telur sér þörf að hnýta í þá menn, sem lengst hafa starfað að þessum málum og bezt þekkja til og skynsamlegar til- lögur hafa fært fram um endur bætur á skipakostinum og rekstri útgerðarinnar. Einn Færeyingur í staðinn fyrir Esju og Skjald breið á að leigja eitt lítið fær- eyskt skip. Menn geta reynt að sannfæra sjálfa sig um það, að ríkisstjórnin trúi því að þetta eina færeyska skip muni ekki einungis koma fullkom lega í staðinn fyrir Esju og Skjaldbreið heldur gera mun betur en fylla skörð þeirra í strandsiglingunum, stórbæta þjónustuna við landsbyggðina! Það verður fólksins úti nm Iandið að meta það á næstu mán uðum, hve mjög þjónusta Skipa útgerðarinnar við landsbyggð ina mun aukast við þessa snilld ar ráðstöfun. En hitt er goti dæmi um það á hvert stig við erum komnir á framfarabraut inni á þessu sviði að við skul um þurfa að leita til Fær- eyja til leigu skips í strarnt ferðir — en ekki skuli vera unnt eftir þessa upgripatíma að smíða hentug skip og full- komin er sniðin væru eftir ís- Icnzkum aðstæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.