Tíminn - 21.08.1966, Síða 8
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 21. ágúst 1966
Þorsteinn og kojubíilinn hans nýi á Námaskarði.
Tímamynd—GB.
ÝTAN HÉL T ÁFRAM MEÐ EKIL
STEINSOFANDIFRAM Á STÝRID
Þorsteinn Kristjánsson hefur
átt heima á Egilsstöðum í sex
ár, fluttist þangað með fjöl-
skyldu sinni úr Kópavogi árið
eftir að hann hóf vöruflugninga
miíli Reykjavíkur og Austur-
lands, er annars uppalinn Reyk-
víkingur, einn þeirra, sem
setzt hafa að í þessu unga kaup-
túni á Fljótsdalshéraði. Verk-
efni hans jukust jafnt og þétt,
hann byrjaði með einn bíl sum-
arið 1959, en vöruflutninga
magnið hefur tífaldazt á þess-
um árum, og nú á hann fjóra
bíla í förum á ieiðinni frá
Reykjavík til Egilsstaða, Seyðis-
fjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarð-
ar og Reyðarfjarðar. Hann var
einn af stofnendum Vöruílutn-
ingamiðstöðvarinnar í Reykja-
vík og er stjórnarformaður
hennar, en eigendur hennar
eru búsettir víðsvegar um iand-
ið. Hann stundar þossa flutn-
inga af miklu kappi, í raun-
inni er aksturinn einn blóð-
sprengur þessa mánuði, sem
fjallvegirnir eru bílfærir. Hann
stendur stutt við hjá fjölskyldu
sinni í hvert sinn, og eru bæði
kona hans, Bryndís Karlsdóttir,
og Þórólfur sonur þeirra, 14
ára, lika önnum kafin við vöru-
afgreiðsluna á Egilsstöðum,
síminn hringir seint og
snemma á heimili þeirra, það
eru menn úti um allt Hérað,
sem eiga von á sendingu að sunn
an, eða þurfa að koma ein-
hverju suður.
Nú er lokið erindum eystra
og við byrjum ferðina til oaka.
Enn er súld á Jökuldalsheið-
inni en ólíkt bjartara í Jökul-
dal, en á leiðinni austur, ég sé
dalinn mæta vel í fyrsta sinn
og mér finnst hann miklu fali
egri en ég hafði gert inér
hann í hugarlund, hann minn
ir dálítið á Þjórsárdal. En ekki
er fljótið frítt, sem fellur um
dalinn, ég hef ekki horft ofan
í Ijótara og óhugnanlegra fljót,
svargrátt og grimmdarlegt, og
þar hefur margur maðurinn
týnt lífi um aldir. Mér sýnist
fjöldi bæja í dalnum enn vera
í byggð, það er verið að byggja
að nýju að Hauksstöðum, þar
sem bærinn brann í vetur. Á
tveim fornfrægum bæjum í
dalnum liggur vegurinn um
hlaðið, að Hofteigi og Hvanná.
En því miður gefst ekki tími
til að doka við nema sriðggvast.
Og aftur Iiggur végurinn upp
á við, upp á Möðrudalsfjallgarð
ana eystri og síðan vestri. Nú
er bezt að rekja nokkuð garn-
irnar úr Þorsteini, senn fer
að styttast samleið okkar, ég
fer úr á Grímsstöðum á Fjöll-
um til að halda í aðra átt.
— Finnst þér ekki æði þrey’-
andi að aka svona sleitulítið
þessa löngu leið ár eftir ár.
Þorsteinn?
— Það getur verið það eftir
að haustar og færð fer að spill
ast, en á sumrin er þetta ein-
hver skemmtilegasta atvinna,
sem hægt er að hugsa sér. 0<?
ég er ekki einn um þá skoðun
Fjöldamargir menn, sem vinna
verkstæðisvinnu, eru ólmir að
komast í þetta á sumrin, þó að
vinnudagurinn sé miklu lengri,
þetta er svo mikil upplyfting
frá innivinnu. Hvað sem mis-
jafnt má segja um vegina okk-
ar, þá er varla nokkurt skemmti
legra iand til að aka um. Ég
hef ferðast um mörg lönd Evr-
ópu, en ég tek ísland fram yf
ir þau öll. Það er langt i frá
að ég sé orðinn leiður á að
aka þessa leið, mér finnst ég
alltaf vera að sjá eitthvað nýtt
í landslaginu í hverri ferð, bæði
á nóttu sem degi og jafnve!
enn skemmtilegra um landið
á sumarnóttum. Það á líka svo
vel við mig og aðra, sem sturda
þetta, hve frjáls maður er á
leiðinni, sé maður ekki bund-
inn við sérvitra farþega og
maður getur ráðið því sjálfur,
hvar staðnæmzt er til að mat-
ast eða gista. En því er reynd-
ar ekki að neita, að sumum
er illa við okkur á vegunum,
finnst við skemma há, og því
hefur verið nokkuð amazt við
okkur. En þetta er nú ein
sinni þróunin f vöruflutninga-
máluni, og hún verður ekki
stöðvuð eða snúið við. og það
liggur í því, að bílarnir veita
svo margfalt 'iprari og ódýrari
þjónustu en önnur flutninga-
tæki. í mörgu falli sækjum
við vörurnar til sendanda og
afhendum þær við dyr móttak-
anda og venjulega sami maður
sem sækir vöruna og afhendir
hana. Sé ástæða til fyrir send-
anda eða viðtakanda að kvarta
er hægt að skamma bílstjór-
ana beint og þarf ekki að ganga
á milli Heródesar og Pílatusar
á skrifstofum, þar sem allt
snýst í hring og enginn vill
við neinar misfellur kannast
eða bera neina ábyrg,. Og það
tryggir ódýrari og betri með-
ferð vörunnar, hve sjaldan þarf
að handleika vöruna, í mörgu
falli aðeins tvisvar, frá því send
andi lætur hana frá sér fara
og þangað til hún kemur í
hendur viðtakanda. Vöruflutn
ingar með bílum hafa allsstaðar
margfaldazt á síðustu tveim
áratugum. Við á Vöruflutninga
miðstöðinni kynntum okkur
fyrirkomulag vöruflutninga
með bílum í Svíþjóð og snið
um mjög eftir þvi, þar sem
Svíar standa mjög framarlega
á þessu svíði. Við skoðuðum
helzt slíka miðstöð í Gautaborg.
Hún var óskör lítið fyrirtæki
fyrir strið. En þegar við skoð-
uðum þessa stöð í fyrra, hafði
fyrirtækið flutt þrjár milljónir
tonna árið áður. Þeir voru bún
ir að koma sér upp afgreiðsl-
um um öll Norðurlönd, fluttu
vörur suður allt meginlandið,
alveg suður á Ítalíu og Frakk-
land, og það sem mér fannst
kúnstugast, var það, að þeir
voru með áætlunarferðir með
bílum frá Gautaborg og til Eng
lands. Eins er það þar í landi,
maður inni > miðju Englandi
getur hent vöru inn á afgreiðslu
þar, og síðan sækja bílarnir
hana og flytj? til Norðurlanda
eða þangað sem hún á að fara.
— Þú sagðir áðan, að þið
þættuð heldur spilla vegunum.
Hefur t.d. nokkur brúin hlunk-
ast undan yklcur?
—O-nei, ekki hefur það kom
ið fyrir. Þó hafa víst tvisvar
komið göt á Fnjóskárbrúna,
hún og brúin hjá Fosshól við
Skjálfandafljót eru einna verst
ar. Það er nú einu sinni svo,
að brýr eru ekki endurnýjaðar
hér fyrr en þær eru alveg að
sligast og raunar frægt, hve
tregir þeir eru til að lagfæra
nokkuð kringum þær fyrr en
seint og síðarmeir, svo sem
frægt er með óskiljanlegar
beygjur við sumar brýr á aðal-
vegum eru látnar haldast ára-
tug eftir áratug. Og það geng-
ur sorglega hægt með vega-
lagningar okkar. Til skamms
tíma var fjárveitingin til veg-
arins hingað austur aðeins 200
þúsund, svo var hún hækkuð
upp í 800 þúsund, en það segir
sig sjálft, að er allt of lítið.
Því að umferð hér yfir fjöllin
er alveg þindarlaus þá mánuði
sem akfært er, og óskaplega
mikil þungakeyrsla. En með
því að byggja upp veginn hér
yfir Jökuldalsheiðina og fjall-
garðana, þá er mjög líklegt
að hægt sé að halda uppi akstri
mestallan veturinn, a.m.k. fram
undir áramót. Möðrudalur má
orðið heita lengst árs í vega’
sambandi við Akureyri. aðeins
einn veikur hlekkur á þeirri
leið, og það er Námaskarðið,
en það er mjög ódýrt að hækka
það upp, en alltaf hefur sézt
yfir það í vegalögum. En Jök-
uldalsheiðin er óskaplega erfið
hún er vegleysa sumar sem
vetur, bakar okkur tugþúsunda
króna aukakostnað í dekkja-
sliti á hverju sumri. Mér er
kunnugt um það, að þeir sem
aka svona bílum á rétt sæmileg
um malarvegi, t.d. Reykjavík
— Akureyri, eru með helmingi
mipna hjólbarðaslit en við.
mundi ég segja En þetta á eft
ir að lagast þegar kemur sæmi
legur upphækkaður vegur hér
yfir heiðina Hér er allt annað
veðurfar en syðra. vegna mik
illa frosta er snjórinn svo þurr.
hann rífur strax af upphækk
uðum vegi Við sjáum það t.d
á nýja veginum hér á fjall
görðunum. að þegar flogið er
yfir hann, stendur hann eins
og svart strik upp ur snjóbreið
unni. En eins og er, er ekki
hægt að komast þessa leið
>nema fimm til sex mánuði
-ársins.
— Hefurðu lokazt fyrir sunn
an vegna snjóa?
— Já, já. Úr því kominn er
október, fer Vöruflutningamið-
stöðin fyrir sunnan að taka við
vörum með íyrirvara, þvi óvíst
er að ferðin verði farin. Og
taki maður þá ákvörðun um
að hlaða bílinn, ef tvísýnt er
um veður, þá er um að gera
að vera nógu snar og aka allt
hvað af tekur áður en allt
lokast. Þá reynum við, sem er
um í þessu, að hafa samflot
og Vegagerðin hjálpar okkur
alltaf einu sinni yfir á haustin
með því að senda ýtu á undan
okkur og síðan er tllkynnt að
vegurinn sé lokaður, þó gerði
hún það tvisvar s.l. haust, það
stóð sérstaklega á. En Jökul-
dalsheiðin er langverst, ég hef
fimm sinnum orðið að yfirgefa
bíl á henni og ganga alla leið
í Möðrudal, og það getur verið
stundum allkalsalegt, frostið al-
veg gífurlegt. Einu sinni á
slíkri göngu hafði ég gos-
drykkjarflösku í innri vasa, og
það var alveg botnfrosið
í henni, þegar ég ætlaði að
fá mér sopa við þorstanum. Eg
hefði átt að hafa það eins og
Bjartur í Sumarhúsum með
blóðmörsiðrið, sem hann
geymdi á berum sér svo það
gaddfrysi ekki.
— Þú hefur sjálfsagt ein-
hvern tima lent í svaðilför á
haustferðum þínum, hvað er
þér minnisstæðast?
— Ætli það sé þá ekki helzt
þegar við lögðum einu sinni
upp í siðustu haustferðina í tólf
bíla floti með veghefli og ýtu
frá Vegagerðinni í fararbroddi
úr Möðrudal og hér austur
yfir, vorum fulla þrjá sólar-
hringa hér á fjallinu. Menn
voru orðnir svo úttaugaðir, að
í hvert sinn sem nokkur stanz
varð, sigu þeir með nefið fram
á stýrið og steinsofnuðu. Einu
sinni héldum við að ýtumaður-
inn hefði fundið nýja leið, ýtan
tók allt í einu á rás, þegar hún
var komin gegnum skafl, en
við skildum ekki, hvað um var
að vera, fyrr en ýtan stakkst
allt í einu fram af brún, beygð'i
samt og kom til baka, ýtumnð
urinn hafði dottið út af soí
andi, en ýtan hélt áfram. Svc
þegar við komum að Hjarðar
haga, heilsuðum við upp á Pá!
bónda, sem hefur ætíð verið
okkar mesta hjálparhella, sem
er allra manna kunnugastur a
heiðinni. Hann hefur fylgt mér
nokkrum sinnum yfir í blinc.
þreyfandi byl, ég hefði ekki
haft hugmynd um, hvar ég var
staddur, þótt ég sé búinn að
fara þetta mörg hundruð sinn-
um. En þótt ekki sjáist nema
einn eða tveir metrar framund
an, þá er eins og Páll geti
farið þetta blindandi, það kem
ur ekki fyrir að hann villist.
Nú, við dokuðum ekki nema
stundarkorn »ið hjá Páli í þetta
sinn. komum líka aðeins við
í Gilshaga, héldum svo
áfram að Fossvöllum, þar sem
beðið var eftir okkur með kaffi
Jæja, þegar menn voru setztii
og búnir að hella í sig úr kaffi
bolla. datt nvei maður út ai
ýmist með nefið ofan í borð
ið eða hausinr cftur a ha
En það var ekki til langra
setn boðið vtumaðurinn ra-
innan tíðar og menr gen
hálfsofandi >r bhana •-i-*
var ekki 'étt fvri et> •>><* s ■
um í Egilsstaði og hafð’ tek;
okkur sex dæeur að con <
hundrað kflfunetra teið (, 8
l