Tíminn - 23.08.1966, Síða 1
: ::
./-í >
'
Sigurður Fáfnisbani og álfakóngurinn standa í stafni,
KJ-Reykjavík, mánudag.
laugardaginn kom hingað lii
lands ein frægasta kvik-
myndaleikkona Þióðvevja
Karin Dor (s.iá mynd)
styztu leið frá Japan rar
sem hún var aS ljúka við
að leika eitt aðalhlutverki'ð
í James Bond kvikmyndinni
„You never die twice"
tlingað er Karin Dor koni
Frsmhairl a nis 14
80 millj.
kr. takk!
HZ-Reykjavík, mánudag.
Á föstudagskvöldið kom til
Iandsins hópur þýzkra og júgó-
slavneskra kvikmyndatöku-
manna og leikara til þess að
leika í kvikmyndinni „Niflung-
arnir“ eins og áður hefur verið
(Tímamynd HZ)
skýrt frá í Tímanum. Fór hóp-
urinn austur að Skógum undir
Eyjafjöllum á laugardagskvöld
ið, en þar mun hópurinn gista
á . meðan á kvikmyndatökun-
um stendur. Árla sunnudags-
Framhaid 9 nis 14
Erkibiskup Rómar
dvaldi hér í viku
EJ-Reykjavík, mánudag. Erkibiskupinn af Róm, Dr. Brunó. B.
Heim, var hér á landi í cinkaheimsókn í síðustu viku. Kom hann
hingað á mánudagskvöld og fór utan s- 1. laugardag. Erkibiskup-
inn hitti hér á landi kaþólska menn, en fór einnig í einknheim-
sókn til forsetans og til biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjörns
Einarssonar- Dr. Heim er á sextugs aldri og svissneskur að ætt.
Heyfengur almennt í löku meðallagi
GRASBRESTUR
í HRÚTAFIRÐI
KT-Reykjavík, mánudag.
í viðtali við Tímann í dag sagði
Gísli Kristjánsson, ritstjóri, að
nú liti út fyrir, að heyskapur á
þessu ári yrði í meðallagi og þar
fyrir neðan. Um allt land væri út-
lit fyrir háarsprettu slæmt og
segðu menn víða um land, að þeir
mættu þakka fyrir að fá nóg til
haustbeitar. Mætti því segja, að
annar sláttur yrði um allt land
sáralítill, svo að heyöflun byggðist
næstum eingöngu á fyrri slætti.
Gísli Kristjánsson, ristjóri, hef-
ur nýlokið við yfirlit yfir heyskap-
inn í sumar. Fara upplýsingar
hans hér á eftir.
Á Suður- og Suðvesturlandi er
heyverkun með allra bezta móti.
Grasvöxtur er misjafn af fyrra
slætti og útlit fyrir litla háar-
sprettu. Fyrra slætti er sums stað-
ar lokið.
Um Vesturland er svipaða sögu
að segja. Nýting er góð, heymagn
lítið og á nokkrum bæjum alltof
lítið. { Borgarfirði var klaki t.d.
^ramhalrt a bls 14
Frá Tokío
til Skóga
4000 MANNS TALIN AF Á JARÐSKJÁLFTASVÆÐUNUM I TYRKLANDI
Biöja um brauö og skóf lur
NTB-Istanbul, mánudag.
Hætta á alvarlegri útbreiðslu
taugaveikifaraldurs vofir nú yfir
stórum svæðum í Austur-Tyrklandi
þar sem þorp og bæir hafa jafn
ast við jörðu í jarðskjálftum síð
-ustu dagana. Óttast er, að um
4000 manns liafi farizt þar í jarð-
skjálftunum sl. föstudag og laugar
dag. f kvöld höfðu fundizt rúm-
lega 2.300 lík, en góðar heimildir
segja, að ástæða sé til að ætla,
að mun fleiri, ;ða um 4000, hafi
farizt, að því er segir í fregnum
frá Istanbul.
Jarðskjálftarnir hafa eyðilagt
vatns- og skolpkerfi margra bæja,
og þétt ský af flugum sveima yíir
rústunum í Varto, sem var alger
lega jöfnuð við jörðu. í dag var
þar 35 gráðu hiti, og björgunar-
fólkið gat víða þefað sig áfram að
líkunum í rústunum, að því er
fréttaritari Reuters, Nuyan Yigit,
segir, en hann kom til Varto, er
varð verzt úti í jarðskjálftanum.
í bænum er ekki lengur eitt ein-
asta hús íbúðarhæft. Hafa til þessa
verið grafnar 1300 grafir fyrir
hina látnu, og þörf er á fleirum.
Auk þess reikna yfirvöldin með
því, að systkini séu lögð í eina
sameiginlega gröf, ein gröf fyrir
hverja fjölskyldu eða barnahóp.
Þeir, sem komust af lifandi í
hinum hrundu bæjum og þorpum,
leituðu enn í dag örvæntingafull-
ir að ættingjum sínum, sem ef til
vill eru enn lifandi í rústunum
Framhald á bls. 14.
Um helgina fór níu manna
hópur á hestum yfir Fimm-
vörðuháls, frá Skógum undir
Eyjafjöllum og yfir í Þórsmörk
Þessi leið hefur ekki verið far
in áður á hestum svo vitað sé.
þar sem farartálmi mikill var
norður ' svokölluðu Heljar-
kambi á hálsinum, en í fyrra
var höggvið þar einstigi, og
þar fóru hestamennirnir nú nið
ur af hálsinum Það er ekki
mikið um grasbala efst á náls-
inum og þvi urðu ferðaiang-
arnir að á með hestana á fönn-
um og var myndin hér til hlið-
ar tekin við það tækifæri.
Fleiri myndir og nánari frá-
sögn af ferðalaginu birtist í
Tímanum á morgun, miðviku-
dag. (Tímamynd JRH)