Tíminn - 23.08.1966, Síða 3
3
ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 1966
TÍM8NN
FSmmtugur í gær:
RögnvaUurJ. Sænnmdsson
Hinn 21. þ.m. átti Rögnvaldur
J. Sæmundsson, skólastjóri Gagn
fræðaskólans í Keflavík 50 ára
afmæli.
Þótt mér sé kunnugt um, að
Rögnvaldi er lítið um það gefið,
að’ nafni hans sé haldið á lofti,
því að maðurinn er hógvær og hlé
drægur, sem vill heldur að verk
hans tali fyrir hann en hann fyrir
verk sín, get ég þó ekki stillt mig
um að minnast hans með greinar
korni þessu á þessum tímamótum
í lífi hans.
Rögnvaldur er fæddur í Brekku
koti í Óslandshlíð í Skagafirði. Ung
ur að árum mun hann hafa flutzt
með foreldrum sínum til Ólafs
fjarðar, þar sem hann bjó sin
bernsku- og æskuár. Ekki mun
Rögnvaldur hafa verið gamall, er
hann fór að stunda sjómennsku,
og er mér persónulega vel kunnugt
um það, að sjómennskan nefur
ávallt átt sterk ítök í honum, og
leikur e'kki hínn minnsti vafi 'á þvi,
að hann befði getið sér góðan orðs
tír á þeiim vettvangi, ef hann hefði
gert sjómennskuna að ævistarfi.
En menntagyðjan varð sjómennsk
unni yfirsterkari. Veturinn 1935—
‘36 stundaði hann nám við Solborg
Ungdomsskole i Stavanger í Nor-
egi, og vorið 1940 lauk hann prófi
frá Kennaraskóla íslands. Kenndi
hann síðan næsta vetur við íþrótta
skólann í Haukadal. Hann hafði
þó ekki slökkt fróðleiksþorsta
sinn. Árið 1942 heldur hann til
Bandaríkjanna og stundar þar nám
til ársins 1945, fyrst við Nortwest
Missouri Teacher College í Miss-
ouri, og síðar lýkur hann B.A.
prófi í ensku við Columbía háskól
ann í New York og M.A. -prófi
í International Relations. Að
loknu námi í Bandaríkjunum,
hverfur hann svo aftur heim til ís
lands, og snýr sér brátt að kennslu
störfum fyrst sem stundakennari,
skólastjóri
og síðar fastakennari við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, þar til
haustið 1952, að hann er settur
skólastjóri við Gagnfræðaskólann
í Keflavík, sem þá var stofnsettur.
Hefur hann verið skólastjóri við
skólann síðan og er enn, utan
eitt ár, sem hann fékk ársleyfi frá
störfum, og dvaldist hann það ár
ásamt fjölskyldu sinni við nám í
Bandaríkjunum.
Það munu fáir geta gert sér í
hugarlund, nema þeir, sem það
hafa reynt, hversu miklum vand
kvæðum, það er bundið að móta
skóla, sem er að hefja göngu sína.
Engar gamlar, fastmótaðar sið-
venjur sem flestir eða allir telja
sér skylt að lúta samkv. lögmáli
vanans. í þau 14 ár, sem Gagn
fræðaskólinn í Keflavík er búinn
að starfa, er mér óhætt að full-
yrða, að hann nýtur vaxandi álits.
Og þótt ýmsir hafi lagt hönd á
plóginn við að auka hróður skól
ans, tel ég að engum einum manni
beri fremur að þakka það en ein
mitt Rögnvaldi. Skólastjórn hans
hefur í senn verið bæði sköruleg
og festuleg, sem meðal annars má
þakka þeim eiginleikum hans, að
gera fyrst og fremst kröfur til
sjálfs sín, áður en gerðar eru kröf
ur til annarra. Orð og athafnir
slíkra manna hljóta ávallt að verða
áhrifarík. Störf sín við skólann
hefur hann ávallt rækt af einstakri
trúmennsku, alúð og samvizkusemi.
Nú sem stendur er Röngvaldur
á ferðalagi í Evrópu með eigin-
konu sinni, frú Aðalbjörgu Guð
mundsdóttur, kennara, svo að erf
itt mun reynast að senda honum
afmæliskveður. En eitt veit ég, að
enga ósk á hann heitari nú en þá,
að væntanleg stækkun Gagnfræða
skólans komist sem fyrst í fram-
kvæmd, og að skólanum verði bú
in þau skilyrði, til kennslu, sem
staðizt geta kröfur tímans, enda
er fáum ljósara gildi orðskviðs-
ins: „Menntun er máttur“ en ein
mitt honum. Þá er það einlæg ósk
mín að Keflavíkurkaupstaður megi
sem lengst njóta starfskrafta hans.
B.F.H.
MINNING
Björn Jónsson, Litla-Ósi
Björn Jónsson, fyrrum bóndi á
Litla-Ósi við Miðfjörð, andaðist í
sjúkrahúsinu á Hvammstanga 20.
júlí s. 1., á 79. aldursári. Hann
fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi
15. nóv. 1887, elztur af börnum
hjónanna Þóru Jóhannesdóttur og
Jóns Eggertssonar, er þar bjuggu
lengi. — Björn kvæntist árið 1914
ágætri konu, Jóhönnu Gunnlaugs-
dóttur frá Syðri-Völlum. Byrjuðu
þau búskap á Ánastöðum, en 1918
keyptu þau jörðina Litla-Ós og
fluttust þangað vorið 1919. Þar
áttu þau heimili síðan og ráku þar
búskap unz einn af sonum þeirra,
Þorvaldur, tók þar við búi. Þau
eignuðust fimm börn, þrjá syni og
tvær dætur. Öll hafa þau myndað
heimili. Fjögur þeirra, Hildur,
Jón, Gunnlaugur og Ingibjörg, eru
búsett í kaupstöðunum við Faxa-
flóa og í Hveragerði, _en Þorvald-
ur er bóndi á Litla-Ósi eins og
áður segir.
I
Litli-Ós er lítil jörð, og þegar
þau Björn og Jóhanna fluttust
þangað var þar lítið og þýft tún
og byggingar lélegar. En í búskap
artíð þeirra voru gerðar þar veru
legar jarðabætur. Björn var áhuga
samur dugnaðarmaður að hverju
sem hann gekk. Auk búskapar-
starfanna stundaði hann sjó, þeg-
ar fiskur gekk í Miðfjörð, og flutti
oft góðan feng að landi, því að
hann var aflasæll sjómaður. Á
unga aldri lærði hann söðlasmíði.
Stundaði hann þá iðn samhliða
búskapnum, og eignaðist marga
viðskiptavini.
Síðustu mánuðina, sem Björn
lifði, var hann í sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Hann hafði verið
gæddur miklu starfsþreki, en nú
var það þrotið, og þegar svo er
komið er hvíldin góð.
Jarðarför Björns heitins fór
fram að Melstað föstudaginn 29.
júlí. Margir vinir og kunningjar
fylgdu honum til grafar.
Sk. G.
Um lýöræði í prestskosningum
Enginn efast um, að Bernharði
Stefánssyni, fyrrverandi alþmgis-
manni, gangi gott til að bera í
bætifláka fyrir séra Ágúst Sigurðs
son í kosningamáli hans, sjá grein
í Degi 9. júlí s.l., en vafasamur
greiði er honum þó gerður með
því að ræða mál hans opinberlega
enda sýnist Bernharð naumast
vera málavöxtum svó vel kunnur
að hann geti um þetta mál dæmt
af skynsemi. Verða því vangavelt-
ur hans um lýðræði í þessu sam
bandi mjög út í hött. Bernharð
slær því föstu til að byrja með.
að séra Ágúst hafi verið ,.kosinn
lögmætri kosningu" í Möðruvalla
klaustursprestakalli, og í öðru lagi
að misfellur á kosningunni hafi
verið „hégóminn einber“, en úr
þessu vilja kærendur einmitt fá
skorið af dómstólum. Og þar sem
saksóknari ríkisins eða fulltrúi
hans hefur nú fyrirskipað rann-
sókn í málinu. virðist hann ekki
vera eins viss um þetta og Bern-
harð, annars hefði hann látið rann
sókn niður falla. Það kemur kjarna
málsins ekkert við, þó að héraðs-
dómari hafi vegna kunningsskap-
ar færzt undan að þurfa að dæma
I málinu. Slíkt getur verið eðli-
legt og segir ekkert um sök eða
sýknu.
Kærendum þykir það dálítið
óvenjulegt af manni. sem sækir
um embætti í íslenzku þjóðkirkj
unni að sækja kosningu sína með
því ofurkappi, að leitast við með
brellum að láta þá fylgismenn sína
kjósa, sem aldrei hafa verið lög-
lega settir á kjörskrá og yfirkjör-
stjórn hefur úrskurðað, að ekki
eigi að hafa kosningarétt. Er þetta
auðvitað fyrst og fremst frámuna-
lega heimskulegt, og ber vitni um
meiri vanþekkingu á reglum, sem
um kosningar gilda, en ætlandi er
fullorðnu fólki, enda hefði kosn-
ing í viðkomandi sókn orðið ógild,
ef formaður kjörstjórnar hefði
ekki komið í veg fyrir það. En hitt
sýnist þó öllu meiri ófyrirleitni
og alvarlegra.brot á velsæmi. þeg-
ar presturinn sendir föður sinn,
farinn að heilsu, inn á kjörfund
og lætur hann þar bera þau skila
boð frá prófasti, að umræddir
menn eigi að fá að kjósa, enda
þótt prófastur hefði þann sama
dag varað séra Ágúst við þessu og
skýrt honum frá úrskurði yfirkjör
stjórnar. Verður því ekki annað
séð en séra Ágúst hafi vísvitandi
sent föður sinn með röng skiía
boð og hafi jafnframt reynt að
koma ábyrgðinni af þessum af-
glöpum vfir á yfirmann sinn. nró-
fastinn Það má vel vera. að í
stjórnmálum kuni svona blekkinga
vefur að þykja „hégóminn einber"
en bó efast undirritaðir stórlega
um að Bernharði Stefánssyni
hefði bótt bað fara eftir réttum
lýðræðisreglum, né látið kyrrt
liggja, ef andstæðingar hans í
alþingiskosningum hefðu haft s'ík
brögð í frammi. Segir svo í 136.
grein almennra kosningarlaga, að
hægt sé að ógilda kosningu þing
manns, ef þingmaðurinn sjálfur
eða umboðsmenn hans hafi átt
vísvitandi sök á misfellum í kosn
ingum, jafnvel þó að atkvæða-
munur sé ótvíræður. Væri það und
arlegt, ef í þessum efnum ætti að
gera lægri siðferðiskröfur til
prests en þingmanns, enda óvíst
hvernig fer um lýðræðið, ef geng
ið er að kosningum með slíkum
ofsa og yfirgangi til að troða sjálf
um sér fram.
Finnst kærendum, að þá lág-
markskröfu verði að gera til
presta. og reyndar allra, sem
sækja um trúnaðarstöður hja ís-
lenzka ríkinu, að ekki segi þeir ó-
satt visvitandi,1 og einkum þykir
oss það óviðeigandi af prestum
að hafa það athæfi í frammi í
kirkjum, þar sem ætlazt er til, að
þeir brýni fyrir ungum og öldn-
um að halda 8. boðorðið í heiðri.
Nú finnst alþingismanninum fyrr
verandi það vera ofsókn á hendur
séra Ágústi ef mönnum geð.iast
ekki að þessu háttalagi hans og
þá líklega einnig það, að nokkur
skyldi dirfast að sækja á móti
honum og nokkur leyfa s»r að
kjósa annan mann fyrir sálusorg-
ara. Ætti Bernharð þó að vita,
að þetta telst með mannréttindum
í lýðræðisríkjum. Enda þótt séra
Sigurður Stefánsson væri vinsæll
prestur í sóknum sínum, getur
þó séra Ágúst ekki ætlazt til að
vera kosinn nema á sínum eigin
verðleikum, og var þó hinu óspart,
á lofti haldið í kosningunum, hví
lík móðgun það væri við fjölskyid
una að kjósa ekki soninn, og lætur
Bernharð mjög liggja að því í
grein sinni. En þá fer að ruglast
lýðræðið, ef eins konar ríkiserfð-
ir eiga að gilda í þessum efnum,
hvað sem verðleikum líður.
Það er á margra vitorði, að ým-
islegt hefur gerzt í kirkjunni á
Möðruvöllum, sem söfnuðinum
geðjaðist ekki vel að á sínum
tíma. Og enda þótt Bernharð kalli
þetta barnabrek, þá mun kirkju-
agi sums staðar vera svo strangur
að á þetta hefði verið litið mjög
alvarlegum augum. En einhvern
tímann verður mælirinn fullur.
„Ógætnlsorð" séra Ágústs vo'ru
of mörg í kosningunum og við
fleiri tækifæri.
Einnig leyfði hann að auglýst
var kosningaskrifstofa að hetmi.li
sínu. gegnt kjörstað, á Möðru
völlum, á sjálfan kosningadaginn
og mundi slíkt vera talin lögleysa
í alþingiskosningum.
Steinn Snorrason ,
Eggert Davíðsson.
s
Á VÍÐAVANGI
IÞví neytir ríkisstiórn-
in ekki sigursins?
Málgögn ríkisstjórnarinnar
telja afsalssamninginn við
Breta í iandhelgismálinu hinn
fullkomna sigur. f yfirlýsingu
þeirri, sem samningnum fylgdi,
lýsti ríkisstjórnin yfir, að hún
mundi halda áfram undirbún-
ingi að útfærslu landhelginn-
ar og að tryggja íslendingum
yfirráðarétt yfir landgrunninu
í öllu, eins og Alþingi hefur lýst
jl yíir sem stefnu íslendinga.
| Þó eru nú liðin sex eða sjö
f ár, án þess að ríkisstjórnin hafi
hreyft hönd eða fót. Eða hvað
hefur hún gert í málinu? Því
neytir hún ekki þessa fullkomna
!. sigurs til þess að halda áfram
Iá yfirlýstri braut? Því situr
hún sem fastast á málinu, þótt
kröfur um útfærslu komi hvað-
anæva, og rannsóknir sýni, að
þorskstofninn sé í hættu vegna
ofveiði útlendinga á landgrunn-
inu? Hver var þessi „sigur“, ef
hér verður að láta staðar num-
ið? Hvers vegna má Alþingi
ekki einu sinni Ieggja stjóm-
inni til nefnd til fulltingis í
málinu?
Einsdæmi
í Reykjavíkurbréfi s. I. sunnu
dag segir m. a. svo um afsals-
samninginn við Breta 1961:
„Síðan unnu fslendingar fuil
an sigur með samningsgerðinni
í marz 1961. Slíkur árangur
vopnlausrar smáþjóðar gegn
vígbúnu stórveldi er sannast að
segja einsdæmi“.
Það er rétt, að þessi cndem-
issamningur fól í sér eindæmi,
t. d. það, að íslenzka ríkisstjóm
in skuldbatt þjóðina um
óákveðna framtíð til þess að
tilkynna Bretum einum það
með tilteknum fyrirvara, ef
hún ætlaði að breyta fiskveiði-
landhelginni. Það mun algert
einsdæmi, jafnvel þótt við-
skiptasaga „vopnlausra smá-
þjóða og vígbúinna stórvelda"
hafi ekki ætíð verið fögur, að
þjóð, sem telur sig sjálfstæða
játist undir það að tilkynna
með löngum fyrirvara einni
annarri þjóð, hvaða stjórnarat-
hafnir séu fyrirhugaðar.
Spegilmynd
viðhorfsins
f spjalli sínu um landhelgis-
málið í Reykjavíkurbréfinu
segir forsætisráðherrann:
„Vinstri stjórninni tókst lausn
Iandhelgismálsins 1958 svo,
að Bretar ætluðu að beita
valdi til að knýja okkur til að
láta af rétti okkar“.
Þarna kemur fram spegil-
mynd þess viðhorfs, sem nú-
verandi aðalstjórnarflokkur
hafði og hefur til málsins undir
forystu þessa manns. Hann er
nú ekki að skafa utan af því
lengur, heldur kennir íslenzk-
um stjórnarvöldum hreinlega
um ofbeldisárás Breta á okkur
1958. Er þá skörin farin að
færast upp í bekkinn, þegar
þeim, sem ráðizt var á, er kennt
um ofbeldisárásina, og það er
meira að segja forsætisráðherra
þeirrar þjóðar, sem fyrir árás-
inni varð, sem þetta gerir. Það
er reisn yfir þessu sjálfstæðis-
viðhorfi. Og það var þá líka
heldur betu'- bætt fyrir brekin,
þegar ,.viðreisnar“-stjórnin
komst til valda með svc „vitur-
legri málsmeðferð“, að Bretar
Framhald á bls. 15